Dagur - 03.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.1999, Blaðsíða 5
MIDVIKVDAGVR 3. NÓVEMBER 1999 - 21 Thypr. LÍFID í LANDINXJ Amað heilla „Þetta var besti dagurinn í lífi mínu, hann var aldeilis frábær. Það gekk allt mjög vel upp og brúðurin var al- veg stórkostleg,“ segir Karl Matthías Helgason, raf- virki, um brúðkaupsdaginn sinn. Hann kvongaðist í byrjun ágúst Irisi Björgu Eggertsdóttur. Hún starfar sem ljósmyndari á ljós- myndastofunni Mynd í Hafnarfirði. Þau eru til heimilis að Eskihlíð 8, Reykjavík. Þau eru bæði úr Stykk- ishólmi og Karl segir þau hafa vitað hvort af öðru. „Eg er fimm árum eldri en hún en við kynntumst þannig að ég var að vinna í Rækjunesi, sem er skel- fiskvinnskla í Hólminum. Afi hennar á fyrirtækið, þar fórum við að kynnast náið. Við höfÐum verið í sambandi í 10 ár, áður en þessi stóri dagur rann upp. Þegar athöfnin stóð sem hæst fór öryggiskerfi í gang í kirkjunni. Gestirnir kímdu og sögðu að það væri bara svona heitt á milli okkar,“ segir Karl. Þann 7. ágúst voru gefin saman í Háteigskirkju í Reykjavfk þau Írís Björg Eggertsdóttir og Karl Matthías Helgason afSéra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Þau eru til heimilis að Eskihlíð 8, Reykjavík. (UÓSM. MYND HAFNARFIRÐIj Þau Stefanía Ljótunn Þórðardóttir og ' Heiðar Björgvin Er- lingsson voru gefin saman í Hofskirkju, 4 september. Prestur var Séra Sigurður Kr. Sigurðsson. Þau eru tii heimilis að Silfur- braut 7c, Hafnarfirði. (UÓSM. JÓH. VALG.] efin voru saman þann 7. ágúst1999 / Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, afSera Þórhalli Heimissyni, þau Kristrún Ellen Arinbjarnardóttir og Heimir Jónsson. Þau eru til heimils að Löngumýr 4 í Garðabæ. Gefin voru saman þann 4. september í Þjóðkirkjunni Hafnarfirði, þau Úlöf Aðalsteins- dóttir og Rafn A. Sigurðsson af Séra Þórhalli Heimissyni. Þau eru til heimilis að Breiðvangi 46, Hafnarfirði. (uósm. MYND HAFNARFIRÐlJ Pann 11. september voru gefin saman í hjónaband afSéra Sigurði A rnasyni í Háteigskirkju i Reykjavík þau Ragnheiður Gísiadóttur og Ævar Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Jötna- borg 12, Reykjavík. (UÓSM. S/GR/ÐUR BACHMANNj Agi heima og í skóla, tvær hliðar á sama peningi SVOJMA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 460 6124 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: pjeturst@ff.is Það er eðli kennararstarfs- ins að ef kenn- arinn er vel vak- andi þá lærir hann sífellt eitt- hvað af nem- endum sínum. Kennarar verða að taka tillit til nemenda sinna, hver þeirra er einstakur og hann getur ekki ætlast til þess að þeir hagi sér allir á sama hátt eða bregðist all- ir eins við. Kennarinn á að vera sér meðvitaður um það að aga- leysi á sér ætíð einhverjar sálfræðilegar eða félagslegar orsakir. Nemendur herma mikið eftir fullorðnum þannig að ef kennar- inn er árásargjarn, þá eru miklar líkur á því að einstakir nem- endur verði það einnig. Skólaagi er grundvöllur þess að ná ákveðnu markmiði. Að ná góðum aga f bekknum er flestum kennurum efst f huga, þar sem það er nauðsynlegt fyrir allt kennslustarf. í bók sinni Svo eða svo heldur svissneski uppeldisfræðing- urinn Bruno Peyer því fram að agi geti líka halt neikvæðar afleiðingar. Ef kennarar haldi uppi aga með því að hræða nemendur sína geti agi brotist út í árásargirni. Þannig að um leið og nemendur fari undan umsjón kennarans fari allt úr böndunum. Þannig sé því nauðsynlegt að útskýra fyrir nem- endum reglur eða láta þá búa þær til og fá þá til þess að samþykkja þær. Best sé að halda uppi aga með áhugaverðum tímum þar sem kennarinn leggur fyrir mátulega krefjandi efni og með því að kennarinn sé varkár og fylgist með því sem fram fer í bekknum. Agi í skóla og agi á heimili eru tvær hliðar á sama pen- ingi. Komi barnið vel agað heiman frá sér er líklegt að það verði til fyrirmyndar í skólanum. I bók sinni Agi og hegðun segir Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, að ástæðan fyrir því að foreldrum og öðrum uppalendum bregð- ist stundum bogalistin í agamálum geti verið sú að óþægðin hefur alltaf tvær hliðar. Foreldrar líta vanalega aðeins á aðra hliðina en sniðganga hina. Onnur hliðin er sú að barnið er óþægt. Hin hliðin er sú að barninu líður illa. Það gerir slæma hluti vegna þess að það þjáist af óþægilegum tilfinn- ingum vegna liðinna atburða. Tilfinningar barnsins eru or- sök gerða þess. Það sem við gerum vanalega er að einblína á hegðunina en vanrækja tilfinningarnar sem leiða til hegðun- arinnar. HVAB ER Á SEYfll? MARILYN HERDIS MELLK Listamaður mánaðarins í Listfléttunni á Ak- ureyri er að þessu sinni Marilyn Herdis Mellk, myndlistarkona sem er af íslensku bergi brotin fædd í Bandaríkjunum 1961 þar sem hún ólst upp, en dvaldi þó sumarlangt á íslandi á ári hverju. Hún stundaði nám við California College of Arts and Crafts og Myndlista- og handíðaskóla íslands, þaðan sem hún útskrifaðist 1987 úr grafíkdeild. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún árið 1987 og hefur síðan tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Grafíkmyndir Marilynar einkennast gjarnan af dýrum eins og t.d. hundum og hestum og þykja afar líflegar og skemmtilegar, en sjón er sögu ríkari og er Listfléttan opin alla virka daga frá kl. 11.00 til 18.00, en laugardaga frá kl. 11.00 til 14.00, en þó er opið til kl. 16.00 fyrsta laugardag í mánuði. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Háskólatónleikar Aðrir háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu í kvöld ld. 20.30. Sophie Schoonjans og Marion Herrera leika á hörpu. Sophie Schoonjans lærði hörpuleik í heimalandi sínu, Belgíu, en Marion Herrera er frönsk og lærði í Frakklandi. A tónleikunum leika þær fjögur verk. Fyrsta verkið er „Prelúdía, fúga og tilbrigði" op. 18 eftir César Franck. Eftir Cor de Groot er „Rauða kisan: llmandi vals“, stutt verk fyrir tvær hörpur. Þriðja verkið á dagskránni er „Solfeggietto" eftir Carl Philipp Emanuel Bach. „Solfeggietto“ eða „dálítil söngæf- ing“ er hér leikið í útsetningu fyrir tvær hörpur eftir Woolridge. Síðasta verkið er „Sónantína“ fyrir tvær hörpur eftir Jean- Michel Damase. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeyjris er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Opinber fyrirlestur Fimmtudaginn 4. nóvembcr flytur Sól- veig Jakobsdóttir opinberanfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist A „uppleið" með upplýsingatækni: Eru stelpur og strákar samferða á þeirri leið?“. Tölvúnotkun er talin mikilvæg fyr- ir börn og unglinga til þess að búa þau undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi eins og stefnumótun menntamálaráðuneytis- ins og nýjar námskrár bera með sér. En þær þrýsta á skóla á öllum skólastigum að bæta nýtingu tölva og upplýsingatækni í skólastarfi. LANDIÐ Námstefna á Akureyri Námstefnan „5x5 stjórnun enn betri yfir- sýn“ verður haldin af Stjórnunarfélagi íslands á Akureyri fimmtudaginn, 4. nóv- ember á Fosshótel Kea. Fyrirlesari er Thomas Möller, framkvæmdastjóri, markaðssviðs þjónustustöðva OLÍS. Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á þekkingu stjórnenda, hug- myndaauðgi þeirra, yfirsýn og viðbragðs- flýti. 5x5 stjórnun þarf að vera ljós hverj- um stjórnanda í nútímarekstri. Yfirsýnin verður skýrari. Hugmyndir að lausnum verða fleiri. Námstefnan gerir þér auð- veldara að koma áætlunum, hugmyndum og breytingum í framkvæmd. Á nám- stefnunni nálgast Thomas grundvöll ár- angursríkrar stjórnunar með nýjum og óvenjulegum hætti. Nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélaginu f síma 533-4567 og á www.stjornun.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.