Dagur - 03.11.1999, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
LÍFIÐ í LANDINU
Xte^iíir
Einn nektardansstaður á
hverja 5000 íbúa? Það er
von að Akureyringum
blöskri. A höfuðborgarsvæð-
inu er hlutfallið margfalt
„óhagstæðara" og þykir flest-
um þó nóg um. Hörð við-
brögð flestra landsmanna
við þessari innreið lágmenn-
ingar vekja vonir um að tak-
ist að sporna við þessum
ófögnuði. Um nektarstaðina
og umraeðuna um þá má
segja ýmislegt, en eitt stend-
ur uppúr: hér er viðfagnsefni sem reynir
verulega á hæfni okkar og getu að skapa
samfélagsmynd sem við sættum okkur við.
Klámvæðing landsins er ekki hluti af þeirri
mynd.
Ekkert hægt að gera?
Hér er áhugavert mál út frá fræðilegu sjón-
arhorni. Varla þarf að efast um almanna-
vilja: lang stærsti hluti landsmanna vill ekki
klámbúllur í menningarlandslagi þjóðarinn-
ar. Þegar þessi vilji er látinn í ljós með ýms-
um hætti eru svör ráðamanna á einn veg:
„ja, við getum eiginlega ekkert gert“. Mark-
aðurinn verður að hafa sinn gang. Þegar yf-
irvöld stynja mæðulega og segjast ekkert
geta gert eru þau einfaldlega að lýsa því yfir
að pólitískur vilji og samfélagsleg vitund hafi
ekki roð við frelsi markaðarins. Klámvæð-
ingin sé hluti af markaðsvæðingunni.
Við eigum ekki að sætta okkur við svo
frumstæð lífsskilyrði.
Tvískiimiiiigiir
Hvergi er jafn stutt í hræsni og tvískinung
og þegar kynferðismál ber á góma. Hvort
sem okkur líkar betur eða verr endurspeglar
klámvæðingin eftirspurn á meðal vor. Hafi
stöku nektardansmeyjar laun á bilinu 500
þúsund og upp í eina milljón á mánuði, má
Ijóst vera að mörgum er Iaus aurinn fyrir
þjónustuna. Símaldámið veltir samkvæmt
lauslegri úttekt fjölmiðla ótrúlegum upp-
hæðum. Og þegar farið er niður í botn sam-
félagsins og lögreglan gerir rassíu hjá klám-
myndakóngum kemur bæði magnið og inni-
haldið öllu „venjulegu" fólki gjörsamlega í
opna skjöldu. En minnumst þess að við-
skiptavinir klámiðnaðarins er ótrúlega stór
hluti þess fólks sem við í daglegu tali köllum
venjulegt. Aður en við töpum okkur gjör-
samlega í réttmætri fordæmingu skulum við
minnast þess að „eftirspurnin“ er bara ann-
að orð yfir okkur sjálf.
Samt
I raun er hvorki hægt, né réttlætanlegt, að
banna fólki að dansa nöktu. Og klám er ekk-
ert nýtt fyrirbrigði. Það er óþarft að fara á
taugum út af því. Klám mun verða hluti af
samfélaginu. Að því sögðu er þó ljóst að
meirihluti þjóðarinnar vill halda þessari
þjónustu utan alfaraleiðar, takmarka hana
mjög og ýta út á jaðar neyslusamfélagsins.
UMBUÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
margt bendir tii
þess að þær út-
lendu stúlkur sem
hér hafa starfað
séu tengdar eða
hreinlega gerðar út
af glæpahringjum
erlendis; þá erum
við að tala um
mafíur sem stunda
mannsal og hrelnt
þrælahald.
Klámvæðingin
Mörg gild rök eru fyrir því. í fyrsta lagi er
vitað að klámbúllur eru oft tengdar margvís-
Iegri ólöglegri starfsemi, vændi og eiturlyf
eru þar á meðal, eins og reynsla erlendis
sýnir. I öðru lagi bendir margt til þess að
þær útlendu stúlkur sem hér hafa starfað
séu tengdar eða hreinlega gerðar út af
glæpahringjum erlendis; þá erum við að tala
um mafíur sem stunda mannsal og hreint
þrælahald. I þriðja lagi setja þessar búllur
ljótan svip á miðbæi á sama hátt og
veggjakrot og tyggjóldessur. Og í fjórða lagi
má leiða líkur að því að vaxi þessum iðnaði
fiskur um hrygg muni hann draga að sér
ungt atgervisfólk til starfa, sem þá nýtist
ekki til betri hluta. Sem sagt: það mælir
margt með því að láta ekki klámvæðinguna
yfir sig ganga.
Pólitísk uppgjöf?
Sveitarfélögin í landinu horfa nú til Alþingis
og biðja um hjálp. Þau hafa engin færi á að
stöðva ldámvæðinguna. Reykjanesbær
reyndi, og neitaði nektardansstað um vín-
veitingaleyfi. Það bann var hrakið. Og þótt
skattstjóri sé nú (af hveru núna fyrst og
vegna klámumræðu?) að ganga á eftir skatt-
skilum, má ljóst vera að bókhaldstæknilega
verður þetta mál ekki afgreitt.
Hvað þá? Við höfum reyndar fordæmi um
boð og bönn. Við umgöngumst áfengi af
mun meiri varúð en nektardansmeyjar: Rík-
ið sér um smásölu í búðum sem hafa tak-
markaðan afgreiðslutíma. Fyrir því eru viss
rök, þótt Nýkaup sjáí sóma sinn í því að láta
róna fara í mótmælabindindi (hvílíkur
húmor!). Við bönnum hnefaleika. Og íjár-
hættuspil verða menn að stunda í stranglega
afmörkuðum hólfum (sem mættu vera
þrengri). A öllum þessum sviðum hefur „eft-
irspurnin“ skapað hliðarþjónustu, oft ólög-
lega, á jaðri samfélagsins. Svo verður einnig
um klámið. En skítt með það. Við eigum, og
getum vel búið svo um hnútana með reglu-
gerðar- og skrifræðistækni, að klámbúllur fái
ekki þrifist með góðu móti. Með réttum við-
brögðum núna getum við komið í veg fyrir
að klámið fái með ítrekuðu áreíti að festa sig
í sessi sem „viðurkennd" þjónusta. Væri
klámið ný stórbygging í náttúrunni færi það
í umhverfismat. Og félli. En af því að það er
hervirki í menningarlandslagi okkar ætla
menn að deyja ráðalausir.
■menningar!
LÍFIO
Ljóðakvöld með Jóni
Erlendssyni og Jóhannesi
úrKötlum
Ljóðakvöld-
in í Sigur-
hæðum
Húsi
skáldsins
eru öll
miðviku-
dagskvöld
og verður
engin und-
antekning
gerð á því í Jóhannes úr
kvöld, en Kötlum.
þá er kom-
ið að
fimmta ljóðakvöldi haustsins.
Gestur í húsinu að þessu
sinni er Jón Erlendsson,
starfsmaður Vegagerðarinnar.
A síðustu árum hefur Jón
nokkrum sinnum birst sem
athyglisvert skáld, vann m.a.
til verðlauna í Ljóðasam-
keppni DAGS og MENOR
fyrir nokkrum árum. Eftir
hann hefur ekki enn komið
út bók, en hann á sitthvað
óprentað og munu áheyrend-
ur fá að njóta þess í kvöld.
Þá hefur Jón einnig fengist
nokkuð við þýðingar og ekki
ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. Þannig er
hann Iangt kominn með nýja
þýðingu á Pétri Gaut eftir
Henrik Ibsen - sem forvitni-
legt verður að fá að kynnast.
Ekki verður gengið fram-
hjá hinu mikilsvirta skáldi
Jóhannesi úr Kötlum, en
hinn 4. nóvember eru 100 ár
liðin frá fæðingu hans. Er-
lingur Sigurðarson, forstöðu-
maður Sigurhæða mun
minnast skáldsins með því
að fara með lítið brot af ljóð-
um hans.
Hús skáldsins er opið kl
20 - 22 á miðvikudagskvöld-
um en flutningur ljóðaskrár-
innar hefst kl 20.30 og tekur
um það bil þrjá stundarfjórð-
unga. Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm Ieyfir.
V____________________________/
Vakíis Viðars.
Guðaveigar í
verslanir?
Fyrir síðustu helgi var í verslun
Nýkaupa í Kringlunni í Reykjavík
opnuð vínbúð, sem þó er engin
venjuleg vínbúð. Hún er afgirt
með þéttu vírneti „... í mótmæla-
skyni við þau lög sem varna smá-
sölu léttvíns og bjórs í matvöru-
verslunum," einsog segir í frétt
Dags um málið. Segir ennfremur
að þessi afgirta búð sé sett á lagg-
irnar til að koma af stað þjóðfé-
lagsumræðu um fyrirkomulag
áfengissölu, en allar kannanir
sýni að „meirihluti almennings er
þeirrar skoðunar að leyfa skuli sölu létt-
víns og bjórs í matvöruverslunum,"
einsog segir í tilkynningu Nýkaupa.
MiMð alvörumál
Ef til vill er nokkuð táknrænt að - og lýs-
ir kannski vel ábyrgðartilfinningu Ný-
kaupsmanna í áfengismálum - að til
þjónustu skulu fengnir í vínbúðarleikrit-
inu Spaugstofurónarnir Bogi og Orvar.
Þó mörgum þyki gaman að lyfta
glasi í góðra vina hópi, skal fólk
undir öllum kringumstæðum
hafa í huga að áfengi er vímuefni
og notkun þess og sala er alvöru-
mál. Það er jafnframt morgun-
ljóst að verði áfengi aðgengilegra
í verslunum frá því sem nú er,
mun neysla þess jafnframt aukast
- enda er á öllum varningi á
markaði bein fylgni milli betra
framboðs og aukinnar sölu. Jafn-
vel þó vínsalan sé „háð ströngu
eftirliti og skilyrðum," rétt einsog
Nýkaupsmenn komast að orði í frétt
Dags.
Leikritið í Nýkaup er á svið sett á
sama tíma og sífellt alvarlegri fréttir ber-
ast af afleiðingum vímuefnanotkunar
landsmanna. I flestum tilvikum hefst
misnotkun vímuefna með neyslu áfengis
- og þaðan svo koll af kolli til sífellt
hættumeiri efna. Og í nýlegum fréttum
frá SAA kemur fram að vímuefnavandi
MENIMINGAR
VAKTIN
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Það lýsir vel
ábyrgðartilfinningu
Nýkaupsmanna I
áfengismálum - að
til þjónustu skulu
fengnir I vínbúðar-
leikritinu Spaug-
stofurónarnir Bogi
og Örvar, segir m.a.
hér í greininni.
ungs fólks sé sífellt alvarlegri. „íslend-
ingar hafa misst þau tök á vímuefna-
vandanum sem þeir höfðu áður,“ er haft
eftir Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SAA,
í Morgunblaðinu í sl. viku.
Dæma sig úr leik
Það er ágætt að kóngarnir í Nýkaupum
vilji koma af stað þjóðfélagsumræðu um
áfengismál. En þá verður að hafa í huga
að mikill vill alltaf meira og væntanlega
gæti áfengissala skilað kaupmönnum
vænni inntekt. Einmitl það er meginat-
riði málsins, en ekki umhyggja þeirra
fyrir neytendum einsog í veðri er látið
vaka. Rétt einsog neysla áfengis þá er
sala þess jafnframt alvörumál. Það er
rangt að hreyfa við stórum þjóðfélags-
málum með leiksýningum, umræðan
verður að fara fram með skýrum rökum
og úr því Nýkaupsmenn nefna þau ekki
dæma þeir sjálfa sig úr leik í þessu máli.