Dagur - 11.11.1999, Qupperneq 3

Dagur - 11.11.1999, Qupperneq 3
 FIMMTUDAGVR 11. NÓVEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ t LANDINU Guðmundur Ragnar útskýrir fyrir nemendunum Magnúsi [sitjandi], Eyjólfi, Úskari og Úmari hvaö nú er að gerast á skjánum. myndir: gun. Hugmyndimar eru auðlind Dimmt og kalt haust- kvöld vesturá Granda. Mérlíðureins og í bíó- mynd. Hafði verið sagt að mæta á tilteknum stað á tilteknum tíma. ÍNetstofu. Ljóstýrur eru í nokkrum glugg- um efst í margra hæða steinkumbalda. Feta mig hik- andi upp stigana, inn í stóra sali hvern af öðrum. Þungir dropar falla í einu horninu. „Halló, er nokkur þar!“ Ekkert svar. Sennilega verð ég fest í einhverju neti - jafnvel vegin úr launsátri. Kem í lítið herbergi með mannvistarleyfum, hálfum kókflöskum, kaffivél og tölvum, öllum í rúst. Hér gæti hafa ver- ið unnið spellvirki. Eg hlýt að vera í bíómynd... Inn úr herberginu dyr. Það brakar í hurðinni. En viti menn. Bak við hana, í endan- um á stórum sal, sitja nokkrar ungar manneskjur og hlýða andaktugar á fyrirlestur ein- hvers gúrú um undravíddir tölvuheimsins. Kannski ég sé á réttum stað á réttum tíma. Netstofan ekki bara gabb. Anda léttar og bíð átekta innan um tölvuruslið. Þetta er skóli - tolvuskóli Þegar fyrirlestrinum er lokið koma bæði gúrúinn og ungu manneskjurnar og ég spyr: Hvað fer hér fram? Guðmundur Ragnar (gúrú- inn): „Þetta er skóli - tölvuskóli. Hér kynnast nemendur upp- byggingu tölvunnar og tækninni bak við Netið. Hvernig allt er byggt upp og hvernig pípulögnin virkar!" - Byrja þeir kannski d að búa til tölvur? spyr ég og bendi á allt draslið kring um mig. Guðmundur: „Fyrsta atriðið sem nemendur læra er hvernig tölvan er uppbyggð og þessvegna fengum við nokkrar hálfónýtar vélar sem áttu að fara á haugana og byrjuðum á að rífa þær sund- ur, kanna innihaldið og koma þeim í nothæft ástand. Eftir það er sett inn Linux stýrikerfi og síð- an snýst námið um að læra á UNIX/Linux sem er grunn búnaður sam- skipta á Inter- netinu. Þannig lærist hvernig tölvan tengist Netinu og allt sem því tilheyr- ir.“ - Er þetta und- irbúningur undir frekara ndm eða útskrifast menn með di-plóm héðan? „Menn ráða því að sjálfsögðu hvort þeir bæta einhveiju við það sem þeir læra hér, en það er miðað við að þeir sem fara á þetta námskeið geti sett upp vél- ar og kerfi sem tengjast Netinu. Geti borið ábyrgð á því að setja upp net- Iögn fyrir fyrir- tæki og reka það. Þarna fel- ast miklir at- vinnumöguleik- ar.“ - Hversu lang- an tíma tekur námið? „Námsferlið er skilgreint sem 6 mánuðir. Það fer svo eftir einstaklingun- um hversu langt Tölvuheimurinn margslunginn og sviðið Það ermiðaðviðað þeirsemfara á þetta námskeið geti sett upp vélarog kerfi sem tengjastNetinu. Geti borið ábyrgð á þvi að setja upp netlögn fyrir fyrirtæki og reka það. þeir vilja fara. er svo stórt." - Af hverju eruð þið i þessu Hér er verið að kanna innihald tölvunnar og átta sig á hvernig „pípulögnin virkar". Þessir spekúlantar eru örugglega á réttri hillu í Netstofunni hugsa ég um leið og ég feta mig aftur út í myrkrið á Granda og Osannfærist um það sem einn þeirra sagði í upphafi: Hug- myndir í tölvuheiminum eru auðlind. GUN. hráslagalega hiísi? „Reykjavíkurborg lánar okkur afdrep í þessu gamla húsi Bæj- arútgerðar Reykjavíkur og styður vel við bakið á okkur í sambandi við Nettengingar og annað.“ Óendanleg þróun Nemendurnir á þessu fyrsta námskeiði hafa greinilega kynnst tölvum áður. En vilja vita meira. Framtíðin er spennandi og þeir sjá lyrir sér óendanlega þróun... ... í tölvuheiminum eru hug- myndimar auðlind ... það þarf heldur ekki svo mikið fjármagn til að hrinda þeim f framkvæmd ... ef maður getur lýst hugmynd- inni og komið henni í forrit þá er hún kapítalið í sjálfu sér ... í framtíðinni verður litið á heim- ilistölvurnar sem meiri nauð- synjahlut en gert er nú ... þær verða eins og hver önnur heim- ilistæki ... örugglega innbyggð- ar í innréttingarnar ... bara eins og eldavélar í dag ... og látnar fylgja íbúðunum við sölu ... þær verða líka allar Nettengdar ... það verð- ur bara skylda ... senni- lega verður enginn harður diskur ... bara geymslupláss á risa- stórri tölvu einhvers- staðar í heiminum ... þetta verður eins og með pósthólfin ... þú sækir þinn póst þannig verður það með allt sem gert er á tölv- una ... þú sendir það í einhverja móðurtölvu og getur farið inn í það úr hvaða tölvu sem er ... hvar sem er í heiminum BÆKUR Hákon glottir Glott í golukald- ann er nafnið á nýútkominni bók, sem Sigurdór Sigurdórsson skráði eftir Há- koni Aðalsteins- syni, hagyrðingi, sagnamanni og skógarbónda. Er þetta önnur bókin sem þeir vinna saman, en Það var rosalegt, var met- sölubók ársins 1997. í sögunum sem nýja bókin geymir bregður Hákon upp myndum af mörgu skemmti- Iegu, svo sem jarðarför, þar sem allir fengu sér vel í staup- inu, prestur ekki síður en aðr- ir, og flutti hann ógleyman- lega útfararræðu. Sagt er frá bónda sem barnaði mágkonu sína og taldi sér það heimilt með tilvísun til konungsbréfs og margt fleira skondið er Há- koni frásagnarefni. Hákon Aðalsteinsson hefur sent frá sér kvæðabækur sem nú eru fágætar á markaði. Vestfirsk kjamakona Hulda Valdi- marsdóttir Ritchie átti við- burðarfka ævi allt frá tvítugs- aldri þegar hún giftist skoska sjóliðanum Samúel Ritchie. Finnbogi Valdimars- son skráði sögu hennar, sem komin er út hjá Hörpuútgáf- unni, og ber bókin heitið Hulda. Hulda ólst upp Hnífsdal og þar kynntist hún sjóliðanum sem varð maður hennar. Þau fluttu til Bretlands og bjuggu þar, en fluttu síðar til Islands. Þó oft blési á móti missti Hulda aldrei kjarkinn, eins og fram kemur í ævisögu hennar. Lífsglaðar minningar IMMf: L Lífsgleði, mmn- ingar og frásagnir kemur nú út í áttunda sinn. Sem fyrr eru þær ritaðar af Þóri S. Guðbergssyni og rilja nú fimm Islendingar upp minningar og slá á létta strengi. Þeir sem segja frá í því hefti sem nú var að koma út eru: Séra Arni Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, Herdís Egils- dóttir, kennari og rithöfundur, Margrét Hróbjartsdóttir, geð- hjúkrunarfræðingur og kristniboði, Rúrík Haralds- son, leikari og Ævar Jóhann- esson, sem jafnframt öðrum störfum hefur þróað og fram- leitt lúpínuseyði. Þakkir Mér líður vel þakka þér fyrir, heitir ljóðabók eftir Inga Steinar Gunnlaugsson. Fyrir þrem árum kom út bókin Sól- skin eftir sama höfund. Hörpuútgáfan gefur út. Kisubók Einar Kárason sendir frá sér barnabókina Litla systir og dvergarnir sjö, sem fjailar um tvær litlar kisur og heitir önn- ur Mjallhvít og hin Dvergarn- ir sjö. Og svo er sagt frá litlu systur. Sigurborg Stefánsdótt- ir myndskreytti. Mál og menning gefur út. V__________________________

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.