Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 1999
íbúaaukning í Árborg sú
mesta á landsbyggðiuiii
Það ríkir gódæri á Selfossi og raunar í Árborg allri.
Nettóskuldir námu
77,9% hjá saman-
burðarsveitarfélög-
unum en einungis
44,6% hjá Árborg.
Karl Björnsson, bæj-
arstjóri, segir að
reynt hafi verið að
sníða sér stakk eftir
vexti á undanfömum
árum og framkvæma
mest fyrir eigið fé og
halda lántökum í
skefjum.
Fyrsti ársreikningur sveitarfé-
Iagsins Arborgar eftir að það
varð til við sameiningu Eyrar-
bakkahrepps, Sandvíkurhrepps,
Selfossbæjar og Stokkseyrar-
hrepps þann 7. júní 1998 hefur
séð dagsins ljós. Skuldir sam-
stæðu bæjarsjóðs, atvinnuþró-
unarsjóðs, byggingarsjóðs aldr-
aðra, bæjar- og héraðsbóka-
safns og félagslegra íbúða í árs-
lok án lífeyrisskuldbindinga
hækkuðu úr 210 þúsund krón-
um í 225 þúsund krónur á íbúa
borið saman við fjárhagsáætlan-
ir áðurnefndra sveitarfélaga.
Peningaleg staða án lífeyris-
skuldbindinga versnaði um eitt
þúsund krónur á íbúa og var
neikvæð um 167 þúsund krón-
ur í árslok 1998. Karl Björns-
son, bæjarstjóri, segir að Iífeyr-
isskuldbindingar byggist á
gamla lífeyrissjóðskerfinu með
B-deiIdarfyrirkomulaginu, þar
sem lífeyrisiðgjöldin og mót-
framlag atvinnurekenda duga
ekki fyrir lífeyrisávinningnum.
Því greiði atvinnurekandinn nú
11,5% á móti 4% framlagi Iaun-
þegans í stað 6% áður.
I samanburði við önnur sveit-
arfélög með fleiri en 1000 íbúa,
en án Reykjavíkur, þegar aðeins
er tekið tillit til sveitarsjóða,
ekki samstæðu, kemur m.a. í
ljós að helstu niðurstöður bæði
reksturs og efnahags eru hag-
stæðar Arborg. Afgangur eftir
rekstur er 79,1% hjá Arborg en
80,2% hjá samanburðarsveitar-
félögunum. Nettóskuldir námu
77,9% hjá sveitarfélögunum en
einungis 44,6% hjá Arborg.
Bæjarstjóri segir að reynt hafi
verið að sníða sér stakk eftir
vexti á undanförnum árum og
framkvæma mest fyrir eigið fé
og halda lántökum í skefjum.
Fjármagnsgjöldin hjá Arborg
eru 3,6% sem hlutfall af tekjum
sveitarfélagsins en eru 5,6% hjá
samanburðarsveitarfélögunum.
Rekstrarafgangur er því 17,3%
hjá Arborg en „aðeins" 14,2%
hjá öðrum sveitarfélögum með
yfir 1000 íbúa. Framkvæmdir
hjá Arborg voru 17,1% af
rekstrartekjum og afgangur eft-
ir framkvæmdir 0,2% en fram-
kvæmdir annarra sveitarfélaga
28,1% þannig að rekstrarhalli
þeirra er 13,9% af rekstrartekj-
um svo í raun eru þeirra fram-
kvæmdir tvöfalt meiri en þau
hafa efni á.
- Hlutfall Árborgar til félags-
þjónustu er 14,2% af tekjum,
eða 1% lægra en t samburðar-
sveitarfélögunum og 0,5% lægri
til fræðslumála. Er þjónusta
ykkar lakari sem þvt' nemur?
„Það verður að taka í þessu
sambandi tillit til þeirra gæða
sem Iiggja að baki félagsþjón-
ustunni og hvernig fjármunirnir
eru nýttir. Ég veit að félagsþjón-
usta þykir hér ágæt en hlutfall-
ið hjá litlum sveitarfélögum er
mjög hátt en fer Iækkandi sem
hlutfall eftir því sem sveitarfé-
lögin eru stærri. Hlutfallið til
atvinnumála er einnig Iægra en
atvinnuástand er hér mjög gott
og stöðug íbúaaukning og fólk
leitar i þá þjónustu sem hér er.
Hér hefur íbúum fjölgað um
1 19 manns fyrstu þrjá ársfjórð-
unga þessa árs, sem er það
mesta sem þekkist á Iands-
byggðinni. Ég býst við að íbúa-
tölur 1. desember nk. muni
sýna að íbúum hafi fjölgað um
200 manns og séu orðnir um
5.700 talsins. Á Selfossi er
þjónustukjarni Suðurlands og
atvinnutækifærum í þjónustu-
geiranum er alltaf að fjölga en
fækkar í frumvinnslunni. Sveit-
arfélög sem byggja á atvinnu á
sviði þjónustu hafa betri vaxtar-
skilyrði en önnur,“ segir Karl
Björnsson, bæjarstjóri.
GG
Námskeið
í jóla-
skreytingimi
Eins og undanfarin ár býður
Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykj-
um f Ölfusi, upp á nokkur jóla-
skreytingarnámskeið fyrir þá
sem áhuga hafa. Að þessu sinni
verður hægt að velja um þrjár
dagsetningar, laugardaginn 27.
nóvember, sunnudaginn 28.
nóvember og laugardaginn 4.
desember. Öll námskeiðin standa
yfir frá kl. 10 til 16 og eru hald-
in í húsakynnum skólans. Á
námskeiðunum í nóvember út-
búa þátttakendur aðventukrans
og kertaskreytingu og laugar-
daginn 4. desember verður út-
búin jólaskreyting og hurða-
skreyting. Leiðbeinandi á nám-
skeiðunum verður Erla Rann-
veig Gunnlaugsdóttir, blóma-
skreytir. Takmarkaður fjöldi
kemst á hvert námskeið. Skrán-
ing og nánari upplýsingar fást
hjá endurmenntunarstjóra skól-
ans.
„Eyrarbakkakirkja var mér erfið. í henni eru svo margir gluggar og ég var lengi að eiga við hana," segir Theódór
Kristjánsson, sem síðustu ár hefur haft dægradvöl við smíði líkana af kirkjum. Þetta er merkileg listgrein sem at-
hygli margra hefur vakið, enda er hún verðskulduð því líkönin góðu eru listavel smíðuð. mynd: hilmar
2. árgangur -37. Tolublað
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson kynnir
dagskrá tónleikanna í Selfosskirkju
í kvöld.
Kristnitöku-
tónletkar
1 Selfosskirkju
I tilefni af þúsund ára afmæli
kristnitöku á Islandi heldur
Kirkjukór Selfoss hátíðartón-
leika í Selfosskirkju í kvöld, kl.
20:30. Á efnisskrá eru verk úr
kristnum arfi þjóðarinnar og
einnig sitthvað nýtt. Elín Gunn-
laugsdóttir, tónskáld á Selfossi,
hefur af þessu tilefni raddsett
gamalt íslenskt þjóðlag við
kirkjulegan texta, Kvöld er kom-
ið í heim. Þá flytur Rósa B.
Blöndals frumortan Árþúsunda-
sálm sem hún hefur ort af þessu
tilefni. Skáldið flytur einnig
sálminn með þátttöku tónleika-
gesta.
Einsöngvari með kirkjukórn-
um er Halla Dröfn Jónsdóttir,
17 ára sópransöngkona á Sel-
fossi. Hún er nemandi Margrét-
ar Bóasdóttur sem hefur undan-
farin ár stjórnað Unglingakór
Selfosskirkju. Glúmur Gylfason
organisti Selfosskirkju stjórnar
tónleikunum í kvöld, ásamt
Margréti. Það er hinsvegar sr.
Þórir Jökul Þorsteinsson sem
kynnir efnisskrána og flytur
ávarp við upphaf tónleikanna,
sem hefjast kl. 20:30. -SBS.
Nálastimgiilæknir
í Hveragerði
Kínverskur nálastungu-læknir,
Minghai Hu, er nú kominn til
starfa við Heislustofnun NLFI í
Hveragerði, að frumkvæði for-
svarsmanna Heilsustofnunar,
samkvæmt frétt í Læknablað-
inu. Hér er um að ræða sam-
vinnuverkefni Heilsustofnunar
og kínverskarar stofnunar un> aö
kynna hefðbundnar kínverskar
lækningar á Islandi. Minghai
Hu hefur að baki 20 ára reynslu
í nálastungumeðferð ásamt vest-
rænum lækningum á sjúkrahúsi
í Peking. Ólafur Egilsson sendi-
herra í Peking hafði, að því er
fram kemur í Læknablaðinu,
milligöngu um að Hu kæmi
hingað til lands. Að óbreyttu
mun hann dvelja hér í eitt ár og
ætlunin að nota þann tíma til að
kynnast nálastungumeðferð
eins og hún er framkvæmd í
Kína.
-HEI