Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 SUÐURLAND Ég vil hampa samtrnianiun Jón Þórðarson með Goðastein, sem nýlega kom út. „Það getur alltaf verið meiningarmunur milli fólks um hvaða efni eigi heima í héraðsritum af þessum toga." Nýtt hefti af Goða- steini - héraðsriti Rangæinga - er komið út. Margvíslegur fróð- leikur úrhéraði er í rit- inu, hæði sögur frá lið- iuni tíð og sitthvað frá líðaudi stundu. Nýlega er komið út nýtt hefti af Goðasteini - héraðsríti Rangæ- inga, sem hefur að geyma marg- víslegan fróðleik úr héraði. Þetta er 35. árgangur ritsins, sem þeir Þórður Tómasson og Jón R. Hjálmarsson hófu útgáfu á fyrir margt löngu, en er 10. árgangur nýs flokks rítsins þar sem Héraðs- nefnd Rangæinga er útgefandi. Ritið er annáll um mannlíf og menningu í héraði og hefur einnig að geyma ýmsar frásagnir frá fyrri tíð. Valinkunnir Rangæ- ingar koma að útgáfu ritsins, en Jón Þórðarson blaðamaður í Foss- hólum í Holtum er ritstjóri. Hann segir ritið hafa fengið góðar við- tökur nú sem endranær og stefn- an sé sú að auka veg þess í næstu framtíð. Úr sagnabrunni Oddgeirs „Það getur alltaf verið meiningar- munur milli fólks um hvaða efni eigi heima í héraðsritum af þess- um toga,“ sagði Jón í samtali við Dag. ,/\lit sumra er að þau eigi fýrst og fremst að geyma efni og fróðleiksþætti frá fyrri tíð og vissulega á slíkt efni heima í svona ritum. En ég vil líka hampa samtímanum, kannski vegna þess að ég er blaðamaður og hef mína daglegu vinnu við að skrifa frá- sagnir úr daglegum veruleika fólksins. Frásagnir líðandi stund- ar eru fyrst í stað kannski ekki ýkja merkilegar en verða það með tímanum. Nefni ég þar til dæmis myndir af fermingarbömum í Rangárþingi sem við erum nú byijuð að birta. Þær verða afar merk heimild eftir tíu ár eða svo.“ Meðal efhis í Goðasteini má nefha greinar úr sagnabrunni Oddgeirs Guðjónssonar í Tungu, efhi úr fórum Þorsteins Danfels- sonar í Guttormshaga í Holtum, grein Bjöm Bj. Jónssonar um Suðurlandsskóga og birt er drápa sem ort var til Ingólfs Jónssonar ráðherra á Hellu á 75 ára afmæli hans árið 1984. - Viðtal er birt við Halldór Óskarsson kórstjóra, sem er listamaður Goðasteins að þessu sinni, en hann stjórnar kór- um bæði í Rangárþingi og Hafn- arfirði sem í það heila telja um 200 manns. Þá er sagt frá störf- um á vettvangi kirkjunnar í Rangárþingi og einnig frá ungum Rangæingum í fremstu röð, með- al annars Helgu Arnadóttur á Hellu sem seint á síðasta ári út- skrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suð- urlands með einhveijar bestu einkunnir sem nokkur nemandi við skólann hefur náð. „Ég þakka þetta áhuga, góðu skipulagi, sam- viskusemi og metnaði að vilja gera sem best. Ef maður Ieggur sig fram og situr yfir þessu er allt hægt," segir meðal annars í viðtali við Helgu í Goðasteini. Möguleikar í líurækt I Goðasteini eru jafnframt birtar frásagnir úr hveiju sveitarfélagi sýslunnar um sig, sem oddvitar þeirra rita. Þannig gerir Margrét Einarsdóttir, oddviti Austur-Ey- fellinga, að umfjöllunarefni í sinni grein mikla möguleika lín- ræktar í héraðinu, en tilraunir á því sviði hafa verið gerðar á Þor- valdseyri undir Ejjafjöllum. „Þetta er framtíðarsýn í grófum dráttum, en eitt er víst að það góða land og þau ræktunarskil- yrði sem við búum hér við undir Eyjafjöllum gæti reynst stóriðja í komandi framtíð," segir Margrét Einarsdóttir. -SBS. SUÐURLA NDSVIÐTALIÐ .Lyagpr Hátíð á Kotströnd Þess verður minnst við guðþjónstu í Kotstrandarkirkju í Ölfusi á sunnudag að 90 ár eru liðin frá vígslu hennar. Við guðþjónust- una, sem hefst klukkan 14, pré- dikar biskup Is- lands, herra Karl Sigurbjörnsson og að athöfn lokinni verður boðið til kirkjukaffis í Básn- um að Efstalandi í Ölfusi. „Kotstrandarkirkja er enn sem fyrr mjög í alfaraleið og vek- ur aðdáun vegfarenda. Þeir unna sér þó fæstir þess að leggja þá lykkju á leið sína, sem er til hennar af þjóðvegi, og njóta þessa fagra helgistaðar. Hafa margir undrast þá leti sína, eða óþol í dagsins önn og látið í ljós löngun til bæta þar úr,“ segir í frétt frá sóknarnefnd kirkjunnar. Kotstrandarkirkja í Ölfusi. Fimdað uni sauðfjárrækt Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir opnum fundum um sauðfjárrækt, þar sem niðurstöður hrútasýningar í haust verða kynntar, viðurkenningar fyrir efstu hrúta veittar og hrútar Sauð- fjársæðingastöðvarinnar kynntir. Fundirnir verða á Þingborg í Hraungerðishreppi miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 13:30, á Hótel Kirkjubæjarklaustri fimmtu- daginn 18. nóvember klukkan 13:30 og að Heimalandi undir Vest- ur-Eyjafjöllum að kvöldi sama dags klukkan 20:30. -SBS. Verkalýðsfélög sameinast Sameining verkalýðsfélaganna Bárunnar á Eyrarbakka og Þórs á Selfossi var samþykkt samhljóða á félagsfundi í Þór á dögunum, en fyrirliggjandi var áður samþykkt Bárufélaga um sameiningu. Nýtt félaga tekur til starfa um áramót, en áformað er að stofn- fundur þess verði þann 11. janúar á næsta ári. Eftir að sameining þessara félaga hefur tekið gildi verða aðeins tvö verkalýðsfélög starfandi í Arnessýslu og sex á Suðurlandi öllu. Þykir mönnum og líklegt að félögunum muni fækka enn frekar í náinni framtíð í þeirri hrinu sameiningar félaga sem nú gengur yfir. -SBS. Afram Ríki í Eyjiim Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í sl. viku var tekið til umfjöllunar fyrirliggjandi erindi frá Afengis- og tóbaksverslun ríkisins, þar sem sótt er um endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar að Strandvegi 50. Fyrir sitt Ieyti samþykkti bæjarráð erindið og er því Ijóst að áfram verður Ríki í Eyjum. -SBS. Ólafur Marteinsson9 framkvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæbergs á Siglufirði og Ólafsfirði ÚtgetðorfyrirtæM Grandi hefurséltÞor- móði ramma - Sæbergi 90,6% hlutsinn íÁmesi íÞorlákshöfn. Ámes verð- ur sameinaðÞormóði ramma - Sæbergi. FisMstofnar Ámess að styrkjast Rekstri Árness í Þorlákshöfn verður haldið áfram óbreyttum. Samhliða þessu hefur Grandi keypt 15,2% af 20,2% hlut Þor- móðs ramma-Sæbergs í Hrað- frystihúsinu-Gunnvör á Isa- firði. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæbergs, segir að Grandi hafi keypt meirihluta hlutabréfa í Árnesi fyrr á þessu ári. Félagið hafi verið í erfiðleikum vegna aflasamdráttar í flatfisktegund- um og einsýnt hafi verið að fé- lagið hafi þurft aukinn stuðn- ing til að takast á við þær breytingar sem nauðsynlegar voru til að bæta rekstrargrund- völl þess. - Hvaða vinnsla verður hjd ykkur í Þorldksliöfn? „Vinnslan hefur verið í gangi til þessa og hún verður að mestu óbreytt, þ.e. vinnsla á flatfiski og humri, en Árnes hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á þessum fisktegund- um auk vinnslu á Ioðnu. Afla- heimildir Þormóðs ramma-Sæ- bergs í skarkola eru tæplega 5% og munu þær styrkja rekst- ur Árness umtalsvert. Þess hef- ur verið vænst að þeir fiski- stofnar sem rekstur Árness byggist á næðu að styrkjast og með sölu óhentugra eigna og nýjum fjárfestingum tækist með tímanum að koma rekstri félagsins í viðunandi horf. Ár- nes hefur á síðustu mánuðum hagrætt í rekstri félagsins með sölu eigna og fjárhagslegri end- urskipulagningu," segir Ólafur Marteinsson. - Hvað veldur því að þið eruð að kaupa hlut Granda í Ár- nesi og hefja starfsemi í Þor- Idkshöfn. Hangir eitthvað fleira d þeirri spýtu eða teng- ist það einhverri frekari starf- semi ykkar í Þorldkshöfn í ndnustu framtíð? „I kaupsamningi er tekið fram að kaupanda séu Ijós þau fyrirheit sem Grandi gerði um áframhaldandi rekstur Árness þegar félagið eignaðist meiri- hluta í því og mun Þormóður rammi-Sæberg af fremsta megni Ieitast við að framfylgja þeim. Það er að mörgu leyti hentugra að við komum inn í þennan rekstur í Þorlákshöfn en Grandi, en við getum ekki gert allt og því seljum við stærstan hluta hlutabréfa okk- ar í Hraðfrystihúsinu-Gunn- vöru. Það er miklu virkari að- gerð að kaupa í Þorlákshöfn og sameinast því fyrirtæki og það hefur meiri áhrif á Þormóð ramma-Sæberg en eignarhlutur f Hraðfrystihúsinu-Gunnvör." - / sex mdnaða uppgjöri Ár- ness fyrir drið 1999 kemur fram uð um síðustu dramót var yfirfæranlegt skattalegt tap Ámess um 948 milljónir króna. Hverjar voru rekstrar- niðurstöðumar? „Árnes var rekið með svolitl- um hagnaði fyrri hluta ársins þó ekki væri hann mikill. En það er umtalsverð breyting þvf fyrirtækið hefur verið rekið með tapi, og þá stundum um- talsverðu, síðustu árin. Það eru engin áform uppi með breyt- ingar á mannahaldi við fyrir- tækið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.