Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 - 3 Höggmyndir afhentar Myudlistarverkefniim ILraun og menn lauk með afhendingu þriggja listaverka. Fyrir skömmu var myndlistar- verkefninu Hraun og menn formlega slitið, með afhendingu þriggja listaverka eftir Orn Þor- steinsson, Helga Gíslason og Halldór Ásgeirsson. Það var blíð- skaparveður þennan dag og ekki annað hægt að segja en að veð- urguðirnir hafi verið í góðu formi ekki síður en Iistagyðjan. Verk Arnar Þorsteinssonar er suður á Stórhöfða, verk Halldórs Ásgeirssonar úti í Nýja hrauni og verk Helga Gíslasonar er úti á Eiði og má telja mikinn feng fyr- ir Vestmannaeyinga að fá verk eftir þessa íslensku myndhöggv- ara til þess að prýða eyjuna og veita Eyjamönnum vonandi ein- hverja myndlistarlega fullnægju. Verkin þrjú taka sig vel út þar sem þeim hafa verið valdir staðir og er fengur að og aðstandend- um til mikils sóma. I lokin var gestum og listamönnunum boðið til dálítillar móttöku í Fiska- og Náttúrugripasafninu, hvar nokkrar ræður voru haldnar í til- efni af deginum. -BEG. Samið um Klettsvíkumet Nýlega var skrifað undir samning milli Netagerðarinnar Ingólfs hf. og Ocean futures vegna fram- leiðslu á netinu sem strengt mun verða fyrir Klettsvíkina. „Þetta verkefni verður góð búbót fyrir fyrirtækið og styrkir vonandi stöðu þess,“ sagði Birkir Agnars- son, framkvæmdastjóri Neta- gerðarinnar. Það var Charles Vinick, fram- kvæmdastjóri Ocean Futures, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Ocean Futures og Birkir Agnarsson sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd netagerðarinnar Ingólfs. -BEG. SUÐURLAND VE STM ANNAE YJAR Deiliskipulag Ofanbyggjarasvæðis Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja nýverið var lögð fram tillaga þar sem tekið er undir það að nýtt skipulag fyrir Ofanbyggjarasvæð- ið sé að mörgu leyti áhugavert. Þannig er talið rétt að endurbyggja íbúðarhús þar sem þau stóðu áður og að ákveðin svæði inan íbúða- svæðanna verði nýtt til gróðursetningar af ýmsu tagi. Tillöguflytjend- ur, Þorgerður Jóhannsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Ragnar Osk- arsson, vilja þó gera ákveðna fyrirvara við tillöguna. Áður en deiliskipulagið verður gert verður að vera búið að ganga frá samning- um við sauðfjár- og hrossabændur á svæðinu um landnýtingu; út- hlutun skika undir sumarhús eigi alfarið að vera í höndum bæjaryf- irvalda og ekki eigi að framseija þá úthlutun til íbúðarhúsaeigenda á svæðinu, enda takmarkist Ióðir undir íbúðarhús við það sem kalla má eðlilega stærð íbúðarhúsalóða; verði íbúðarhús endurbyggð á þeim stöðum þar sem þau áður stóðu er eðlilegt og sjálfsagt að auglýsa lóð- ir undir þau laus til úthlutunar. Ennfremur lögðu tillöguflytjendur fram tillögu um að í deiliskipulagi fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir fbúðarhús þar auglýstar Iausar til úthlutunar. Eftir að um- sóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar. Tillögunum var vísað til skipulagsnefndar. Útsvarstekjur drógust saman um 14,5% Þorgerour Jóhannsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Ragnar Óskarsson lögðu fram hókun, þar sem m.a. kemur fram að ýmsir liðir í fjármál- um Vestmanneyjabæjar virðast ætla að fara langt fram úr áætlun. Al- varlegasta telja þau hins vegar vera þá staðreynd að útsvarstekjur séu hvorki meira né minna en um 60 milljónum króna minni en áætlað var og hafa dregist saman um 14,5%. Slík niðurstaða sé áfall fyrir bæjarsjóð og auki enn á fjárhagsvanda hans sem þó var nægur fyrir. Tekjur hafnarsjóðs dragast enn saman og að brýn nauðsyn beri til að finna lausn á fjárhagsvanda félagslega íbúðakerfisins. Rekstur Bæjar- veitna sé hins vegar í góðu jafnvægi. Niðurstöður milliuppgjörsins sýni berlega að viðvaranir minnihluta bæjarstjórnar um versnandi tjárahagsafkomu hafa verið á rökum reistar þótt sjálfstæðismenn hafi til þessa ekki viljað viðurkenna þær staðreyndir. Tillöguflytjendur telja höfuðástæðu versnandi efnahags bæjarfélagsins sé aðgerðar- leysi sjálfstæðismanna í uppbyggingu atvinnumála. Aukin þjónusta en minnkandi tekjur Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Hjörleifsson, Sigurður Einarsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og Elsa Valgeirsdóttir, benda á að rekstur Bæjarveitna og hafnarsjóðs sé í góðu jafnvægi og tekist hefur að lækka skuldir veitnanna ár eftir ár þrátt fyrir lækkun gjald- skrár. Því miður hafi útsvarstekjur dregist saman miðað við áætlun. Vestmannaeyjabær eins og mörg önnur sveitarfélög á landinu hafi átt í erfiðleikum m.a. vegna minnkandi tekná, en jafnframt aukinnar þjónustu. Ljóst sé að snúa þarf vörn f sókn er varðar þessi atriði. Útvarp Suðurlands FM 96,3 og 105,1 Fimmtudagurinn 11. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-22:00 Sportröndin. Fanney og Svanur 22:00-01:00 Kvöldsigling / Þórður og Kjartan Föstudagurinn 12. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 08:20-09:00 Svæðisútvarp SuðurlandsSoffía Sig. 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir 20:00-22:00 Dýsel. Unnar Steinn 22:00-01:00 Lífið er Ijúft. Valdimar Bragason Laugardagurinn 13. nóvember 09:00-12:00 Morgunvaktin. Valdimar Bragason 12:00-13:00 islenskt tónlistarhádegUóhann Birgir 13:00-16:00 Vanadlsin. SvanurGísli 16:00-19:00 Tipp topp. Gulli Guðmunds 19:00-22:00 Draugagangur. Kiddi Bjarna 22:00-01:00 Bráðavaktin. Fannar Sunnudagurinn 14. nóvember 10:00-11:00 Heyannir. Soffia Sigurðardóttir 11:00-13:00 Kvöldsigling (e) Þórður og Kjartan 13:00-14:00 GrænirTónar. Skarphéðinn 14:00-15:00 Mjólkurbú Flóarmanna 70 ára. Valdimar Bragason 15:00-17:00 Árvakan. Soffia M . Gústafsdóttir. 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir. 20:00-21:00 Elvis frá A-Ö. Jói og Halli. 21:00-22:00 Spurningakeppni HSK. Valdimar 22:00-24:00 Sögur og klassik fyrir svefnin.Friðrik Mánudagurinn 15. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 19:00-20:00 Heyannir (e). Soffia Sigurðardóttir 20:00-21:00 Spurningakeppni HSK (e) Valdimar 21:00-22:00 MBF 70 ára (e) Valdimar Bragason 22:00-24:00 Dag skal að kveldi lofa. Sigurgeir Hilmar Þriðjudagurinn 16. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 19:00-22:00 Skeggjaða beljan. Vignir Egill 22:00-24:00 í minningu meistarana. Jón Hnefill Miðvikudagurinn 17. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir. 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn. 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds. 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason. 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-20:00 Með matnum. Tölvukallinn 20:00-22:00 Árvakan (e). Soffía M. Gústafsdóttir. 22:00-24:00 Meira en orð. Sigurbjörg Grétars. Fimmtudagurinn 18. nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt Önnur EllaSoffía M. Gústafsdóttir. 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn. 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds. 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason. 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-22:00 Sportröndin. Fanney og Svanur. 22:00-01:00 Kvöldsigling. Kjartan Bjömsson. Á sunnudag verður Valdi- mar Bragason með þátt í til- efni af 70 ára afmæli Mjólkurbús Flóamanna. Er fundur framundan? Tækjaleiga Nýherja sér þér fyrir öllum tæknibúnaði fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur. Ef við eigum það ekki til, þá hefur það ekki verið fundið upp! Meða! vöruúrvals: skjávarpar, tölvur, Ijósritunarvélar, hljóökerfi, túlkakerfi. <Q> NÝHERJI Skipholti 37 • Sími: 569 7700 www.nyherji.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.