Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 SUDURLAND Ánægja með ríMsstjómina Framsóknarmenn á Suðurlandi, sem héldu kjördæmisþing á Hvols- velli á dögunum, hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við þátttöku Framsóknarflokksins í núverandi stjórnarsam- starfi „og ánægju með árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtíma- hili. Enginn vafi lék á að mikill meirihluti þjóðarinnar vildi svipaða stjórnarstefnu áfram og stefna að því að varðveita þann mikla árang- ur sem náðist á því kjörtímabili. A því tókst að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum og efnahagsstjórn var styrk. Vaxtabyrði lækkaði og markmið framsóknarmanna um 12.000 ný störf náðist og gott betur,“ segir í ályktuninni. Guðna fagnað sem ráðherra I ályktun um landbúnaðarmál er því fagnað að landbúnaðarráðuneytið hafí komið í hlut Guðna Agústssonar þegar ný ríkisstjórn tók við völdum sl. vor og treystir þingið „...honum til að helja nýja sókn í atvinnugrein, sem lengi hefur átt undir högg að sækja. Nýr búvörusamningur sem nú er í undirbúningi getur skipt sköpum fyr- ir sauðfjárrækt í landinu en landbún- aður í heild er undirstaða blómlegs atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum og jafnframt óaðskiljanlegur hluti sögu og menningar þjóðarinnar fyrr og síðar. Þingið hvetur til að útflutn- ingsmál og ný sóknarfæri verði ræki- lega könnuð og nýir möguleikar í líf- rænni ræktun nýttir þar sem henta þykir. Jafnframt hvetur þingið ríkis- stjórnina til að yfirfara og endurskoða kröfugerð ríkisvaldsins í þjóð- lendumálinu. Það er siðlaust og brot á eignarréttarákvæðum stjórn- arskrárinnar að gera kröfu í jarðir sem einstaklingar sannarlega eiga samkvæmt þinglýstum rétti.“ Áliyg^jur vegna byggðaröskunar I ályktun kjördæmisþingsins er Iýst yfir áhyggjum vegna mikillar byggðarröskunar og talin að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífinu ekki síst með því að fjölga störfum í þekkingariðnaði og þjónustu tengdri nýrri fjarskiptatækni. „Þingið telur brýnt að ganga þegar til framkvæmdar þingsályktunar um aðgerðir í byggðamálum sem samþykkt var á síðasta þingi. Þingið fagnar því að byggðamál komi í hlut Framsóknarflokksins á næstu mánuðum og hvetur iðnaðarráðherra til öflugrar sóknar í þessum efnum. Þingið vonar að sátt náist milli sjónarmiða vegna orku- og stóriðju- framkvæmda sem yrðu mjög til að styrkja atvinnulxf á Iandsbyggð- inni til langrar framtíðar. Góð heilbrigðisþjónusta og haldgóð fjöl- breytt menntun eru sömuleiðis undirstaða byggðar. Um leið og úrhótum í þessum efnum er fagnað, þá hvetur þingið þing- og sveitarstjórnarmenn Ilokksins í kjördæminu til að standa vörð um þessa mikilvægu málaflokka, sem raunar ætti að vera góð pólitísk samstaða um.“ Áherslu á öflugt forvamarstarf Jafnframt er ályktað um fíkniefna- vandann og sagt er þar að kosninga- fyrirheit Framsóknarflokksins í þeim málum hafi verið orð í ti'ma töluð einsog fréttir síðustu vikur sanni. „Einskis má Iáta ófreistað til að ná tökum á þessum ógnvaldi og beita þarf hörku í baráttunni við sölumenn dauðans. Framsóknarmenn leggja áherslu á öflugt forvarnarstarf og í því efni er gott uppeldi og heilbrigðir fjöskylduhættir besti grunnurinn. Þingið fagnar skipun nefndar undir forystu Jónínu Bjartmarz, sem ætlað er að gera tillögur um aðgerðir gegn fíkniefnavánni. “ Dómkirkjan í Reykjavík. Byrjaði á St ran darkirkj u íslenskar kirkjur eiga marga vini. Einn þeirra er Theodór Kristjánsson í Hvera- gerði, sem sérhæfir sig í smiði Mrkjulíkana efdr myndum. „Margir eiga ldrkjur með lampa inn í sem stungið er í samband, einkum íyrir jólin. Eg sá svoleiðis kirkju hér úti í búð í Hveragerði, innflutta frá Þýskalandi og það kveikti þá hugmynd að prófa að smíða íslenska kirkju og lýsa hana upp. Þetta var í kringum 1990. Eg byxjaði á Strandarkirkju. Fór niður í Selvog og teiknaði hana. Síðan er ég búinn að smíða Iíkön af 18 mis- munandi kirkjum. Þær komu svona ein af annarri," segir Thódór Kristjánsson í Hveragerði. TTieodór var kennari en veiktist af krabbameini og varð að hætta kennslu. Hann segir kirkjusmíð- ina hjálpa sér við að láta tímann Iíða og hann eyði löngum stund- um í bílskúrnum, sem er verk- stæðið hans. Ahugi hans á íslensk- um kirkjum var þó vaknaður löngu áður en hann hóf smíðarnar. „Eg Safíia myndum af kirkjum, teknum frá ólíkum sjónarhornum og á mörg hundruð slíkar myndir. Hef sjálfur verið með myndavélina í bílnum í fjöldamörg ár og svo hef ég líka fengið myndir sendar frá byggðarlögum, sem ég hef ekki komið til. Eg þarf Ijórar til sex myndir af hverri kirkju til að geta smíðað líkan af henni. En það get- ur verið varasamt að treysta litum í ljósmyndum, því þeir eru ekki alltaf réttir. Það hefúr hrekkt mig þannig að ég hef orðið að mála upp á nýtt.“ Gamla lagið Theodór smíðar einungis líkön af kirkjum með gömlu hefðbundnu lagi. Kirkjur sem teiknaðar eru af Rögnvaldi Olafssyni eru í sérstöku uppáhaldi. „Rögnvaldur teiknaði óskaplega fallegar kirkjur. Guðjón Samúelsson er arkitekt að nokkrum þeirra kirkna sem ég smíða eftir. Hann kom á eftir Riignvaldi og undir greinilegum áhrifum frá honum. Nýju kirkj- urnar eru hinsvegar þannig að sumar ræður maður við að smi'ða en aðrar alls ekki því að þær eru svo flóknar og ég hef því alveg ein- skorðað mig við kirkjumar með gamla hefðbundna laginu. Það er mjög inismunandi mikil vinna á þessum kirkjum og það er líka misjafnt hversu vel þær heppnast hjá mér. Maður er heldur ekki alltaf jafn vel upplagður en ef þær lukkast ekki í upphafi þá getur mér reynst erfítt að eiga við þær.“ Siglufjarðarkirkja vinsælust Sigluljarðarkirkjan er lang erfíð- asta og dýrasta kirkjan sem Thódór hefur smíðað, segir hann sjálfur. „Hún er vinsælust Iíka,“ bætir hann við. „Landakirkjan kemur næst. Þær eru báðar með þykkum veggjum og á þeim eru þrír byrðingar sem ég verð að smíða, hvem utan yfír annan og það sama gildir með turnana. Landakirkja tókst nokkuð vel og ég var ánægður með hana. Hins- vegar var Eyrarbakkakirkja mér erfið. I henni eru svo margir gluggar og ég var lengi að eiga við hana.“ Theodór smíðar ekld bara kirkj- ur heldur les hann allt sem hann finnur um þær og kynnir hann sér sögu þeirra. „Ég var líka byrjaður að lesa um kirkjurnar löngu áður en byrjaði að smíða þær. Eg er bara ekki nógu kraftmikill. Mig langaði alltaf að handskrifa útlín- ur að sögu hverrar kirkju, geta um byggingarár, arkitekt og yfirsmið og láta fylgja með líkönunum. Það mundi gefa þeim ótvírætt gildi." -GUN. Kirkjur Theodórs. í efri röð Reydarfjarðarkirkja, Eyrarbakkakirkja, gamla kirkja á Djúpavogi, Borgarkirkja á Mýrum, Siglufjarðarkirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Garðakirkja á Álftanesi, Stokkseyrarkirkja, Flateyrarkirkja og Strandar- kirkja. Neðri röð: Sólgarðakirkja í Grímsey, Eyrarkirkja á ísafirði sem brann fyrir fáum árum, Dómkirkjan f Reykjavík, Ólafsfjarðarkirkja, Kotstrandarkirkja, Holtastaðakirkja í Langadal, Víkurkirkja t Mýrdal og Norðfjarðarkirkja. Breytt kjördæmisskipan Þá ítrekar þingið nauðsyn þess að skipulagsmál Framsóknarflokksins verði endurskoðuð „...og stefna verði tekin til skoðunar og fagnar þeirri vinnu sem hafin er á vegum varaformanns flokksins í þeim efn- um. Þá lítur þingið svo á að breytt kjördæmaskipan hljóti að koma til kasta stjórnar kjördæmissambandsins á því starfsári sem framundan er og leggur áherslu á sterka stöðu Suðurlands í hinu nýja kjördæmi, samfara góðri samvinnu við Suðurnesjamenn. Þingið hvetur til þess að áfram verði unnið að stofnun launþegaráða í hverju kjördæmi og að samstarfið við samtök Iaunþega verði eflt. Fagnað er stofnun verkalýðsmálaráðs Framsóknarflokksins." Byggðamerki afhjúpuð Á morgun, föstudaginn 12. nóv- ember, kl. 12:30, verður opnuð sýning á þeim tillögum sem bár- ust f samkeppni um merki Sveit- arfélagsins Árborgar. Sýningin er haldin á annari hæð Hótels Sel- foss og verður opin f tvær vikur. Á -sýningunni en verðlaunatilliig- unni gerð sérstök skil auk þess sem þær tillögur sem stóðust keppnissldlmála og reglur um gerð byggðarmerkis eru sýndar. Athöfnin hefst með ræðu for- manns merkisnefndar, Samúels Smára Hreggviðssonar, en síðan .verður. mexkið. aflijúpað af .höf- . undi og Kristján Einarsson, for- seti bæjarstjórnar, afhendir verð- launaféð, 300 þúsund kr. Boðið verður upp á snittur, gos og kaffi. Sýning á tillögunum fyrir al- menning hefst samkvæmt aug- lýsingu kl. 14:00. . - - ........................rSBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.