Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ Verð ílausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur -217. tölublað Bókaði mótmæli í þingfLokkmim Ólalur Öm Haralds- son greiddi atkvæði gegn þingsályktunar- tiUogu Finns Ingólfs- sonar iðnaðarráðherra um Fljótsdalsvirkjun. Ólafur Öra segir skýrslu Landsvirkjun- ar aðeins frummats- skýrslu, sem geti aldrei komið í staðinn fyrir skýrslu eftir lög- formlegt umhverfis- mat. Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins, þegar skýrsla Lands- virkjunar um Fljótsdalsvirkjun var kynnt um Ieið og þingsálykt- unartillaga Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um að halda áfram með virkjunaráformin við Fljótsdalsvirkjun, greiddi Olafur Örn Haraldsson alþingismaður atkvæði gegn þingsályktunartil- lögunni. Hann lét einnig bóka mótmæli sín við tillögunni. „Efnislega hljóðaði bókun mín á þá leið að þingflokknum væri kunnugt um að ég teldi aðrar Ieiðir betri og skynsamlegri en þá sem í þingsá- lyktunartillög- unni fælist. Jafn- framt að ég teldi að flokkurinn og ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir því að Fljóts- dalsvirkjun færi í mat samkvæmt því ferli sem mælt væri fyrir um í lögunum um mat á umhverfisá- hrifum. Loks að ég væri ekki stuðningsmaður þingsályktunar- tillögu iðnaðarráðherra," sagði Ólafur Örn Haraldsson í samtali við Dag. Bara frummatsskýrsla Hann var spurður hvort hann hefði kynnt sér skýrslu Lands- virkjunar og sagði hann svo ekki vera. Hann hefði bara séð skýrsluna en ekki lesið hana og þess vegna vildi hann ekki leggja neinn dóm á innihald hennar. „Þessi skýrsla kemur þó ekki í staðinn fyrir skýrslu eftir lög- formlegt um- hverfismat. Hún er ágætt upphaf að því ferli sem ég tel að eigi að fylgja í kjölfarið. Hér er bara um frummatsskýrslu að ræða en það vantar allt hitt sem skiptir höfuð- máli. Þar er fyrst til að taka að skýrslan fari í vinnslu til skipu- lagsstjóra og að hann hafi tæki- færi til þess að kalla eftir frekari upplýsingum. I frumatsskýrslu tel ég líka að eigi að vera saman- hurður á valkostum, sem er ekki í þessari skýrslu. Lögbundnar stofnanir koma ekki að skýrslu Landsvirkjunar og skipulags- stjóra ekki gefið færi á að gera at- hugasemdir. Það sem ég tel þó allra verst er að almenningur fær ekki tækifæri til að gera athuga- semdir. Andmælaréttinn vantar,“ segir Ólafur Örn. Varðandi andmælaréttinn sem verður til við lögformlegt um- hverfismat getur skipulagsstjóri eða iðnaðarráðherra óskað eftir frekari upplýsingum komi at- hugasemdir frá almenningi. Al- þingi getur ekki sent skýrsluna aftur til Landsvirkjunar og óskað eftir frekari skýringum eða frek- ari skoðun. „Eg hef einnig sagt að ég telji að umhverfisþátturinn, sem er aðal deiluefnið, eigi að vera í brennidepli í málsmeðferð þings- ins og að undir þeim formerkjum kæmi það síðan inn í umhverfis- nefnd. Svo er ekki,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson. — S.DÓR Sjd einnig bls. 5 Úlafur Örn Haraldsson er ekki samferða flokksforystu Framsókn- arflokksins. Treysta ekki málverka- markaðiniun Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu at- kvæði um spurningu Dags á Vfsi.is treysta ekki málverka- markaðinum vegna þeirra föls- unarmála sem upp hafa komið að undanförnu og Hæstiréttur hefur dæmt í að hluta. Spurt var: Treystir þú mál- verkamarkaðinum í kjölfar föls- unarmálsins? 79% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni svöruðu spurningunni neitandi, en aðeins 21% kvaðst treysta markaðinum. Núna er hægt að svara nýrri spurningu Dags á vefnum. Hún er svohljóðandi: Ætlar þú að taka þátt í undirskriftasöfnun Umhverfisvina? Slóðin er sem fýrr: visir.is vísir.is Hinn sigursæli hestamaður Sigurbjörn Bárðarson þarf orðið sérstakt hús undir verðlaunagripina sína, sem eru að verða nánast óteljandi. í gær var við hátíðlega athöfn opnað nýtt húsnæði sem hýsir gripi kappans og við það tækifæri heiðruðu forseti íslands, Úlafur Ragnar Grímsson og Hestamannafélagið Fákur, Sigurbjörn innan um verðlaunagripina. - mynd: hilmar Peningar veröa aldrei markmið „Ef einhver hefði sagt mér á menntaskóla- eða háskólaárum að eftir tíu ár yrði ég kominn í viðskipti þá hefði ég hlegið. Eg leit aldrei á sjálfan mig sem biss- nessmann. Eg var alinn upp í því að eftirsókn eftir peningum væri eftirsókn eftir vindi. Peningar hafa aldrei verið markmið og verða aldrei markmið. Velferð fjölskyldu, vina og kunningja og góð heilsa skiptir miklu meira máli en gengi hlutabréfa." Þetta segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur, í helgar- viðtali við Kolbrúnu Bergþórs- dóttur, en þar ræðir hann um uppvöxt sinn, skáldskapinn og um Slóð fiðrildanna, nýja skáld- sögu sem er nýkomin út. Þess má geta að ritdómur Kol- brúnar um nýju skáldsöguna mun birtast í Degi á þriðjudag- inn. Hins vegar skrifar hún í helgarblaðið gagnrýni um Mann- veiðihandbókina eftir Isak Harð- arson, og Elías Snæland Jónsson Qallar um annað bindi ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guð- jón Friðriksson. Þráinn Karlsson og Ragnheiður Garðarsdóttir voru bekkjar- systkini í barnaskóla. Síðar skildu leiðir sem síðan lágu saman að nýju haustið 1967 og þau kynni leiddu til hjónabands. Þau segja lesendum helgarblaðsins frá lífs- hlaupi sínu. Islenski saltfiskurinn getur ver- ið hinn Ijúffengasti matur. 1 helg- arblaðinu lýsir Hermann Stefáns- son, framleiðslustjóri Skinneyjar á Höfn, því hvernig elda á saltfisk að hætti Katalóna á Spáni. Og svo er svo ótalmargt fleira að lesa í helgarblaðinu, svo sem sönn dómsmál, veiðiþátt, bíórýni, poppsíðu, spurningaþátt og margt margt fleira. Góða helgi! 1-1 FUJIFILM Skipholti 31,568 0450 Kaupvangsstræti 1, Ak. 461 2850 VEUM BtSTU FRAMKÖUHNHU SAMANBURÐUR Á ENDINGU Á LITMYNDAPAPPÍR Niðurstöður Rannsóknar Wilhelm Imaging Research Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár Kodak Portra III Professional pappír 14 ár Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár Agfacolor pappír gerð 11 13 ár Copyright 1099 Wilhetm Imaging Research Inc. www.fujifilm.is FUJIFILM FRAMKOUUN UM ALLT LAND

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.