Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 6
Il 6 -LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstiori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Sfmar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páli Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: teo 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Akvörðun íslendinga í fyrsta lagi Yfirlýsingar talsmanns Norsk Hydro í Degi í gær staðfesta að norska fyrirtækið er andvígt því að fram fari lögformlegt um- hverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Ef leikreglunum er breytt þá breytist leikurinn óhjákvæmilega," sagði talsmaður- inn og boðar að ef ákvörðun um virkjunina dragist á langinn vegna lögformlegs umhverfismats þá hljóti Norsk Hydro að skoða aðra kosti en álver á Reyðarfirði. Þótt hann hafi tekið fram að þetta væri engin hótun, hvað þá að fyrirtækið vildi blanda sér í umræður Islendinga um málið, þá er ljóst að í þessum orðum felst hvort tveggja. Því er ástæða til að leggja áherslu á að það er alfarið mál Islendinga hvernig staðið verð- ur að virkjun í Fljótsdal. 1 öðru lagi Landsvirkjun hefur lagt fram skýrslu um Fljótsdalsvirkjun. Þar er tíundað hið mikla tjón sem felst í því að sökkva Eyjabökk- um undir miðlunarlón. En jafnframt er stoðum rennt undir þá afstöðu stjórnvalda að þessum landsins gæðum sé fórnandi fyrir meiri hagsmuni - það er ný atvinnutækifæri á Austurlandi og aukna þjóðarframleiðslu vegna virkjunar og álvers. Þetta eru þær línur sem dregnar hafa verið af stjórnmálamönnum í deilunni. Þess vegna verður umræðan áffam í kross, þar sem einn ræðir byggðamál en annar vemdun umhverfisins. í þriðja lagi Á sama tíma og ríkisstjómin rekur málið áfram í þinginu fer fram á vegum „Umhverfisvina" undirskriftarsöfnun meðal al- mennings þar sem gerð er krafa um lögformlegt umhverfismat vegna virkjunarinnar. Margt bendir til þess að tugþúsundir kjósenda muni ljá þeirri áskorun atkvæði sitt. Fari svo að þátt- takan verði mjög almenn stendur ríkisstjórnin og þingflokkar hennar ffammi fyrir miklum vanda. Ljóst er að þeir hafa nægi- legt pólitískt vald til að knýja málið í gegn án þess að taka til- lit til viðhorfa almennings. En í lýðræðisþjóðfélagi verða þing- menn stundum að minnast þess að þeir eru þjónar þjóðarinn- ar og starfa í umboði kjósenda. Elías Snæland Jónsson Karllyrir li tn i ng Bylgju- Stnuna Heimilisofbeldi er mikið eitur í beinum Garra og það fer jafnan hrollur um hann þegar fféttir berast af því að fílefldar karlskepnur berji á veikburða konum sínum. Það er a.m.k. alveg ljóst að það er ekkert grínaktugt við heimilisofbeldi. Þess vegna hrökk Garri í kút þegar hið kúltíveraða ljóðskáld og fréttamaður, Sigmundur Ernir, Ias í aðalfréttatíma Bylgjunnar á dögunum frétt af hroðalegu heimilisofbeldi og stflaði hana og flutti eins og þetta væri léttur og bráðfyndinn brandari, mikið grín, mikið grín. í fréttinni greindi frá því að maður nokk- ur í Albaníu hefði kært eiginkonu sína fyrir barsmíðar. Konan heimtaði á hverjum degi að karl vaskaði upp eftir matinn og þegar eiginmaðurinn neitaði, barði frúin hann eins og plokkfisk tvisvar á dag. Þetta hryllilega heimilisofbeldi þótti sem sé fyndið á fréttastofu Bylgjunnar. Sleggiukonan Garri sat Tengi hljóður eftir að hafa hlustað á þetta skelfilega dæmi um taumlausa karlfyrir- litningu á öldum Ijósvakans. Og fór síðan að afla frekari frétta og varð sér úti um helstu fféttablöð í Albaníu á netinu. Og þar kom fram að hin laus- henta eiginkona var tröllauk- inn fyrrverandi héraðsmeistari 1 sleggjukasti, en eiginmaður- inn 50 kílóa skrifstofublók, sem var orðinn svo máttfarinn af langvinnum barsmíðum sleggjukonunnar, að hann hafði ekki lengur þrótt til að lyfta diskum upp úr vaska og neyddist því til að hafna þátt- töku í uppvaskinu. Þarna var sem sé öfugum aflsmuni beitt. I þessu tilfelli var konan sterkari aðilinn á heimilinu og beitti veikburða mann sinn ofbeldi, en venju- lega er þetta öfugt. Og það hefur hingað til ekki þótt ástæða til að segja frá því í skemmtistíl þegar karlskepna í þungavigt lemur konu sina horaða við eldhúsvaskinn. Albaníu-Jói I augum Bylgju-Simma og margra skoðanasystkina hans er heimilisolbeldi greinilega fyndið ef hlutverkum er snúið við, þ.e. ef kona lemur karl. Þetta er forkast- anleg afstaða að dómi Garra og brot á öllum hugsjónum jafnréttis. Heimilisofljeldi er ljót- ur skikkur hvert svo sem kynferði geranda og fórnarlambs er. Nú má engin skilja það svo að samúð Garra með Albaníu- Jóa í þessu máli stafi af því að hlutskipti þeirra sem heimilis- feðra svipi á einhvern hátt saman. Garri býr í hamingju- sömu hjónabandi með konu sem aldrei hefur Iagt á hann hendur, nema til ásta. (Tengdamóðir Garra hefur hinsvegar stundum veitt hon- um ærlegar eyrnafíkjur, en það kemur þessu máli ekki við). Nei, Garri er einfaldlega á móti heimilisofbeldi í öllum myndum. Og á sér nú þá ósk heitasta að Simmi og aðrar glottandi kvenremburottur á Bygjunni, eigi eftir af upplifa sömu handtéringar af hendi sinna kvenna, eins og aum- ingja Albaníu-Jói, sem þeir hentu svo freklega gaman að í fréttum vikunnar. GARRI ODDUK ÓLAFSSON skrifar Óttalegar hremmingar ógna nú þjóðlífinu mitt í góðærinu, sem er orðið svo magnað að vísir menn telja það komið á hættu- stig vegna auðmyndunar. Sið- gæðið er að drukkna í klámi, dómstólar hlíta ekki fyrirmælum Stígamóta, Jón Ólafsson ætiar að byggja bíó við Suðurlandsbraut, dagvistun barna er á fallanda fæti, íhaldið ætlar að selja Ríkis- útvarpið, Eyjabakkar verða gerð- ir að unaðsreit austfirskrar byggðastefnu og stóri kjarvalinn sem bankastjórinn fékk sem uppbót á starfslokasamninginn er falsaður. Það er von að alvarlega þenkj- andi menn séu farnir að velta fyrir sér hvert stefnir. Einar Odd- ur fyrrverandi bjargvættur og Þórður þjóðhagsstjóri ætla að halda fund á Akureyri og spyrja stórt í fundarboði: Hverjar eru ástæður þenslunnar? Er góðær- inu að ljúka? Verður verðbólg- unni náð niður? Eru fjármál hins opinbera í Iagi? Þarf að minnka Hremmmgar í góðæri neysluna? Síðasta spurningin er nánast dónaskapur í byrjun jóla- kauptíðar, sem er jafnoki um- ferðarslysa í hagvaxataraukn- ingu. Hér skal minnt á, að fátt eitt hefur eins æskileg áhrif á hagvöxtinn og illa lukkuð um- ferðarslys. Þenslan afgreidd Væntanlega vefst það ekki fyrir bjargvætti og þjóðhagsstjóra að svara svona einföldum spurn- ingum. Ástæður þensl- unnar eru ósvífnar kaup- kröfur verkafólks og bygging bíslagsins við Al- þingishúsið. Nú á að hætta við það og ábyrgð- arfuilir launþegaforingjar lofa hófsemd í kaupkröfum. Þar með er þenslan afgreidd. Þess sjást engin merki að góð- ærinu sé að ljúka. Ríkisbankarn- ir rjúka út eins og heitar lummur þegar útvaldir fá að bjóða í þá, sægreifar selja kvóta sem aldrei fyrr og flytja afraksturinn í versl- anahallir og fjárgróðafyrirtæki fyrir sunnan, sem aftur spila hátt á keðjubréfamörkuðum erlendis. Kjaradómur sér svo um að heppnir póliktíkusar og embætt- ismenn fái sinn góðærisskerf vel úti látinn og sér hvergi fyrir end- ann á velmegun þeirra valdamiklu og efnuðu. Það er engin spurning að verðbólgunni verður náð niður. Þegar lokið verður við milljón rúm- metra viðbót versl- anamustera og sam- keppnin fær að njóta sín með yfirtökum og sam- runa búðanna mun vöruverðið að sjálfsögðu lækka svo um munar. Hag- kvæmni stærðarinnar verður slík, að hvert mannsbarn í land- inu getur gert góð kaup samtím- is í örfáum verslanaklösum. GróðafyrirtæM Það er hafið yfir allan efa, að fjármál hins opinbera eru í fínu lagi, eins og Davíð og Geir þreyt- ast aldrei á að sannfæra þjóð sína um. Skattheimtan fer fram úr björtustu vonum og fjárfrek- um vandræðamálum er varpað yfir á sveitarfélögin, sem safna skuldum, eins og öðrum vanda- málum. Ríkissjóður er því stór- gróðafyrirtæki þegar undan eru skilin nokkur smámál, sem sóp- að er undir teppið. Þar má nefna hundruð milljarða lífeyrisskuld- bindingar, sem skattborgurunum er ætlað að standa undir langt fram á næstu öld. Það er sem sagt allt í stakasta lagi í efnahagsmálunum en klámið og dómstólarnir þjaka þá siðprúðu og Landsvirkjun hótar að eyðileggja lendur Skotveiðifé- lagsins. Eru nú flestu gerð skil í þjóðmálaumræðunni nema því að tími er til kominn að cfna til undirskriftasöfnunar til að mót- mæla mótmælum. Þórður Frðjónsson. spurt'nt svaraö Hvemig fer orustnn um Bretland? (Spurt er um stórleik Skota og Englendinga, sem fram fer í Glasgow í dag.) Pétur Pétursson þjálfari KR. „Englendingar vinna þennan leik. Eg hef alltaf verið hrifinn af Kevin Keegan sem þjálfara, undir hans stjórn spila Englendingar skemmtilegan sóknarbolta. Því trúi ég því að þeir vinni Ieikinn í Glasgow með tveimur mörkum gegn einu, en þetta verður mikill baráttuleikur. Heimaleikur Englendinga á mið- vikudaginn fer hinsvegar 3-1, gæti ég trúað.“ Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA. „Þetta verður algjör slags- málaleikur, blóðbað. En ætli þetta endi ekki með jafn- tefli, þar sem leikar fara á endanum 1-1. Þetta eru nágrannaþjóðir og margir Skotar hafa einmitt verið að Ieika í Englandi og í boltanum hefur Englendingum ekki gengið alltof vel. Því munu Skotarnir selja sig dýrt í þessum leik. Á hinn bóginn held ég sjálfur með Englendingum og ætla að vona að þeir komist áfram í heimaleik þeirra eftir helgina." Aruar Bjömsson íþróttafréttamaðurá Stöð 2. „Eg spái því að þetta verði bar- áttuleikur og að Bretarnir vanmeti Skot- ana nokkuð í þessum leik. Spænski dóm- arinn mun áreiðanlega hafa í mörg horn að líta. Því mun Ieikurinn enda með jafntefli, einu marki gegn einu. Það er hinsvegar önnur spurning hver útkoman verður úr heima- leik Bretanna, sem fram fer á Wembley næstkomandi miðviku- dag. Útkoman þar gæti orðið önnur.“ Sr. Baldur Kristjánsson sóknarpresttir. „Við fegðarnir, ég og Kristján sonur minn, erum helst á því að Skotarn- ir vinni þetta, þó ekki sé nema út á bar- áttugleði og þjóðerniskennd þá sem þeir eru þekktir fyrir. Skotar eru okkar Iið, því okkar tilhneiging er sú að halda með litla manninum. Hinsvegar er ég veikur fyrir enskum fótboltamönnum yfir- höfuð, þannig að ég er nú beggja blands. En eigum við ckki að segja að Skotar vinni þetta með tveimur mörkum gegn engu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.