Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 - S FRÉTTIR L Byrjirn á stærra og hættulegra ævintýri Ólafur F. Magnússon læknir og borgarfull- trúi SjálfstæðisfLokks- ins segir alþingismenn vera undir svo miklum þrýstingi hagsmunaað- ila að þeir megi ekki einir ráða því hvort Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfis- mat. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið einarða afstöðu með þeim sem vilja lögformlegt um- hverfismat vegna Fljótsdalsvirkj- unar. „Eg vil taka það fram að mér líst vel á þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við gerð skýrslunnar. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ég sætti mig alls ekki við að alþing- ismenn taki sér það vald að skera einir úr um þessa skýrslu og al- menningur þar með sviptur um- sagnarrétti sínum. Þess vegna kemur þessi leið aldrei í stað hins lögformlega um- hverfismats. Eg hef starfað nógu lengi f stjórnmálum til þess að vita það að Ijöl- margir stjórnmála- menn taka ekki póli- tíska áhættu. Það er í sjálfu sér skynsam- legt því, m.a. vegna þessa máls hefur mönnum í mínum flokki verið vikið út af lista og atvinnu- stjórnmálamenn vita að þeim er hætt ef þeir taka sjálf'stæða ákvörðun. Og ef ég vísa í mína reynslu þá var það ákaflega erfitt skref sem ég steig í borgarstjóm þegar ég fylgdi sannfæringu minni af fullri einlægni. Eg ætla ekki öll- um að leggja það á sig, sérstaklega ekki ef þeir eru atvinnumenn í stjórnmálum. Þess vegna verða fleiri en alþingismenn að fá að koma að skýrslu um umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar," sagði Ólafur F. Magnússon í samtali við Dag. Káratiujúka strax það sína skoðun að ef menn telja óhjá- kvæmilegt að ganga á aðra tveggja nátt- úruperla sem nú eru í umræðunni (Eyja- bakka og Kárahnjúk- ar) þá sé það synd að gera hlutina eins og nú er gert því það sé í öfugrí röð. Það sé hægt að ráðast í Kárahnjúkavirkjun með einu lóni strax sem myndi þyrma Eyjabökkum, sem séu meira virði en hugleiðingar um ein- hveija milljarða til eða ffá. En hvað sem gert verði þá þurfi um- hverfismat að koma til. Menn segi það tefja ffamkvæmdir en ýmislegt geti komið á móti. „Ég er sannfærður um að það þyrfti ekki að veita mörgum millj- örðum í ýmis verkefni í Austur- Iandsfjórðungi til að vera sú lyfti- stöng sem beðið er um fyrir aust- an. Eg tel einnig að um sé að ræða hættulegt fjárfestingarævintýri með Fljótsdalsvirkjun og því sem á eftir fer, sem endar í 230 milljörð- um króna. Eg er alveg sannfærður um að Fljótsdalsvirkjun er bara byijun á mildu stærra og hættu- legra ævintýri," segir Ólafur F. Magússon. Pólitískur þrýstingur Hann segir ennfremur að ef stjómmálamenn telji sig vera und- ir það miklum pólitískum þrýstingi og það frá öðmm aðilum en bara kjósendum, því vitað sé að verktak- ar og fjárfestar em með gríðarleg- an þrýsting í þessu, þá ættu þeir samt að geta leyft sér það að vanda sig betur. Vissulega séu Austfirð- ingar orðnir hvekktir því búið sé að lofa þeim gulli og grænum skógum lengi. „Eg vísa þá sérstaklega til þess að hægt er að hraða miklum vega- framkvæmdum og jarðgangagerð í fjórðungnum á meðan virkjunar- málin fara í lögformlegt umhverf- ismat. Þeir þurfa því ekki að bíða aðgerðarlausir á meðan. Eg vil líka segja það að ég tel bæði þjóðhags- leg, lýðræðisleg og tilfinningaleg rök mæla með því að stjórnvöld skoði hug sinn betur í þessu máli,“ sagði Ólafur. — s.dór Hann segir Ólafur F. Magnússon. Árni Gunnarsson, formaður Flótta- mannaráðs. Ekkipeim til soma „Eg lýsi vanþóknun minni á þess- um viðhorfum og tel að þau séu þeim alls ekki til sóma. Þama kemur fram það viðhorf að fólk af erlendu bergi brotið sé óvelkomið hingað. Þannig eigum við ekki að taka á móti fólki og allra síst upp- lýst stjórnmálasamtök sem ég hélt að ungir sjálfstæðismenn væru. Eg vona að þetta sé byggt á vanþekk- ingu en ekki á hreinum fordóm- um. Það er varhugavert að halda fram skoðunum af þessu tagi og mjög stutt í rasismann frá þeim stökkpalli sem þeir eru á núna,“ sagði Árni Gunnarsson, formaður Flóttamannaráðs og Sambands ungra framsóknarmanna, við Dag um ályktun Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, „Is- land fyrir íslendinga", sem sagt var frá í blaðinu í gær. Bamáhús með 125 bamaníðmgsmál Ragna Guðbrandsdóttir, sérhæfður rannsakandi Barnahúss, Vigdís Er- lendsdóttir, forstöðumaður Barnahúss og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kynntu helstu staðreyndir eftir eins árs starfrækslu Barnahúss. - mynd: hilmar þór Af 125 málum á einu ári var beðið um lög- reglurannsókn vegna 89 mála. Upplognar sakir í þremur tilvik- um. Á því eina ári sem Barnahús hefur verið starfandi hefur málum 125 bama verið vísað þangað til könn- unar eða rannsóknar á meintu kynferðisofbeldi. Af þessum fjölda hefur verið beðið um lögreglu- rannsókn í málum 89 bama. I 39 tilfellum var það ekki bamið sjálft sem sagði frá kynferðisofbeldi. I þremur tilfellum var framburður um kjmferðisofbeldi dreginn til baka vegna vissu um að um upp- spuna væri að ræða. Það er svipað hlutfall og víða erlendis, þar sem reiknað er með að í 2-8% tilvika sé um uppspuna að ræða. Gögn Barnahúss leiða í ljós að af ofangreindum tilfellum snémst 22 um börn á aldrinum 2-5 ára, í 38 tilvikum voru þolendur á aldr- inum 6-9 ára, 25 tilvik 10-13 ára og 40 tilvik 14-17 ára. Meintir ger- endur voru 119, þar af 88 full- orðnir en 31 undir 18 ára. 54 ger- enda voru innan fjölskyldu þol- anda. Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, segir starfsemi Barnahússins hafa reynst mjög mikilvæga vegna vand- aðrar og faglegrar meðferðar mála. Rannsóknarferillinn forði því að bam þurfi að fara í gegnum síend- urtekin viðtöl eða skýrslugjöf, bamið ræðir við einstakling sem hefur til þess Ieikni, þekkingu og reynslu og barnið er í bamavin- samlegu umhverfi. Dæmt hefur verið í undirrétti í tveimur málum sem farið hafa í gegnum ferlið hjá Barnahúsi. I öðru málinu var sakfellt en sýknað í hinu. Aðspurður segir Bragi að umdeildur sýknudómur í kynferð- isbrotamáli í Hæstarétti værí að því leyti til alvarlegur ef hann leiddi til fækkunar á ákærum eða aukinnar tregðu til að kæra, en bendir á að Ríkissaksóknari telji niðurstöðuna ekki stefnumark- andi. Aðspurður taldi hann þau viðbrögð fráleit, að snúa sönnun- arbyrðinni við í svona málum. Aðstandendur Barnahúss leggja áherslu á að kynferðisbrot eru til- kynningaskyld til yfirvalda og mik- ilvægt að almenningur geri sér grein fyrir þessari skyldu. - FÞG Sjoppurán með kylfu Aðalmeðferð sakamáls gegn fjór- um ungmennum vegna tveggja grófra sjoppurána í sumar fór fram í gær, en meðal ákærðu er 16 ára „hnífstungupilturinn" sem Dagur hefur Qallað um að undanförnu í sambandi við skort á meðferðarúrræðum. Tveir sak- borninga, 16 ára „hnífstungu- pilturinn" og 18 ára félagi hans, eru ákærðir fyrir sjoppurán 21. júní síðastliðinn í söluturni við Óðinstorg. Báðir eiga þeir að hafa farið inn fyrir afgreiðslu- borðið og veist að 59 afgreiðslu- konu, sem reyndi að verja sig með hornaboltakylfu. Stálu þeir 16 þúsund krónum og sígarett- um. Allir fjórir eru síðan sakaðir um sjoppurán 7. júlí í sumar, í söluturni við Ofanleiti. - FÞG Starfsmeim stöðvaðir í Sultartanga Málmiðnaðarmenn, með Öm Friðriksson formann Félags málmiðnaðar- manna í broddi fylkingar, komu í gærmorgun í veg fyrir að rafiðnaðar- menn frá Skoda í Tékklandi, sem starfa við byggingu Sultartangavirkjun- ar, gengju í störf íslenskra málmiðnaðarmanna. Islenskum starfsmönnum við byggingu Sultartangavirkjunarinnar hefur verið fækkað að undan- fömu en erlendum mönnum án atvinnuleyfa fjölgað að sama skapi. Til stendur að fækka um 5 íslenska málmiðnaðarmenn í næstu viku. Tékk- amir eru orðnir 19 talsins, þar af 13 með atvinnuleyfi til rafiðnaðarstarfa en 4 til 5 þeirra hafa verið að ganga í störf málmiðnaðarmanna án at- vinnuleyfis auk þess að hafa ekki iðnréttindi til þeirra starfa. — GG Kveikt í á Grenivík Rannsóknir rannsóknarlögreglunnar á Akureyri benda til þess að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi sem nýlega varð alelda og ónýtt á Grenivík. Að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps hefur íbúinn flutt í 40 fermetra íbúð í eigu sveitarfélagsins. — GG Happa og glappa græmnetisgæöi Gæðum grænmetis í verslunum þann 9. nóvember virðist almennt hafa hrakað miðað við samsvarandi könnun mánuði áður en tilviljun virtist ráða breytingunum. Nettó var t.d. nærri toppeinkunn fyrir tómata en botneink- unn fyrir íssalat. Hjá Nýkaupi snérist þetta dæmi alveg við. Paprikan var langbest í Fjarðarkaupi, en langverst í Hagkaupi, sem ásamt Nettó kom raunar verst út. En Samkaup var með hæstu meðaleinkunn. — HEi Framlengingu varöhalds hafnað Einn þeirra sem setið hefur í um tvo mánuði í gæsluvarðhaldi vegna „stóra fíkniefnamálsins" er laus úr haldi því Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík um fram- lengingu á gæsluvarðhaldi til 15. mars. Gæðaverðlaun ’99 Davíð Oddsson afhenti í gær ís- lensku gæðaverðlaunin 1999 til VKS, Verk- og kerfisfræðistofunnar fyrir að hafa unnið markvisst að gæðamálum sínum á undanfömum ámm. Á myndinni tekur Ari Amalds framkvæmdastjóri við verðlaununum úr höndum Davfðs Oddssonar. Verð- launin voru afhent á hátíðarfundi Gæðastjórnunarfélags íslands í ís- lensku ópemnni og lauk þar með gæðaviku sem staðið hafði yfir. Islensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni ASI, forsætisráðuneytisins, Gæða- stjómunarfélags íslands, Háskóla íslands, Samtaka atvinnulífsins og Við- skiptablaðsins. - mynd: pjetur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.