Dagur - 13.11.1999, Qupperneq 1

Dagur - 13.11.1999, Qupperneq 1
r *» Laugardagur 13. nóvember - 43. tölublað Silfrastaðakirkja í Skagafirði. Um síðustu aidamót var ný kirkja reist á staðnum, en sú gamla sem myndin er af, var löngu síðar endurreist í Árbæjarsafni í Reykjvík og þar þjónar hún sínu hlut- verki með sóma. Harmsaga Solveigar ráðskonu í Miklabæ Hvarf séra Odds í Mildabæ hef- ur verið íslensku þjóðinni hug- leikið í þær tvær aldir sem liðið hafa frá atburðum. I þjóðsögum Jóns Arnasonar er dramatísk frá- sögn af atburðum, mikið og frægt kvæði var ort um hvarfið og samið og sýnt leikrit um sam- skipti séra Odds og Solveigar þessa heims og annars. Allt byggir þetta á sönnurn at- burðum, sem hafa orðið skáld- um yrkisefni og þjóðsöguefni. En sú frásögn sem þykir hvað sönnust um þessi efni er eftir séra Pál Erlendsson á Brúarlandi og er frá 1846. Enn eldra er ann- álsbrot eftir Hallgrím djákna Jónsson, sem talið er vera sam- tímaheimild og segir frá Iáti Sol- veigar og er í Djáknaannál: „1778... Laugardaginn fyrir pálmasunnudag skar sig á háls ógift stúlka á Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði af sinnisveiki. Var prestinum til sagt og var hún með lífsmarki, þá hann kom, og sem hann sá þessa skelfilegu sjón, féll hann í öngvit, en sem hann við raknaði var hún dáin. Hún hét Solveig. Meintu sumir að hún hefði viljað eiga prestinn, hafði hún áður hjá honum ráðs- stúlka verið.“ Hér fer á eftir frásögn séra Páls Erlendssonar, sem bætt er í viðaukum og leiðréttingum, sem Hannes Þorsteinsson gerði við plaggið: Maður hét Oddur, sonur Gísla Magnússonar biskups á Hólum. Hann var faðir séra Gísla sem nú er prestur til Beynistaðaldaust- urkirkju. Oddur þessi bjó fyrst fram í Skagafjarðardölum, með ráðskonu er Solveig hét. ( Á ár- unum 1767-1777 bjó hann ókvæntur á Miklabæ og þar hef- ur Solveig verið ráðskona hans). Þar eftir vígðist hann til Mikla- bæjar og Silfrastaða í Blönduhlíð og þangað fór ráðskonan með honum. Hún vildi fegin eiga hann, en hann vildi ekki. Hún hafði verið stillt og skikkanleg stúlka (betur að satt hefði verið, bætti ritari við á spássíu hand- rits) og bar harm sinn í hljóði. Eftir þetta giftist séra Oddur stúlku er Guðrún hét (13. júní 1777). Solveig var samt kyrr hjá þeim sem vinnukona. Eitt sinn bar svo við að prest- urinn messaði á annexíunni Silfrastöðum, og um daginn var lesinn húslestur heima á Mikla- bæ. Að honum nærri enduðum tekur Solveig kistulykla sína og gengur ofan. Eftir lesturinn fer vinnumaður einn fram og út fyr- ir bæinn. Hann sér hana þá háls- skorna, og henni er að blæða út. Áður en hún er jörðuð dreym- ir prestinn hana, og hún biður hann sjá svo til, að hún verði jörðuð í kirkjugarði, þó ekki hafi hún mátt njóta hans. Hann fer til Hóla og talar um þetta við Gísla biskup föður sinn, en það var ekki fáanlegt, því maðurinn var siðavandur og fastheldinn. Er hún síðan dysjuð utangarðs. Eftir þetta dreymir prest hana aftur og þá segir hún: „Fyrst ég fékk ekki að leggjast í kirkjugarð, þá skaltu ekki leggjast nær hon- um en ég.“ Framhald á hls. 3 I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.