Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 -IH SÖGUR OG SAGNIR Kvernhús í Miklabæ. Þar fyrir ofan sér í kirkjuna. í kvernhúsinu var mylla sem korn var malað í og gekk hún fyrir vatnsafli. En þarna er lækur rétt við bæinn sem var virkjaðaður á þennan hátt. Þegar eftir hið dularfulla hvarfséra Odds og löngum síðan hefur verið álitið að hann hafi drukknað í kíl eða læk skammt frá bænum. En lík hans fannst aldrei. Hammgjusnauð 0g ættlaus Frahald afforsíðu Nú líða fram tíðir, svo ekkert ber á, til þess haustið 1 786, að prest- ur messar enn á Silfrastöðum og kemur á heimleiðinni að Víði- völlum. Þar var þá Vigfús sýslu- maður Scheving. Þá var það þreifandi myrkur, að hann vildi láta fylgja presti heim, sem þó var ekki nema stuttur stekkjar- vegur. Prestur aftók það og fór af stað. Þetta sama ’kvöld var fólk allt inni á Miklabæ og heyrir, að komið er upp á baðstofuna og að glugga, en undir eins líkt og sá sem komið hefði rennt sér eða verið dreginn ofan af veggnum. Prestskonan var í búri að skammta og varð þessa ekki vör. Einhver í baðstofunni segir: „Farðu fram Gísli litli (drengur- inn hefur þá verið á níunda ári) og taktu opinn bæinn, hann fað- ir þinn er kominn." Drengurinn fór en var svo myrkfælinn, að hann þorði ekki að fara alla leið og snéri aftur, eh hann hefur lík- lega farið inn fil móður sinnar, og gat ekki um neitt, en fólkið hugði að sér hefði mishcyrst og hér var svo ekki framar skipt sér af. Morguninn eftir var hesturinn nærri bænum með keyrið og vett- lingana undií“'sieS5úTtnr~(kð'mir segja að hatturinn hafi verið und- ir baðstofuveggnum), en prestur fannst hvergi. Nú er safnað mönnum og leit- að og leitað, en allt forgefins. Kíll er fyrir neðan bæinn á Miklabæ, kallaður Gegnir. I honum var leitað alls staðar með stöngum og krókum, og ekkert finnst, en auð- vitað var að í Héraðsvötnin gat hann ekki komist vegna kílsins, og eftir langa og mikla og árang- urslausa fyrirhöfn var loksins hætt. Ekkjuna hafði langað til að dysin Solveigar væri rifin upp, en það vildi sýslumaður ekki. Hon- um þótti það votta hjátrú. Þetta allt sagði mér maður, sem .ég var samtíða, og þá var vinnumaður á Víðivöllum, boð- inn til fylgdar prestinum og var með í leitinni dag eftir dag. Hét hann Jón Bjarnason. Eftir séra Odd kom prófastur séra Pétur Pétursson að Milda- bæ. Hann dreymdi að séra Odd- ur kom til hans og segir: „Sárt er það að sjá kunningja mína ríða og ganga svo nærri mér, en geta ekki látið vita, hvar ég er.“ Þetta veit ég sjálfur að satt er, sem þetta skrifar: Páll Erlendsson prestur til Hofs og Miklabæjar 1846. Hamingjnsiiauð og ættlaus Föðumafns Solveigar er óvíða getið, ef nokkurs staðar. I elstu prestsþjónustubók Miklabæjar, sem er í Þjóðskjalasafni og nær tl áranna 1747-1784 , hefur verið klippt úr stykki úr því blaði á ár- inu 1778 og á þeim stað, sem láts Solveigar á að vera getið. Skemmdarverkið er unnið af ein- hverjum sem viljað hefur afmá nafn Solveigar úr tölu fólks í prestakallinu. Það tókst verr en skyldi, því eins og sagt er í upp- hafi þessarar greinar, eru fáar harmsögur þekktari en sögnin af hvarfi séra Odds og meintrar hlutdeildar Solveigar. En föður- nafn hennar er óþekkt. Gísli Konráðsson segir hann hafa verið ættaða úr Fljótum. Sem fyrr segir var Oddur sonur Gísla Magnússonar Hólabiskups. Kona hans, Guðrún, var dóttir Jóns prests Sveinssonar, sem hélt Goðdali. Móðir hcnnar var Steinunn Ólafsdóttir Þorláksson- ar. Frá Árbæjarsafni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.