Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGVR 13. NÓVEMBER 1999 V&a' MINNINGARGREINAR L J Ólafnr Helgi Gíslason Ólafur Helgi Gíslason var fæddur á Húsavík 17. okt. 1957 og Iést á Landspítalanum 3. nóv. s.I. Foreldrar hans eru hjónin Jóhanna Halldórsdóttir frá Öngulsstöðum í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgerður Siggeirsdóttir og Halldór Sigurgeirsson búandi á Öngulsstöðum og Gísli Ólafs- son frá Kraunastöðum í Aðal- dal. Foreldrar hans voru hjónin Bergljót Jónsdóttir og Ólafur Gíslason búandi á Kraunastöð- um. Gísli og Jóhanna bjuggu fyrst á Kraunastöðum en síðan á Brúum, Aðaldal. Ólafur ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum. En systkini hans eru Þórhallur Geir húsasmíðameistari í Reykjavík. Kona hans er Val- gerður Jónsdóttir, Þorgerður skrifstofnmaður á Akureyri og Halldór húsgagna- og innrétt- ingameistari á Húsavík. Kona hans er Aðalheiður Laufey Að- alsteinsdóttir. Ólafur varð búfræðingur frá Hólaskóla vorið 1976 og starf- aði síðan að búskap foreldra sinna um árabil, síðan tók hann við búinu á Brúum og bjó þar í nokkur ár uns bann varð að hætta vegna veikinda. Útför hans fer fram í dag laugardaginn 13. nóv. frá Grenjaðarstaðarkirkju og hefst kl. 14. „/ rósenti og trausti skal styrkur þinn vera. “ Þessi orð spámannsins komu mér í hug er ég heyrði lát Ólafs á Brúum. Enda höfðu þau oft kom- ið í hugann er ég hugleiddi veik- indastríð hans á liðnum árum. Alltaf rólegur og tók öllu með jafnaðargeði. Ólafur ólst upp með foreldrum og systkinum á Kraunastöðum og á Brúum. Hann kenndi ungur nýrnabilunar og er það talið að hafi stafað af slysi er hann varð fyrir sem barn. Hann var samt glaður og reifur í leik og starfi, en kannski ekki eins þróttmikill. Vann hann öll verk sín af natni og samviskusemi. I hópi jafnaldra var hann ljúfur og kátur. Eg minnist hans vel frá ferm- ingarundirbúningi. Alltaf var stutt í fallega brosið hans í námi, leik og starfi. Það var gott að hafa hann sem nemanda. Eftir nám í Hafralækjarskóla fór hann skömmu síðar til náms í Hóla- skóla og brautskráðist sem bú- fræðingur þaðan vorið 1976. Hann hafði alltaf haft áhuga á búskap og þótti vænt um sveitina sína. Hann starfaði síðan við bú foreldra sinna. En nokkru seinna kom í ljós alvarleg nýrnabilun, er eðlilega hafði mikil áhrif á getu hans til erfiðisvinnu. Hann fór út til Kaupmannahafnar vorið 1983 og fékk nýtt nýra. Nú virtist fram- tíðin blasa við að nýju. Hann tók til starfa við bústörfin að nýju og naut þess mjög. Var fullur bjart- sýni um vöxt og viðgang búskapar á Brúum. Og árin liðu og að því kom að hann tók við búi foreldra sinna. En innan skamms tóku veikindin sig upp. Það voru nýrun sem biluðu. Hann varð að fara í nýrnavél til Reykjavíkur því slíkt þarfatæki er ekki til annarsstaðar á Iandinu. Ferðirnar urðu margar og þrótturinn bilaði svo augljóst var að ekki var um Jjað að ræða að stunda búskap. Olafur varð að vera á sjúkrahúsum meir og leng- ur. ÖIIu þessu tók hann með jafn- aðargerði. Sjúkdómurinn ágerðist og svo fór að taka varð af honum báða fætur. Jafnvel það bugaði hann ekki. Þegar við hjónin kom- um til hans á sjúkrahúsið skömmu eftir að þetta var skeð. Hittum við hann brosandi og í góðu jafnvægi. Við undruðumst það, en við þekktum hann svo vel og skynjuðum að allt lífið hafði hann mátt reyna svo margt sem kenndi honum að stjórna svo skapi sínu að ekkert böl gat hagg- að rósemdinni. Hann sýndi þarna svo mikla hetjulund að frábært var. Hann fékk síðan gervifætur og gat gengið. Hann gladdist yfir því og nokkru seinna fékk hann bíl sérútbúinn og gat keyrt. En alltaf var hann bundinn við nýrnavél- ina oft í viku. A sjúkrahúsum dvaldi hann löngum því að smámsaman kom í ljós að fleiri líffæri voru sjúk orðin. Hann þjáðist oft mjög en í þessu öllu sýndi hann ótrúlegt æðruleysi og stillingu. Og nú síðast þegar í mörgu var af honum dregið, flaug hann norður í afmæli sitt 17. okt. s.l. heim í Brúa. Gleði ríkti í huga hans og foreldra og systkina að fá hann heim. En dvölin var stutt, þvf nýrnavélin kallaði. Þessir fáu dagar glöddu alla og lifa í minn- ingunni sem bros frá Óla. Að morgni 3ja þessa mánaðar var hann að fara í nýrnavélina er hjartað gaf sig og á skammri stundu var hann allur. Löngu og erfiðu stríði var Iokið. En allir frændur og vinir hans muna hann sem glaða og bros- milda drenginn sem öllum vildi vel og gladdi svo marga með lífi sínu. Óli var mjög barngóður. Það reyndu þau börn er hann um- gekkst, ekki síst var hann ætíð svo elskulegur við systurson sinn Borgar Þórarinsson sem ólst upp að nokkru leyti á Brúum. Óli var honum svo umhyggjusamur og góður og það gleymist ekki. Margir voru þeir sem vildu hjálpa og létta undir með honum, ekki síst foreldrarnir. En einn stendur þar upp úr sem á miklar þakkir skyldar. Það var Þórhallur bróðir hans, sem alla tfð lagði fram krafta sína og tíma til að hjálpa bróður sínum. Var alltaf tilbúinn að gera það besta sem unnt var og þau hjón voru alltaf tilbúin að hafa hann á heimili sínu og sýndu ástúð mikla. Það starf stóð í mörg ár og er ómælt og verður ekki þakkað sem skyldi. Að lokum þetta. Ólafur á Brú- um skilur eftir sig bjartar minn- ingar um góðan dreng sem alls- staðar kom sér vel og gladdi aðra með Ijúfleika og fyrirmyndar framkomu. Hann lifði og starfaði í rósemi og trausti og í því var styrkur hans. Við hjónin og börn okkar og fjölskyldur þeirra þakka honum viðmótið góða við okkur öll og geymum minninguna um hann í þökk. Við sendum foreldrum hans og systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim öllum styrk og huggun. Sigurður Guðtnundsson *** Ólafur frændi minn er dáinn. Það kom snöggt, hjartað brast. Og þótt við ættum von á þessari fregn í langan tíma, þá hrekkur maður alltaf við er þetta skeður. En þetta var líkn því hann var bú- inn að kveljast í mánuði og ár. Það bjargaði Ólafi svo mikið að í vöggugjöf fékk hann svo ljúfa lund að fátítt er. Aldrei var kvart- að. Öllu tekið með þolinmæði og jafnaðargeði. Þótt fæturnir væru teknir þá bugaðist hann ekki. Vonin um betri tíma var alltaf sterk. Þar hjálpaði Þórhallur bróðir hans honum svo mikið. Ef eitthvað rofaði til var hann kom- inn að hjálpa honum, keyra hann eða fara með hann heim til sín og Vallýjar að reyna að stytta stund- irnar. Guð blessi þau fyrir alla þá hjálp. Fjölskylda Óla hefur alltaf stað- ið vel saman um að létta byrðar hans, þótt Þórhallur hafi verið drýgstur enda haft betri tækifæri. Daginn sem Óli dó fóru Þorgerð- ur og Halldór systkini hans suður. Vildu sjá hann áður en hann væri lagður í kistu. Er þau komu heim aftur hringdi ég í Brúa. Þorgerð- ur talaði við mig. Hún sagði: „Við fórum beint á sjúkrahúsið og sáum bróður okkar í rúminu sínu og hann var svo fallegur." Hún sagði þetta svo fallega með hlýrri rödd. Ég klökknaði við og gat ekk- ert sagt. Minningarnar koma í hugann margar svo hlýjar og mildar frá árunum sem við systurnar vorum nágrannakonur. Ég man eftir hlýjum haustdegi. Ég gekk upp í Kraunastaði. Ólafur var þá nýlega fæddur. Ég stóð við vögguna og horfði á þetta fallega barn. Hann hafði strax þennan fallega svip, sem alltaf fylgdi honum. Enda skapið þannig. Hann var svo Ijúf- ur og góður. Á unglingsárum fór hann á Hólaskóla og reyndist þar vel, gekk námið vel og var vinsæll, enda búinn þeim kostum sem falla vel á þannig stöðum. Þessi fáu orð eiga að vera þakk- arorð til vinar og frænda og sam- úðarkveðja til fjölskyldu hans. Það hefur alltaf verið vinátta milli barna okkar Jóhönnu og enst vel þótt vegir hafi lengst á milli. Þar hefur ekki borið skugga á. Það eru ljúfar minningar frá jólaboðum á báðum heimilum og margt fleira mætti nefna. Góður Guð styrki ykkur og blessi minninguna um Ólaf frænda minn. Aðalbjörg Halldórsdóttir i ,-ýL/\RARS7ö/.4 /SLANDS i Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjórí Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. Jón Ingvi Kristinsson Þegar ég var lítil man ég hvað við systurnar hlökkuðum alltaf mikið til sumarsins, því þá komu svo margir gestir. A hverju sumri kom fjöldi manns heim f Höfða, flestir að heimsækja ömmu Sigrúnu, vinir og kunningar, börnin henn- ar og fjölskyldur þeirra. Sum sumur voru líka afmælisveislur og ættarmót og þá fylltist allt af fólki heima, okkur krökkunum til mik- illar ánægju. Þetta varð til þess að ég kynntist ættingjunum vel og þá sérstaklega systkinum pabba, sem voru flest árvissir gestir. Það var alltaf gaman þegar eitthvað af systkinunum kom í heimsókn, ég minnist sérstaldega þ'örugra sam- ræðna við eldhúsborðið heima um allt milli himins og jarðar, frá kvótamálum til kvennamála og svo var að sjálfsögðu rætt um pólitík. Sem barn naut ég þessara rökræðna og vildi ekki fyrir nokkra muni missa af þeim, en stundum kom það fyrir að ég skildi ekki alveg um hvað ágrein- ingurinn snérist. Eftir eina eld- hússennuna spurði ég Jón hvort þau systldnin væru aldrei sam- mála um neitt. „Blessuð vertu, við erum alveg sammála, bara mis- sammála." Þetta var sagt með gáskabliki í augum og þeirri glettni sem einkenndi Jón öðrum fremur. Jón var léttur í skapi og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum, hann var drífandi, röskur og duglegur við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Það var aldrei lognmolla í kringum Jón og vandfundið fólk sem gleðin og kátínan geislar eins af. Þegar ættarmót eru haldin rís tjaldborg á túninu heima. Eitt tjaldanna sker sig svolítið úr, blátt og bleikt og öðruvísi en önnur tjöld í laginu. Þegar búið var að reisa þetta tjald vissum við krakk- arnir að Jón og Elsa voru komin og þá var hlaupið til að heilsa þeim. Börn löðuðust að Jóni, hann var skemmtilegur og hafði nógan tíma fyrir forvitna huga. Næsta sumar stendur til að halda ættarmót og vonandi verður litla skrftna tjaldið meðal hinna, en það verður ekki Jón sem reisir það. Hann verður heldur ekki með í brennusöngnum en kannski við syngjum „nú blika við sólarlag sædjúpin köld“ sérstak- lega lyrir hann. Það er erfitt að trúa því að Jón sé farinn, kallið kom skyndilega og óvænt. Jón og Elsa komu við heima seint í sumar en stoppuðu stutt því þau höfðu marga að heimsækja. Ekki datt mér í hug að þetta yrðu síðustu kveðjurnar hans Jóns, en þegar þau voru far- in fann ég fyrir tega, mér fannst hann frændi minn hafa elst. Það rann upp fyrir mér að þau systk- inin eru að komast á efri ár. Mörg skörð hafa verið höggvin í þennan stóra og glaðlynda hóp, tíminn er einhvern veginn orðinn dýrmæt- ari en áður. Næstu fréttir af Jóni voru slæmar, hann lá þá fárveikur á sjúkrahúsi og tvísýnt um bata. Það var ekki annað til í mínum huga en að Jón myndi jafna sig, en hér var við ofurefli að etja og hann frændi minn mátti láta í minni pokann í þetta sinn. Það var fallegt veður á föstudaginn var, þegar ættingjar og vinir fylgdu Jóni síðasta spölinn, vetur- inn skartaði sínu fegursta honum til heiðurs, snjórinn glitraði í sól- inni og birtan var nærri himnesk. Elsku Elsa, Hilmar, Rúnar, Dísa og Gunni. Orð eru svo fá- tæklegt tæki til að tjá sorg og samúð, þau ná ekki að gefa til- finningunum og söknuðinum merkingu. Hugur okkar allra hef- ur verið hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum og ekki síst hjá börn- unum scm sakna afa síns sárt. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (úr sólarljóðum) Ásta í Höfða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.