Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 13.11.1999, Blaðsíða 8
o vm -LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 Biskup hvetur til þess að í söfnuðum landsins verði myndaðir starfshópar tif að styðja kristniboð og hjálparstarf. Kristniboðs- dagurinn Kirkjustarf Sunnudagur 14. nóvember - Kristniboðsdagurinn AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Guðlaugur Gunnars- son kristniboði predikar. Altarisganga. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð eftir guðsþjónust- una. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju í kapellu kl. 17. Æðruleysisguðsþjón- usta kl 20:30. Kaffisopi í Safnaöarheimilinu á eftir. Mánudagur: Biblíulestur í Safnaðar- heimilinu kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. GLERÁRKIRKJA Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar. Fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 18. KAÞÓLSKA KIRKJAN, AKUREYRI Messa laugardag kl. 18. Messa sunnudag kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 16:30. Almenn samkoma kl. 17. Unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasamband mánu- dag kl. 15. SJÓNARHÆÐ, AKUREYRI Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barna- fundur kl. 18 mánudag. Allir krakkar vel- komnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN, AKUREYRI Bænastund og brauðsbrotning kl. 20 laug- ardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Kennsla fyrir alla aldurshópa. G. Theodór Birgisson kennir um Bæn. kl. 16:30 verður vakningasamkoma. Salmína Ingimarsdóttir mun predika. Barnapössun. Fyrirbænaþjónusta. KFUM OG K, SUNNUHLfÐ Krisniboðssamkoma kl. 20:30 laugardag. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði talar og sýnir nýjar myndir frá Eþíópíu. Samskot til kristniboðsins. AGLOW, AKUREYRI Konur ath. Það verður Aglowfundur mánu- dagskvöldið 15. nóv. nk. kl. 20 í Félagsmið- stöð aldraðra, Víðilundi 22, Akureyri. Katrín Þorsteinsdóttir verður með hugvekju. Söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta. Kaffihlaðborð. Þátttökugjald kr. 350. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Stjórnin. LAUGALANDSPRESTAKALL Fjölskylduguðsþjónusta með sunnudags- skólaívafi í Möðruvallakirkju og hefst hún kl. 11. Skúli Torfason leiðir í leik og söng. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:30 í Kaupangskirkju þar sem væntanleg ferm- ingarbörn taka þátt. Á eftir langar mig að funda með foreldrum fermingarbarna og vona ég að sem langflestir sjái sér fært að mæta. Hannes. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11. Barnakórsæfing kl. 11:50. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðsfund- ur mánudagskvöld kl. 19:35 í Árskógar- skóla. HRÍSEYJARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11. Æskulýðsfundur verður á þriðjudag kl. 17:30 i Öldu. ÞORLÁKSKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Altarisganga. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis- bænir þriðjudaga til föstudags kl. 12:10. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRESTAKALL Sunnudagaskóli í Hveragerðiskirkju kl. 11:00. 90 ára vígsluafmæli Kotstrandar- kirkju kl. 14:00. Biskup íslands Herra Karl Sigurbjörnsson prédikar. Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna syngur. Org- anisti Jörg E. Sondermann. Kirkjukaffi í „Básnurn" eftir messu. Jón Ragnarsson. EYRARBAKKAPRESTAKALL Barnaguðsþjónusta i Eyrarbakkakirkju kl. 11. Messa í Stokkseyrarkirkju kl. 14. Sóknarprestur. HOLTSPRESTAKALL í ÖNUNDARFIRÐI Almenn guðsþjónusta í Flateyrarkirkju kl. 11. Barnastarf á sunnudögum kl. 11:15 skv. nánari auglýsingu. Nýtt fræðsluefni. Guð- spjalliö í myndum, ritningarvers, bænir, sögur, söngvar. Afmælisbörn fá sérstakan glaðning. Hátíðarguðsþjónusta í Holts- kirkju kl. 14. Minnst 130 ára afmælis kirkj- unnar í Holti. Herra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup Skálholtsstiftis prédikar. Sr. Gunnar Björnsson. LÁGAFELLSKIRKJA Tai-se guðsþjónusta kl. 20. Athugið breytt- an tíma. Jónas Þórir stjórnar tónlist með léttri sveiflu. Barnastarf i safnaðarheimili kl. 11. Jón Þorsteinsson. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta á kristniboðsdaginn kl. 11 árdegis. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Organleikari: Pavel Smid. Einnig syngur barnakór kirkjunnar undir stjórn Margrét- ar Dannheim. Arndís Fannberg og Krist- veig Sigurðardóttir syngja í guðsþjónust- unni. Tekið á móti framlögum til kristni- boðsstarfsins eftir guðsþjónustuna. Létt- ur málsverður í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Nemendur úr tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þær Védís Ólafsdóttir og Kristrún Friðriksdóttir, leika saman á fiðlu og pianó. Bænir-fræðsla, söngvar, sögur og leikir. Foreldar, afar, ömmur eru boðin hjartanlega velkomin með börnunum. Prestarnir. Yngri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22. „Kirkjuprakkarar". 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild Æsku- lýðsfélagsins kl. 20-22. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altarisganga. Sr. Guðný Hallgríms- dóttir messar. Organisti: Daníel Jónas- son. Tekið við gjöfum til kristniboðs- starfsins eftir messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Prestur sr. Magnús Björnsson. Organisti: Kjartan Sigurjóns- son. Sunnudagaskóli á sama tima. Léttur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Lofsöngvar frá Taize verða sungnir. Einnig syngja söng- nemendur frá Söngskólanum í guðsþjón- ustunni. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýösstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. GAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Um- sjón: Hjörtur og Rúna. Barnakór kirkjunn- ar yngri deild syngur, stjórnandi er Odd- ný Þorsteinsdóttir. Fulltrúi Kristniboðs- sambandins kemur og kynnir kristniboð. Organisti: Hörður Bragason. Sunnudaga- skóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Vig- fús Þór Árnason. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur. Guðsþjónusta í Grafar- vogskirkju kl. 14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Ingibjörg Aldís. Organisti: Hörður Braga- son. Hjúkrunarheimilið Eir. Guðsþjónusta kl. 15.30. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hörður Braga- son. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænar- efnum í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9- 17 í síma 567-9070. HJALLAKIRKJA Lofgjörðarguósþjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Kór Snælandsskóla syngur og leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikari Lára Bryndís Eggertsdóttir. Barnaguðsþjón- usta i kirkjunni kl. 13 og i Lindaskóla kl. 11. Barnakór Lindaskóla kemur í heim- sókn i kirkjuna. Stjórnandi: Hólmfríður Benediktsdóttir. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavikurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón Dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson. KÓPAVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Messa á sama tíma. Alt- arisganga. Prestur sr. Guðni Þór Ólafs- son. Organisti: Hrönn Helgadóttir. SELJAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Framhalds- saga - mikill söngur og fræðsla. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson pré- dikar. Auður Guðjohnsen nemandi í Söngskólanum í Reykjavík syngur ein- söng. Félagar úr kirkjukórnum leiða al- mennan safnaðarsöng. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. KFUK fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10- 12. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Guðríður Þóra Gísladóttir syngur einsöng. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prest- ur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. TTT æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. mánudag 17:00. DÓMKIRKJAN Laugardagur: Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar heldur basar kl. 14:00 i safn- aðaheimilinu. Föndur, kökur, ýmsir mundir. Selt verður vöfflu-kaffi. Guðsþjónusta kl. 11:00 í tilefni Kristni- boðsdagsins í umsjá kristniboðs- og hjálparstarfshóps Safnaðarfélagsins. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Nemendur Söngskólans í Reykjavík syngja einsöng. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Messa í Kolaportinu kl. 14:00 í sam- vinnu við Miðbæjarstarf KFUM-K. Prestar sr. Jakob Á. Hjálmarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Karlmenn leiða söng. Organisti Kjartan Ólafsson. Prestur sr. Hreinn S. Hákonarson. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Kristniboðsdagurinn. Fræðslumorgunn kl. 10:00. Litið um öxl. Þjóðkirkja Is- lands á 20. öld: Sr. Siguður Árni Þórð- arson. Messa og barnastarf kl. 11:00. Hópur úr Mótettukór syngur. Oranisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón D. Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Lárusi Halldórssyni. Magnea Gunnarsdóttir, nemandi Söngskólans i Reykjavik, syngur einsöng. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Gradualekór Langholtskirkju syngur. Einsöng syngja Dóra Steinunn Ármannsdóttir og Regína Unnur Ólafs- dóttir nemendur Söngskólans í Reykja- vík. Fermd verður Elín Vigdís Guð- mundsdóttir, Frostaskjóli 27, Rvk. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kristniboðsdagurinn - tekið við framlögum. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf I safnaðarheimiiinu kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir og Bryndís Baldvinsdóttir. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Organisti Bjarni Jónatansson og Kór Laugarneskirkju leiðir söng. Hrund Þór- arinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karls- son. I tilefni af Kristniboðsdeginum segir Eþiópíumaðurinn Beyeni Gailassie frá gildi kristinnar trúar meðal landa sinna. Við kirkjudyr gefst fólki kostur á fjárframlögum til íslenska Kristniboðs- sambandsins. Messa kl.13:00 í Dagvistarsalnum Há- túni 12. Þorvaldur Halldórsson syngur, organisti Bjarni Jónatansson. Gréta Scheving og sr. Bjarni Karlsson þjóna. Kvöldmessa kl. 20:30. Prestar eru hjón- in sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugarnes- kirkju leiðir söng. Morgunbænir mánudag kl. 6:45. 12 sporahópur mánudag kl. 20:00. NESKIRKJA Laugardagur: Félagsstarf aldraðra kl. 13:00. Ekir um nýju hverfin i Hafnarfirði undir leiðsöng Jóhanns G. Bergþórs- sonar. Kaffiveitingar í KFUM og K hús- inu i Hafnarfirði. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til niu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Frank M. Halldórsson. TTT, 10-12 ára starf mánudag kl. 16:00. Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19:00. Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrt- ing á vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16. Upþl. í síma 551 1079. Mömmumorgnar alla miðviku- daga kl. 10-12. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma. Gunnar Bjarnason prédikar og kynnir Gideonfélagið. Félagar úr Gid- eonfélaginu lesa ritningarlestra. Börn og unglingar úr öllum þáttum æsku- lýðsstarfsins syngja lagið „Ef þú vilt verða eitthvað" úr kvikmyndinni Sister Act. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æskulýðsfélagið kl. 20-22. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRIÐRIKSKAPELLA Kyrrðarstund i hádegi mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Hinn árlegi kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, en kristniboðsins er jafnan minnst sérstaklega annan sunnudag í nóvember. Er þá sérstaklega vak- in athygli á kristniboði meðal heiðingja og í mörgum guðsþjón- ustum tekin samskot til styrktar starfínu. I fréttabréfí, sem Kristniboðs- sambandið hefur sent prestum landsins, segir Karl Sigurbjörns- son biskup m.a.: „Kirkjan er sendiför að boði frelsarans til að gera allar þjóðir að lærisveinum, skíra og kenna. Allt Iíf og vitnis- burður kristins safnaðar er liður í þeirri sendiför. Bið ég presta að minnast þess við guðsþjónustur dagsins og hvetja söfnuði sína til að láta fé af hendi rakna til ís- lenska kristniboðsins í Kenýu og Eþíópíu. Þar á íslenska þjóð- kirkjan dóttursöfnuði, söfnuði sem eru til komnir vegna fórna og framkvæmda íslenskra kristniboða og kristniboðsvina. Þau treysta á okkur. „ Biskup hvetur til þess að í söfnuðum landsins verði myndaðir starfs- hópar til að styðja kristniboð og hjálparstarf enda væri það gott verkefni í tilefni kristnihátíðar og dýrmæt afmælisgjöf. „Við höfum þakkarskuld að gjalda og kær- Ieiksskyldum að gegna,“ segir biskup. í Eþíópíu og Kenýu, þar sem íslenskir kristniboðar hafa verið að verki í mörg ár, eru starfsskil- yrði góð. Lúthersku kirkjurnar í þessum Iöndum vaxa mjög ört. Víða eru kirkjur troðfullar. Þó bíður enn fjöldi fólks eftir því að fulltrúar kirkjunnar komi á heimaslóðir þess og flytji því fagnaðarerindið. Þá fylgir kristniboðinu jafnan skólahald, heilsugæsla og annað hjálpar- starf sem fólkið kann vel að meta. - Fimm kristniboðar eru nú að störfum ytra á vegum Kristniboðssambandsins. Kristniboðssambandið styrkir einnig útvaipssendingar á kín- versku en Islendingar boðuðu kristna trú í Kína fyrir valdatöku kommúnista. Ymsar hömlur eru á kristilegu starfi þar í landi. Bannað er að fræða börn um trúna og þau mega ekki koma í kirkju fyrr en þau eru átján ára. Alla söfnuði á að skrá hjá yfir- völdum. Kristnir menn utan Kína hafa nú um alllangt skeið framleitt dagskrárefni handa börnum og fullorðnum á kín- versku og útvarpa því inn í Kína. Berast útvarpsstöðvunum sífellt bréf frá Kínverjum sem hlusta á dagskrárnar og þakka fyrir þær. Nánari fréttir af starfi Kristni- boðssambandsins má lá á vef- síðu þess, http://sik.torg.is íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. í SLENDÍN G AÍ/ET TIK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.