Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 2
H-LAVGARDAGUR 27. NÓVEUBER 1999
SÖGUR OG SAGNIR
Fratnhald afforsíðu
Útkjálkaðrlög
Fyrir og um aldamótin (1896-
1904) höfðu bréfaskriftir Sigurð-
ar Pálssonar verzlunarstjóra á
Hesteyri og klögumálin, sem
gengu á víxl, ekki komið breyt-
ingunni í höfn, né jafnvel hinn
dýrmæti fengur í nýju kirkjunni.
Utkjálkaörlögin, sem síra Páll Sí-
vertsen á Aðalvíkurstað var fædd-
ur undir norður á Þönglabakka
1847, helltust yfir hann, þegar
Hesteyrarkirkjan var fullgerð
hinn 9. ágúst 1899 og prófastur
vígði húsið 3 vikum síðar, og
meiri fólks-safnaður var en
nokkru sinni annars norðan
Djúps. Fögnuður í æfðum söng
kirkjukórs frá Isafirði - og í hjört-
um barna heimilisguðrækninnar
á húslestrarbæjunum á hala ver-
aldar.
Hvorki hótunarorð Sigurðar
faktors né hughrif vígsluhátíðar-
innar eða stórgjöf hins norska út-
vegs, máttu sfn svo mikils, að
nýja guðshúsið yrði Aðalvíkur-
kirkja framtíðarinnar. - Hesteyr-
arfjörður er mjög einangraður í
sinni sókn og hreppi bæði á sjó
og landi. Látið var í veðri vaka,
að sótt yrði til nýju kirkjunnar af
mannvistarbólunum í Fljóti, þar
sem voru 24 á 3 bæjum á alda-
mótum, og norðan af Horn-
ströndum. Þá var albyggt þar og
fólk ekki færra en 75, þriðjungi
fleira en í Hesteyrarþorpinu,
þegar kirkjan var reist. Fjallferð
er miklu verri norðan að í Hest-
eyrarQörð, en úr Fljóti, sem þó er
ekki heiglum hent. Börn að
norðan voru samt endranær
fermd í Hesteyrarkirkju, enda
skólahald fyrir þau á Hesteyri,
annað vestur í Aðalvík. Hitt var
það, sem réði úrslitum: líkflutn-
ingurinn. Ekki var nár á bát bor-
inn, nema væri gott sjóveður. Því
var svo miklum mun léttara að
koma líki til greftrunar á Stað.
Sagnir geyma reynd viðureignar-
innar yfir fjallaskörð á vetur.
Kæmust menn með kistu á líka-
kráki niður í Hesteyrarfjarðar-
botn og úteftir, var sú þraut eftir
að vitja Staðarprestsins. Þessari
sókn yrði ekki skipt. A Norður-
ströndum var í fýrndinni grafið
að bænhúsi í Höfn. Er þar send-
in jörð og bil langt milli grafa, svo
síður hryndi bakkinn. Þar vildu
Hornstrendingar fá endurreist
bænhús með tilhlýðilegum
kirkjugarði á aldamótunum, þeg-
ar Strandamenn í Grunnavíkur-
sókn höfðu byggt bænhúsið í
Furufirði.
Vegna náinna, ævinlegra kynna
við Helgu Krabbe Iatínukennara,
sem ólst öðrum þræði upp hjá
Jóni héraðslækni á Hesteyri, veit
ég, að stiftsyfirvöldin höfðu eigi
lítinn stuðning í Þorvaldi vita-
málastjóra, föður hennar, um
skiptingu Sléttuhrepps í 2 sóknir.
Himingnæfð björgin, reginfjöll
og flug, skipta Aðalvíkursveit í
einangraðar víkur og svo þennan
eina fjörð, og við hann verður
ekki félagssvæði tengt. í slíku
Iandslagi er ekki unnt að sam-
eina, nema eins og börnum nátt-
úrunnar hefur tekizt öld af öld.
En það er hægt að sundra með
kortlagðri skiptingu í Stjómar-
ráðinu. Því var aftrað.
Hér var ekki verið að hindra
framgang Hesteyrarþorpsins, en
binda fastar saman hina óyfir-
stíganlegu byggð 18 skráðra
bæja, sem hér voru 700 árum
áður en þéttbýliskjarninn var að
myndast á Hesteyri vegna hval-
veiðistöðvarinnar. Flest var á
Látrum, margt í Miðvíkum og á
Sæbóli, sem er of löng frásaga,
enda alkunnug og margumtöluð,
en auðveld sókn að Stað frá Sæ-
bóli, en aðeins ef logn var veður-
súr Aðalvíkurbyggð norðan
Hvarfnúps ella sæta sjávarföll-
um. A aldamótum voru 246 á
manntali á bæjum og bólstöðum
í Aðalvík og er Rekavík þar með-
talin.
Af hveiju ætli fólk hafi látið sér
þetta lynda í mörg hundruð ár?
Það er af því, að hér var svo gjöf-
ult bát á fiskimiði, einnig landið
á hlýviðrisskeiðum. Það vantar
aðeins rúma gráðu f stigskuggan-
um og sumar, sem gaf þann kost,
kom stundum eins og 1899, þeg-
ar vor var að venju kalt, en eitt
mesta grassprettu og heyja-sum-
ar, sem sögur fara af. Aldrei fýrr
getur þess, að uppborið væri út-
hey á Hesteyrardalnum.
Grjóts uppgröftur
Stildum á stóru. Þar er grjótið,
sem kemur upp, án vatnsaga,
þegar jörð er opnuð í garðinum á
Hesteyri, og herra Jón Helgason
biskup Iætur ekki afskiptalaust
1923. A hásumri, eins og herra
Þórhallur 10 árum fýrr. Segir
þetta raunar nokkra sögu félags-
verunnar, samkenndarinnar í
einni sveit og sókn. Prófasts-
messa og kirkjuskoðun endrum
og eins á Hesteyri er góð og þó
einkum gild af því, að sýnd er
virðing viðleitninni. En það var
Iítið byijað að grafa. Kirkjan á
Hesteyri var aukakirkja í Aðalvík-
ursókn, fagurlega byggt og búið
hús, en ekki sóknarkirkja þjón-
ustu nauðsynjarinnar. Það, sem
með þurfti, var kirkjugarður.
Hann vildu Strandamenn hafa í
Höfn í Hornvík. Svo varð, enda
rýmkuð lög í landi. Nema samt
eru nokkur ieiði á Hesteyri 1923.
Svo ákveðinn er Jón biskup
Helgason, að hann fór ekki frá
Hesteyri og sjóveg til Aðalvíkur-
staðar, íýrr en hann hafði knúið
karla og húsbændur, eftir hina
siðugu, sjaldgæfu biskupsmessu,
til þess að ryðja gijótinu út fyrir
kirkjugarðsvegginn. Voru þetta
ekki staksteinar, heldur jarðgrjót,
sem því miður prófaðist að meir
en viðráðanlegt væri af.
Abyrgðarmaður kirkjustæðis-
ins, sem síður var eftir gengið,
þegar Markús Carl BuII gaf
stærsta hlutann, húsvið á hálfu
verði og flutning ókeypis frá
Tönsbergi, var Sigurður Pálsson
frá Miðhúsum í Reykhólasveit,
hinn ákaflyndi og fljótfæri maður
- og líklega þess albúinn að verða
fríkirkjuprestur á Hesteyri um
aldamótin. Síra Lárus Halldórs-
son og Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík reistu einmitt hina
stóru kirkju við Tjörnina 1899.
Ekki þarf ýkja langan lestur til að
sjá, hvert stefndi og slapp aðeins
til, af því hve síra Þorvaldur pró-
fastur var seinn til vandræða.
Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og síðar
geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsinga-
bæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má
einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is. Umsókn skal senda skatt-
stjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili.
Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega,
fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs.
Fyrirframgreiðsla vegna 3. ársfjórðungs, þ.e.
vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið júlí, ágúst og
september 1999, verður greidd út 1. febrúar n.k.
Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna þriðja árs-
fjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra
eigi síðar en 1. desember n.k.
Allar nánari upplýsingar veita
skattstjórar og ríkisskattstjóri
............. ... „„
RSK
KISSKAITSTJÓRI