Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGUR 27. NÓVEMRER 1999 ry^ftr MINNINGARGREINAR Guðlaug Helgadóttir Guðlaug Helgadóttir var fædd á Efri-Dálksstöðum á Sval- barðsströnd 27. febrúar 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. nóvem- ber sl. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Baldvinsdóttir og Helgi Valdimarsson. Systkini Guðlaugar eru Sigríður, Anna Ingibjörg, Helgi, Valdimar, Baldvin (dó í bernsku), Jónína Björg og Baldvin (sem er lát- inn). Árið 1939 giftist Guðlaug Aðalsteini Jónssyni frá Bald- ursheimi í Arnarnesshreppi. Hann var fæddur 6. september 1910, dáinn 4. desember 1989. Börn þeirra eru: 1) Hulda gift Stefáni Baldvins- syni. Þau eiga 4 börn. 2) Aðal- heiður, hún á 5 böm. 3) Jón giftur Sigrúnu Björnsdóttur. Þau eiga 3 börn. 4) Helgi Benedikt, hann á 6 böm. 5) Þorlákur Aðalsteinn giftur Hjördísi Haraldsdóttur. Þau eiga 3 böm. 6) Jónína Guðrún gift Hreiðari Feósyni. Þau eiga 4 börn. 7) Baldvin giftur Sig- rúnu Ásmundsdóttur. Þau eiga 3 böm. Útför Guðlaugar var gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. nóvember s.l. og jarðsett var í Möðruvallakirkjugarði. Hún Lauga tengdamóðir mín er dáin. Það er alltaf óvænt og sárt þegar dauðinn ber að dyrum, þó svo að við því mætti búast hvenær sem var. Þegar maður kveður í hinsta sinn taka minn- ingarnar að streyma fram. Ég kynntist Laugu fyrir 25 árum. Ári áður höfðu þau hjónin hætt bú- skap á Baldursheimi og fiutt til Akureyrar. Lauga vann heíma, hugsaði um heimilið, saumaði fyrir fólk, prjónaði lopapeysur, sokka og vettlinga, og tók stund- um menn í fæði. Hún var fær saumakona og sneið og saumaði eftir flíkum. Lauga var góður teiknari og sniðug að vinna með Iiti bæði í teikningum og dúkum sem hún málaði á. Einnig hafði hún gaman af að skálda munstur i lopapeysur og púða sem hún saumaði út. Engu af þessu flíkaði hún. Það fór alltaf lítið fyrir Laugu og var rólegt í kringum hana. Hún dróg sig oft í hlé í fjöl- menni en var hress og kát í Iitlum hópi. Lauga Ias mikið, mest frásagn- ir af lífi fólks á árum áður og hafði gaman af ljóðum. Oft spjölluðum við um það sem hún las og hún sagði mér margt frá liðnum tímum. Mikinn áhuga hafði hún á landinu sínu og hafði unun af því að skoða það. Marg- ar góðar minningar á ég úr ferð- um með þeim hjónum. Oft var glatt á hjalla, dregið í spil á kvöldin og hlegið mikið. Stund- um komu upp spaugileg atvik eins og þegar við vorum á ferð á Austurlandi og keyptum brauð á Egilsstöðum. Síðan var ekið inn í Hallormsstað þar sem við hjónin vorum í tjaldi en eldri hjónin bjuggu á hótelinu. Þegar Lauga fór út úr bílnum við hótelið kom í ljós að brauðið hafði af ein- hverjum ástæðum lent heldur nærri henni í sætinu. Um kvöld- ið þegar þau komu í tjaldið til að borða réttir tengdapabbi mér miða með vísu, átti hann fyrri- partinn en hún botninn: Konan brauðið breiddi út. Bjart er yfir Hallomisstað. Sigrún setti á munninn stút og sagðist ekki smyrja það. Auðvitað var brauðið góða smurt með bros á vör og borðað með bestu Iyst. Lauga var frábær amma. Hún hafði dót fyrir börnin til að leika sér að þegar þau komu í heim- sókn. Þá teiknaði hún og litaði með þeim, spilaði við þau, og tók þátt í leikjum þeirra. Það var eft- irsóknarvert hjá dætrum mínum að fara til ömmu í pössun. Þegar ég kom að sækja þær var stund- um verið í miðjum leik, búið að Idæða ömmu í einhvern búning og svo var verið á ferðalagi með allar heimasaumuðu dúkkurnar hennar. Já talandi um dúkkurnar, þær eru tólf og eiga heima í fóðruðum pappakassa undir stofusófanum. Þær voru gerðar til að leika sér að þeim en ekki til skrauts. Stundum þegar við kom- um var komin ný dúkka eða ný dúkkuflík. Allt var gert til að gleðja litla sál. Síðastliðið ár helur heilsa Laugu verið mjög Iéleg og dvaldi hún á sjúkrastofnunum síðan í vor. Oft hefur verið spurt: Hvenær kemur amma heim? Hennar verður sárt saknað. Það er samt gott að vita að amma er komin til afa og að henni er batn- að. Góður Guð styrki ykkur öll, börnin, tengdabörnin, barna- börnin og barnabarnabörnin. Við getum öll þakkað honum góðu minningarnar þegar við kveðjum Guðlaugu Helgadóttur. Sigrún Ásmundsóttir Þórarmn Guðlaugsson Fellskoti Þegar ég frétti Iát Þórarins í Fellskoti, komu í hugann minn- ingar frá æskuárunum er ég var að alast upp f vesturbænum á Vatnsleysu, um fölskvalausa og einlæga vináttu foreldra minna við Fellskotsheimilið, sem við af- komendur höfum notið síðan. Þar sem jarðirnar lágu saman hlutu samskiptin að verða mikil og margvísleg öllum til ávinn- ings. Því var það alltaf spennandi að komast í sendiferðir í Fellskot og hitta fyrir foreldra Þórarins, það var upplifun fyrir lítinn strák „staula". Þau kunnu að tala við börn sem jafningja sína, uppörva og fræða, með sinni Ijúfmann- legu framkomu. Þegar erindi var lokið og haldið heim var ævinlega stungið í lófann eða vasa kandfs- mola eða ldeinu. Þau sköpuðu þann fijálsa og glaðværa heimilisblæ, sem Þór- arinn og níu systkini ólust upp við, þar sem ákveðin festa ríkti í öllum heimilisháttum. Árið 1940 tók Þórarinn við búsforráðum af öldruðum foreldrum sínum enda unnið í föðurgarði utan að stunda sjóróðra í nokkrar vertíð- ar, sem varð honum til þroska að kynnast svo ólíkri atvinnugrein og nýju fólki sem lifði við allt önnur skilyrði. Þremur árum sfðar var hann kominn með lífsförunautinn góða, hana Katrínu Þorsteins- dóttur, heim í Fellskot, þar sem hún stóð farsællega við hlið hans í fimmtíu og sex ár. Þá voru bændur rétt að jafna sig eftir kreppuna miklu. Ekki man ég nú eftir því að stríðsgróð- inn streymdi út í sveitirnar samt var vor í lofti, hyllti undir betri tfð, en það varð nú langt í vorið. Þegar bændur í Tungunum á þessum tíma voru að ræða mál sem horfðu til framfara og heilla, fengu þeir alltaf einhuga jákvæð- ar undirtektir. Hver bóndi hafði sinn sérstaka persónuleika, allir merktir því að vinnuálagið var mikið, en allir voru glaðir og ánægðir, samkenndin einstök. Ég horfi stoltur en með sökn- uði á eftir þessu bændafólki, sem hverfur eítt af öðru til æðri starfa Guðs um geym. Þetta var þeirra köllun að sýsla við búféð og finna mátt moldarinnar. Þórarinn og hans kynslóð voru svo sannarlega brautryðjendur í þeirri framfara byltingu, sem orðin er. Fellskots- hjónin voru engir eftirbátar í því að breyta og bæta, byggja og rækta. I Fellskoti hefur alla tíð verið gestkvæmt, öllum tekið fagnandi og veitt af rausn. Eftir nær fjörtíu ára búskap urðu enn kynslóðaskipti í Fellskoti er María dóttir þeirra og Kristinn Antonsson eiginmaður hennar, hafa haldið áfram upp- byggingunni af’ myndarskap, ræktað skóg til skjóls og prýði og er nú eitt fegursta býli í sveitinni. Tign og fegurð öræfanna heill- aði Þórarin mjög, enda hefur starf bóndans ætíð tengst þess- um heillandi heimi, við smölun sauðfjár. Var það tilhlökkun árið út, frá því síðasta ferð var farin. Hann var í tíu manna hópi, sem fór í eftirsafn, með sömu fé- lögunum um ára bil. Til að bæta ánægju dagsins voru haldnar kvöldvökur, þar sem sagðar voru margar skemmtisögur, kveðið og umfram allt sungið af hjartans list. En söngurinn var honum gleðigjafi enda hafði hann háa og bjarta tenórrödd og einkar tónvís. Hér fylgir ein vísa, sem varð til á slíku kvöldi, eftir foringja þessa hóps Þórð Kárason. Nóttin vart mun verða löng, vex mér hjarta styrkur. Inni er bjart við yl og söng, úti er svarta myrkur. Hann kunni líka sögur af erfið- leikum og jafnvel mannraunum. Þórarinn eignaðist ungur að árum fyrsta hestinn. Varð fljótt annálaður fyrir snilli sína við tamningar og reiðmennsku. Prati reiðhesturinn hans var einn allra mesti gæðingur sem Tungna- menn muna. Ég treysti mér ekki til að lýsa fegurð og snilli hans, verð því að fá að Iáni eina Ijóð- línu. „Hesturinn skaparans meistara mynd.“ E.B. Það var gott að eiga slíkan dýr- grip, leggja við hann beisli og hnakk eftir eril dagsins, ríða norður Fellskotsholtið jafn vel lengra og finna unaðinn hríslast um hverja taug. Þá áttu knapi og hestur eina sál. Hann var líka einn af aðaf hvatamönnum að stofnun hestamannafélagsins Loga, vann því félagi af einlæg- um áhuga og var gerður að heið- ursfélaga. Heimilið var Þórarni heilagur friðarreitur en konan og hörnin voru honum lífið sjálft. Þórarinn var gæfumaður. Fékk að halda andlegri reisn til hinstu stundar. Gott er að eiga í hugan- um mynd af honum á heimili sínu við síðustu samfundi f Fellskoti er hann varð níræður, þar sagði hann góðar sögur úr sveitinni frá liðinni tíð og enn voru fjallferðir ofarlega í huga. En umfram allt áttum við að njóta veitinganna. Komin var lítil langafa stúlka f bæinn sem átti að fá nafn þremur dögum síðar. Það verður sjónarsviptir að sjá ekki hvíthærða öldunginn ganga um hlöðin í Fellskoti. Við hjónin sendum Katrínu og öðrum ástvinum innilegar sam- úðar kveðjur. Góður vinur er kvaddur, með virðingu og þökk. Guð blessi þig. Bjöm Erlendsson. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandenþur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aöstandendum innan h^ndar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef meö þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorö. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar viö val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir oisen, utfararstjóri Útfararstofa íslands - Suöurhlíö 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. ------------------ ORÐ DAGSINS 462 1840 ^________________r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.