Dagur - 01.12.1999, Qupperneq 8
8- MIDVIKUDAGUR 1. DKSEMBER 1999
X^wr
Tfc^íir
MIDVIKUDAGU R 1. DESEMBER 19 9 9 - 9
FRÉTTA SKÝRING
FRÉTTIR
HoltsdeUan í hörðum hnút
Biskup íhugar að
flytja sr. Guunar
Bjömssou í Holti til í
starfi tímabundið.
Óvænt innlegg í þá
umræðu hefur komið
frá sr. Torfa Hjaltalín
Stefánssyni á Möðm-
vöUum, sem einnig á í
deflum við sín sóknar-
böm, að þeir Gunnar
hafi skipti á sóknum.
Sr. Torfi er frá Val-
þjófsdal í Önundar-
firði.
Urskurðarnefnd þjóðkirkjunnar
skilaði fyrir nokkru niðurstöðu í
máli sóknarnefndar Holtssóknar í
Onundarfirði auk nokkurra sókn-
arbarna í Holtsprestakalli gegn
sóknarprestinum, sr. Gunnari
Björnssyni, vegna margvíslegra
aetlaðra ávirðinga í starfi. Kirkju-
ráð ákvað að áfrýja ekki úrskurð-
inum til áfrýjunarnefndar skv. 13.
gr. laga nr. 78/1997 en nefndin er
undir forsæti Jónatans Þór-
mundssonar prófessors. Það
gerðu hins vegar bæði sóknar-
nefnd Holtssóknar og sr. Gunnar
Björnsson. Agreiningsatriðin eru
verkaskipting milli sóknarprests
og sóknarnefndar; greiðslur til
sóknarprests frá sóknarnefnd íyr-
ir tónlistarflutning við kirkjulegar
athafnir og hlutverk maka sókn-
arprests, Agústu Agústsdóttur, f
kirkjulegu starfi. 1 úrskurðarorði
úrskurðamefndar segir að ósann-
að sé að presturinn hafi brotið
trúnað við sóknarbörn sín og ekki
sc um aga- eða siðferðishrot að
ræða. Presturinn hafi ckki virt
reglur eldri laga og þjóðkirkjulaga
um verkaskiptingu milli sóknar-
nefndar og sóknarprests. Prestur-
inn telst hafa látið viðgangast að
maki hans gengi svo langt í
stuðningi við störf hans að telja
megi til afskipta af starfi hans í
prestakallinu.
Nýlega fór svo safnaðarstjórn
fram á það við prófastinn, sr. Ag-
nesi Sigurðardóttur í Bolungar-
vík, að sr. Gunnar Björnsson yrði
leystur frá störfum yfir jólahátíð-
ina. Biskup hefur harmað þá erf-
iðleika sem cru í sóknum Holts-
prestakalls og lítur ástand mála
alvarlegum augum. Unnið sé að
því að koma málum í viðunandi
horf eins og nokkur kostur er og
eins fljótt og unnt er, svo safnað-
arstarf og helgihald geti orðið
með eðlilegum hætti um aðventu
og jól. I því sambandi hefur kom-
ið til greina að flytja sr. Gunnar
Björnsson til í starfi tímabundið.
Óvænt innlegg í þá umræðu hef-
ur komið frá sr. Torfa Hjaltalín
Stefánssyni á Möðruvöllum, sem
einnig á í deilum við sín sóknar-
börn, að þeir Gunnar hafi skipti á
sóknum. Sr. Torfi er frá Valþjófs-
dal í Önundarfirði.
I hréfi til biskups dags. 2. des-
ember 1998, undirritað af for-
mönnum allra sókna Holtspresta-
kalls, þeim Arna Brynjólfssyni,
Holtssókn; Guðmundi Steinari
Björgmundssyni, Kirkjubólssókn
og Gunnlaugi Finnssyni, Flateyr-
arsókn, er óskað eftir því að
presturinn hverfi ekki aftur til
starfa að loknu Ieyfi á Selfossi. Sr.
Gunnar Björnsson segir að afrit
hafi verið sent af bréfinu til sr.
Baldurs Vilhelmssonar f Vatns-
firði, þáverandi prófasts Isafjarð-
arprófastdæmis en hann hafi
jafnan neitað því allt síðasta ár að
hafa frétt nokkurn skapaðan hlut
úr Holtsprestakalli!
Fyrir fund sóknarpresta í Isa-
fjarðarprófastdæmi í síðasta mán-
uði um úrskurð úrskurðarnefnd-
ar, sendi sr. Gunnar Björnsson,
skýrslu mikla til prófastsins, sr.
Agnesar Sigurðardóttur eins og
hann segir til þess að ekki verði
eingöngu byggt á æsifréttum íjöl-
miðla og þeim úrdráttum sem
blaðamenn vinna uppúr plöggum
málshefjanda. Bréf’ sr. Gunnars
er til athugunar hjá biskupsemb-
ættinu og hvort það gefi tilefni til
sérstakra aðgerða. I bréfinu segir
síðan: „MEMORANDUM vegna
þess sem ranglega er nefnd „deil-
ur“ milli prests og nokkurra ein-
staklinga í Holtsprestakalli. Al'
hálfu prestsins er ekki um neinar
deilur að ræða, heldur hefur
hann fullan hug á góðu samstarfi
við öll sóknarbörn sín. Þykir mér
rétt að taka fram þegar í upphafi
þessa máls að ég hef ekki átt í
neinum deilum við elskuleg sókn-
arbörn mín hér í Holtssókn. Varla
hefur örlað á ágreiningi af nokkru
tagi. Við hjónin erum heima að
kalla 365 daga ársins, sómakært
og gestrisið reglufólk, eins og öll-
um er kunnugt er okkur þekkja."
Fyrst sýður verulega upp úr í
samskiptum prests og safnaðar á
aðalsafnaðarfundi Holtssóknar 4.
maí 1998 en sr. Gunnar segir að
þar hafi Bjarni Kristinsson að
Veðrará ráðist að þeim hjónum
með heift og ósanngirni sem hafi
komið honum í opna skjöldu.
M.a. hafi honum verið kennt um
að enginn kórsöngur væri í kirkj-
um prestakallsins. 1 lok ræðunn-
ar hvatti Bjarni prestinn til að
segja prestakallinu lausu og fá sér
aðra vinnu. Ályktanir fundarins
voru svo sendar biskupi, undirrit-
aðar af 21 manni sem sr. Gunnar
telur 8% safnaðarbarna í presta-
kallinu sem er röng tölfræði þar
sem ekki er það sama sókn og
prestakall, og því rétt hlutfall
55%, eða meirihluti sóknarbarna
Holtssóknar.
Afskiptaleysi prófasts
„Nokkur undanfarin ár hef ég,
þótt ekki hafi verið um neinar
deilur að ræða, þráfaldlega borið
mig upp við virðulegan og vel
þenkjandi prófastinn, sr. Baldur
Vilhelmsson f Vatnsfirði, og lýst
áhyggjum af nokkru fálæti fólks í
Holtssókn um kirkju, kirkjugarð
og kirkjustarf, ennfremur ein-
semd minni í starfi oft og tíðum,
verkleysi sóknarnefndar og þeirri
deyfð að enginn söngflokkur skuli
nú starfa við kirkjuna. Ennfrem-
ur kvartaði ég sáran við hann er
sumt fólk tók að leita út fýrir
prestakallið um þjónustu. Eg
hygg að sr. Baldur muni hafa haft
samband við sér kunnuga mcnn
hér í sveitinni, en líklega ekki
orðið mikið ágengt, að minnsta
kosti ekki orðið var neinnar óá-
nægju af þeirra hálfu. Gagnlegt
hefði verið að prófastur hefði gef-
ið skriflega umsögn og álit á
þessu uppþoti. Sr. Baldur hefði
þá væntanlega borið að sér væri
ekki kunnugt um neina þó van-
rækslu mína í starfi er réttlæti
slíka aðför. Það hefði verið sterkt
að þess konar vottorð lægi fyrir
fró prófastinum. Ég veit ekki al-
veg hvers vegna sr. Baldur kemur
ekki auga á þennan flöt, eða
hvers vegna hann vill ekki skipta
sér al þessu eins og annar hvor
biskupinn, Karl eða Sigurður,
sögðu mér. I viðtölum við mig
hefur sr. Baldur jafnan viljað eyða
málinu og Iátið skýrt í ljósi að
hann teldi engan vanda á ferð-
um.
Galdraofsóknir á hendur for-
vera sr. Gunnars
Þar sem sr. Gunnar fjallar m.a.
um það að sóknarnefnd starli
móti lögum þar sem hún eigi að
vera sóknarpresti og starfsfólki
sóknarinnar til stuðnings í hví-
vetna, og vitnar þar til orða sr.
Torfa í Möðruvallaklausturspresta-
kalli segir hann m.a.: „Ótölulegur
fjöldi embættismanna hefur raun-
ar verið flæmdur héðan burtu á
undanförnum árum, prestur,
læknar, skólastjórar, kennarar o.fl.
Sr. Jón Ólafsson prófastur sagði af
sér embætti áður en aldur krafðist
þess og sr. Lárus Guðmundsson
var flæmdur héðan burt. Eiríkur
Finnur Greipsson, hinn glaðbeitti
og skemmtilegi sparisjóðsstjóri á
Flateyri hefur látið þau orð falla að
galdraofsóknir á hendur sr. Lárusi
og frú Sigurveigu hafi kostað hann
sína bestu vini.“
Sr. Gunnar segir að það hafi ver-
ið fyrir hans tilstilli að Gunnlaug-
ur Finnsson á Hvilft, kirkjuráðs-
maður til margra ára, hafi verið
kjörinn formaður sóknarncfndar
eftir Steinar Guðmundsson, sem
hafi verið honum kær. „Ég hafði
gengist fyrir því að Gunnlaugur var
enn einu sinni kjörinn á Kirkju-
þing, þótt formgalli virtist um
skeið ætla að koma í veg fyrir kjör
hans. Þótt færra hafi verið með
okkur Gunnlaugi en fyrirrennara
hans, hefur samt samstarf okkar
verið vandræðalaust að okkar
dómi. Gunnlaug þarf ekki að
kynna kirkjulegum yfirvöldum, svo
langa hríð sem hann hefur setið á
kirkjuþingi og í kirkjuráði. Gunn-
laugur er ófermdur. Ymsum hefur
þótt ekki viðfelldið að fela ófermd-
um manni svo ríka ábyrgð á Þjóð-
kirkju Islands." Sr. Gunnar segir
að eftir heimkomu frá Bandaríkj-
unum, eftir snjóflóðið sem féll á
Flateyri 26. október 1995, hafi
hann heimsótt Gunnlaug að
Hvilft. „Var klukkustunda seta í
stofu hjá Gunnlaugi með nokkrum
ólíkindum, því að Gunnlaugur tal-
aði nær stanslaust allan tímann,
en minntist ekki einu orði á snjó-
fióðið. Það sem ég man af ræðu
hans er löng og ítarleg frásögn af
smalamennsku eða fjárleitum
hans í Önundarfirði fyrir löngu."
Deilugjöm fjölskylda og geð-
ræn vandamál
Sr. Gunnar segir í skýrslunni til
prófasts að hjónin að Kirkjubóli í
Valþjófsdal, Guðmundur Steinar
Björgmundsson og Sigríður Magn-
úsdóttir, hafi leyst sóknarbönd og
valið sér sr. Magnús Erlingsson á
Isafirði sem kjörprest þótt Gunnar
teldi það óþarfa ráðstöfun. Sr.
Magnús hefur fermt börn úr Ön-
undarfirði og telur sr. Gunnar að
ekkert hefði orðið af fermingum
utan sóknar ef sr. Magnús hefði
neitað að verða við því. „Munu
ýmsir kalla að þetta fólk sé ekki
friðsamlegt. Sumir fullyrða að það
hafi átt drjúgan þátt í að flýta því
að Núpsskóli var lagður niður.
Reiddust hjónin er sonur þeirra
var rekinn úr skólanum. Þá telja
margir að önfirskir bændur með
Guðmund Steinar framarlega í
fiokki hafi orðið til þess að Slátur-
félagið Barði á Þingeyri fór á haus-
inn. Mér virðist það einkum ein
fjölskylda sem stendur upphafiega
fyrir þeim róstum sem nú hafa Iát-
ið á sér kræla. Það eru 3 börn míns
góða meðhjálpara, Magnúsar Guð-
mundssonar í Tröð (faðir Sigríðar
á Kirkjubóli), og tengdabörn hans.
Hefur Magnús sjálfur jafnan
stundað starf sitt við kirkjuna óað-
finnanlega og oftast nær drukkið
messukaffi á heimili okkar ásamt
konu sinni eftir embætti. Kona
hans er af góðu fólki í Mývatns-
sveit, en mun löngum hafa leiðst
hér í fjallaþröng hins vestfirska
skammdegis, og enda átt við geð-
rænan vanda að stríða. Sjálfur hef-
ur Magnús reyndar lagst á sjúkra-
hús vegna þunglyndis."
Miirnir á Amis-fólMð
Undir lok greiriargerðar sinnar tal-
ar sr. Gunnar Björnsson um að
drumbsháttur sé lenska í sóknun-
um, og þeim hafi aldrei verið boð-
ið heim á bæ. „Stundum hefur mér
þótt íbúarnir hér minna á Amis-
fólkið í Bandaríkjunum. Þetta er
harðduglegt bændafólk margt
hvert (Arni Brynjólfsson á Vöðlum
reyndar pasturslítill, óduglegur til
vinnu og hálfheilsulaus). Við
Agústa höfum ekki látið fara mikið
fyrir okkur hér vestra, alls ekki
abbast upp á neinn, en viljað vinna
störf okkar í kyrrð og næði.“
I lok greinarinnar nefnir sr.
Gunnar að hann hafi á prjónunum
að stofna „grallarakór" er lærði að
syngja klassíska messu. Loks nefn-
ir hann hvort ekki sé orðið tíma-
bært að huga að sameiningu sókna
í Holtsprestakalli.
„Klámnefndin" leggur meðal annars til að endurskoðuð verði reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit
á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Þessir ungu herramenn munu t.d. eiga erfitt með að komast inn á
þessa staði í bráð.
Að vera eða að
vera ekkí naktn
Langsótt að sMlgreina
list. Hægt að vera fá-
klædd en þó ekki nak-
in.
Tillögur viðræðunefndar Reykja-
víkurborgar og þriggja ráðuneyta
um aðgerðir til að sporna við starf-
semi svonefndra „erótískra veit-
ingastaða" eru f meginatriðum í
þrennu lagi, þar sem tekið er á at-
vinnuréttindum útlendinga, flokk-
un veitingahúsa og löggæslu á
skemmtunum.
Lögreglueftirlit auðveldað
Nefndin Ieggur meðal annars til
að endurskoðuð verði reglugerð
nr. 587/1987 um löggæslu á
skemmtunum og um slit á
skemmtunum og öðrum sam-
kvæmum, með það að markmiði
að kveða nánar á um og auðvelda
eftirlit lögreglu með starfsemi veit-
ingastaða, þeirra á meðal ncktar-
staða. Nefndin bendir einnig á að
jafnframt mætti í reglugerð kveða
á um gjaldtöku vegna eftirlits lög-
reglu með veitingastöðum þar sem
Ijárhæð gjalds miðaðist við það um
hvaða flokk veitingahúsa væri að
ræða.
Breyting á þessari reglugerð
kæmi í beinu framhaldi af breyt-
ingu á lögum nr. 67/1985 um veit-
inga- og gististaði, sem samgöngu-
ráðherra hefur þegar kynnt. Þar er
gert ráð fyrir nánari fiokkun veit-
ingastaða, þar sem nektarstaðir
væru sérstakur flokkur. Nefndin
gerir tillögu um að sveitarfélögun-
um verði veitt þau úrræði sem þau
þarfnast til að kveða nánar á um
staðsetningu nektarstaða, með
hvaða sniði slík starfsemi skuli
vera eða jafnvel banna slíka starf-
semi alfarið.
HugtaMð „listamaður“
Þegar hefur komið fram í fréttum
sú ætlan Páls Péturssonar félags-
málaráðherra að gera breytingar á
lögum nr. 133/1994 um atvinnu-
réttindi útlendinga en út á það
gengur einmitt ein tillaga nefnar-
innar. Lagt er til að breytingin
verði gerð með það að markmiði
að útlendingar, sem hingað koma í
því skyni að dansa nektardans á
skcmmtistöðum falli ekki undir
hugtakið „listamaður“, og njóti þar
með ekki undanþágu frá kröfu um
atvinnuleyfi.
I greinargerð nefndarinnar er
bent á að í greinargerð með nú-
gildandi lögum um atvinnuréttindi
útlendinga sé lagt til að hugtakið
„listamaður" sé túlkað vítt. I Ijósi
þess sem og hve „erfitt er að koma
með svo endanlega upptalningu á
starfsheitum listamanna, að ekki
megi með einhverjum hætti kom-
ast fram hjá þeirri upptalningu,"
telur nefndin það vænlegri kost að
breyta lögunum um atvinnurétt-
indi útlendinga en skilgreina nán-
ar hverjir falli undir hugtakið
„listamaður'. I neðanmálsgrein er
síðan bent á að í þessu sambandi
beri þó að líta til þess að erfitt er
að skilgreina hugtakið nekt. „Má
líta til þess að dansarar á þessum
stöðum geta verið mjög fáklæddir
án þess að vera í raun allsnaktir,"
segir þar.
Kænm af öðnun hvötum
Breyting á lögum um atvinnurétt-
indi útlendinga tæki ekki til íbúa í
Iöndum Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Nefndin vísar til upplýsinga
frá lögreglunni í Reykjavík um að
þær stúlkur sem nú starfa á um-
ræddum stöðum séu flestar frá
Eystrasaltsríkjunum og löndum
frá Austur-Evrópu. Nefndin bend-
ir á að slík lagabreyting kunni að
hafa þau áhrif að það verði frekar
stúlkur frá EES-löndum sem komi
hingað til starfa á nektarstöðum,
en stúlkur annars staðar frá. „Þess
má vænta að fyrrnefndi hópurinn
kæmi ekki af sömu ástæðum og sá
síðarnefndi, sem getur unnið sér
inn margföld árslaun á Ijögurra
viluia dvöl sinni hér á landi." — lll
Drengur hrenndist
illa vegna útikertis
Þrettán ára drengur brenndist illa
sl. sunnudagskvöld þegar hann rak
annan fótinn í útikerti sem komið
hafði vcrið fyrir fýrir utan bygg-
ingu í Reykjavík. Drengurinn
hlaut annars stigs bruna á fætin-
um þegar að heitt vaxið slettist á
hann. Herdís L. Storgaard, fram-
kvæmdastjóri Arvekni, átaksverk-
efnis um slysavarnir barna og ung-
linga, sagði í samtali við Dag að
þetta væri ekki í fyrsta sinn sem
samskonar slys yrði á aðventunni.
Þannig væri vitað um tvö svona
slys á síðustu aðvenlu sem komu
inn á borð slysadeilda stóru sjúkra-
húsanna í Reykjavík.
„Við viljum koma því á framfæri
að fólk athugi hvar það staðsetur
þessi kerti. Þau eru yfirleitt stór og
í ál- eða blikkdósum. Þegar að vax-
ið hefur bráðnað að fullu eru þau
hættulegust. vegna þess mikla
Herdis L Storgaard.
magns af vaxi sem í þeim er,“ sagði
Herdís og benti á að kertin væru
oftast við útidvr verslana, veitinga-
staða, samkomustaða og íbúðar-
húsa. Hún sagðist t.d. hafa verið í
sambandi við Laugavegs- og Mið-
bæjarsamtökin og bent kaup-
mönnum á þessa slysahættu,
Margir hefðu brugðið á það ráð að
koma kertunum fyrir í stöðugum
kertastjökum og að staðsetja þau
ekki við útidyr.
Brunaslys algeng á hömum
1 máli Herdísar kom fram að
brunaslys á börnum og unglingum
væru nokkuö algeng hér á Iandi.
Vitnaði hún þar til rannsóknar
sem Barnaspítali Hringsins og
Slysavarnafélag íslands eru að
vinna að á brunaslysum á börnum
á árurium 1982-1995. Þar kemur
fram að 21 barn að meðaltali
brennir sig á ári, þar af eru 62%
drengir og 38% stúlkur. Tíðnin er
hæst í hópi fjögurra ára barna og
yngri. Desember er sá mánuður
sem flest slys eiga sér stað. Heitt
vatn og heitir vökvar eru algeng-
ustu slysavaldarnir og þar á eftir
eru eldur, snertibrunar, feiti/vax og
flugeldar og púðursprengjur. — njn