Dagur - 01.12.1999, Qupperneq 10
10 -MIDVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
SMÁAUGLÝSINGAR
Bílar_____________________________
Til sölu Ferguson dr. árg. 1949/50 (bens-
ín). Upplýsingar í síma 466-1505 eftir kl.
19.30, Þorgils.
Happdrætti bokatíöinda
Vinningsnúmer i happdrætti bókatíðinda 1.
desember er 4311.
Árnað heilla
Pabbi Skralla trúðs fimmtugur
Skralli trúður hefur skemmt Akureyringum
og fleirum I herrans mörg ár. Pabbi hans,
Aðalsteinn Bergdal leikari, er fimmtugur í
dag, 1. desember, og af þvi tilefni tekur
hann á móti vinum og vandamönnum að
heimili sínu að Byggðavegi 118 á Akureyri
frá kl. 20.00.
Hjónaband_________________________
Gott fjölskyldulíf er grunnur sannrar
gleði og hamingju.
Ert þú einhleyp/ur á aldrinum 20-44 ára í
leit að eilífu ástarsambandi og tilbúin að
heita Guði og maka þínum algerum trúnaði
og aldrei að skilja. Þá gæti ég haft lausnina
fyrir þig!
Heimsfriðarsamband fjölskyldna
sími 896-1284
AL-ANON
Samtök ættingja og
vina
alkohólista.
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Ef svo er getur þú í gegnum
samtökin:
- Hitt aðra sem glíma við
samskonar vandamál
- byggt upp sjálfstraust þitt.
- bætt ástandið innan fjölskyldunnar.
- fundið betri líöan
Fundarstaður:
AA húsið, Strandgötu 21,
Akureyri,
sími 462 2373.
Fundir í Al-Anon deildum eru:
Miðvikudaga kl. 21.00 og
laugardaga kl. 11.00
(nýliðar boðnir velkomnir
kl. 10.30)
VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS
MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA
SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890
Byssumenn!!!
Hreinsun, öryggisprófun,
viðgerðir og smíði á skotvopnum.
Högni Harðarson,
byssusmiður.
Kaldbaksgötu 2,
600 Akureyri,
símar 899 9851 og 462 1261.
SÍMI 461 4666
Sýnd kl. 17,18:45,21 og 23:15
kl. 17 m/ísl.tali
kl. 19:15
m/ensku tali
Sýndkl. 21
og23
HVAD ER Á SEYBI?
JASSAÐ í SÖLVASAL
Andrés Gunnlaugsson jassar
ásamt hljómsveit sinni í Sölvasal á
Sólon íslandus i kvöld kl. 21.00.
Andrés er gítarleikari af yngri kyn-
slóð íslenskra jassleikara. Hann
lauk burtfararprófi frá tónlistar-
skóla FIH síðastliðið vor og hefur
bæði fyrir og eftir það leikið á ýms-
um stöðum í ýmsum samsetning-
um. Að þessu sinni hyggst Andrés
gera Wes Montgomery skil en Wes
var einmitt gítarleikari kringum
miðja öldina Sem er að líða.
Hljómsveitin hyggst leggja áherslu
á fönkkaflann í gripabók Wes.
Asamt Andrési koma fram: Sigurð-
ur Flosason, saxófónleikari, Birgir
Baldursson, trommuleikari og
Þórir Baldursson, hammondleik-
ari. Aðgangseyrir er kr. 1000 en kr.
500 fyrir nema og eldri borgara.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Einsöngstónleikar Bjarkar
Sópransöngkonan Hanna
Björk Guðjónsdóttir og undir-
leikarinn Claudio Rizzi halda
tónleika í Hafnarborg menn-
ingar- og listamiðstöð Hafnar-
fjarðar í kvöld kl. 20:30. Á tón-
leikunum verða flutt Ijóð eftir
Karl Runólfsson, Sigfús Ein-
arsson, Jón Þórarinsson,
E.Grieg, W.A. Mozart og R.
Quilter og aríur eftir Lehar, G.
Puccini, Dvorzak og Bizet.
Sönglög Emils Thoroddsen
I kvöld 1. desember verða tón-
leikar í TÍBRÁ RÖÐ 3 í Saln-
um í Tónlistarhúsi Kópavogs
og hefjast þeir kl. 20:30. Það
eru þeir Þorgeir Andrésson
tenór, Sigurður Skagfjörð
Steingrímsson baritón og Jónas
Ingimundarson píanóleikari
sem flytja öll einsöngslög Em-
ils Thoroddsen.
Kvöldganga um gamia Víkur-
landið
í kvöld arkar Hafnargönguhóp-
urinn af stað frá Hafnarhúsinu
kl. 20.00 og heldur upp Gróf-
ina um Víkurgarð og Austurvöll
og með Tjörninni suður í
Hljómskálagarð. Þar skiljast
leiðir, einhverjir snúa til baka
og þeir sem ætla í lengri göngu
halda áfram eftir Njarðargöt-
unni suður í litla Skerjafjörð og
um Skildinganeshóla, Háskóla-
svæðið, Tjarnargötu og Aðal-
stræti til baka.
Félag eldri borgara Asgarði,
Glæsibæ
Kaffistofa opin alla virka daga
frá kl. 10:00-13:00. Matur í
hádeginu. Söngfélag FEB
kóræfing kl. 17.00 í dag. Jóla-
vaka með jólahlaðborði verður
haldin föstudaginn 3. desem-
ber. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson flytur jólahug-
vekju. Kórsöngur, upplestur,
gamanvísur o.fl. skemmtiatriði.
Caprí tríó leikur fyrir dansi.
Sala aðgöngumiða og skráning
er hafin á skrifstofunni. Upp-
lýsingar á skrifstofu félagsins í
síma 588-21 1 1 milli kl. 9:00 til
1 7:00 alla virka daga.
LANDIÐ
Slægjur og Töðugjöld
Síðasta ljóðakvöldið að sinni
verður í Sigurhæðum í kvöld
fullveldisdaginn 1. des. Sverrir
Pálsson, skáld, og fv. skólastjóri
GA, les eigin ljóð, óbirt og birt,
en hann hefur lengi verið þeldtt-
ur íyrir að fást við skáldskap, þótt
ekki hafí orðið af útgáfu fyrr en á
síðustu árum að hann ber fram
uppskeru sína í athygli verðum
bókurn: „Slægjur" og „Töðu-
gjöld.“ Er Sverrir hinn síðasti í
bili í röð „Akureyrarskálda11 sem
lesið hafa ljóð sín í „Húsi skálds-
ins“ nú í haust og verður von-
andi framhald á þegar þráðurinn
verður tekinn upp á þorranum
aftur. Auk lestrar Sverris mun
Erlingur Sigurðarson minnast
fullveldisdagsins með nokkrum
ljóðum úr sjálfstæðisbaráttu
seinni tíma og velur þeim titilljóð
Snorra Hjartarsonar: „Land,
þjóð og tunga.“
■ frá degi
MIÐVIKUÐAGUR 1. DESEMBER
335. dagur ársins, 30 dagar eftir.
Sólris kl. 10.44, sólarlag ld. 15.49.
Fullveldisdagurinn.
Þau fæddust 1. desember
• 1726 fæddist Eggert Ólafsson skáld.
• 1761 fæddist Marie Tussaud, sú sem
stofnaði vaxmyndasafnið fræga í
London.
• 1868 fæddist Haraldur Níelsson pró-
fessor.
• 1890 fæddist Eggert Stefánsson óp-
erusöngvari.
• 1896 fæddist sovéski hershöfðinginn
Georgy Konstantinovitsj Sjúkov.
• 1935 faeddist bandarfski kvikmynda-
leikstjórinn og leikarinn Woody Allen.
• 1940 fæddist bandaríski gamanleikar-
inn Richard Pryor.
• 1946 fæddist írski söngvarinn og laga-
höfundurinn Gilbert O'Sullivan.
TIL DflGS
Þetta gerðist 1. desember
• 1640 endurheimti Portúgal sjálfstæði sitt
eftir 60 ára tímabil undir Spánarstjórn.
• 1822 lék Franz Liszt í fyrsta sinn opin-
berlega á píanó, þá ellefu ára.
• 1878 var Reykjanesviti tekinn í notkun.
• 1878 var síma fyrst komið fyrir f Hvíta
húsinu í Washington.
• 1903 var kvikmyndin „Lestarránið
mikla“ frumsýnd í Bandaríkjunum, og
telst hún vera fyrsti „vestrinn“.
• 1918 varð ísland fullvalda ríki.
• 1929 fann maður að nafni Edwin S.
Lowe upp bingóið.
• 1932 voru teknar í notkun sjálfvirkar
símstöðvar í Reykjavík og Hafnarfirði.
• 1959 undirrituðu 12 ríki, þar á meðal
Bandaríkin og Sovétríkin, samning um
friðlýsingu Suðurheimskautsins.
Vísa dagsins
Áfram gakk með ullabjakk,
enn ég sker í meinið.
Eilrað pakk og mang og makk
mun ég taka á beinið 6o .liniv .;
Þórarinn Eldjárn
Afmælisbarn dagsins
Sólrún Bragadóttir, óperusöngkona,
fæddist í Reykjavík 1. desember árið
1959. Hún fékk ung áhuga á tónlist
og var í Barnamúsíkskólanum. Að
loknu stúdentsprófi fór hún til
Bandaríkjanna, þar sem hún lauk
meistaraprófi frá Indiana-háskóla í
Bloomington. Hún hefur súngið víða
um Iönd á tónleikum og í óperum,
auk þess sem til eru nokkrar hljóm-
^ plötú^ njieð ^öng hennar.
Hugsjónamennskan eykst í réttu hlutfalli
við fjarlægð manns frá vandamálinu
John Galsworthy
Heilabrot
Hvað er það sem sólin getur aldrei skinið á,
hvernig svo sem reynt er?
Lausn á síðustu heilabrotum: Bóltstaf-
urinn „V“ er stór í „Vestmannaeyjum" en
lítill í „Reykjavík".
Veffang dagsins
Tískubylgjur eru misjafnlega gáfulegar og
misjafnlega hallærislegar. Fróðleik um
margar af þeim tískubylgjum, sem hvað
ömurlegásfar þykja...syona. eftir...á, er .að
fíríná á www.bádfáds'.cöm' —