Dagur - 04.12.1999, Qupperneq 4
é-LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
FRÉTTIR
Atburðarásin
gæti leitt til goss
Niðurstöðiir raunsókna
Norrænu eldfjallstöðvar-
innar benda til kvikusöfn-
uuar undir suðurhluta
Eyjafjallajökuls og þar
hefur landris verið 5 sm
síðan í ágústmáuuði sl.
„Þetta er ekki á því stigi að gos sé yfir-
vofandi en það er full ástæða til þess
að fylgjast mjög vel með svæðinu,"
sagði Freysteinn Sigmundsson for-
stöðumaður Norrænu eldfjallastöðvar-
innar í gær aðspurður um hvort gos
væri í vændum í Eyjafjallajökli. „Við
sjáum þess merki að það er kvikusöfn-
un undir sunnanverðum Eyjafjalla-
jökli. Ef þessi atburðarás heldur áfram
frá því sem nú er þá gæti það leitt til
eldgoss. A svæðinu hefur mælst land-
ris allt árið en síðan í ágúst hefur það
farið vaxandi, eða um 5 sm, sem er
umtalsvert og eins hefur skjálftavirkni
farið vaxandi. Það er því full ástæða til
þess að taka mark á þessum niðurstöð-
um.“
- Eru niðurstöður mælinga um kviku-
söfnun afráttarlausari en oft áður og er
kvikusöfnunin meiri nú en áður?
„Já, þær eru afgerandi, en það er
ekki mikið rúmmál á þessu stigi, lítils
háttar kvikusöfnun enn sem komið er,
en það gæti orðið ör breyting á því með
skömmum fyrirvara. Það þarf því að
fara vel yfir svæðið og fylgjast vel með
framhaldinu."
Freysteinn Sigmundsson var í gær á
leið á fund á Hvolsvelli með almanna-
varnarnefnd svæðisins.
- Er það til þess að kynna stöðu mála
og vara heimamenn við?
„Já, við hverju megi búast og eins að
fara yfir það hver atburðarásin gæti
verið í framhaldi af eldgosi. Við viljum
að heimamenn séu sem best búnir
undir náttúruhamfarir af þessu tagi, ef
eitthvað dregur til tíðinda. Ef gos verð-
ur berast böndin fyrst og fremst að
sunnanverðum jöklinum og eins getur
gosið í toppi eldfjallsins og þá gæti
vatn leitað niður nánast hvar sem er
kringum jökulinn. Ef eldgos yrði undir
suðurhluta jökulsins væri það helst
byggðin undir Eyjafjöllum sem gæti
orðið í hættu eða einangrast, en vænt-
anlega yrði það mjög staðbundið.
Væntanlega kæmi vatnsflaumur niður
einhver gil sunnan jökulsins."
Hvenær gaus síðast i Eyjafjallajökli?
„Síðast gaus 1821 og það stóð í tvö
ár, þó með hléum. Því íylgdu jökul-
hlaup norður af jöklinum og öskufall
fygldi því einnig. Oskufallið varð mest
í sveitunum næst jöklinum en olli
minna tjóni fjær og fór ekki víða að því
að talið er.“ — GG
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Það vaktl óskipta athygi
í heita pottinum að Ólaf-
ur Þ. Jónsson, eða Óli
kommi, vildi hafa mynd
af tófu sem hann kallaði
„Ágústu á Refstað" með
grein sem hann fékk hirta í
Degi í vikunni, en greinin
fjallaði um rebbabækur Páls
Hersteinssonar. Við eftir-
gremislan komust pottverjar
að þvl að þetta var ekki eina
nafngiftin innan þessarar
sömu tófufjölskyldu. Tófan
sem mynduð var við Hombjargsvita á nefnilega
maka og böm eins og hin eiginlega Ágústa á Ref-
stað og hera rehhi og yrðlingamir sömu nöfn og
karlmennimir í fjölskyldu Ágústu. Nafngiftin
mun raunar vera í góðu samráði við Ágústu og
fjölskyldu og mun frúin á Refstað vera hæstá-
nægð með nöfnu sína...
í Framsóknarflokknum ræða
menn stíft ráðlierrahróker-
ingamar og sýnist sitt hverj-
um. Pottverjar em sammála
um að Páll Pétursson sé bú-
inn að vera þeim Halldóri og
Finni nokkuð erfiður, en
stuðningsmenn Páls eru
ánægðir með sinn mann.
Þannig var haft eftir einum
þeirra að „úr því þeir réðu ekkert við Pál þegar
hann lá fársjúkur á spítala í vor, þá er engin von
til að þeir ráði við hann nú þegar hann er búinn
að ná sér!...“
Nú virðist sem Seðla-
bankapókerinn sé á enda og
verður þá væntanlega endir
bundinn á miklar sögur um
það mál. Á tímabili mun hafa
kveðið svo rammt að sögum
um að HaJldór Ásgrímsson
væri sjálfur á leið í bankann
að ágæt sjónvarpsstöð var í
þann veginn að fara með
„fréttina“ í loftið, þegar hætt var við m.a. vegna
sterkra vísbendinga um að það væri Finnur sem
ætlaði í bankann en ekki Halldór!!!...
Páll Pétursson.
Halldór Asgríms-
son.
Þórður
Friðjónsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Árskýrsla Efnahags- og
framfarastofnunarínnar,
OECD, um efnahagsmál á ís-
landi staðfestirað hagvöxtur
sé meirí en framleiðslugeta
hagherftsins leyfirog of-
þensla víða.
OECD spáir
Þórður Friðjónsson segir niðurstöður skýrslu
OECD vera nokkuð á sama lund og áhyggjur
starfsmanna Þjóðhagsstofnunar af þróun
efnahagsmála Islendinga hafi verið undan-
farnar vikur og mánuði. OECD gerir ráð fyrir
að heldur dragi úr hagvexti á árinu 2000 en
áfram gæti þó ofþenslu og óvissu vegna kjara-
samninga sem gerðir verða á næsta ári.
- Eru einhverjar nýjar upplýsingar varð-
attdi ofþenslu sem vert er að gefa sérstakan
gaum nú?
„Helstu frávikin sem OECD er með frá okk-
ar áætlun er að þeir gera ráð fýrir að verðbólga
verði töluvert meiri hér árið 2000 en í helstu
viðskiptalöndum okkar, eða 5,2%, en við ger-
um ráð fyrir 4,0%. Þeir eru því ekki sérstak-
lega bjartsýnir hvað varðar verðlagshorfurnar.
Annars eru allar meginlínur hjá þeim ákaflega
svipaðar okkar.“
- Það er hvatt í skýrslu OECD til meira að-
halcls i ríkisfjármálum. Kemur það á óvart?
„Nei, það kemur ekki á óvart. Það hefur ver-
ið meginþemað í öllum ábendingum frá hag-
fræðingum að það væri skynsamlegt við þær
aðstæður og horfur sem eru í íslenskum þjóð-
arbúskap að beita ríkisfjármálunum í ríkara
mæli en gert hefur verið. Þetta stafar af því að
þetta er öflugasta tækjð til ,þeis að taka á
5,2% verðbólgu á Islandi
þenslunni og eins eru vextir orðnir töluvert
háir hérlendis og því álitamál hversu langt eigi
að ganga í að beita peningamálunum í þessa
áttina."
- í skýrslunni er ialað um að skoða þurfi í
túna kosttmð við þjónustu hins opinbera við
aldraða. Er verið að hringja þar einhverjum
aðvörunarbjöllum sem væri okkur Islend-
ingum hollt að hlusta á?
„Það álít ég ekki. Þegar litið er á ábending-
ar þeirra í heild þá er Ijóst að okkar lífeyrismál
og annað sem tengist öldruðum er yfirleitt í
betra ástandi hjá okkur en víðast hvar annars
staðar.“
- Hagvöxtur til letigri tima er háður því að
kvótakerfi fiskveiða verði bætt að mati
OECD, má líta á þessi orð sem gagnrýni á
íslenslta kvótakerfið?
„Þcir hafa oft verið með ábendingar hvað
varðar kvótakerfið og fiskveiðistefnu Islend-
inga. Þeir telja að fiskveiðikerfið okkar sé með
því besta sem gerist í heiminum og þeir vilja
með þessu ítreka að þetta kerfi haldist. Um-
bæturnar sem þeir vilja sjá er að kerfið sé víkk-
að út og nái til fleiri aðila, eins og minni báta
og fleiri físktcgunda og ákvarðanir verði í rík-
ara mæli teknar með svokölluðum aflareglum,
þ.e. hversu stóran hlutajaf stdfpi skuli vcáða
hveiju sinni svipað og gert er nú með þorsk og
loðnu. Auka mætti sátt um fiskveiðikerfið með
því að innleiða uppboðskerfi sem byggist á
sögulegri veiði. Ef tekjur af uppboðunum yrðu
notaðar til að minnka óhagræði í skattlagn-
ingu í öðrum geirum yrði efnahagslífið skil-
virkara. Inn á þetta svið koma tvær nefndir,
auðlindanefnd sem dr. Jóhannes Nordal stýrir
og hins vegar kvótanefndin sem Friðrik Már
Baldursson stýrir. I báðum þessum nefndum
er verið að fara yfir hvernig skynsamlegast er
að koma fyrir gjaldtöku á auðlindum, og ekki
eingöngu sjávarauðlindum. Þetta er heitt efni
en við þurfum að ná niðurstöðu í því hvernig
best er að standa að þessu."
- Er svona skýrsla stuðningur við skoðanir
ykkar hjá Þjóðhagsstofnun?
„Kjarni skýrslunnar snýst um það sem er
meginmálið í okkar efnahagsstefnu um þessar
mundir, þ.e. að hægja á efnahagsþenslunni til
þess að koma í veg lýrir að verðbólga og við-
skiptahalli fari úr böndum. Þetta verkefni í
þjóðhagsáætlun hefur reyndar gengið undir
því samheiti að ná mjúkri lendingu. Þetta er
viðfangsefni sem stendur upp úr af þeim verk-
efnum á hagstjórnarsviðinu sem við blasa.“
-* GG