Dagur - 04.12.1999, Side 7

Dagur - 04.12.1999, Side 7
 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL 1 ljósi sögumanns Steingrímur Hermannsson: í öðru bindi ævisögu hans gætir víða þeirrar einlægni sem átti mikinn þátt í því að gera Steingrím að vinsælum stjórnmálamanni. Á liðnum áratugum hafa komið út fjölmargar ævisögur íslenskra stjórnmálamanna. En þær bæk- ur eru afar misjafnar að gæðum og allri gerð. Sumar hafa reynst gagnmerk heimild um þá tíma sem sögumaðurinn er að Iýsa og hann hafði áhrif á. Aðrar bera nánast ekkert nýtt á horð fyrir lesendur. Ekki er ástæða til að nefna hér sérstaklega dæmi um ævisögur íslenskra stjórnmálamanna sem valdið hafa vonbrigðum, en þar er af nógu að taka. Hins vegar eru sem betur fer einnig mörg dæmi um hið gagnstæða. Ólikar vinnuaöferðir Þegar litið er til þess hvernig slíkar ævisögur verða til má lík- lega skipta þeim í þrjá megin- flokka. I fyrsta lagi eru það beinar sjálfsævisögur; það er að segja stjórnmálamaðurinn sest niður og skrifar sjálfur þá sögu sem hann vill segja. I öðru lagi eru svonefndar við- talsbækur; það er ritfær höfund- ur er fenginn til að taka ítarleg viðtöl við stjórnmálamann og skrá það sem hann segir á blað. Með öðrum orðum; langt viðtal í bókarformi. I þriðja lagi eru svo ævisögur sem unnar eru af sagnfræðing- um eða rithöfundum án þess að söguhetjan komi þar nærri, gjarnan vegna þess að umræddur stjórnmálamaður er þegar farinn yfir móðuna miklu. Erfitt er að fullyrða að einhver ein þessara aðferða hafi kerfis- bundið skilað bestum árangri. Reyndar hafa sumar bestu ævi- sögurnar orðið til með því að blanda þessum vinnuaðferðum saman. Áhrif á túlkun söguimar Hér áður fyrr var algengara en nú að stjórnmálamenn settust niður til að skrifa sjálfir um ævi sína og störf - fyrst og fremst í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á í hvaða ljósi framtíðin liti störf þeirra. Sumar merkar heimildir um innviði stjórnmála- baráttunnar á þessari öld eru fengnar úr slíkum ritsmíðum, jafnvel þótt þær séu að ýmsu öðru leyti umdeilanlegar. En þá hafa höfundarnir þurft að taka það skref, sem mörgum hefur reynst ofviða, að segja frá ýmsum leyndarmálum flokka sinna og leggja tæpitungulaust mat á pólitíska samferðarmenn. Séð með þessum augum er sjálfsævisaga Stefáns Jóhanns Stefánssonar nokkuð merkileg - en hann var formaður Alþýðu- flokksins á miklum átakatímum. Auðvitað reyndi hann að sýna sinn eigin feril í sem bestu Ijósi, en til þess varð hann á stundum að svipta leynd af pólitískum uppákomum af ýmsu tagi. Ævi- saga hans er því með þeim merk- ari sem íslenskir stjórnmála- menn hafa samið. Jónas Jónsson frá Hriflu var einnig mikið í mun að hafa áhrif á hvernig sagan liti á feril sinn innan og utan Framsóknar- flokksins og lét því margt flakka um eigin gjörðir og andstæðinga sinna í því sem hann skrifaði eft- ir að honum hafði verið ýtt til hliðar. Hin síðari ár hafa viðtalsbækur við stjórnmálamenn orðið býsna algengar. Þar hefur þó verið mis- jafnlega vel að verki staðið. I sumum tilvikum hefur skrásetj- arinn að mestu látið frásögn söguhetjunnar einnar nægja. Það hefur satt best að segja stundum orðið þunnur þrett- ándi. Pólitísk hjartasár Aðrir skrásetjarar hafa lagt sig fram um að kanna margvísleg gögn og vitnað til þeirra jöfnum höndum. Og stundum leitað álits annarra einstaklinga sem við sögu komu. Þetta er sú vinnuaðferð sem Dagur Eggertsson hefur beitt við sögu Steingríms Hermannsson- ar, en annað bindið af þremur er nýkomið út. Þar er tjallað um stjórnmálastörf Steingríms frá því hann fór fyrst í framboð í kjördæmi föður síns árið 1967 og til kosninganna árið 1983 þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fór frá völdum. Það er rétt sem höfundurinn segir í eftirmála að þessi vinnu- aðferð dýpkar frásögnina. En „ævisaga einstaklings er eðli málsins samkvæmt aðeins sögð frá sjónarhóli hans og ber þess ævinlega merki“ (bls. 358) segir hann ennfremur. Þess vegna er bókin að sjálfsögðu stjórnmála- saga ríflega hálfs annars áratugs séð með augum Steingríms sjálfs. Reyndar liggur þegar fýrir op- inberlega að sumir Ifta ýmsa at- burði sem þar er lýst öðrum aug- um. Nægir þar að minna á hast- arleg viðbrögð Morgunblaðsins við frásögn Steingríms af gangi mála við myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, en sá at- burður virðist enn sem blæðandi hjartasár meðal hinna gömlu, tryggu Geirsmanna. Skjótur fraini Steingrímur Hermannsson hlaut skjótan frama í Framsóknar- flokknum, en þar lét faðir hans af formennsku árið 1962. Um svipað leyti var Steingrímur starfandi í ungliðahreyfingu flokksins. í þingkosningunum 1967 fór hann í framboð á Vest- fjörðum - þegar faðir hans dró sig í hlé í kjördæminu. Hann var varaþingmaður í aðeins eitt kjör- tímabil - náði efsta sætinu á framboðslista flokksins í næstu kosningum, 1971. Þá var hann líka orðinn ritari Framsóknar- flokksins. Nokkrum árum seinna kom ráðherradómur og síðan formannsstarfið. Þessi skjóta framganga kom engum á óvart sem til þekkti í flokknum, enda segir Steingrím- ur sjálfur í bókinni: „Vegtyllur mínar innan Framsóknarflokks- ins eru meðal þess í lífinu sem ég hef ekki þurft að berjast fyrir“ (bls. 214). Það er jafn ljóst að Steingrím- ur gekk til þessara verka af mikl- um dugnaði og gerði sitt ítrasta til að ná árangri, eins og frásögn- in í fyrsta kafla bókarinnar af vinnubrögðum hans á Vestfjörð- um fyrir kosningarnar árið 1967 ber glöggt með sér. Gagnrýni Ymsar nýjar upplýsingar koma hér fram varðandi málefni þeirra ríkisstjórna sem um er fjallað. Það á ekki aðeins við um heiftar- leg átök vegna Gunnars-stjómar- innar, heldur einnig vinnubrögð í svonefndri „Óiafíu" . Steingrímur er einnig reiðubú- inn að gagnrýna hagsmunagæslu öflugra valdahópa innan Fram- sóknarflokksins - svo sem sam- taka hænda (bls. 216-219), og leggur áherslu á að sverja af sér -•'-"-■g iuion ijji go dui« . i o- i,j kvótakerfið og afneitar sérstak- lega fuIl)Tðingum um að það eigi rætur að rekja til starfs nefndar sem hann skipaði. Kvótakerfinu hafi þvert á móti verið komið á „með hraði“ eftir að hann hætti sem sjávarútvegsráðherra (bls. 288-289). Reyndar kallar hann sjávarútvegsmálin á þeim tíma „sirkus“ (bls. 272). Þá fer Steingrímur háðulegum orðum um stjórnendur Flugleiða þann tíma er hann var sam- gönguráðherra. Sú lýsing er vissulega athyglisverð, en ríkið varð sem kunnugt er að hlaupa rækilega undir bagga með Flug- Ieiðum og bjarga einkaframtak- inu (bls. 295-307). Ólafs þáttur Steingrímur gagnrýnir reyndar ýmis fleiri verk samráðherra sinna nú þegar hann lítur yfir farinn veg. Þar hljóta frásagnir hans af Olafi Jóhannessyni að koma mest á óvart - ekki vcgna þess að það sem hann segir um Ólaf sé ekki trúverðugt, heldur hins að þarna er einn fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins að tala um annan. Ef litið er framhjá skrifum Jónasar frá Hriflu um Hermann Jónasson hefur Framsóknarflokkurinn al- mennt verið þekktur fyrir yfir- gengilega foringjahollustu og hefur hún gjarnan náð út yfir gröf og dauða. Því er gott til þess að vita að Steingrímur skuli telja ástæðulaust að láta satt kyrrt liggja einungis vegna þess að um fyrrverandi formann flokksins er að ræða. Hann segir réttilega að þegar Ólafur tók við formennsku af Eysteini Jónssyni árið 1968 hafi orðið „straumhvörP í flokknum (bls. 58). Þetta leiddi fljótlega til alvarlegra átaka á milli nýja for- mannsins og ungliðahreyfingar- innar: „1 stað eftirlátssemi og uppörvunar Eysteins mættu ungliðarnir eindrægni og þykkju Ólafs Jóhannessonar. Hann var aldrei maður málamiðlana" (bls. 61-62). Steingrímur tekur fram um þá ákvörðun Ólafs Jóhannessonar að koma sérstaklega í veg fyrir að Ólafi Ragnari Grímssyni yrði boðið þriðja sæti á framboðslista flokksins á Suðurlandi vorið 1971: „Þetta taldi ég vera lítil klókindi nema hjá Ólafi hafi beinlínis vakað að hrekja Ólaf Ragnar og róttæklingana úr flokknum" (bls. 66). Sú varð auðvitað raunin. Og þar sem orð formannsins voru lög í flokkn- um, hversu óldók sem þau voru, þá reyndust aðrir forystumenn ekki tilbúnir að rísa gegn vilja hans til að reyna að ná sátt í flokknum - þótt Steingrímur gerði eina tilraun til þess (bls. 129). Því fór sem fór. Sjálfur átti Steingrímur eftir að kynnast því hversu erfiður og þver forveri hans gat verið - líka eftir að hann hafði tekið við sem formaður flokksins. 1 einu tilvik- inu talar hann beinlínis um trúnaðarbrest þeirra á milli í því sambandi og að Ólafur hafi farið á bak við sig (bls. 207). Sjónarmið sögumanns Að sjálfsögðu munu lesendur hafa ólíkar skoðanir á mörgu því sem fram kemur í þessu nýja bindi ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Annað væri óeðli- legt. Hér er stjórnmálamaður að segja söguna frá eigin sjónarhóli, og það er eðli pólitískra viðburða að þá er hægt að túlka með ýms- um hætti. Ljóst er hins vegar að samstarf þeirra Steingríms og Dags Egg- ertssonar við ritun ævisögunnar hefur verið með miklum ágæt- um. Frásögnin er einkar lipur og læsileg og áhersla lögð á að setja atburðina í víðara samhengi. Og víða gætir vel þeirrar einlægni sem átti vafalaust mikinn þátt í því að gera Steingrím að vinsæl- um stjórnmálamanni. t IjiUliV -J*HJ ^ » Uillll /JK .1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.