Dagur - 04.12.1999, Side 8
_ T>Mýir
0^ur_
FRÉTTASKÝRING
Hj ámiðjumiðbær Akureyrar?
SKRIFAR
„AkiLreyrarkriiiglan“
komin á skrið. Deilt mn
breytingar á sMpulagi -
miðbær eða ekM? Kaup-
menn uggaudi. SMpu-
lagsstjóri og sMpulags-
nefiid á öndverðum
meiði. Hver verður
áframhaldandi þróun
svæðisins? Á að sökkva
miðbænum?
Fyrirhuguð bygging verslanamið-
stöð Rúmfatalagersins, KEA og
ileiri á Gleráreyruni hefur valdð
deilur, meðal annars um framtíð
miðbæjarins og verslunar almennt í
bænum. Þá hefur og vakið athygli
að sérfræðingur bæjarins í sldpu-
lagsmálum hefur tjáð sig með af-
gerandi hætti gegn þeim hugmynd-
um sem að öllu óbreyttu munu
verða að veruleika.
Tvær stórverslanir, ein af milli-
stærð og sennilega um tuttugu
minni sérverslanir verða væntan-
Iega í hinni nýju miðstöð. Miðbæj-
arkaupmenn og aðrir kaupmenn
mótmæla - en til vara eru þeir {
startholunum, viöhúnir því að vera
með í „Akureyrarkringlunni". Ekki
er deilt um að umrætt svæði sé afar
gott að því leyti að þarna eru fjöl-
förnustu gatnamót bæjarins og frá
Gleráreyrum liggja vegir til allra
átta.
Eignaskiptasajimingar tilbúnir
A bæjarráðsfundi á fimmtudag var
samþykkt að heimila bæjarstjóra
„að undirrita fyrirliggjandi samn-
inga til þess að nauðsynlegir eigna-
skiptasamningar geti farið fram á
lóðinni að Dalsbraut 1, svo unnt sé
að úthluta félagi Rúmfatalagersins
og Kaupfélags Eyfriðinga bygging-
arlóð á austurhluta Dalsbrautar 1 í
samræmi við óskir þeirra." A fund-
inum lagði bæjarstjóri fram drög að
samkomulagi verslananna og bæj-
arins, yfirlýsingu eigenda fasteigna
að Dalsbraut 1 um hlutdeild í
óskiptri lóð og samkomulag við
sömu eigendur vegna skipulags-
framkvæmda við Dalsbraut 1.
Þá var einnig endanlega sam-
þykkt í bæjarráði að Framkvæmda-
sjóður kaupi skuldabréf til fimm
ára af Skinnaiðnaði hf. fyrir 45
milljónir króna með breytirétt í
hlutafé frá ágúst á næsta ári. Þessi
ráðstöfun er hluti af heildardæm-
inu og meðal annars ætluð til að
auðvelda Skinnaiðnaði hf. flutníng
í svokallað „Folduhús". Greiðist þar
með gata þeirra sem hyggja á bygg-
ingu verslanamiðstöðvar.
Stýritækjum ekki beitt
Arni Ólafsson, skipulagsstjóri Akur-
eyrarbæjar, ritaði grein í Dag 24.
nóvember þar sem fram kemur
meðal annars sú skoðun hans að
verslanamiðstöð af því tagi sem um
ræðir sé „hreinræktuð miðbæjar-
starfsemi og ætti því miðað við öll
markmið bæjarstjórnar og bæjar-
búa þar með að vera í miðbænum,"
eins og segir í greininni.
Þegar blaðið hafði samband við
Ama í gær hafði hann ekki lesið
þau gögn sem lögð voru fyrir bæjar-
ráð á fimmtudag, það er samkomu-
lagið sem þar var lagt fram. Hins-
vegar tekur hann undir það að nú
líti út íyrir að málið sé komið á það
stig að ekki verði aftur snúið. „Mér
heyrist tónninn vera þannig að bæj-
arstjórn sé ekki á þeim buxunum að
beita neinum stýritækjum í mál-
inu,“ segir Árni. „Þannig að þeir
samþykkja væntanlega það sem fyr-
irtækin eru að fara fram á, óbreytt
og athugasemdalaust."
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
segist ekki ætla að munnhöggvast
við skipulagsstjóra bæjarins í fjöl-
miðlum. „Sú umræða sem hefur
orðið um þetta svæði sem aðstöðu
fyrir verslanamiðstöð er á margan
hátt skiljanleg hjá þeim sem kvíða
því að setja þetta niður þarna. En
þá held ég líka að fólk verði að hafa
í huga hvar við höfum aðstöðu fyr-
ir KEA-Nettó og Rúmfatalagerinn í
dag. Þessi fyrirtæld hafa verið að
leita úrlausn mála í rétt um ár. Það
er vonum seinna að við því sé
brugðist.“ Kristján Þór segir að
þarna sé komin Iausn sem allir að-
ilar máls séu þokkalega sáttir við en
hins vegar hafi ekki verið pólitfskur
vilji til að fara aðrar leiðir sem skoð-
aðar voru.
SkUgreming eða skipulag
Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri KEA, sagðist í við-
tali í Degi í vikunni ekki telja að
gera þyrfti breytingu á aðalskipu-
lagi, þar sem ekki væri verið að færa
til miðbæinn, aðeins að umræddar
stórverslanir væru að færa sig nær
miðbænum.
Árni Ólafsson segir alveg ljóst að
hvort tveggja þurfi að gera breyting-
ar á deili- og aðalskipulagi. Aðal-
skipulagi þurfi væntanlega að
breyta í tvennum skilningi en að
hluta fari það eftir eðli byggingar-
innar. I íyrsta lagi þurfi að stækka
þann flöt sem tekinn er undir at-
hafnasemi á svæðinu, þar sem hluti
af því sem fer undir bílastæði sé
grænt svæði nú. Það sé aðalskipu-
lagsbreyting útaf íyrir sig. „Svo í
öðru lagi, ef þarna verður verslana-
klasi, þá er spurning um hvort
hreinlega verði breytt um „land-
notkunarlit" á skipulagsuppdrætti,
þannig að því sé breytt úr almennu
atvinnusvæði yfir í miðsvæði," segir
Árni.
Miðbæjanumhverfi
Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri KEA, sagði í viðtali
í Degi í vikunni að ekki væri um til-
færslu miðbæjar að ræða. Árni ger-
ir athugasemdir við ummæli Þórar-
ins að því leyti að í fyrsta lagi segi
hann að umræddar verslanir séu
bara að koma sjálfum sér fyrir nær
miðbænum, í öðru lagi segi hann
að verið sé að útvega 3.000 fer-
metra fyrir aðra og í þriðja lagi sé
ekki verið að búa til miðbæjarum-
hverfi. „Þetta passar ekki saman,"
Ný verslanamiðstöð KEA-Nettó, Rúmfatalagersins og fíeiri mun rísa á Gleráreyrum. Miðbæjarmenn vara við áframhaldandi þróun svæðisins, segja að í kringum
þessa verslanamiðstöð muni á örfáum árum rísa nýr miðbær, hvort sem menn ætli eða ekki. - mynd: brink
segir Árni. Hann bendir á að miðað
við þær teikningar sem nú séu á
borðinu hjá hönnuðum umræddra
verslanafyrirtækja sé alveg á hreinu
að um miðbæjarumhverfi sé að
ræða. Þar sé gert ráð íyrir verslun-
argötu innan dyra, þvert yfir húsið,
og í húsinu annars vegar fjórum
stórum verslunum og hins vegar
mörgum smáverslunum við þessa
yfirbyggðu götu.
„Menn eru bara að Ijúga að sjálf-
um sér ef þeir ímynda sér það að
þetta sé ekki miðbæjarumhverfi,“
segir Árni. „Þetta er ekki í miðbæn-
um en þetta er miðbæjarumhverfi
sem menn eru að búa til. Alveg
sama hvaða ákvörðun menn taka,
þá verða þeir að gera það vitandi
vits. Jafnvel þó að þæjarstjórn sam-
þykki að þarna verði settur hjá-
miðjumiðbær, þá hljóta þeir að gera
það vitandi vits en ekki að gera það
þannig að þeir ljúgi því að sér sjálf-
ir að þetta sé ekki miðbær. Það er
óþolandi ef menn eru að samþykkja
hluti á röngum forsendum, þeir
geta tekið bæði réttar ákvarðanir og
rangar, en þeir verða að gera það
með réttum upplýsingum."
Skipulagsnefiid einhuga
„Það er búið að ganga frá þessum
lóðamálum, þannig að það verður
ekki aftur snúið,“ segir Vilborg
Gunnarsdóttir, formaður skipulags-
nefndar. Hún segir að nú liggi fyrir
að nefndin muni fara í deiliskipu-
lagsvinnu með lóðarhafa, huga að
umferðartengingum „...og síðan
þarf að fara þarna í smáræðis aðal-
skipulagsbreytingu, vegna þess að
þarna er inni grænt svæði, eitthvert
horn,“ eins og hún orðar það. Hún
segir skipulagsnefnd hins vegar al-
veg einhuga um að umrætt svæði
verði ekki miðbæjarsvæði. „Auðvit-
að komst vinnuhópur nefndarinnar
að því að æskilegra væri að hafa
þetta á öðrum stöðum,“ segir Vil-
borg. Hún bendir á að lagðar hafi
verið fram tillögur og þær sendar til
umræddra verslunarfyrirtækja en
tillögurnar hafi ekki hlotið hljóm-
grunn. „Nú vilja þeir fara þangað
og þá reynum við að gera það besta
úr þessu," segir Vilborg.
Vilborg segist ekki telja að mið-
bæjarverslunin sé í hættu. Stofnuð
hafi verið Miðbæjarsamtök, þar séu
stórhuga menn sem eru tilbúnir að
bretta upp ermarnar og talcast á við
samkeppnina. „Það er engin upp-
gjöf í þeirra hugum. Bæjarráð er
búið að skipa starfshóp sem á í
samvinnu við þá að huga að ýmsum
skipulagsmálum í miðbænum, þan-
nig að hugsanlega sé hægt að styrk-
ja hann. Við erum að vinna að
breytingum á miðbænum sjálfum
og ég tel að það séu allt aðgerðir til
að efla þann miðbæ sem fyrir er. Eg
heyri það að þeir eru ekkert á þeim
huxunum að gefast upp og ég kann
mjög vel við þann anda.“
„Akureyrarkringlari' kom í fyrsta
sinn til skipulagsnefndar í gær-
morgun, þar sem umræddir sarnn-
ingar voru lagðir fram. Vilborg seg-
ir ekki hafa verið efnislega ástæðu
til umtjöllunar í skipulagsnefndinni
fyrr, þar sem umræddir samningar
hafi ekki Iegið fyrir. „Nú er það
komið inn á borð hjá nefndinni og
við munum setja vinnuna af stað í
samræmi við það samkomulag sem
gert var milli bæjarráðs og lóðar-
hafa.“
Áhyggjur sMLjanlegar
Oddur Helgi Halldórsson bæjar-
fulltrúi segist eldd sjá neitt athuga-
vert við það að byggja verslanamið-
stöð á Gleráreyrum. „Eg er ekkcrt
sérstaklega hræddur um að það
gangi af bænum dauðiim,“ segir
Oddur Helgi en segist þó skilja
áhyggjur verslunarmanna og alls
ekld vilja gera lítið úr þeim. „Það er
mín skoðun að þeir þurfi eldd að
hafa eins miklar áhyggjur og þeir
halda. Það hefur gengið svolítið illa
að fá fólk í miðbæinn, en það er
hægt að gera ýmislegt til þess og
Miðbæjarsamtökin sem nýbúið er að
stofha tel ég að sé mjög góður vett-
vangur til þess, varðandi til dæmis
bílastæði og annað.“
Oddur Helgi bendir á að það sama
hefði orðið uppi á teningnum Jjó svo
byggt hefði verið á íþróttavellinum
eða neðan við leikhúsið. Fólk sem
farið hefði í verslanamiðstöð á öðr-
um hvorum þessara staða hefði ekk-
ert frekar gengið þaðan í miðbæinn
heldur en frá Gleráreyrum. Hann
bendir hins vegar á mikilvægi þess
að bæjaryfirvöld haldi fast í taumana
varðandi framtfðarþróun í nágrenni
nýrrar verslanamiðstöðvar. „Það sem
bæjaryfirvöld þurfa að gera er að
sporna gegn því að restin af Gler-
áreyrum verði orðin að verslunar-
hverfi eftir fimm eða tíu ár, þannig
að þar fari ekki að spretta upp versl-
anir eins og til dæmis í Skeifunni í
Reykjavík," segir Oddur Helgi Hall-
dórsson.
Óttast áframhaldandi þróun
„Við hörmum það að þessi ákvörðun
skuli hafa orðið ofaná," segir lngþór
Árni Úlafsson, skipulagsstjóri Akur-
eyrarbæjar: Hreinræktuð miðbæjar-
starfsemi.
Vilborg Gunnarsdóttir, formaður
skipulagsnefndar: Ekki miðbæjar-
svæði.
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfufí-
trúi: Áhyggjurnar skiljanlegar en
óþarfíega miklar.
Ingþór Ásgeirsson, formaður Mið-
bæjarsamtakanna: Óttast áfram-
haldandi þróun á Gleráreyrum.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri:
Þokkaleg sátt um þessa
niðurstöðu.
Ásgeirsson, formaður Miðbæjar-
samtaka Akureyrar. Hann varar
mjög við áframhaldandi þróun mála
á Gleráreyrum, þangað muni versl-
anir sækja, ekki aðeins í verslana-
miðstöðina sjálfa, það er þær versl-
anir sem hafi efni á því, heldur einn-
ig í iðnaðarhúsnæði í næsta ná-
grenni. Ingþór segir að með um-
ræddri breytingu sé áframhaldandi
þróun runnin úr höndum bæjaryfir-
valda. „Þau munu ekki geta haft
nein áhrif á það hvert menn munu
leita í framtíðinni. Bæjaryfirvöld eru
búin að taka þá ákvörðun að breyta
deiliskipulaginu, úr því að vera at-
hafnasvæði yfir í að vera verslunar-
svæði, og þá verður bærinn að upp-
fylla allar þær kröfur sem fylgja því.
Þá verður þetta að vera opið fyrir öll-
um þeim sem vilja koma.“
Kristján Þór Júlíusson segist ekki
hafa áhyggjur af því að bæjaryfirvöld
missi vald á þróun mála á Gleráreyr-
um. „Það er ekld neinum blöðum
um það að fletta að það er bæjar-
stjórn sem ber ábyrgð á skipulagi
þessa svæðis ennþá og það er ekkert
hægt að taka það vald úr höndum
hennar," segir Kiistján Þór. Hann
segir áframhaldandi þróun svæðis-
ins hins vegar fara eftir því hvernig
menn kjósa að haga málum, bæði
bæjarstjórn og kjörnir fulltrúar í
framtíðinni, sem og verslunar- og at-
hafnamenn í bænum. Hann undir-
strikar það að ekki sé ætlunin að
byggja upp nýjan miðbæ. „Mér vit-
anlega hefur ekld verið tekin nein
ákvörðun um slíkt hjá bæjarstjórn
Akureyrar og það eru getsakir einar
þegar verið er að tala um þaö. Eg
hins vegar var þeirrar skoðunar að
svona starfsemi væri betur komin
nær miðbænum heldur en hún er í
dag og nefndi þar meðal annars og
tók þátt í að ræða það af alvöru að
breyta aðalleikvangi Akureyrarbæjar
í lóð undir slíka starfsemi. Stað-
reyndin er sú að það var ekld pólitísk
samstaða um að gera það en vilji til
að greiða úr þessari beiðni og leita
annarra leiða. Þetta er niðurstaða
sem virðist vera þokkaleg sátt um.
Uppbygging „gamla“ miðbæjar-
ins
Ingþór Ásgeirsson bendir einnig á að
ekki aðeins miðbærinn muni líða
fyrir þessa þróun, heldur önnur
verslunarsvæði í bænum einnig.
Staðan sé sú, eins og til dæmis í
Hafnarfirði, þar sem svipuð þróun
hefur orðið, að hér verði of mörg
verslunarsvæði og ekkert þeirra beri
sig almennilega. Hér sé um annað
og meira að tefla en það eitt að
menn standi sig í samkeppninni.
„Það sem ég undirstrika og hef
nefnt á bæjarráðsfundi og við bæjar-
stjóra er að þeir verði að gera sér
grcin fyrir því að ef þeir ætla sér að
byggja upp miðbæinn eftir að þetta
er komið, þá mun þurfa að kosta
meiru til heldur en í alla þessa að-
gerð og það sem hefði þurft að gera
áður en þetta var ákveðið." Ingþór
bendir á að varla sé hægt að tala um
verð fasteigna í miðbænum því eng-
in viðskipti séu með slílcar til að
miða við.
„Við munum gera mjög harða
lu'öfu um það að Akureyrarbær taki
fullan þátt í uppbyggingu miðbæjar-
ins, sem er bráðnauðsynleg fyrir
hjarta bæjarins og að hér sé einhver
sál og að hér sé eitthvert aðdráttarafl
fyrir fcrðamenn og fyrir ráðstefnu-
hald og annað, þá verður þessi mið-
bær að vera til. Það verður að efla
hann með einum eða öðrum hætti
og við gerum fulla kröfij á að Akur-
eyrarbær taki þátt í því,“ segir Ingþór
Ásgeirsson formaður Miðbæjarsam-
taka Akureyrar.
FRÉTTIR
Guðbrandur Sigurðsson í hópi samstarfsmanna með gæðaverðlaunin.
ÚA fær verðlauit
Útgerðarfélag Akureyringa fékk í
gær afhent Gæðaverðlaun Cold-
water Seafood UK, dótturfélags
SH í Bretlandi. Þetta er f fyrsta
skipti sem verðlaunin eru veitt
en þau eru ætluð framleiðanda
sem náð hefur framúrskarandi
árangri í vöruvöndun og áreiðan-
leika í framleiðslu.
Coldvvater Seafood UK rekur
tvær fiskréttaverksmiðjur í
Grimsby þar sem framleiddar
eru fullunnar afurðir fyrir veit-
ingahúsamarkað og smásölu-
keðjur í Bretlandi. Meðal helstu
viðskiptavina eru MacDonalds
og Marks & Spencer. „ÚA hefur
verið mikilvægur samstarfsaðili í
markaðsstarfi okkar á undan-
förnum misserum og þegar tekin
var ákvörun um að efna til þess-
ara verðlauna var ÚA fyrsti kost-
ur. Framleiðendur á breska
markaðnum þurfa að mæta mjög
hörðuni kröfum bæði neytenda
og smásölukeðja og það hefur
ÚA gert með sóma,“ segir Helgi
Anton Eiríksson, innkaupastjóri
Coldwater Seafood UK, sem af-
henti verðlaunin. Sem dæmi um
hvert framleiðsluvörur ÚA fara
nefndi Helgi Anton að stærstur
hluti fiksrétta hjá McDonalds í
Bretlandi væri úr fiski frá ÚA.
AuMn ahersla á Bretlafids-
markað
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, veitti verð-
launagripnum viðtöku og sagði
þetta mikla viðurkenningu fyrir
starfsfólk félagsins. „Við höfum
verið að leggja aukna áherslu á
Bretlandsmarkað og því sérlega
ánægjulegt að uppskera árangur
erfiðisins með þessum hætti.“
Bj amarflag s v i rkj un
kyiint heimafóUd
Vatn frá virkjiminni
nýtt til jaxðbaða?
Landsvirkjun hélt á fimmtudag
opinn fund með íbúum Mývatns-
sveitar í félagsheimilinu Skjól-
brekku um mat á umhverfisáhrif-
um vegna fyrirhugaðrar Bjarn-
arflagsvirkjunar og kynni ein-
kenni verksins, bæði í máli og
myndum. Fulltrúar Landsvirkjun-
ar voru til svara milli kl. 17.00 og
21.00 og komu um 40 manns til
þess að fræðast nánar. Farið var i
vettvangsferð með lögboðnum
umsagnaraðilum, s.s. Náttúru-
vernd ríkisins og Heilbrigðiseftir-
liti ríkisins fyrir um mánuði síðan
en næsta skref verður sjálf skýrsl-
an.
Staðsetningarmöguleikar virkj-
unarinnar eru nokkrir, og segir
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, að
sérstaka athygli og hrifningu hafi
vakið að virkjunin skuli hönnuð
með það fyrir augum að aðgengi
ferðamanna verði gott, ekki bara
til þess að kynna virkjunina held-
ur einnig náttúru, umhverfi og
jarðfræði svæðisins, þ.e. samspil
nýtingar og náttúru. Þorsteinn
telur því að virkjunin geti tví-
mælalaust orðið góð viðbót við
ferðamennsku í Mývatnssveit-
inni.
„Þarna er mjög merkileg stofn-
un sem heitir Baðfélag Mývetn-
inga og menn liafa fullan hug á
því að hyggja þarna jarðböð og
nýta þá hluta vatnsins sem kemur
frá stöðinni í þá starfsemi. Ekki á
að endurtaka Bláa lónið við
Grindavík þarna heldur byggja á
mývetnskri hefð,“ segir Þorsteinn
ITiimarsson. — GG
77 heimlli sjá t-kki RUV
Hjálmar Jónsson og 10 aðrir
þingmenn úr öllum flokkum
hafa lagt fram þingsályktunartil-
lögu um að fela ríkisstjórninni
að láta gera framkvæmdaáætlun
um uppbyggingu dreifikerfis
Rfkisútvarpsins þannig að öll
heimili í landinu nái sjónvarps-
útsendingum þess fyrir árslok
árið 2000.
I greinargerð með tillögunni
segir meðal annars að sjónvarps-
menningin sé hluti af alþjóða-
menningu síðari hluta þessarar
aldar. Ríkissjónvarpið hafi verið
stofnað 1966, cn nú sé sjón-
varpað á mörgum stöðvum, jafn-
vel allan sólarhringinn, og stöðv-
unum IJölgar sí-
fellt. „Þrátt fyrir
þessa hröðu
þróun eru enn,
33 árum síðar,
77 heimili á Is-
landi sem alls
ekki ná sjón-
varpssending-
um Ríkisút-
varpsins. Dreifi-
kerfið nær því -----------
miður ekki til
allra landsmanna. Þessi staða er
óviðunandi og snertir alla lands-
menn. Mismunun fólks eftir bú-
setu er hér auðsæ. Því hlýtur það
að vera kappsmál þjóðarinnar að
Hjálmar
Jónsson.
allir landsmenn njóti sjálfsagðra
þæginda 20. aldar um það bil
sem 21. öldin gengur í garð.
Lauslegt mat á kostnaði við
þetta verkefni er samkvæmt
upplýsingum frá tæknideild
RUV allt að 230 milljónir
lcróna.“
I greinargerðinni segir og:
„Það hlýtur að vera metnaðar-
mál þjóðarinnar að allir sitji við
sama borð og enn fremur er það
ein meginforsendan fyrir ríkis-
sjónvaqri að ekki sé um lokaða
dagskrá að ræða heldur sé hún
opin öllum landsmönnum, óháð
búsetu og efnahag." — FÞG