Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 10
10 -FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 rD^tr SMflflUGL YSINGflR Til sölu___________________________ Daudz 40.05 dráttarvél(/Diskasláttur- vél Krone vinnslubreidd 240 cm árg. 1997. Stoll stjörnurakstrarvél árg. 1997. Upplýsingar í sima 453-6553, Halldór. VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS Kirkjustarf________________________ Glerárkirkja Opið hús í dag fyrir mæður og börn frá kl. 9-12. Jólasamvera, allir koma með pakka og jólasveinninn kemur í heimsókn. Ökukennsla Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Utvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, Þingvallastræti 18, heimasími 462-3837, GSM 893-3440. www.visif.is FYRSTUR MEG FRÉTTIRNAR Aðalfundur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis Aðalfundur neytendafélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn í húsnæði félagsins að Glerárgötu 20 mánudaginn 13. desember kl. 20:30. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Frumsýning á íslandi Halti Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh Leikstjóri Hallmar Sigurðsson Föstudaginn 10. desember kl. 20:30 Laugardaginn 11. desember kl. 16:00 Miðasaia í sfma 462 1129 r r BIO Fímmtud. 1(1. 21 & 23 | M I f' l £ Síöasta sýning Fimmtud. Fimmtud. kl. 23 kl. 21 m oeuv: ,, m . * / D I 0 I T Al DICITAI nýjfl bío “f RÁÐHÚSTORGI nnnisiTi D I G I T A L I HX SÍMI 461 4666 kl. 16:10,18:35,21og 23:30 Sýndkl. 19og21 8.i.14ára Sýndkl.23 kl. 16:50 m/fsl.tali HVAB EB Á SEYBI? INKAHÚFA OG INKASJÖL La Paz f Bólivíu liggur í 3.600 m. hæð yfir sjávarmáli. Þaðan kem- ur mikið af handunnum vörum sem indíánakonur hafa lagt heil- milda vinnu í, má þar nefna sjöl, sem eru auk þess þjóðfélagsstöðu- tákn kvenna þar í fjöllum, því fegurra sem sjalið er því betri þjóðfé- lagsstöðu er konan í. Aðferðin við saumaskapinn er upphaflega komin frá Spánverjum en hefur síðan blandast stíl innfæddra. Inkahúfurnar eru handprjónaðar úr lamaull og upprunnar í fjalla- héruðum Perú og Bólivíu. Inkahúfurnar eru gamlar og fengnar not- aðar úr Andesfjöllum. Sýning á gömlum Inkahúfum og handunnum sjölum verður dagana 9. til 13. desember í sýningarglugga Sólhofsins að Laugavegi 28. La Paz í Bólivíu. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Trúin flytur Ijöll Elísabet Haraldsdóttir sýnir fjöll og fjallabrot úr Ieir í Lista- sal Man, Skólavörðustíg 14. Elísabet stundaði nám í Mynd- lista - og handíðaskóla Islands, og í listaháskólanum í Vínar- borg og lauk þaðan námi árið 1976. Eftir nám og störf er- lendis fluttist hún að Hvann- eyri í Borgarfirði. Þar hefur hún unnið að listsköpun sinni í náinni snertingu við óbyggðir og fjallendi héraðsins, sem kemur sterkt fram í verkum hennar. Þessi fjaliasýn er því megininntak sýningarinnar sem ber heitið : Trúin flytur fjöll... Sýningin verður opin á versl- unartíma út árið. Jól í Listakoti TextíLl, grafík, leir og gler, gnótt af myndlist boðið er. Jólasýning Gallerí Listakots, sem er jafnframt síðasta mynd- listarsýningin haldin í sölum Listakots stendur nú yfir. Að sýningunni standa meðlimir Gallerís Listakots og sýna þær að þessu sinni textíl og graf- íkverk, málverk, íkona, keramik og glerverk. Allir eru velkomin- ir í jólastemninguna í Lista- koti. Sálin ótengd Sálin hans Jóns míns sendi ný- lega frá sér tónleikaplötuna „12. ágúst '99“. Efni plötunnar var hljóðritað á tónleikum, hvar sveitin lék „órafmagnað", sem svo er kallað. Sálarmenn hafa ákveðið að blása til óraf- magnaðra útgáfutónleika í Bíó- borginni í kvöld. Lrekar óvana- leg hljóðfæri fylgja sveitnni í kvöld en þá verður leikið á marimbu, víbrafón, tabla, harmonikku, sítar, kontrabassa og ýmiskonar slagverkshljóð- færi. Lorsala miða er í verslun- um Skífunnar í Kringlunni og á Laugavegi 26. En í dag verður miðasala frá klukkan 16:00 í Bíóborginni. LANDIÐ Aðventukvöld í Svalbarðs- kirkju f kvöld verður aðventukvöld í Svalbarðskirkju á Svalbarðs- strönd og hefst það kl. 20.30. Kikrjukór Svalbarðs- og Lauf- áskirkju syngur. Börn úr Valsárskóla flytja helgileik. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og lesin verður jólasaga. ■ FRA DEGI TIL DflGS FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 333. dagur ársins, 22 dagar eftir. Sólris kl. 11.04, sólarlag kl. 15.41. Þau fæddust 9. desember • 1 594 fæddist Gustav II Adolf Svíakon- ungur. • 1608 fæddist enski skáldjöfurinn John Milton. • 1905 fæddist Guðmundur L. Frið- finnsson skáld á Egilsá. • 1911 fæddist Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fisk. • 1915 fæddist þýska sópransöngkonan Elisabeth Schwarzkopf. • 1916 fæddist bandaríski Ieikarinn Kirk Douglas. • 1919 fæddist bandaríski ljósmyndar- inn Roy DeCarava. • 1929 fæddist bandaríski kvikmynda- Ieikstjórinn og leikarinn John Cassa- vetes. • 1946 fæddist Hermann Gunnarsson skemmtikraftur. Þetta gerðist 9. desember • 1749 var Skúli Magnússon skipaður landfógeti, íyrstur Islendinga. • 1843 lét maður að nafni llenry Cole búa til fyrstu jólakortin. • 1917 hertóku Bretar Jerúsalem, en þá stóð fyrri heimsstyrjöldin yfir. • 1926 brunnu sjö hús á Stokkseyri, en ekkert manntjón varð. • 1961 var nasistinn Adolf Eichmann fundinn sekur um stríðsglæpi og hlaut dauðadóm. • 1963 var framleiðslu Studebaker bif- reiða hætt. • 1990 sigraði Lech Walesa í forseta- kosningum í Póllandi. • 1992 skýrðu Karl prins og Díana frá því að þau ætluðu að skilja, en skiln- aðurinn gekk í gildi 1996. Vísa dagsins Allir segja ómagi, að ég sé og letingi, en mérfinnst það óþarfi, ef ég held mér vakandi. Hajia Eyjólfj»d,óttir Afmælisbam dagsins Hermann Gunnarsson, dagskrár- gerðarmaður, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946. Hann er uppalinn á Hlíðarenda og byrjaði ungur að spila knattspyrnu og handknattleik með Val, var um skeið blaðamaður og auglýsingastjóri hjá Vísi. Hann var síðan atvinnumaður í knattspymu með Eisenstadt í Austurríki. Hann spilaði með landsliðinu bæði í hand- knattleik og knattspyrnu. Hermann varð kunnur íyrir fjörugar íþróttalýs- ingar sínar og síðar hefur hann stjórnað vinsælum þáttum í sjón- varpi og útvarpi. Það er ómögulegt að hanna svo fullkom- ið kerfi að enginn þurfi að vera góður. T. S. Eliot Heilabrot Töluna 16 er sem kunnugt er Iíka hægt að skrifa svona: „4 x 4“, eða svona: „4 + 4 + 4 + 4“. En það er líka hægt að skrifa töluna 15 með því að notast eingöngu við tölustaf- inn 4, jafnvel þótt 4 gangi ekki upp í 1 5. Þú mátt nota + og - að vild, og sömuleiðis margföldun og deilingu. En þú mátt ekki nota tölustafinn 4 oftar en fjórum sinnum. Lausn á síðustu heilabrotum: Teningur Veffang dagsins Fjarskóli Langföruls er skemmtilegt vefset- ur á íslensku fyrir krakka, sérstaklega ætlað íslenskum krökkum sem eru búsettir er- lendis. En þarna Ieynist ýmislegt sem krakkar á Islandi hefðu líka gaman af að skoða: hera.algonet.se/~gangIeri/fjar- skoli.html

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.