Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 12
12 - FIMMTUDAGUH 9. DESEMBEH 1999
ERLENDARFRETTIR
Rússum hótað
refsiaðgerðuin
Rússnesk stjómvöld
segjast ekki hafa
lengt frestinn, sem
íbúum Grosní var
gefinn.
Sameinuðu þjóðrinar, Evrópu-
ráðið og Oryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu vara Rússa
eindregið við því að gera alvöru
úr þeirri hótun sinni að leggja
Grosní, höfuðborg Téténíu, í
rúst og tortíma öllu fólki sem
þar kann að vera eftir að frest-
ur, sem Rússar settu íbúum
borgarinnar, rennur út á laug-
ardag. Þetta kemur fram í sam-
eiginlegri yfirlýsingu frá þess-
um þremur alþjóðastofnunum.
Þýskaland, sem er stærsti
lánardrottinn Rússa, hefur enn
fremur sagt að ólíklegt sé að
nokkur lán verði greidd til
Rússa meðan Téténíustríðið
heldur áfram að harðna. Ger-
hard Schröder, kanslari Þýska-
lands, sendi bæði Boris Jeltsín
forseta Rússlands og Vladimír
Pútín forsætisráðherra orð-
sendingu þar sem hann krefst
þess að lokafrestur sá sem íbú-
um Grosnf var gefinn verði
tekinn til baka.
Þá sagðist Romano Prodi,
forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, í gær
vilja að það verði tekið til um-
ræðu á leiðtogafundi ESB í
Helsinki nú í lok vikunnar
hvort leggja eigi refsiaðgerðir á
Rússland vegna Téténíustríðs-
ins. A mánudaginn fordæmdi
Prodi framferði Rússa í Tétén-
Rússar segjast hafa náó Urus-Martan á sitt vald í gær eftir haröa bar-
daga.
íu, og þá sérstaklega frestinn
sem Rússar gáfu íbúum Grosní
til þess að koma sér burt úr
borginni áður en hún yrði lögð
í rúst.
Rússar báru í gær til baka
fréttir vestrænna sjónvarps-
stöðva um að þeir hefðu lengt
frestinn, sem Grosníbúar hafa
til þess að yfirgefa borgina.
Hins vegar milduðu þeir orða-
lagið nokkuð og sögðu hótun-
ina einungis hafa beinst að
skæruliðum, ekki óbreyttum
borgurum.
Rússar tilkynntu borgarbú-
um sfðastliðinn mánudag að
þeir, sem ekki hefðu komið sér
burt á laugardaginn, myndu
teljast vera glæpahyski og
hryðjuverkamenn og þar af
leiðandi réttdræpir í hernaði
Rússa gegn íslömskum skæru-
liðum.
Rússneski herinn hefur
haldið uppi nánast stöðugum
árásum á borgina undanfarið
og íbúar borgarinnar varla þor-
að út fyrir dyr, hvað þá að
koma sér á brott frá borginni.
, Rússneski herinn segist hafa
náð borginni Urus-Martan á
sitt vald, en harðir bardagar
hafa verið þar síðustu daga. Að
mati rússneska hersins voru
um það bil 2000 íslamskir
skæruliðar í borginni, en þeir
munu nú hafa yfirgefið Urus-
Martan. Þar í borg hafa helstu
bækistöðvar skæruliðanna ver-
ið.
Madeleine
Aibright.
HEIMURINN
Albii ght segist bjartsýn
ISRAEL - Madeleine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði ísraelsmenn og Sýrlendinga
hafa komíst vel áleiðis í áttina að friðarsamkomu-
lagi, en hún var þá komin til Jerúsalem eftir að hafa
hitt ráðamenn Sýrlands ojg Israels að máli. Ehud
Barak, forsætisráðherra Israels, tók undir þetta
með henni. Jafnframst sögðust þau bæði bjartsýn á
að Ísraeísmönnum og Palestínumönnum myndi
takast að standa við áætlun sína um að ljúka samn-
ingum innan rúmlega tveggja mánaða. Palestínu-
menn slitu hins vegar öllum viðræðum við Israels-
menn á mánudag og kreljast þess að allri uppbyggingu á landnáms-
svæðum ;í Vesturbakkanum verði hætt áður en áfram verður haldið.
Tiulíian liggur fyrir dauðanum
KRÓAI ÍA - Allt bendir til þess að Franco Tudjman, forseti Króatíu,
eigi skammt eftir ólifað. Læknar sögðu í gær að ástand hans væri mjög
alvarlegt, en hann hefur tvisvar gengist undir aðgerð á þörmum frá því
í nóvemberbyrjun. Allt stjómskipulag í Króatíu miðast mjög við sterkt
forsetavald Tudjmans, en fyrir bálfum mánuði Iýsti þing landsins því
yfir að hann væri óhæfur til að stjórna landinu vegna bágrar heilsu.
Svindlað í New York
BANDARIKIN - Tugir kennara og noklu-ir skólastjórar í New York
hafa orðið uppvísir að því að láta nemendum sínum fyrirfram í té svör
við prófum í nokkrum fögum, meðal annars í ensku og stærðfræði.
Þetta er viðamesta prófasvindl sem vitað er um í bandarískum skól-
um, og hefur þctta verið stundað um fimm ára skeið. Ástæðan er sú
að skólar í New York eru undir miklum þrýstingi um að standa sig í
samkeppni við aðra skóla. Meðal annars er fjárhagsstaða þeirra kom-
in undir því hversu vel nemendum gengur á prófi.
Sjálfsmorð
líklegt
Rannsóknarmenn, sem hafa
nú um nokkurt skeið haft til
nánari skoðunar upptökur úr
flugstjórnarklefa egypsku þot-
unnar sem hrapaði út af aust-
urströnd Bandaríkjanna í lok
október, telja enn mestar lfkur
á því að annar flugstjóra vélar-
innar hafi vísvitandi steypt vél-
inni í hafið og þar með bæði
framið sjálfsmorð og grandað
öllum sem um borð voru. Þó
segjast þeir eiga eftir að bera
nánari kennsl á þær raddir sem
heyrast á upptökunni þannig
að ljóst verði nákvæmlega hver
sagði hvað.
Sjálfsmorðstilgátan hefur
vakið milda reiði í Egyptalandi
allt frá því hún kom fyrst fram,
en þar í landi eiga menn ákaf-
lega erfitt með að leggja trúnað
á að trúaður múslimi hafi
framið slíkan verknað.
Stórt björgunarskip hóf á
þriðjudag tilraunir til að bjarga
af hafsbotni flaki flugvélarinn-
ar og líkamsleifum þeirra sem
fórust.
Með egypsku þotunni fórust
alls 217 manns, allir sem um
borð voru, en vélin var á leið-
inni frá New York til Egypta-
lands. Vélin, sem var af gerð-
inni Boeing 767, hrapaði
skyndilega í hafið skömmu eft-
ir flugtak frá New York.
ÍÞRÓTTIR
Stuð á Stjömuimi
Stjarnan úr Garðabæ sigraði ís-
lands- og bikarmeistara Aftureld-
ingar í annað sinn á skömmum
tíma þegar liðin mættust í 8-Iiða
úrslitum Bikarkeppni HSÍ í
íþróttahúsinu Ásgarði í fyrra-
kvöld. Leikurinn var ekki síður
skemmtilegur og spennandi en
leikur liðanna Mosfellsbæ fyrir
tíu dögum, þegar Stjarnan vann
Aftureldingu 24-27 í deildar-
keppninni
Stjarnan byrjaði miklu betur í
leiknum í fyrrakvöld og náði mest
fjögurra mark forskoti sem hélt
lengst af í fyrri hálfleik, en staðan var 14-10 í hálfleik. Mosfellingar
byrjuðu betur í seinni hálfleik og tókst að jafna leikinn í 14-14 og kom-
ast yfir í 18-19 þegar leið á hálfleikinn.
Mikil spenna var á lokakaflanum og þegar um það bil ein mínúta var
til leiksloka og staðan 22-21 fékk Afturelding gott tækifæri til að jafna
eftir að leiktöf var dæmd á Stjörnuna. Góður markvörður liðsins, Birk-
ir Guðmundsson, gerði sér þá lítið fyrir og varði dauðafæri frá Gintas.
Stjarnan hélt í sókn og aftur var dæmd leiktöf þegar 1 5 sekúndur voru
til leiksloka, sem var of stuttur tími fyrir bikarmeistarana og eins marks
sigur Stjörnunnar því staðreynd. Hjá Stjörnunni var Birkir markvörð-
ur bestur og varði alls 17 skot, þar af 10 í seinni hálfeik. Einnig voru
þeir Hilmar Þórlindsson og Arnar Pétursson góðir, en Arnar var marka-
hæstur með 6 mörk og Hilmar næstur með 5/1. Hjá Aftureldingu bar
mest á Magnúsi Má Þórðarsyni og var hann markhæstur þeirra með 5
mörk. Bjarki Sigurðsson meiddist í leiknum og var ekkert með eftir
miðjan seinni hálfleik, eftir að hafa verið klipptur út lengst af leiksins.
Stjörnutemmning eftir sigurinn
gegn Aftureldingu.
Fjórða heimatap ísfírðinga í röð
Urvalsdeildarlið KFI í körfubolta tapaði enn einum heimaleiknum,
þegar Þór frá Akureyri kom í heimsókn til Isafjarðar í fyrrakvöld. Þeir
hafa þar með spilað fjóra heimaleiki í deildinni og tapað þeim öllum,
en unnið tvo á útivöllum, gegn ÍA og Skallagrími. Sigur Þórsara var þó
naumur, því aðeins eitt stig skildu á milli þegar flautað var til leiksloka
og varð lokastaðan 89-90. Isfirðingar höfðu frumkvæðið framan af leik
og höfðu náð fjögurra stiga forystu í hálfleik 43-39. I seinni hálfleik
skoruðu ísfirðingar svo fyrstu fjögur stigin áður en Þórsar komust í
gang, en þá kom góður leikkafli hjá gestunum, sem skilaði þeim foryst-
unni um miðjan hálfleikinn. Isfirðingar létu þó ekki slá sig út af laginu
og komust aftur inn í leikinn og höfðu komist stigi yfir, áður en Þórs-
arar sigldu framúr á Iokamínútunum.
Hjá KFI var Clifton Bush bestur og stigahæstur með 29 stig og nýr
leikmaður, Vinco Pathais, sýndi góð tilþrif og skoraði 21 stig. Halldór
Kristinsson átti líka góða spretti og skoraði 17 stig.
Bestir hjá Þór voru þeir Daniel Spillers sem var stigahæstur með 29
stig og Oðinn Ásgeirsson og Magnús Helgason, sem spiluðu mjög vel í
seinni hálfleiknum. Magnús var næst stigahæstur með 20 stig og Oð-
inn skoraði 1 5.
Eggjameistaramir lögðu
íslandsmeistarana
Á mánudag fór f'ram á Sauðárkróki leikur „eggja, elds og ísa“ þegar ís-
landsmeistarar Kcflvíkinga heimsóttu Eggjabikarmeistara Tindastóls á
Krókinn. Stólarnir tóku Suðurnesjaliðið engum vettlingatökum og
unnu sannfærandi íjórtán stiga sigur, 93-79, eftir að staðan var 52-43
í hálfleik. Þetta er annar sigur Tindastóls á meisturunum á stuttum
tíma, því þeir sigruðu þá einnig í úrslitaleik Eggjabikarsins í síðasta
mánuði.
Stólarnir sýndu það í leiknum að þeir eru nú með eitt besta liðið í
deildinni og sigurinn var nokkuð öruggur allan leikinn ef frá eru taldir
tveir leikkaflar í sitt hvorum hálfleiknum. Eftir að Tindastóll hafði náð
þægilegri forystu í upphafi leiksins náðu Keflvíkingar að jafna leikinn
og komast yfir um miðjan hállleikinn, en lengra komust þeir ekki að
sinni, fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn að þeir náðu aftur inn-
komu í leikinn og komust einu stigi yfir. En lengra komust þeir ekki og
Stólarnir sigldu örugglega yfir með góðum leik á lokakaflanum. Það
skipti mildu fýrir Keflvíldnga á lokakaflanum að Chianti Robert þurfti
að yfirgefa völlinn með fimm villur, eftir að hafa sýnt góðan leik það
sem af var seinni hálfleiks.
Þeir Shawn Mayers og Kristinn Friðriksson voru bestir hjá Tindastóli
og var Mayers stigahæstur með 21 stig, en Kristinn næstur með 18.
Hjá Keflvíkingum skoraði Magnús Gunnarsson mest, eða 21 stig og
Roberts var næstur með 17.
Úrslit leikja í gærkvöld
Handbolti
Bikarkeppni karla
(8-liða lirslit)
HK - ÍR 29-26
Grótta/KR - Víkingur 31-32
Valur - Fram 19-22
Fótbolti
Meistaradeild Evrópu:
Barcelona - Sparta Prag 5-0
Porto - Hertha Berlin 1-0
Bordeaux - Fiorentina 0-0
Man. United - Valencia 3-0
Leitór í kvöld
Körfubolti
Urvalsdeild karla
Kl. 20.00 Skallagrímur - Njarðvík
Kl. 20.00 UMFG - KFÍ
Kl. 20.00 Keflavík - ÍA
Kl. 20.00 KR - Hamar
KI. 20.00 Haukar - Snæfell
Úrvalsdeild kvenna
Kl. 18.00 KR - Keflavík
I. deild karla
Kl. 20.15 ÍS-ÞórÞorl.