Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 - 11
Thgpr
■a dagskrá
Sálin í lok 20 aldar
í kvöld kl. 20.00
verður sálin í for-
grunni á Súfistan-
um, bókakaffi í
verslun Máls og
menningar Lauga-
vegi. Þar les Sæ-
unn Kjartansdóttir úr bók sinni
Hvað gengur fólki til? - Leit sál-
greiningar að skilningi, Anna
Valdimarsdóttir les úr bók sinni
Leggðu rækt við sjálfan þig,
Sverrir Hólmarsson les úr þýð-
ingu sinni á Kortlagningu hug-
ans eftir Ritu Carter og einnig
verður lesið úr bókinni I róti
hugans saga af æði og örvænt-
ingu eftir Kay Redfield Jamison.
Fyrirlestur uni þjóðsögur fyrr
og nú
í kvöld kl. 20.30 heldur sænski
þjóðháttafræðingurinn og rit-
höfundurinn Rengt af Klintberg
fyrirlestur í Norræna húsinu á
sænsku sem hann nefnir
Folkságner förr och nu - þjóð-
sögur fyrr og nú.
Fyrirlesturinn er á vegum Kon-
unglegu GústavAdóIfs akadem-
íunnar í Uppsölum og er hinn
þriðji í röð fyrirlestra á þessu
hausti. Rengt af Klintberg er
félagi í akademíunni.
Lögformlegt umhverfismat
í dag kl. 13:00 mun Harpa Arn-
ardóttir leikkona lesa Ijóð á
Austurvelii. Það er Ijóðahópur-
inn og áhugafólk um verndun
hálendisins scm stendur fyrir
upplestrinum og vill með ljóða-
lestrinum minna alþingismenn
á sína ábyrgð gagnvart afkom-
endum okkar og mótmæla því
að óviðjafnanlegri náttúru ís-
lands sé fórnað í þágu stóriðju.
Ekki síst í Ijósi þeirra upplýsinga
seni fram hafa komið á síðustu
dögum. Fólk er hvatt til að
mæta á Austurvöll og sýna
stuðning sinn í verki og skrifa
undir áskorun til stjórnvalda
um að Fljótsdalsvirkjun verði
sett í lögformlegt umhverfismat.
■krossgátan
Lárétt: 1 þróttur 5 hlýjar 7 sofa 9 alltaf
10 tilkall 12vondu 14 látbragð 16skop
17 sparsöm 18 beita 19nudd
Lóðrétt: 1 geðfelld 2 hlust 3 helsi 4 skraf
6 efnaður 8 leifar 11 ávöxtur 13 hamingju
15 sjón
» B 7 a 10 ■ H 6
■p2 ■ 3 -■
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt: 1 prís 5 viðja 7 stag 9 ár 10 terta
12 iður 14æsa 16ami 17 troll 18ham
19 lak
Lóðrétt: 1 pest 2 ívar 3 sigti 4 Ijá 6 argri
8 úrgang 11 aldin 13 láni 15sýn
■gengib
Gengisskráning Seölabanka fslands
8. desember 1999
Dollari 71,83 72,23 72,03
Sterlp. 116,75 117,37 117,06
Kan.doll. 48,58 48,9 48,74
Dönsk kr. 9,897 9,953 9,925
Norsk kr. 9,05 9,102 9,076
Sænsk kr. 8,57 8,62 8,595
Fínn.mark 12,3755 12,4525 12,414
Fr. franki 11,2174 11,2872 11,2523
Belg.frank. 1,824 1,8354 1,8297
Sv.franki 45,99 46,25 46,12
Holl.gyll. 33,3895 33,5975 33,4935
Þý. mark 37,6214 37,8556 37,7385
ít.llra 0,038 0,03824 0,03812
Aust.sch. 5,3474 5,3807 ■ 5,364
Port.esc. 0,3671 0,3693 0,3682
Sp.peseti 0,4422 0,445 0,4436
Jap.jen 0,7003 0,7049 0,7026
Irskt pund 93,4285 94,0103 93,7194
GRD 0,224 0,2255 0,2247
XDR 99 99,6 99,3
XEU 73,58 74,04 73,81
FRÉTTIR
Átaksnefnd um endurnýtingu er í burðarliðnum hjá umhverfisráðuneyti. Endurvinnstan á Akureyri á i vanda vegna
birgðasöfnunar og því fara verðmæti beint á haugana eins og stendur. - mynd: brink
Sorpið flokkað
fynr haugana
Flokkaður pappír
beint á haugana á Ak-
ureyri. Unuið að nýj-
ungum, iLiiiliveriis
gjald nauðsynlegt.
Átaksnefnd uin endur-
nýtingu í burðarliðn-
um.
„Við förum ábyggilega ekkert af
stað fyrr en eftir áramót með
kubbaframleiðsluna," segir
Gunnar Garðarsson hjá Endur-
vinnslunni á Akureyri, en eins og
stendur fer nánast allur pappír
svo sem dagblöð, mjólkurfernur
og fleira sem fólk flokkar frá öðru
sorpi ekki í endurvinnslu heldur
beint á haugana. Gríðarlegar
birgðir söl'nuðust upp hjá fyrir-
tækinu í sumar, en að sögn
Gunnars hefur eitthvað gengið á
þær en þó hægt. Gunnar segir
það vissulega sorglegt að geta
ekki nýtt allan þennan flokkaða
pappír en Endurvinnslan hafi
ekki efni á þvf frekar en önnur
fyrirtæki að tapa endalaust.
Umhverfisgjald nauðsynlegt
I viðtali við Dag í sumar sagðist
Gunnar hinda töluverðar vonir
við nýjan umhverfisráðherra varð-
andi einhvers konar umhverfis-
gjald, sem sé f raun forsenda þess
að endurvinnsla pappírs sé fram-
kvæmanleg. Gunnar segist enn
vongóður því unnið sc að þessum
málum í ráðuneytinu og víðar.
Hann segir nauðsynlegt að flokk-
un og endurvinnsla pappírs og
plasts komist í sama horf og
spilliefnin, með umhverfisgjaldi
sem nýtist endurvinnslunum.
Gunnar hvetur fólk til að leggja
ekki árar í bát, heldur halda
áfram flokkun sorps, því fyrirtæk-
ið rói að því öllum árum að koma
vinnslunni af stað aftur. Meðal
þess sem vonast er til að skili ár-
angri að sögn Gunnars er sam-
starf fyrirtækisins við Iðntækni-
stofnun og Járnblendiverksmiðj-
una um ákveðin tilraunaverkefni.
Átaksnefiid uiii endurnýtingu
Strax eftir áramótin mun taka
til starfa á vegum unihverfisráðu-
neytisins „Ataksnefnd um endur-
nýtingu". Meðal verkelna nefnd-
arinnar er að koma með tillögur
um bætta nýtingu úrgangsefna
þar sem hugað verði að hagræn-
um hvötum til að draga úr urðun
sorps, ásamt ýmsu fleiru. Ætlun-
in er að sérstakur starfsmaður
muni koina að verkefninu, enda
cr gríðarlega mikilvægt að skapa
heildarstefnu hér á landi um
meðhöndlun úrgangs.
Einar Sveinbjörnsson, aðstoð-
armaður umhverfisráðherra, segir
reynsluna af framkvæmd skila-
gjalds á drykkjarvöruumbúðir og
spilliefna vera mjög góða, um það
séu flestir sanimála. „Eg tel mjög
líklegt að þessi hópur komi til
nieð að horfa nijög til þessara
tveggja framkvæmda og skoða
hvort ekki niegi útvíkka þessar
reglur yfir aðra flokka, til dæmis
pappírinn eða annað sorp sem
hægt er að vinna einhver verð-
mæti úr,“ segir Einar. Hann
bendir á að málið snúist ekki ein-
göngu um það hvaða efni við vilj-
um forðast að fá út í jarðveginn
við urðun, heldur einnig um
sköpun verðmæta og þar liggi
margir möguleikar í endurvinnsl-
unni, hvort sem um ræðir pappír,
plast, brotajárn eða ýmislegt ann-
að.
„Það þarf að gæta að því að þau
endurvinnslu- og úrgangsfyrir-
tæki sern eru að sinna þessum
málum hafi fjárhagslegan grund-
völl og ríkisvaldið þarf með sinni
lagasetningu og reglum að tryggja
það því annars gerist ósköp fátt,“
segir Einar Sveinbjörnsson. — 111
Sýsliunaóur óttalaus
„Það er alvitlaust og úr öllu sam-
hengi að halda því fram að ég
sem sýslumaður sé að fara fram á
heimild lýrir stöðu yfirlögreglu-
þjóns með aðsetur á Egilsstöðum
af ótta við svokölluð græn
hryðjuverk. Hvað hugsanlegar
mótmælaaðgerðir varðar þá segi
ég eins og ég hef áður sagt í
Degi, að ég óttast ekki svo mjög
að upp komi mótmæli og eigna-
spjöll, en að best sé að vera við-
búinn öllu,“ segir Lárus Bjarna-
son, sýslumaður á Seyðisfirði.
Ríkistjölmiðlar greindu í fyrra-
dag frá ósk Lárusar um yfirlög-
regluþjónsstöðu á Eskifirði og að
í hréfi hans til Ríkislögreglu-
stjóra væri meðal annars höfðað
til mögulegra „grænna hryðju-
verka“.
Lárus scgir rétt, að af mörguni
rökum fyrir stöðunni, sem hann
barðist fyrst fyrir árið 1993, væri
í síðasta lið af mörgum tínt til að
hætta á „grænurn hryðjuverkj-
um“ myndi aukast með Fljóts-
dalsvirkjun. „Þetta var sett fram
meira í garnni en alvöru, því við
höfum heimild til að flytja lið á
milli lögregluumdæma þegar
þurfa þykir og rökin því veik. Hitt
er annað mál að umsvifin geta
aukist vegna virkjunarinnar, ekki
bara vegna hugsanlegra hryðju-
verka, heldur má ekki gleyma
löglegum og friðsamlegum mót-
mælum," segir Lárus. — FÞG
Krefjast skýrmga á laimahækkun
Kennarar við Tónlistarskólann á
Akureyri sendu frá sér ályktun í
gær vegna launamála og krefjast
skýringa á hækkunum launa bæj-
arfulltrúa. I ályktun kcnnaranna
segir: „Fundur kennara við Tón-
rr(Iji^t^rs!ý<51ajnn haldinn 8. desem-
ber 1999 lýsir furðu sinni á þeim
vinnubrögðum bæjarfulltrúa að
hækka laun sín um tugi prósenta
með.þeim rökum að verið sé að
leiðrétta þau til samræmis við
laun bæjarfulltrúa annarsstaðar.
:Kráfti;kenríára ýið Tónlistarskól-
ann á Akureyri frá í vor um sam-
bærilega hækkun Iauna til jafns
við aðra kennara í bænum var
hunsuð og stendur því enn
óbreytt. Fara kennarar Tónlistar-
skólans fram á útskýringu bæjar-
fhlllrúa á jiessu háttálagi sínu.“
iW'j,Ms£Nfc|Yl Ffcftfe! f
í!
(JlJ
lilllll
UlMuÍI I ilíli
IU
LDMriLih.lFlhnl.ii
LEIKFELA6 AKUREYRAR
Miðasala: 462-1400
IBLE SSUfli
JOLAFRUMSYNING
-eftir Arnmund Backman.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni
Tryggvason, Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir,
Saga Jónsdóttir, Sunna Borg,
Sigurður Karlsson, Snæbjörn
Bergmann Bragason, Vilhjálmur
Bergmann Bragason, Þórhallur
Guðmundsson, Práinn Karlsson.
Leikmynd og búningar: Hlin
Gunnarsdóttir
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðstjórn: Kristján Edelstein
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Frumsýning föstud.
17. des. kl. 20.00 uppselt
2. sýn. laugard. 18. des
kl. 20.00 örfá sæti laus
sunnud. 19. des. kl. 16.00
þriðjud. 28. des. kl. 20.00
miðvikud. 29. des. kl. 20.00
fimmtud. 30. des. kl. 20.00
GJAFAKORT -
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Gjafakort í leikhúsið
er skemmtileg jólagjöf
Peir sem voru svo
elskulegir að senda
okkur klukkustrengi
geta nálgast þá á
miðasölutíma í
leikhúsinu.
ÍLil.ilijúilnlirlit.M.niijTrii i|
I inlnlnl LlJ EligEEil|
ILEIKFELA6 AKUREYRARI
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaqa.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Kortasalan í fullum gangi!