Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 1
Kemutölusöfnim
í bankasölunni
Alþingi samþykkti í
gær fnunvarp ríkis-
stjómarínnax um
bankasöluna, sem
hefst á midvikudag.
Skiptar skoðanir em
um aðferðina. Reikn-
að er með kennitölu-
söfnun á ný.
Mikil umræða hefur verið um
sölu ríkisins á 15% hlutum í Bún-
aðarbanka og Landsbanka. Um-
ræða um lagafrumvarp, sem
heimilar söluna, var fjörug á
þinginu í vikunni og sýndist þar
sitt hverjum. Helst var gagnrýnt
af hálfu stjórnarandstöðunnar að
verið væri að selja bankana á
undirverði. Frá fjármálamarkaðn-
um hefur síðan heyrst sú gagn-
rýni að gengi bréfanna sé of hátt.
Frumvarpið var
staðfest í gær á
Alþingi og salan
hefst næsta
miðvikudag.
Henni á að vera
lokið tveimur
dögum síðar,
eða föstudaginn
17. desember,
þannig að hama- Olafsson.
gangurinn verð-
ur mikill hjá fjárfestum í næstu
viku. Líklegt er talið að kenni-
tölusöfnun eigi sér stað aftur, Iíkt
og gerðist með fyrstu einkavæð-
ingu ríkisbankanna í fyrra.
Smá jólabónus
Jafet Olafsson hjá Verðbréfastof-
unni sagðist í samtali við Dag
reikna með einhverri kenntölu-
söfnun í tengslum við sölu á 15%
hlutum ríkisins í Búnaðarbanka
og Landsbanka, þó ekki í sama
mæli og þegar bréf í bönkunum
voru seld lyrir ári.
„Gengið á
bréfunum er
sanngjarnt, mið-
að við núverandi
markaðsgengi.
Sölutíminn er
stuttur, mitt í
jólaannríkinu,
en ég held að
Sigurdur fjárfestar víli
Einarsson. það ekki fyrir
sér. Þátttaka
meðal almennings verður vafa-
laust mikil en meiri óvissa ríkir
varðandi tilboðshlutann. Eg spái
því að boðið verði í stærri hlutana
á því gengi sem var áður en út-
boðsgengi var ákveðið. Markaðs-
gengi mun aftur fara upp hjá báð-
um bönkunum. Mér finnst hið
besta mál ef einstaklingar og
skattborgarar þessa lands geta
grætt smávegis á þessari sölu. Eg
skil ekki þingmenn sem gagnrýna
að verið sé að færa skattborgur-
unum smá jólabónus,“ sagði Jaf-
et.
„Gengið of hátt“
Varðandi kennitölusöfnunina tók
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, undir með kollega
sínum, Jafet. Hann vildi þó ekki
fullyrða um hvort Kaupþing tæki
þátt í þeirri söfnun. Það færi eft-
ir vilja viðskiptavina fyrirtækisins
hvort þeir tækju þátt í útboðinu.
„Við munum að sjálfsögðu skoða
þann möguleika að taka þátt, líkt
og í öllum útboðum," sagði Sig-
urður.
Hann sagði að gengi bréfanna í
útboðinu væri of hátt. Einnig
hefði mátt vanda útboðið betur.
Leggja ekki fram frumvarp sem
keyrt væri í gegn á nokkrum dög-
um á Alþingi.
Bankasölunni og umræðunni
um bankasameiningar eru gerð
nánari skil í miðopnu blaðsins í
dag þar sem að auki er rætt við
nokkra þingmenn og formann
einkavæðingarnefndar.
— Sjá bls. 8-9.
Jafet
Sendiherra í
annað sinn
Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrum forseti
Islands, var í gær út-
nefnd af Mannrétt-
indastofnun Sam-
einuðu þjóðanna
sérstakur velgjörða-
sendiherra (Good-
will Ambassador) í
baráttu samtakanna
gegn kynþáttafordómum og mis-
rétti kynjanna. Vigdís er í góðum
hópi annarra heimsþekktra ein-
staklinga sem eiga að styðja mál-
staðinn þar til alþjóðleg ráðstefna
fer fram um þessi mál árið 2001.
Vigdís sagðist í samtali við Dag
vera ánægð með útnefninguna en
þetta er í annað sinn sem hún er
valin velgjörðarsendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum. Fyrir er
hún sendiherra tungumála hjá
UNESCO. „Ég er afskaplega fegin
þegar ég er beðin að gera gagn.
Verkefnið er mjög aðkallandi, að
beijast gegn kynþáttafordómum og
fordómum almennt, t.d. gagnvart
konum,“ sagði Vigdís. — BJB
Vigdfs Finn-
bogadóttir.
GafaU
usafnið
Vel fór é með Sveini Þormóðssyni Ijósmyndara og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Ráðhúsinu í gær
þegar Sveinn kom færandi hendi og gaf borginni allt filmusafnið sitt sem næryfir árin 1950-1974. Tiiefni þessarar
ríkulegu gjafar er útkoma ævisögu Sveins, Á hælum löggunnar. Fllmusafnið, sem hefur að geyma tugþúsundir
mynda úr mannlífi Reykvíkinga, fer til varðveislu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sveinn er nú á 74. aldursári og í
fullu starfl sem Ijósmyndari á DV. - mynd: þök
skiptir gagnrýni
engu máli
„En ef við tölum um hluti eins og
gagnrýni, tilnefningar og verðlaun
þá óttast maður það kannski dálít-
ið að hörð gagnrýni eða það að bók
sé ekki tilnefnd til verðlauna verði
þess valdandi að hún falli strax í
skuggann, nái ekki neinni athygli
og týnist og gleymist. En ef í ljós
kemur að bókin lifir þetta af þá
skipta gagnrýni og tilnefningar
engu máli lengur.“ Þetta segir Ein-
ar Kárason rithöfundur í Ijörugu
helgarviðtali Dags - en hann er á
leið af landi brott, ætlar að setjast
að í Berlín í eitt ár og ljúka við
skáldsögu.
„Ég held því fram í bókinni að
alveg fram til 1960 hafi í raun ver-
ið unnið að því bæði í sovéska
Kommúnistaflokknum og meðal
íslenskra sósíalista að gera Island
efnahagslega háð Sovétríkjunum,"
segir Jón Olafsson, höfundur bók-
arinnar „Kæru félagar," í viðtali við
helgarblað Dags.
Jón Kristinsson gaf á dögunum
eina milljón króna til byggingar
menningarhúss á Akureyri. I við-
tali við helgarblað Dags segir Jón í
viðtali frá draumnum um húsið
góða, leikJistinni, hárskurði, öldr-
unarmálum og málarekstri sínum,
sem varð til þess að gjörbreyta öllu
íslenska dómskerfinu.
Margt, margt fleira er að lesa í
helgarblaðinu, svo sem um jólavín-
ið, jólabækurnar, dægurtónlist,
veiðimennsku, sönn dómsmál og
fleira og fleira.
Góða helgi!
mmmmmm
mmm
ts
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI462 3524