Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 11
I.AUGARDAGUR 11. DESEMBER 19 99 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Þaö verður líklega býsna langt þangað til þessar moskuhvelfingar I Istanbúl tilheyra Evrópusambandinu, þótt
Tyrkir hafi formlega verið teknir inn í hóp umsækjenda um aðild.
Evropusambaiidió
stækkar og stækkar
Næsta vor verða tdlf
ríki komin í aðildar-
viðræður við ESB.
Tyrkland fær aðild
líka - einhvem tíma
seinna.
Á leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins í Helsinki, sem hófst í
gær og Iýkur í dag, var í gær sam-
þykkt að hef]a strax á næsta vori
samningaviðræður um aðild 6
ríkja í viðbót við þau 6 ríki sem
þegar eiga í aðildarviðræðum við
Evrópusambandið. Þetta þýðir
að aðildarrfkjum sambandsins
gæti fjölgað um 12 eftir nokkur
ár, sennilega þó eftir ailmörg ár.
Leiðtogafundurinn samþykkti
einnig að taka Tyrkland formlega
inn í hóp þeirra ríkja, sem bíða
aðildarviðræðna. Sú bið gæti þó
dregist verulega á langinn því
sett var það skilyrði að ástandið í
mannréttindamálum í Tyrklandi
verði að batna til mikilla muna
áður en af aðild geti orðið.
Tyrkjum var þó mjög í mun að
fá formlega staðfestingu frá Evr-
ópusambandinu að af aðildarvið-
ræðum gæti orðið, þótt síðar
verði. Meira að segja Grikkir,
sem verið hafa erkióvinir Tyrkja,
stóðu að samþykktinni um að
bjóða Tyrkjum í hópinn.
Einnig var samþykkt á fundin-
um í Helsinki að settur verði á
stofn sérstakur viðbragðsher á
vegum Evrópusambandsins.
Þetta verður 50 til 60 þúsund
manna herlið og gert er ráð fyrir
að þetta verði orðið að veruleika
ekki síðar en árið 2003.
Á fundinum þurfti einnig að
taka afstöðu til þess hvort refsa
eigi Rússum vegna Téténíu-
stríðsins. Niðustaðan varð sú að
ekki yrðu lagðar neinar refsiað-
gerðir á herðar Rússa, heldur
verði látið nægja að fordæma
framferði þeirra í Téténíu í harð-
orðri yfirlýsingu. Rússar voru
eindregið hvattir til þess að stan-
da ekki við hótanir sínar gagnvart
Grosní og reyna hvað þeir geta til
að finna friðsamlega lausn á
átökunum.
Fá EvrópuríM verða ekki
með
Nýju ríkin sex, sem á næsta ári
bætast í hóp formlegra umsækj-
enda um aðild, eru Búlgaría,
Lettland, Litháen, Malta, Rúm-
enía og Slóvakía, en þau sem átt
hafa í aðildarviðræðum við ESB
frá því á síðasta ári eru Eistland,
Kípur, Pólland, Slóvenía, Tékk-
land og Ungverjaland.
Ekki er þó búist við að neitt
þessara ríkja fái aðild að ESB íyrr
en í fyrsta lagi árið 2003.
Ef samningar takast við öll
þessi 12 ríki um aðild þá verða
ríki Evrópusambandsins orðin
alls 27, og einu betur ef einhvern
tíma kemur að því að Tyrkir bæt-
ist í hópinn.
Þegar svo er komið verða ekki
mörg ríki eftir í Evrópu sem stan-
da utan við Evrópusambandið.
Fyrir utan EFTA-ríkin Island,
Noreg, Sviss og Liechtenstein
eru það nánast eingöngu Albanía
og þau ríki sem áður tilheyrðu
Júgóslavíu heitinni, þ.e. Króatía,
Bosnfa, Makedónía og Serbía-
Svartljallaland.
Auk þess má tína til smáríkin
Mónakó og Andorra. Þau hafa
ekki sótt um aðild, og heldur
ekki Moldavía né Ukraína og
Hvíta-Rússland. Og vitaskuld
ekki Rússland sjálft, enda væri
Evrópusambandið þá farið að
teygja sig ansi langt til austurs ef
Rússar bættust í hópinn. - GB
Fresturmn rennur út
Borgarstjóri Moskvu
hefur nú hæst í hóp
þeirra sem gagnrýna
hótanir Rússa gagn-
vart íbúum Grosni.
I dag rennur út frestur sá, sem
rússneski herinn gaf íbúum
Grosní, höfuðborgar Téténíu, til
þess að hafa sig á brott áður en
innrás Rússa í borgina hefst.
Þessi hótun hefur verið gagn-
rýnd ákaflega, sérstaklega á Vest-
urlöndum, en í gær bættist
Lúsjkov, borgarstjóri Moskvu, í
hóp gagnrýnendanna. Hann
sagði að enn væru um 45.000
óbreyttir borgarar f Grosní.
„Hvernig í ósköpunum á allt
þetta fólk að komast út og hvað
verður um þá sem geta það ekki,“
spurði borgarstjórinn.
Leiðtogar Evrópusambandsins
samþykktu á fundi sínum í
Helsinki í gær harðorða yfirlýs-
ingu þar sem framferði Rússa í
Téténíu og hótun þeirra gagnvart
íbúum Grosní var fordæmd.
Hins vegar var fallið frá því að
leggja refsiaðgerðir á herðar
Rússum vegna þessa máls.
Meðan leiðtogar Evrópusam-
bandsins sátu að fundarhöldum í
Helsinki í gær var Boris Jeltsín
Rússlandsforseti að spóka sig í
Peking þar sem hann átti fundi
með ráðamönnum. Rússland og
Kína sendu frá sér sameiginlega
yfirlýsingu þar sem gagnrýni
Vesturlanda á Téténíustríðið er
vísað á bug. Kínverskir ráða-
menn sögðu að Téténíustríðið
væri eingöngu innanríkismál
Rússa og erlend gagnrýni ætti
þar engan rétt á sér.
Svo virðist sem fáir borgarbúa
hafi tekið boði Rússa um að
forða sér. Mannréttindasamtök
hafa bent á að þeir sem eftir eru
í borginni séu margir hverjir
aldraðir eða sjúkir og eigi því
óhægt um vik að leggja í ferða-
lag. Sömuleiðis eru margir orðn-
ir máttfarnir eftir margra vikna
umsátur.
í gær beindu Rússar hins veg-
ar þessu spjóti að skæruliðunum,
sem Rússar segja að haldi
óbreyttum borgurum nauðugum
í borginni. Það séu því ekki Rúss-
ar sem komi í veg fyrir flótta
borgarbúa, heldur íslömsku
skæruliðarnir.
Jafnframt héldu Rússar í gær
af fullum krafti áfram hernaði
sínum í nágrenni Grosní. - GB
Afsökimarbeiðni frá Sviss
SVISS - Bæði ríkisstjórn og forseti Sviss hafa beðist afsökunar vegna
framkomu landsins gagnvart flóttamönnum sem vildu leita hælis
undan ofsóknum nasista á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, en
þeim var vísað frá á Iandamærunum í stórum stíl. Afsökunarbeiðnin
kemur í kjölfar þess að birt var skýrsla, sem sagnfræðingum var falið
að gera, um sögu Sviss á stríðsárunum. „Ekkert getur bætt fýrir af-
leiðingarnar af ákvörðunum sem teknar voru á þessum tíma,“ segir í
yfirlýsingu stjórnarinnar og ennfremur vottar hún samúð sína gagn-
vart sársauka þeirra sem vísað var frá á landamærunum. Hins vegar
gagnrýnir stjórnin líka að í skýrslunni sé lítið gert úr því í hve erfiðri
stöðu svissnesk stjórnvöld voru á stríðsárunum, þar sem landinu staf-
aði veruleg ógn af nasistastjóminni í Þýskalandi.
Friðarverðlaim til lækna
NOREGUR - Friðarverðlaun
Nóbels þetta árið voru í gær afhent
samtökunum Læknar án lan-
damæra, sem hefur tekist að ryðja
nýjar brautir í alþjóðlegu hjálpar-
starfi með því að taka áhættu og
laga störf sín að aðstæðum á hverj-
um stað. Samtökin ætla að nota
verðlaunaféð, sem nemur nærri 70
milljónum íslenskra króna, til þess
að útvega lyf gegn smitsjúkdómum
sem vegna fátæktar í heiminum
hafa verið að breiðast æ hraðar út.
Það var Marie-Eve Raguenau sem
tók við friðarverðlaunum Nóbels í
gær fyrir hönd Lækna án lan-
damæra.
Hungursneyð blasir við
Afgönum
Alþjóðlega matvælastofnunin
skýrði frá því í gær að nú þegar vet-
ur er að ganga í garð í Áfganistan
megi búast við alvarlegri hung-
ursneyð þar. Matvælaskortur í
Afganistan er nú verulegur, og hef-
ur ástandið versnað mjög undan-
farið. Meðal annars hefur mat-
vælaverð hækkað upp úr öllu valdi
og átt sinn þátt í að gera illt verra.
Nýja herstjórnin í Pakistan hefur
lagt milda áherslu á að koma í veg
fyrir smygl yfir landamærin til
Afganistan, sem kostað hefur
Pakistan stórfé í töpuðum skatt-
tekjum. Refsiaðgerðir Sameinuðu
þjóðanna á stjórn Talibana í
Afganistan hefur einnig orðið til
þess að hækka matvælaverð, þótt
aðgerðirnar bitni ekki beinlínis á
matvælainnflutningi.
Vinsældir Kohls hrapa
ÞÝSKALANDS - Þótt Helmut
Kohl, fyrrverandi kanslari Þýska-
lands, missi - a.m.k. ekki í bili -
hvorki þingsæti sitt né titil sinn
sem heiðursforseti Kristilega
demókrataflokksins í kjölfar þess
að upp komst um leynilegt reikn-
ingshald flokksins, þá hefur fylgi
bæði hans og flokksins meðal
þýsku þjóðarinnar hrapað svo um
munar í skoðanakönnun sem þýsk
sjónvarpsstöð lét gera. Kohl er nú
kominn niður í níunda sæti á vin-
sældalista stjórnmálamanna, en
hafði verið í þriðja sæti fram að
því. Fylgi Kristilegra demókrata
mælist nú vera 43%, en í nóvem-
ber síðastliðinum reyndist flokk-
urinn vera með 55% fylgi, enda
hafði þá vandræðagangur ríkis-
stjórnar Gerhards Schröders vald-
ið verulegu fylgistapi bæði Sósíal-
demókrata og Græningja.
Bandarísk herþyrla fórst
BANDARÍKIN - Talið var að sjö
bandarískir hermenn hafi farist
þegar þyrla frá bandarfska sjó-
hernum hrapaði í Kyrrahafinu
skammt út af strönd Kaliforníu.
Ellefu af alls 18 manna áhöfn
þyrlunnar var bjargað úr hafinu,
en sjö manns var enn saknað í
gær og talið Iíklegast að þeir væru
af. Þyrlan var í æfingaflugi og átti
að flytja hermennina um borð í
skip.
Verð á mat í Afganistan hefur rok-
ið upp úr öllu valdi undanfarið.
KAMÍNUR
Vandaðar, fallegar.
Ótrúlega hagstætt verð.
“MIKIÐÚRVAL-
PFAFF
<rHeimilistœkjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222