Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
ro^tr
t ÞJÓÐMÁL
SIGBJORJV
KJARTANS
SON
JARÐEÐLISFRÆÐINGUR
OG ARKÍTEKT
SKRIFAR
Annað opið bréf til
Jóns Kristjánssonar al-
þingismanns.
Sæll aftur Jón Kristjánsson al-
þingismaður.
Þú kvittaðir fyrir bréf mitt á
þriðjudaginn í Degi, takk fyrir
það. Eg verð að bæta örlitlu við,
til að leiðrétta misskilning og
ítreka spurningar. Byggðaþáttur-
inn og framtíðin.
Því fer fjarri að ég telji 2500
manna fjölgun á Austurlandi
smámál. Eg hef hins vegar efa-
semdir um að kostnaðurinn sem
fylgir þeim áformum sem eru til
umræðu, sé réttlætanlegur. Það
er stórkarlaleg byggðastefna, lítill
ávinningur fyrir miklar fórnir, á
hæpnum forsendum. Eins og ég
nefndi í fyrra bréfi mínu mun
hún kannske duga til að fjöfga á
landsbyggðinni um 10.000
manns með virkjun allrar vatns-
orku Iandsins, samkvæmt þeim
forsendum sem gefnar eru í frum-
matsskýrslu fyrir álver í Reyðar-
firði.
Mér er kunnugt um verkefnið
„Maður-nýting-náttúra“ og held
að það lofi góðu. Þar hefur verið
Iýst aðferð sem m.a. nýtir sér um-
hverfismat sem alhliða tæki til að
móta þær skipulagsáætlanir sem
virkjunaráform réttilega eru. Ekki
síst í ljósi þess er offorsið í kring-
um Fljótsdalsvirkjun og málsmeð-
ferðin á Alþingi óskiljanleg tíma-
skekkja. Mergurinn málsins er sá
að það er óráð að
fjalla um 480
þús. tonna álver
og þrjár stórvirkj-
anir, sem munu
umturna ásýnd
Norðaustur-
lands, í róman-
tískum ljóma.
Þú skrifar að
engar bindandi
yfirlýsingar hafi
verið gefnar um
viðbótarvirkjanir
við Kárahnjúka
og Jökulsá á
Fjöllum. Gott ef
satt er, en hverju
hefur verið „lof-
að“? - og um
hvað verður
samið? Þú
svaraðir engu um
valkosti við fyrr-
nefndar virkjanir
- hverjir eru þeir?
Það þarf mikla
orku til að knýja
480 þúsund
tonna álver,
svona u.þ.b. eins
og núna fæst úr
öllum raforkuverum þjóðarinnar.
Hvað er snjallt við staðsetningu
þvílíks verksmiðju-trölls í Reyðar-
firði ef ekki á að virkja við bæjar-
dyrnar?
Enda hef ég ástæður til að efast
um að þú skrifir þetta af fullum
heilindum.
í fylgiskjali II m. þingsályktun-
artillögu um framhald fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun,
sem er greinargerð Orkustofnun-
ar um orkuöflun f. álver í Reyðar-
firði kemur fram (undir liðnum
nr. 8) að Kárahnjúkavirkjun verði
einmitt hagkvæm ef hún fram-
Ieiði raforku sem svari til álvers
með um 240 þúsund tonna af-
kastagetu á ári. Það er auðvitað
engin tilviljun að 2. áfangi álvers í
Reyðarfirði verður stækkun um
240 þúsund tonn - úr 120 í 360
þúsund tonn.
1 bréfi mínu vísaði ég til um-
mæla ráðherra um framvindu
málsins. Eg get nefnt tvö dæmi
sem eru mér í
fersku minni.
A morgun-
fundi Samtaka
iðnaðarins hinn
6. október lýsti
iðnaðarráðherra
framtíðarsýn
sinni (hann not-
aði ártalið 2010
sem skilgrein-
ingu á sinni
framtíð), sem er
fullbyggt álver í
Reyðarfirði, og
það var engin
leið að misskilja
hvar hann gerði
ráð fyrir orkuöfl-
un til þess.
I viðtali við
RÚV 27. október
talaði utanríkis-
ráðherra tæpi-
tungulaust, þeg-
ar hann var
spurður um upp-
byggingu sam-
göngumann-
virkja f Fljótsdal
vegna fyrirhug-
aðra fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun.
Um forsendur nýrrar brúar yfir
Jökulsá á Fljótsdal sagði hann:
„Það þarf líka að gera ráð fyrir því
að þarna komi meira vatn f fram-
tíðinni. Hugmyndir eru uppi um
það að virkja Jökulsá á Dal og þær
áætlanir sem uppi eru gera ráð
fyrir því að það verði að veruleika.
... Það er ekkert vit í öðru því að
við gerum ráð fyrir því ef af þessu
álveri verði þá verði það stækkað
og það kallar á virkjun Jökulsár á
Dal.“
Áróður og ábyrgð Alþingis
Að sjálfsögðu undirrita margir
kröfuna um umhverfismat Fljóts-
dalsvirkjunar sannfærðir um að
alls ekki eigi að fórna Eyjabökk-
um. Það er ekkert athugavert við
það, það sjónarmið er uppi og á
fullan rétt á sér, og það er mögu-
leg niðurstaða umhverfismatsins.
Krafan um umhverfismat er þó
ekki svæsnari en svo að þar er vís-
að til ferlis sem skilgreint er í lög-
um sem samþykkt voru á Alþingi
1993 og eru í anda alþjóðlegra
samþykkta og viðhorfa til mann-
virkjagerðar og umhverfisverndar.
(Af nýlegri umfjöllun í Morgun-
blaðinu virðist mér að þú sért
einn þeirra þingmanna sem veittu
lögunum brautargengi, og húrra
fyrir því.)
Ég get auðvitað ekkert útskýrt
fyrir þér sjóuðum pólitíkusi og
fjölmiðlamanni um málarekstur
og áróðurstækni, en ég held að þú
hafir enga ástæðu til að barma
þér í þessu tilviki. Þú ættir að
gefa því gaum hvaða afl er á bak
við rekstur málsins af hálfu ykkar
forvígismanna þess. Og minnast
þess jafnframt að marktækar
ábendingar hafa komið fram um
að skýrsla Landsvirkjunar sé ekki
einhlítt fyrirmyndarplagg. Það er
Iíka efast um rannsóknarsöguna
sem þú telur svo ágætan grund-
völl hennar.
Kapp er best með forsjá!
„Aö sjálfsögðu undirrita margir kröfuna um umhverfismat Fljótsdalsvirkj-
unar sannfærðir um að alls ekki eigi að fórna Eyjabökkum. Það er ekkert
athugavert við það", segir Sigbjörn m.a. Igrein sinni. Myndin er af Eyja-
bakkasvæðinu. - mynd: gva
Auðn eða álver?
Afhugasemd
vió Friðrik
Þorsteinn Siglaugsson hag-
fræðingur sendi Degi athuga-
semd við ummæli Friðriks
Sophussonar, forstjóra Lands-
virkjunar, sem birtust í blað-
inu í gær um útreikninga Þor-
steins á arðsemi Fljótsdals-
virkjunar:
„Vegna um-
mæla Friðriks
Sophussonar í
frétt í Degi um
útreikninga
mína á arðsemi
Fljótsdalsvirkj-
unar vil ég
koma á fram-
færi eftirfarandi
athugasemd:
Utreikningar
mínir birtust í
heild í Morgun-
blaðinu þann 4.
september síð-
astliðinn ásamt
öllum forsend-
um. Þar kemur skýrt fram að
gert er ráð fyrir 40 ára líftíma
virkjana, ekld I 5 ára líftfma eins
og Friðrik nefnir. A hinn bóginn
er gert ráð fyrir 1 5 ára öruggri
raforkusölu til álvers á Reyðar-
firði og algerri óvissu um raf-
orkusölu eftir það. Þessi for-
senda byggir á staðhæfingu iðn-
aðarráðherra um að umrætt ál-
ver muni verða óhagkvæmt eftir
1 5 ár. Það er augljóst að ekki er
hægt að reiða sig á tekjur frá
rekstri sem nýtur ekki hag-
kvæmni. Varðandi raforkuverðið
er það einföld hagfræðileg stað-
reynd, að raforkuverð ræðst ekki
af því hvað Frið-
rik Sophusson
langar að fá fyr-
ir raforkuna;
aldrei verður
hægt áð fá
hærra verð en
greitt er á
heimsmarkaði.
Ennfremur: Til
þess að Fljóts-
dalsvirkjun
standi undir sér
þarf raforku-
verð að vera það
sama og til al-
mennings-
veitna. Augljóst
er að slíkt næst aldrei.
Ég bendi á að lokum, að þess-
ar athugasemdir Friðriks eru
ekki nýjar af nálinni; þær komu
fram í Morgunblaðinu þann 9.
september sl. og var svarað með
grein minni á sama vettvangi
þann 2. október sl.“
ÞÓRA ^
GUÐMUNDSDÓTTIR
ARKITEKT
SKRIFAR
Þeir eru sem betur fer margir
Austfirðingar sem efast um að
orkufrek stóriðja verði það bjarg-
ræði fjórðungnum sem bæði
sveitastjórnarmennirnir okkar og
þingmenn hafa haldið fram um
árabil. Austur á landi eins og ann-
arstaðar á Islandi er líka fólk sem
hefur þá trú, að framtíð þjóðarinn-
ar byggist á hugviti þess sjálfs og
skynsamlegri nýtingu á Iandsíns
gæðum en ekki því að falbjóða
bæði mannauðinn og náttúruna til
ódýrrar hráefnaframleiðslu. Það er
alröng mynd af okkur Austfirðing-
um að við höfum setið auðum
höndum undir fjárhúsvegg eða á
bryggjusporði og beðið eftir álveri í
hartnær aldarfjórðung.
Flest okkar hafa haft meira en
nóg að starfa og fengist við verk-
efni dagsins af sömu bjartsýni og
atorkusemi og aðrir landsmenn.
Það eru stjórnmálamennirnirnir
sem af og til bylta sér í fleti og
viðra við okkur stóriðjudrauma
sína, álver, rafstreng til Evrópu,
máhnblendi og olíuhreinsunar-
stöðvar.
Og sama sagan endurtekur sig í
hvert sinn. Austfirðingar eins og
aðrir landsmenn skiptast í tvær
fylkingar. Þá sem vilja virkja og
vera stórframleiðendur og hina
sem vilja halda inn í framtíðina
með nútímalegri og vistvænni at-
vinnuvegi. Og hvaða atvinnuvegi?
spyija ráðþrota stjórnmálamenn-
irnir: ætlið þið að hlaupa um öræf-
in á kúskinnsskóm og selja ferða-
mönnum lummur?
Nei segjum við. Þið eigið að
hlusta á fólkið og virkja athafna-
semi þess. Ykkar hlutverk er að
skapa aðstæður, Ijárhagslegar og
umhverfislegar til þeirra mörgu
góðu verka sem Austfirðingar eru
fúsir að vinna. I stað þess að ala á
vanmáttarkennd og vonleysi með
sífelldu tali um að annað tveggja
standi til boða, auðn eða álver. Ef
Austfirðingar hefðu aðgang að þó
ekki væri nema brot af virkjana og
álvers miljörðunum til annarar
uppbyggingar, velkist ég ekki í
vafa um að þeir myndu ávaxta sitt
pund vel og una glaðari við sitt, en
þeir koma til með að gera í drauma
kerskálum álversins ofurvaxna.Eg
hef reyndar ekki hitt einn einasta
Austfirðing sem svarar því játandi
þegar hann er spurður hvort hann
vilji vinna í væntanlegri álsmiðju.
Kannski að Pólverjarnir, sem nú
manna stóran hluta fiskvinnslunn-
ar fyrir austan verði líka uppstað-
an í vinnuafli álversins. A Aust-
urlandi bjuggu þegar flest var árið
1989, 13,200 landsmanna en við
erum í dag 12,300. Okkur hefur
því fækkað um 900 manneskjur á
10 árum. Þetta er vissulega óhag-
stæð þróun, sem rekja má til
margra hluta, til að mynda hvern-
ig kvótakerfið bæði í landbúnaði
og fiskveiðum hefur reynst
byggðunum skeinuhætt ef ekki
stórhættulegt.
Til að snúa þessari þróun við er
svo gripið til þeirra örþrifaráða að
leggja hald á drjúgan hluta af
orkuforða framtíðarinnar og fórna
ómetanlegum náttúruperlum.
Segullin sem togar fólkið suður
verður ekki veikari þó boðið sé upp
á störf í álveri við Reyðarfjörð. Afl
hans er flóknara en svo og marg-
brotnara.
Sú umræða sem nú á sér stað í
þjóðfélaginu um framtíðina í land-
inu er sú umræða sem sem stjórn-
málmennirnir forðuðust eins og
heitan eldinn í kosningunum í vor
og ætla nú að drepa í dróma með
góðu eða illu í krafti meirihluta-
valds á Alþingi.
Krafan um umhverfismat á
Eyjabökkum er krafa mikils meiri-
hluta þjóðarinnar, um að hún fái
að minnsta kosti umsagnarrétt um
hvernig landinu og lífi hennar
verði ráðstafað á nýrri öld. Ég öf-
unda ekki þá stjórnmálamenn,
sem hunsa þessa kröfu og þennan
rétt, þegar þeir leita liðsinnis um-
bjóðenda sinna í næstu kosning-
um. Vonandi skynja þeir sinn vitj-
unartíma.
„Raforkuverð ræðst ekki afþví hvað
Friðrik Sophusson langar að fá fyrir
raforkuna, “ segir greinarhöfundur.