Dagur - 11.12.1999, Page 5

Dagur - 11.12.1999, Page 5
 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 - S FRÉTTIR 60% landsmaima vilj a umhverfismat Niðurstöður könnunarinnar kynntar blaðamönnum í gær. - mynd: e.úl. Um 60% þeirra sem afstöðu tóku vilja að Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfismat. Nær helmingur (47%) lands- manna (30% Austfirðinga) telja að Alþingi eigi að ógilda með lagabreytingu virkjunarheimild Landsvirkjunar í Fljótsdal til þess að Fljótsdalsvirkjun þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, en 31% landsmanna (56% Austf.) svaraði slíkri spurningu neitandi og rúmur fimmtungur tók ekki afstöðu. Um 60% landsmanna sem afstöðu tóku eru því fylgjandi umhverfismati: 47% sjálfstæðis- og framsóknar- manna, 71% Samfylkingarsinna og 86% VG. Fylgni við umhverf- ismat er mun meira meðal Reyk- víkinga en annarra Iandsmanna og meðal háskólamenntaðra en annarra. Athygli vekur að næst- um tvöfalt fleiri eru fylgjandi ógildingu virkjunarheimildar og umhverfismati heldur en lýsa sig á móti Fljótsdalsvirkjun. Endanlegar niðurstöður um- fangsmikillar könnunar á af- stöðu íslendinga til stóriðju, virkjana og umhverfisáhrifa, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir STAR (Austfirðinga) hafa nú verið kynntar í 120 bls. sk'xslu. Könnunin ver gerð í okt.-nóv. meðal 18 ára og eldri; 1.500 manna úrtaks alírar þjóðarinar og 500 íbúa Austurlandskjör- dæmis. Flestir óvissir um Fljótsdals- virkjun Tæplega 60% landsmanna eru fylgjandi áframhaldandi virkjun- um fallvatna á Islandi. En aðeins 35% sögðust hlynntir Fljótsdals- virkjun, en flestir voru óvissir, eða 40%. Fjórðungurinn er svo bæði andvígur Fljótsdalsvirkjun og áframhaldandi virkjunum al- mennt. Styrking atvinnulífs á Austurlandi og íslensks efnahags eru meginástæður þeirra sem eru fylgjandi Fljótsdaísvirkjun en náttúruspjöll og slæm áhrif á dýralíf heístu ástæður þeirra sem eru á móti. Um 65% landsmanna eru já- kvæðir gagnvart þeirri stóriðju sem fyrir er í landinu en 15% neikvæðir. En helmingurinn hlynntur álveri á Reyðarfirði og 25% andvígir. Treysta þó mest á sjávanit- veginn Afstaða Austfirðinga er allt önn- ur. Um 66% þeirra eru hlynntir Fljótsdalsvirkjun (flestir mjög) og aðeins 20% andvígir (flestir mjög). Um 72% eru híynntir ál- veri á Reyðarfirði en 20% and- vígir. Nær 90% telja að álverið mundi styrkja byggð og atvinnu- líf á Austurlandi, yfir 80% að fólki fjölgi og 75% að laun muni almennt hækka í landshlutanum með tilkomu þess. Þrátt fyrir það eru þeir heldur fleiri (37%) sem telja sjávarút- veginn áhrifamesta atvinnuveg- inn til að styrkja byggð og at- vinnulíf á Austurlandi heldur en stóriðju (35%). Margir (16%) treysta líka mest á ferðaþjónust- una. Enda telja 70% að stór- iðja/virkjanir og ferðaþjónusta fari vel saman og 20% að Fljóts- dalsvirkjun hafi engin áhrif á Eyjabakka. — HEI Vildi meiri hörku „Nei, nei, nei, ég er ekki reið þing- flokknum vegna atlcvæðagreiðsl- unnar um bankasöluna, ég er sátt,“ segir Jó- hanna Sigurðar- dóttir, þingmað- ur Samfylkingar- innar. Hún neit- ar því aðspurð að sú staðreynd að allir þingmenn Samfylkingarinnar nema hún og Sigríður Jóhannesdóttir hafi greitt atkvæði með sölu 15% í Lands- banka og Búnaðarbanka hefði leitt hana til að endurskoða veru sína í þingfiokknum. „Aherslur manna í málinu eru misjafnar, eins og gerist og gengur í stórum þingflokki, og þessar vangaveltur eru bull,“ segir Jóhanna. I nefndaráliti Jóhönnu og Mar- grétar Frímannsdóttur um banka- sölufrumvarpið kemur fram hörð gagnrýni á þau vinnubrögð sem ríkisstjómin viðhefur við banka- söluna. „Engin stefnumótun ligg- ur fyrir um æskilega þróun á fjár- málamarkaði né tímasettar áætl- anir ríkisstjórnarinnar um sölu bankanna. ... Þótt þingflokkur Samfylkingarinnar telji gott að selja það hlutafé í Landsbanka Is- lands hf. og Búnaðarbanka ís- lands hf. sem frumvarpið gerir ráð fyrir átelur hann harðlega hvemig staðið hefur verið að undirbún- ingi þessa máls.“ — FÞG Jóhanna Sigurð- ardóttir. Ráðimeytm sein Reynsluverkefni Ak- ureyrarbæjar rædd við ráðuneytin. Sam- komulagsgmndvöllur um heilsugæslu og öldnmarþ j ónustu. Enn reyut að semja um málefni fatlaðra. Enn er óvissa um framhald á svokölluðu reynslusveitarfélags- verkefni Akureyrarbæjar varð- andi rekstur á málefnum fatlaðra en samkomulagsgrundvöllur liggur fyrir varðandi heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar og formaður reynsluverkefnanefndar bæjar- ins, segir að samkomulagsgrund- völlur sé í þeim hugmyndum sem nú liggi fyrir af hálfu ráðu- neytisins vegna heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Upphaflegar áætlanir í fjárlagaí’rumvarpi voru mun lægri en sá raunkostnaður sem Akureyrarbær telur sig hafa af verkefnunum en síðan þá hef- ur dregið nokkuð saman. Sigurður J. Sigurðsson. Hækka eða skUa Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri og Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs, fóru suður í gærmorgun til fundar við starfsmenn félagsmálaráðuneyt- isins vegna framhalds á rekstri bæjarins á málefnum fatlaðra. Ekki náðist í þá Kristján Þór eða Karl í gær en Sturlaugur Tómas- son í félagsmálaráðuneytinu seg- ir að málin séu í „góðum gangi“ og eftir fundinn séu meiri líkur á samningi en fyrir hann. „Það hefur alltaf verið skiln- ingur okkar að reynslusveitarfé- lagsverkefnin væru ekki út- gjaldaaukandi fyrir þau sveitarfé- lög sem tækju slík verkefni að sér í tilraunaskyni, þó maður sé ekki að tala um eitthvað örlítið frávík til eða frá,“ segir Sigurður J. Sig- urðsson. Tíniiim naiumir Sigurður segir samninga ekki fasta á blaði varðandi heilsu- gæsluna og öldrunarþjónustuna en þó mjög góðar líkur á að samningar náist þannig að Akur- eyrarbær telji mögulegt að halda áfram þeim verkefnum, þó menn hefðu viljað fá örlítið meira svig- rúm peningalega til að gera ákveðnar tilraunir og þróa verk- efnin. Sigurður Ieggur áherslu á að ljúka málinu því tími til að ganga frá skiptum sé orðinn naumur, ef til þess kæmi. „Það hefur ekki staðið upp á okkur. Það hefur að mínu mati verið ráðuneytin sem hafa verið fremur sein til verka í þessu. Það var löngu orðið ljóst í hvað stefndi.11 — HI „Enint í talnaleilmiiin66 „Eigum við ekki að segja að við séum í talnaleiknum,“ segir Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands ís- lands, spurður um gang við- ræðna við atvinnurekendur. „Það Ieið ekki yfir neinn og það slitnaði ekki upp úr viðræðum," bætti hann við. Fimmti fundur samninganefndanna var haldinn í gær en samkomulag er um að gefa ekki upp tölur út íyrir hóp- Björn Grétar Sveinsson. inn að svo stöddu. Björn Grétar segist halda sér á jörðinni spurð- ur um hvort hann sé bjartsýnn á að breyting á viðræðuáætlun gangi eftir, það er að almennum samningum verði frestað gegn því að lægstu taxtar verði hækk- aðir sérstaklega núna. „Hug- myndin er góð og þetta er auð- velt í framkvæmd,“ segir Björn Grétar. — H1 i Skiptar skoðanir um seðlabaukastjóra Mjög skiptar skoðanir eru um hvort ráða eigi stjórnmálamann í embætti bankastjóra Seðlabanka íslands - en sú staða verður auglýst fljótlega. Dagur spurði á vefnum hvort skipa ætti enn einn stjórnmála- manninn sem seðlabankastjóra. Tæplega tvö þúsund notendur vefsins tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Meirihlutinn, eða 54 prósent, sagði nei, en 46 prósent þeirra sem greiddu atkvæði töldu rétt að ráða stjórnmálamann í stöðuna. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á vefnum. Hún er svohljóðandi: A að leyfa sölu áfengis á ÞingvöIIum á Kristni- hátíð? Vefslóðin er sem fyrr: visir.is BSRB öskrar á fjármálaráðherra Sameiginlegur fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun Ijármálaráðherra að breyta einhliða leikreglum sem gilda um kjarasamninga hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá BSRB. Þar kemur fram að fjármálaráðherra hafí lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna án þess að gert hafi verið um það samkomulag við opinbera starfsmenn. Kjarasamningalögin hafi verið sett eftir samkomulag um efni þeirra milli ráðherra, sveitarfélaga og opinberra starfsmanna. „Þessu sam- komulagi hefur Ijármálaráðherra nú rift. Þetta eru óábyrg og með öllu óforsvaranleg vinnubrögð og Iýsir BSRB fullri ábyrgð á hendur fjár- málaráðherra," segir enn fremur í yfirlýsingunni. Heilsusamlegt hjá Eskimo „Eskimo Models tengist Elite umboðsskrifstofunni á engan hátt og hefur aldrei sent fyrirsætur til starfa hjá Elite. Eskimo Models hefur umboð fyrir Ford fyrirsætukeppnina en Ford umboðsskrifstofurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um fyrirsætur sem starfa á þeirra veg- um,“ þetta kemur fram í yfirlýsingu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur og Astu Kristjánsdóttur hjá Eskimo Models í framhaldi af sýningu á heimild- armyndinni „Bak við tjöldin í tískuheiminum". I yfirlýsingunni kem- ur fram að stefna Ford umboðsskrifstofanna sé að Ietja fyrirsætur sín- ar til að fara á næturklúbba, „enda leggur Ford mikla áherslu á heilsusamlegt lífcrni." Enn fremur kemur fram að Eskimo Models hafi sent nokkrar stúlkur á aldrinum fjórtán til sextán ára utan til fyr- irsætustarfa. Allar hafí þær verið í fylgd foreldra sinna nema ein, sem dvaldi hjá eiganda Ford umboðsskrifstofunnar. wísiir is w m wUP m m m m

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.