Dagur - 11.12.1999, Page 6
6 -LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6100 OG aoo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöiuverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (reykjavík)S63-1615 Ámundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKJAVfK)
Stríðsglæpamenn
í íyrsta lagi
Erfítt er að átta sig á því hvort líta beri á nýjustu yfirlýsingar
Boris Jeltsíns sem smekklausan farsa eða alvarlega ógnun við
heimsfriðinn. Það hlýtur að sjálfsögðu að valda miklum
áhyggjum þegar stjórnmálamaður í slíkri valdastöðu svarar
réttmætri gagnrýni umheimsins á ósvífínn stríðsrekstur Rússa
í Téténíu með því að veifa kjarnorkuvopnum framan í þjóðir
heims. Málið er alvarlegt þótt margir kjósi að afgreiða þessar
yfirlýsingar sem rugl í sjúkum manni sem liggi við stjórnvölinn
í Moskvu og viti ekkert hvað hann er að segja né gera. Boris
Jeltsín er þrátt fyrir allt enn forseti Rússlands og hefur sem
slíkur vald til að beita atómbombum.
t öðru lagi
Aðgerðir rússneska hersins í Téténíu verða villimannslegri
með hveijum deginum. Gerðar eru stöðugar loftárásir á borg-
ir og bæi þar sem þúsundir óbreyttra borgara hafast við í sund-
urskotnum húsum og kjöllurum, einkum þeir sem eru of
gamlir, sjúkir og máttfara til að fylgja í kjölfar þeirra hundruða
þúsunda sem þegar hafa flúið til nágrannalanda og búa þar við
illan kost. Markmiðið virðist vera að jafna helstu bæi landsins
við jörðu, útrýma þeim af landakortinu. Slíkar aðgerðir eru
ekki stríð gegn hryðjuverkamönnum heldur gegn óbreyttum
borgurum. Þær eru glæpir gegn mannkyninu. Það er löngu
tímabært að umheimurinn fari að líta á hermdarverk Rússa í
því Ijósi að þar séu stríðsglæpamenn að verki.
1 þriðja lagi
Vestræn ríki hafa að undanförnu fordæmt aðgerðir Rússa með
orðum, nú síðast á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Hels-
ingfors, og munu vafalaust halda því áfram. En þótt reynslan
sýni ljóslega að orðin ein duga skammt og hafa engin sýnileg
áhrif á valdhafana í Moskvu, hika vestrænir leiðtogar við að
grípa til nauðsynlegra efnahagslegra aðgerða sem gætu dregið
úr eða stöðvað villimennskuna. Þess vegna munu enn meiri
hörmungar dynja yfír íbúa Téténíu næstu daga, vikur og mán-
uði.
Elias Snæland Jónsson
Þýðing þjóðkirkjuimar
Garri hefur Iengi haft áhyggjur
af guðs kristni í landinu. Allt
hefur meira og minna gengið á
afturfótunum hjá þjóðkirkj-
unni undanfarin misseri, án
þess að ástæður afturgöngunn-
ar hafi verið augljósar. En nú er
skýringin á öllum þessu áföll-
um Ijós. Islenskir söfnuðir hafa
nefnilega ekki á þessu tímabili
haft aðgang að skýrslu norsku
kirkjunnar um „hina andlegu
leit samtímans". Þessi skýrsla
hefur reyndar lengi verið til, en
hún er auðvitað á norsku og því
illlæsileg á íslandi. Og fé
hefur ekki verið fyrir
hendi innan kirkjunnar
til að þýða þessa lífsnauð-
synlegu skýrslu, m.a.
vegna kostnaðar við út-
gerð óþægra klerka í Evr-
ópu. Og ennfremur hafa
nógu innblásnir og
snjallir þýðendur ekki
legið á lausu innan kirkjunnar.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Og nú liggur fyr-
ir að þessi norska skýrsla, sem
biskup upplýsir að eigi svo
brýnt erindi til þjóðarinnar,
verður þýdd og henni komið á
framfæri.
Sérverkefni
Það hittist nefnilega svo vel á,
og hlýtur að stafa af guðlegri
forsjá, að einmitt á þessum
tímapunkti er maður á lausu
innan kirkjunnar sem hefur
tíma, getu og guðlegan inn-
blástur til að snara norsku
skýrslunni yfir á ástkæra yl-
hýra. Séra Gunnar Björnsson,
fyrrum í Holti heyrandi nær,
hefur sem sé verið ráðinn í það
sérverkefni að þýða norsku
skýrsluna, sem enginn vissi
reyndar að væri til fyrr en nú,
en er engu að síður forsenda
þess að guðs kristni á íslandi
rétti úr kútnum.
Aðspurður segir lögmaður
biskupsstofu reyndar í DV að
hann hafi ekki hugmynd um
það hvort séra Gunnar kunni
norsku. En slíkt aukaatriði í
þýðingarmálum býttar auðvitað
engu á biskupsstofu. Og hver
veit nema séra Torfi Hjaltalín
kunni norsku og geti grófsnar-
að skýrslunni og Gunnar síðan
fært hana yfir á „gott og blæ-
brigðaríkt íslenskt mál“. Það
eykur að vfsu kostnaðinn að
fjölga þýðendum, en ekkert má
til spara þegar bjarga skal trú-
arlífi landsmanna.
Þýtt úr
bomeósku?
Þetta er sem sé allt gott
og blessað og guði og
Garra þóknanlegt. En þó
er sá hængur á að Garra
er kunnugt um fjöl-
margar kirkjulegar
skýrslur sem eru miklu
merkilegri en umrædd skýrsla
norsku kirkjunnar og eiga því
enn brýnna erindi til lslend-
inga en hún. Má jiar nefna
skýrslu kirkjunnar í Borneó um
sauðalitaskýrskotun í trúarlífi
samtímans, skýrslu kirkjunnar
í Barcelona um tákngerfingu
nautsins sem fulltrúa ljóssins á
jörðunni, greinargerð kirkjunn-
ar á Madagascar um inntak
eyjamennsku í trúarlífi nútím-
ans og skýrslu kirkjunnar í
Nuuk um frelsarann sem geng-
ur um hjarnið í kufli úr loðnum
svörum.
Þessar skýrslur verður að
þýða og engum til þess betur
treystandi en séra Gunnari. Að
vísu mun hann ekki kunna
borneósku, katalónsku, mada-
görsku eða grænlensku, en það
ætti jú ekki að vera nein fyrir-
staða, fyrst hann er ráðinn til
að þýða úr norsku þó enginn
viti hvort hann kunni það
tungumál. GARRI
Sr. Gunnar
Björnsson.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Það hefur löngum verið óopin-
bert leyndarmál á Islandi að
verkalýðurinn, láglaunahyskið
eða hvað þessar tötrughypjur nú
kalla sig, hafa ávallt borið ábyrgð
á öllu því sem aflaga fer í fjár-
máium þjóðarinnar. Gegndar-
Iausar launakröfur þess, taum-
laus yfirgangur í samningavið-
ræðum og fyrirlitleg frekja og
harðdrægni í verkföllum hefur
hvað eftir annað kallað stórsjói
yfir þjóðarskútuna eða steitt
henni á skeri.
Þessar staðreyndir, sem öllum
eru kunnar en fáir hafa þorað að
nefna til þessa, voru dregnar upp
á yfirborðið í málflutningi for-
stöðumanns Hagfræðistofnunar
Háskólans, (við forðumst illt for-
dæmi Illuga og nefnum ekki
nafn mannsins hér og nú, af til-
litssemi við aðstandendur hans
og af ótta við Iáglaunahryðju-
verkamenn), sem segir að ís-
Opiiiberir verkamenn
í víngardi Daviðs
lenskt efnahagslíf Jioli ekki nema
tveggja prósenta launahækkanir
í almennum kjarasamningum. Á
sama tfma er lágtekjuliðiö auð-
vitað að heimta hímin-
háar kauphækkanir og
ógnar þar með enn
einu sinni skriði þjóð-
arskútunnar.
Hátalari Vestfjaröa
Maður skyldi ætla að
flestir fögnuðu hrein-
skilni af þessu tagi.
Ekki síst £ ljósi þess að
hinn ónefndi for-
stöðumaður heldur
því líka fram að launa-
hækkanir opinberra starfsmanna
skipti engu máli í þessu sam-
bandi. Sem skerpir enn á þeirri
skoðun, eða öllu heldur stað-
reynd, að það séu verkamenn
einir sem bera ábyrgð á jrjóðar-
búskapnum til góðs eða ills.
Rfkið, það er ég.
Hátalari verkalýðsins á Vest-
fjörðum, Pétur Sigurðsson, (við
nafngreinum hann að vandlega
vanhugsuðu máli), umhverfist á
forsíðu Dags í gær yfir
þessu öllu saman og
fer í venjulega saman-
burðarfræði og pró-
sentuleik verkalýðs-
forystunnar. En
Hátalarinn (nafn-
greindur Pétur) hefur
einnig annað og
merkilegra fram að
færa. Hann bendir
nefnilega á framtíðar-
lausn í kjaramálunum
og þar með íjármálum
þjóðarinnar.
Ríkið, það er ég
Hin úthugsaða lausn Péturs
byggir á einfaldri formúlu. Ef
lægstu hækkanir til verkalýðsins
hleypa öllu í bál og brand í sam-
félaginu, en hæstu hækkanir til
starfsmanna hins opinbera hafa
engin áhrif í þá veru, þá þarf
bara að gera allan verkalýð að
starfsmönnum hjá hinu opin-
bera og þá er málið leyst. Þá
verða verulegar almennar launa-
hækkanir loksins mögulegar, því
þá eru allir orðnir opinberir
starfsmenn og launahækkun
þeim til handa hefur engin áhri-
fi á jjjóðarhag, að mati (ónefnds)
forstöðumanns Hagfræðistofn-
unar.
Það liggur náttúrlega í augum
uppi að þarna er verið að boða
ríkiskapítalisma, hreinræktaðan
kommúnisma, eða eitthvað það-
an af verra. En er það ekki við
hæfi á Islandi? Er nokkurt ríki í
Evrópu og þó víðar væri leitað,
sem hefur á að skipa forsætisráð-
herra sem getur sagt með jafn
miklum sanni: Ríkið, það er ég.
Á að setja lög eða bind-
andi reglur um lág-
marhsaldur stúlkna í
fegutúar- ogfyrirsætu-
keppnum hérlendis?
Kristjana Geirsdóttir
sölu og markaðsstjóri á Brodatvay og
lengi framkvæmdastjórifegmóarsam-
keppna.
„Ekki spurning.
Mér finnast
stúlkur sem eru
að fara í svona
keppnir í dag, ]>á
á aldrinum þrett-
án til sautján ára,
vera alltof ungar
og ekki búnar að taka út þann
þroska sem þarf. Að vísu höfum
við á Islandi verið svo heppin að
lenda ekki í neinum vandræðum
í þessum efnum, því hér er þess
gætt að foreldrarnir séu með í
ráðum. Óneitanlega var þáttur
um þessi efni sem sýndur var í
sjónvarpinu fyrr í vikunni sláandi
og sýnir hvað getur gerst sé ekki
farið að öllu með gát.“
Jón Hjaltason
sagnjræðingur og útgefandi á
Aliureyri.
,Já, og helst ætti
að binda aldurs-
markið við 18 eða
20 ár. Notkun
tískuheimsins á
jafnvel 13 ára
stúlkum er ákaf-
lega ógeðfelld.
Það er eitthvað afbrigðilegt við
þessa fýsn tískukónga í börn.
Þetta er hálfgert barnaklám og
hefur aðeins Iiðist til þessa vegna
mikilla peninga sem þessi iðnað-
ur veltir."
Jónina Bjarimarz
formaðurHeimilis ogskóla.
„Það má velta
þessu máli upp á
tvo vegu. Annars-
vegar að það sé á
ábyrgð foreldr-
anna að senda
stúlkur ekki of
ungar út í harðan
heim fyirirsætubransans og svo á
hinn bóginn má segja að Jretta
falli undir lög um vernd barna og
ungmenna. Síðan ber að taka
fram að þær aðstæður sem stúlk-
urnar fara út í með störfum á
þessum vettvangi er misjafn, svo
og þroski þeirra sjálfra."
Guðrnn Ögmundsdóttir
]) i ugmaður Samfylkingar.
„Stúlkur þurfa að
hafa ákveðinn
þroska til þess að
geta staðist þær
freistingar sem
bjóðast í þessum
heimi - og þeir
sem stýra tísku-
heiminum og straumum hans
eru karlar sem vilja hafa börn í
þessum bransa, sjálfum sér til
ánægju. Þátturinn um þetta efni
sem sýndur var í Sjónvarpinu á
miðvikudagskvöld var kyngi-
magnaður og sláandi og af-
hjúpaði 1' rauninni þá skýringu
um hvað er í tísku Hverju sinni.
Sextán ár eiga að vera lágmarks-
aldur og fram að þeim tíma eig-
um við að vernda þessar stúlk-