Dagur - 11.12.1999, Qupperneq 7

Dagur - 11.12.1999, Qupperneq 7
LAVGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL SeðlábankakapaU Land Seðlabankastjóri Menntun Meðal fyrri starfa Argentína Pedro Pou Doktor í hagfræöi Vantar upplýsingar Ástralía J. MacFarlane Hagfræöingur Lektor viö háskólana í Monash og Oxford, OECD og innan bankans Austurríki Klaus Liebscher Lögfræöingur Störf f bankakerfinu og á fjármálamarkaöi Bandaríkin Alan Greenspan Doktor í hagfræöi Starfaöi í ráögjafafyrirtæki og var efnahagsráögjafi tveggja forseta Belgía Guy Quaden Doktor í hagfræöi Prófeesor viö,háskólann í Liege ? Störf hjá Soros og Salmon Brothers, innan bankakerffs og seölabanka Brasilía Arminio F. Neto Doktor í hagfræöi Bretland Eddie George Hagfræöingur BIS, IMF og störf innan Englandsbanka Chile Carlos Massad A. Doktor í hagfræöi Prófessor viö Chile háskóla og IMF Danmörk Bodil N. Andersen Hagfræðingur Lektor viö Kaupmannarhafnarháskóla og störf f bankakerfinu Danmörk Torben H. Nielsen Hagfræöingur Störf f bankakerfinu Danmörk Jens Thomsen Hagfræöingur Lektor vlö Viöskiptaháskólann f Kaupmannahöfn og efnahagsráöuneyti ECB Willem F. Duisenberg Doktor f hagfræöi IMF, Prófessor viö Amsterdam háskóla og fjármálaráöherra ECB Christian Noyer Lögfræöingur Störf f fjármálaráöuneyti, efnahagsráögjafi og ráöuneytisstjóri ECB Eugenio D. Solans Doktor í hagfræöi Prófessor viö Barcelona og Madridarháskóla og störf i fjármálakerfinu ECB Sirkka Hámáláinen Doktor í hagfræöi t Doktor i hagfræöi Lektor víö Helsinkiháskóla og seölabankastjóri Finnfands ECB Otmar Issing Prófessor viö Wurzburg háskóla og aöalhagfræöingur Bundesbank ECB T. Padoa-Schioppa Hagfræöingur Aöalhagfræöingur Seðlabanka Ítalíu Finnland Matti Vanhala Hagfræöingur Fjármálaráöuneyti og störf innan bankans Frakkland Jean-Claude Trichet Hagfræöingur Fjármálaráöuneyti, efnahagsráögjafi og háskólaprófessor Grikkland Lucas D. Papademos Doktor (hagfræði Prófessor viö Columbia háskóla, Seölabanki USA og innan bankans Holfand Arnout Weliink Doktor f hagfræöi Fjármálaráöuneytí Indland Bimal Jalan Doktor í hagfræöi Efnahagsráðgjafi og ráöherra írland Maurice O’Connell Klassfsk fræði Kennari og störf í fjármálaráöuneyti ísrael Jacob A. Frenkel Doktor í hagfræðl Prófessor viö Chicago og Tel Aviv háskóla og IMF Ítalía Antonio Fazio Hagfræöingur Lektor viö háskólann í Róm og störf innan bankans Japan Masaru Hayami Hagfræöingur Störf innan bankans Kanada Gordon G. Thiessen Doktor f hagfræöi Lektor viö Saskatchewan háskóla og störf innan bankans Kórea Chol-Hwan Chon Doktor í hagfræöi Prófessor vlö Chungnam háskóta Lúxemborg Yves Mersch Lögfræöingur Lektor f lögfræöi viö Parfsarháskóla og fjármálaráöuneyti Noregur Svein Gjedrem Hagfræöingur Fjármálaráöuneyti og störf innan bankans Nýja Sjáland Don Brasch Doktor f hagfræöi Alþjóöabankinn og störf innan bankans Portúgal Antonio de Sousa Doktor f viösk.fr. Fjármálaráöuneyti, ráöherra og háskólaprófessor Prófessor viö Madridarháskóta og störf innan bankans Spánn Luis Angel Rojo Doktor í hagfræöi Sviss Hans Meyer Jean-Pierre Roth Bruno Gehrig Doktor í hagfræði Doktor i hagfræöi Doktor í hagfræöi Störf innari bankans Lektor viö háskólann f Genf og störf innan bankans Prófessor við háskólann í St. Gallen og störf fnnan fjármálakerfis Sviþjóö Urban Báckström Hagfræðingur Lektor viö Stokkhólmsháskóla og störf í efnahagsráöuneyti Tékkland Josef Tosovsky Hagfræöingur Störf f bankakerfinu Þýskaland Ernst Welteke Hagfræöingur Ráöherra og seölabankastjóri Hessen fylkis Seðlabankastjórar heimsins: Tafla yfir bakgrunn 39 seðlabankastjóra unnin upp úr heimasíðum bankanna og úr Who’s Who in Central Banking og Who's Who in Global Banking <§ Finance. Nú hefur ríkisstjórnin og við- skiptaráðherra látið undir höfuð leggjast í hálft annað ár að ráða seðlabankastjóra í stað Stein- gríms Hermannssonar. Lögin kveða raunar á um þrjá banka- stjóra, en sjálfur viðskiptaráð- hcrra gaf þá skýringu á drætti ráðningar í síðustu viku að „það hafi ekkert legið á.“ Nú hins veg- ar á að gera bragarbót á því máli - fyrir áramót að manni skilst - í tengslum við hrókeringar milli forsætis- og iðnaðarráðuneyta. Breyta á lögum um stjórnarráð Islands og færa Byggðastofnun undir iðnaðarráðuneytið en Seðlabankinn flyst yfir til forsæt- isráðherra. Ekki virðist eiga að gera neinar stórvægilegar breyt- ingar á skipan Seðlabankans samfara þessu - í það minnsta ekki varðandi bankastjórnina. Enn er gert ráð fyrir þremur bankastjórum, sem er í sjálfu sér merkilegt í Ijósi þess að bankinn virðist þrátt fyrir allt hafa náð að starfa eðlilega með aðeins tveim- ur. Hagstjómarstofnim I sjálfu sér er það ekkert fráleitt að Seðlabankinn, sem er jú eng- inn venjulegur banki, þótt nafn hans endi á orðinu „banki", flytj- ist til forsætisráðuneytisins. Seðlabankinn er gríðarlega mik- ilvæg hagstjórnarstofnun og efnahagsmálin heyra undir for- sætisráðuneytið. Hugsanlega gæti þessi tilflutningur b'ka und- irstrikað sérStöðu bankans gagn- vart öðrum bönkum, en hlutverk Seðlabankans er sem kunnugt er að stýra peningamálum með því að grípa inn í peningamarkaðinn með tiltekin þjóðfélags markmið sem ríkisstjórnin setur að leiðar- ljósi. Slík markmið geta verið stöðugt verðlag og gengi, hag- vöxtur eða eitthvað ákveðið at- vinnustig. Peningamarkaður þróast Raunar má halda því fram að þessi tilflutningur sé eðlilegt skref í þróuninni á íslenskum peningamarkaði, sem hefur vax- ið og dafnað ótrúlega hratt þótt hann sé enn barnungur. Það er ekki fyrr en á þessum áratug sem peningamarkaðurinn fer að þró- ast fyrir alvöru og það er t.d. ekki fyrr en um miðjan áratuginn sem fjármagnsflæði til og frá landinu verður endanlega frjálst. Það gefur því auga leið að Seðla- bankinn, sú stofnun sem á að umtalsverðu leyti að stýra vaxta- þróuninni og jafnvæginu á þess- um peningamarkaði, hlýtur að hreytast líka. Peningamarkaður og peningamál almennt hér heima hafa verið að þróast til samræmis við það sem er í lönd- unum í kringum okkur og raunar erum við að meira eða minna leyti hluti af hinu alþjóðlega um- hverfi. Því er eðlilegt að menn Ifti líka til nágrannalandanna varðandi málefni Seðlabankans og velti fyrir sér hvernig þessi mál eru leyst þar. Fyrst er þó rétt að rifja upp tilefni umræðunnar hér heima. Nýr bankastjóri Astæðan fyrir því að Seðlabank- inn, sldpulag hans og hlutverk er nú enn einu sinni komið á dag- skrá þjóðmálaumræðunnar er hinn pólitíski kapall sem jafnan hefur verið í kringum ráðningu nýs hankastjóra. Stjórnmála- flokkarnir hafa eyrnamerkt sér ákveðin sæti samkvæmt óskráðu heiðursmannasamkomulagi og allir vita að hinn lausi stóll Steingríms er eyrnamerktur Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson hefur Iýst því yfir á al- þingi að hann telji eðlilegt að Finnur Ingólfsson gangi frá ráðningu í þetta starf áður en bankinn flytjist undir forsætis- ráðuneytið. Það þýðir að ráðið verður í starfið með hraði. Skaminur tími Sú staðreynd ein og sér, hve skammur tími er til stefnu að auglýsa starfið og bjóða upp á umsóknarfrest og síðan að meta umsækjendur, gefur tilefni til að ætla að ráðið verði á heföbundn- um forsendum llokkspólitíkur. Það er í sjálfu sér ekki tilviljun að Seðlahankinn hefur fengið nafnið „Lávarðadeiklin" hjá al- menningi, svo oft hafa stjórn- málaforingjar farið þarna inn þegar þeir draga sig í hlé úr pólit- ík. En nú virðist það þó ekki uppi á teningnum að stjórnmálafor- ingi sé að hætta og því er kannski lag að breyta til. Fagleg ráðning Hins vegar er ekki ástæða til að breyta til nema menn gangi þá alla leið og ráði í starfið með heiðarlegum hætti og á faglegum forsendum. Það kallast ekki fag- legar forsendur að ákveða fyrst hver fær starfið og auglýsa það svo fyrir siðasakir og fara síðan einhverja málamyndayfirferð yfir umsóknir þeirra sem sækja. Jafn- vel þó sá sem ráðinn er sé ekki flokksbundinn í stjórnmála- flokki. Það er gamla leiðin í grímubúningi og þá er jafnvel heiðarlegra að halda sig við að gera þetta með gamla laginu - grímulaust. Faglega leiðin er að leita að þeim manni/konu eða því fólki sem raunverulega er hæfast, láta menntun þess vigta, skoða hvað það hefur skrifað um efnahags- og peningamál og hvað það hefur gert sem skiptir máli fs'rir þetta starf og hvaða yf- irsýn það hefur. Eðlilegt væri að leita til erlendra ráðgjafafyrir- tækja líka, til að tryggja sem hlutlægast mat fyrir bankaráðið í þessa háu stöðu. Með þessu er ekki verið að koma í veg fyrir að reyndir stjórnmálamenn sæki um þessa stöðu eða menn sem kunnir eru flokksbundnir í til- teknum flokkum. Síður en svo. Raunar er æskilegt að umsóknir komi úr öllum áttum. Auðvitað verður aldrei hægt að tryggja að einstakir menn reyni ekki að ota sínum tota eftir öðrum leiðum og kanna stöðu sína áður en þeir senda inn umsókn, enda einsýnt að alitaf verða einhverjir sem telja það álitshnekki að sækja án þess að fá starfið. En ef menn telja slíkan álitshnekki í alvöru vera rök í málinu, þá er miklu betra að vera ekkert að auglýsa, því það er illa gert að draga aðra umsækjendur út í eitthvert leik- rit sem enga merkingu hefur. Bankastjórar heimsms Ég sagði áðan að samhliða því sem íslenskur peningamarkaður þroskast og líkist meira því sem gerist í löndunum í kringum okk- ur þarf Seðlabankinn að þróast með. Það er því fróðlegt að skoða þá töflu sem fylgir með hér á síð- unni um bakgrunn seðlabanka- stjóra víðs vegar í heiminum. Augljóslega er yfirgnæfandi meirihluti bankastjóranna hag- fræðimenntaðir, þó það sé raun- ar ekki tilfellið um fimm þeirra sem eru á þessum lista. Einn þeirra - hinn frski O’Connel - er meira að segja menntaður í klassískum fræðum, sem hlýtur að tcljast nokkuð óvenjulegur bakgrunnur. Hver er svo að segja að latínan sé ekki gagnleg nú- tímamanninum! Hins vegar hef- ur O’Connel auðvitað líka reynslu úr fjármálaráðuneyti íra. Nú er lag En listinn í heild talar þó sínu máli. Seðalbankastjórar heims- ins cru menn sem hafa yíirgrips- mikla þekkingu og yfirsýn á efna- hags- og peningamálum, ýmist gegnum menntun sína eða reynslu eða hvoru tveggja. Þessi samsetning ætti að segja okkur eitthvað hér heima á Islandi - auðvitað erum við einstök, en ef við viljum skera okkur úr á þessu sviði líka er skynsamlegt að við séum meðvituð um hvers vegna við viljum skera okkur úr. Menn tala mikið um nútíma- væðingu - ekki síst ráðherrar í ríkisstjórninni - og nauðsyn þess að tryggja árangur og þekkingu í stjórn á bankakerfinu til að geta mætt því sem best þekkist er- lendis. Það verður því fróðlegt að fy'lgjast með ferlinu við val næsta bankastjóra. Nú er lag í Seðla- bankanum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.