Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 7 7. desember - 47. tölublað <Sp>. Loftleiðavél á flugvellinum í Lúxemborg. JÓHANNES HELGI rithöfundur skrifar SEINNIHLUTI Hér birtist seiimi hlutinn af frásögu Jó- hauuesar Helga af Norðmauniuum Eiuari Aakraun, sem var for- stjóri Loftleiða og síð- ar Flugleiða í Lúxem- horg 1955 tH 1992. Ur ónotuðum efniviði síðan ég skrifaði ævisögu Agnars Kofoed- Hansen, kom í leitirnar frásögn hans af snurðunni sem hljóp á þráðinn er þýsk yfirvöld skyndi- lega neituðu Loftleiðum að milli- lenda í Hamborg á Luxembourg- Island-Bandaríkjaleiðinni. Agnar segir í þessari heimild: „Eg hafði ekki dvalist nema 2-3 daga í Par- ís ásamt móður minni, eftirjóm- frúrtúrinn til Luxembourg, þegar mér barst fréttin um að Þjóðverj- ar neituðu Loftleiðum um að millilenda í Hamborg. Eg tók næstu flugvél til Bonn til að hitta starfsbróður minn í þýska flug- málaráðuneytinu og fékk kaldar móttökur. Þeir höfðu ákveðið að splundra samvinnu okkar við Luxembourg með því að banna okkur að millilenda í Þýskalandi, nokkuð sem þeir höfðu á valdi sínu af því að Þýskaland átti ekki aðild að ICAO, sem var ein af stofnunum Sameinuðu Þjóð- anna. En þetta sýnir hve frám- sýnir Þjóðverjar voru. Strax 1955, þegar Lufthansa var enn í start- holunum, eygðu þeir hættuna af samvinnu Islands og Luxem- bourg. Þeir sögðu mér umbúða- laust: Þið fljúgið hvorki um Ham- borg, né neina aðra þýska borg til eða frá Luxembourg. Þegar ég kom aftur á hótelið mitt, hafði ég strax símasamband við Victor Bodson, samgöngu- nrálaráðherra Luxembourg, af- bragðsmann sem ég var vel kunn- ugur, og sagði honum málavöxtu. Hann sagði mér, að það væri hið versta mál að Þjóðverjar skyldu leyfa sér svona nokkuð, í skjóli þess að þeir tilheyrðu ekki ICAO. Eg nefndi þá að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu neitun- arvald gagnvart Öxulveldunum fyrrverandi. „Það veit ég mæta vel“, segir Bodson, „og Þjóðverjar komast ekki inn í nein alþjóðleg samtök án samþykkis Luxembourg. Þeir eru uppá okkur komnir. Þér þurf- ið ekki að hafa minnstu áhyggjur. Takið þessu bara með ró. Bíðið bara á hótelherbergi yðar og þýska flugmálaráðuneytið mun hafa samband við yður rétt strax." Það voru ekki liðnar nema 20 mínútur þegar þýski starfsbróðir minn hringir mig upp og biður mig mjög eindregið um að koma, það væri bíll á leiðinni til að sækja mig. Með ánægju, svara ég, og bíllinn kom á tilskildum tíma með einkabílstjóra og leið- sögumann. Mér er sem sé ekið til flugmálaráðuneytisins, þar sem ég hitti starfsbróður minn enn einu sinni, hann er þá orðinn eins og lamb og biðst velvirðingar á því sem gerst hafi, segir það vera leiðinlegan misskilning og ætlar að fara að útskýra málið. Já, segi ég, misskilningurinn er áreiðanlega þýskunni minni að kenna, ég hef ekki talað hana lengi og þetta gerir ekkert til. Ég sagði þetta til þess að þeir misstu ekki andlitið gersamlega. Þeir voru mjög þakklátir fyrir viðbrögð mín, og það var strax greitt úr flækjunni. Okkur var nú velkom- ið að lenda í þýskum borgum. Um kvöldið hringdi Bodson til mín og sagði: „Jæja, gekk þetta ekki vel?“ Jú, heldur betur, það gekk eins og í sögu, sagði ég. Og hann segir: „Já, ég sagði bara við hann: Kæri, heiðraði starfsbróðir. Flugmálastjóri Islands hefur sagt mér að viss vandkvæði séu fýrir Loftleiðir að opna flugleið frá Is- landi til Luxembourg, með milli- lendingu í Hamborg, til að nýta markaði sína í Þýskalandi og Lux- embourg, nokkuð sem er alveg óskiljanlegt. Hér er vafalaust um misskilning að ræða, en þannig að þér vitið það, get ég upplýst yður um að ég hef rætt málið við forsætisráðherrann og ríkisstjórn- ina og á því Ieikur enginn vafi að við komum til með að hafa sér- lega ánægju af að beita neitunar- valdi okkar, þannig að Þýskaland verði að bíða enn lengur eftir að fá inngöngu í samtök Sameinuðu Þjóðanna. Eg vildi bara koma þessu á framfæri við yður, kæri starfsbróðir, og verið þér sælir! Og síðan lagði ég á tólið. Þetta skilja Þjóðverjar. Svona á maður að meðhöndla þá herra, sagði Bodson." Handfylli af dollimim Við flugum áfram frá Hamborg um Norðurlönd til íslands og Bandaríkjanna, en flugleiðin frá Luxembourg til New York lá vet- urinn ‘ 5 5 /’ 5 6 um Stafangur, Bergen, Reykjavík og Gander. Þessi ferð tók heila 27 tíma, og svona nokkuð er erfitt að selja. Því að hver vill fljúga með félagi, Loftleiðum í þessu tilviki, 27 tíma, þegar SABENA, keppi- nautur okkar, flaug til Bandaríkj- anna á aðeins 17 tímum með fullkomnari vél, DC-6B, sem var búin þrýstirými, og verðmismun- urinn var aðeins handfylli af doll- urum, nánar tiltekið 10. SABENA flaug einnig DC-3 vél tvisvar í viku frá Luxembourg til Brussel, þar sem farþegarnir fluttu sig yfir í DC-6B, sem flaug leiðina um Manchester og Gand- er til New York. DC-4 vélarnar okkar voru ekki búnar þrýstirými, og það var enn einn ókosturinn. Við fengum ekki flugvél með þessum búnaði fyrr en 1961(DC- 6B). Flugvél án þrýstirýmis getur ekki flogið hærra en 12.000 fet, 4.000 metra. Þá gætir súrefnis- skorts, og undir 12.000 fetum er allra veðra von, einkum að vetrar- lagi, og alveg sérstaklega á leið- inni yfir Norður-Atlantshafið. Vélarnar okkar tvær, Hekla og Edda, voru báðar DC-4 vélar með 55 sætum. Og aðgættu hinn óverulega verðmismun miðað við lATA-félögin. Aðeins 10 $. Miða- verð okkar, Luxembourg-New York, var þá 425 $, þ.e.a.s. verð- mismunur sem nam aðeins 2%. Við flugum aðeins einu sinni í viku veturinn ‘55/’56, en mér tókst samt að fiska upp nokkra farþega, að vísu ekki marga, nokkra frá Þýskalandi og Frakk- landi. Þyngir í lofti þoka dimm En víkjum aftur að Loftleiðum og Braathen, því að nú bryddaði á þungbúnum 'skýjum við sjónar- rönd. Yfirboðarar mínir drógu þessa ályktun: Að fljúga til Lux- embourg yfir veturinn borgar sig ekki. Við megum ekki láta okkur verða á sömu mistök og veturinn ‘55/’56! Þess vegna verður ekki um að ræða neitt flug til Luxem- bourg á vetri komanda. En við skulum opna ný'ja bækistöð í Glasgow. Einar Aakrann hefur jú reynsluna, og við skulum senda hann þangað. Ráðagerðin var sú að hefja flug þaðan 17. október 1956. Og ég fékk með mjög litlum fýrin'ara fyrirmæli um að fara þangað. Að- eins 3 dagar voru liðnir si'ðan kona mín fæddi Eric. Það sagði ég yfirboðara mínum í Ósló, og að mér væri á móti skapi að yfir- gefa hana við svo búið. En hann sat fastur við sinn keip, Loftleiðir höfðu ákveðið að hefja áætlunar- flug sitt í Glasgow i október, þannig að tíminn væri naumur. Að auki stóð til að Iengja vorið ‘57 flugleiðina Reykjavík-Glas- gow til London. Flugfélag Is- lands flaug bæði til Glasgow og London, og þessvegna urðum við sem samkeppnisaðili auðvitað einnig að fljúga þangað. Svo ég varð nauðugur viljugur að kveðja konu mína, sem skiljanlega féll okkur báðum þungt. Eg kom skrifstofunni í Glasgow á fót, réði þrjá starfsmenn, og kom hjólun- um í gang fyrir nýju flugleiðina, Stafangur - Glasgow -Reykjavík - Gander - New York. Eg snéri við svo búið heim rúmum þrem mán- uðum seinna, rétt fyrir jól ‘56. ÁfaLI Sumarið 1957 flugum við svo leiðina Luxembourg - Glasgow - Island - Bandaríkin. En svo var óvænt ákveðið að loka skrifstof- unni í Luxembourg frá og með nóvember sama ár. Stjórnin ætl- aði að einbeita sér að Glasgow og London. Eg hef hérna í skrifborð- inu mínu bréf frá Ludvig Braathen þar sem hann segir: Nú ætlum við að leggja niður Luxembourg-skrifstofuna fyrir fullt og allt, því að við ætlum að hætta að lljúga þangað. Þess- vegna verður þú að segja sölu- manni þínum upp tafarlaust. Hann var þeirrar skoðunnar að ekki væri hagkvæmt að fljúga bara yfir sumarmánuðina frá Luxembourg og vera óvirkir á vet- urna. Mótmæli Já, ég hef bréfið hér. Við vorum þrjú sem unnum í bragganum okkar á Findel, ritari, sölumaður og ég. Sölumanninum þurfti ég því miður að segja upp, en ritar- anum fékk ég að halda fyrst um sinn. Eg mótmælti auðvitað þessari ákvörðun. Eg benti yfir- boðurum mínum á að heimssýn- ingin yrði haldin í Briissel ‘58 og þá myndi, ef að líkum léti, koma sægur Ameríkana frá Bandaríkj- unum til að skoða sýninguna og þá yrði jú brýn þörf fyrir flug milli Luxembourg og Bandaríkjanna. En yfirboðarar mínir tóku rök- semdir mínar ekki til greina, þannig að allt flug til og frá Lux- embourg lá niðri frá hausti ‘57 til vors ‘59. Framhald á bls. 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.