Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGVR 11. DESEMBER 1999 -111 SÖGUR OG SAGNIR Framhald afforsíðu Eftir opnun skrifstofunnar 4 Glasgow var svo opnuð skrifstofa í London í ársbyrjun 1957 vegna flugsins sem hófst þar um vorið. Hlutverk mitt á þessu „dauða" tímabili var að útvega farþega frá meginlandinu með öðrum flugfé- lögum til London, sem síðan héldu áfram með Loftleiðum til Islands og Bandaríkjanna. Eftir lokunina stóð til að ég ætti að flytjast til baka til skrif- stofu Braathen í Ósló. En ég gat sannfært Braathen og aðra yfir- boðara mína í Ósló og Reykjavík um að markaður væri fyrir Loft- leiðir hér á meginlandinu, ef við gætum haldið uppi flugsamgöng- um allt árið með þróaðri vél en DC-4 Skymasternum, til dæmis Douglas DC-6B, sem flaug hrað- ar og hafði þrýstirými og 85 sæti. Góðar fréttir Góðu heilli var ákvörðunin um að Ioka endanlega skrifstofunni í Luxembourg afturkölluð haustið ‘58 og flug tekið upp að nýju vor- ið ‘59, og þá flugum við frá Lux- embourg um Amsterdam til Reykjavíkur og áfram til New York. Seaboard & Western Air- Iines annaðist þá tæknilegt eftir- lit f Luxembourg, en meiriháttar viðhald fór fram á verkstæðum Braathen á Sola við Stafangur. Baráttan imi farþegana Eg notaði hílinn minn og ferðað- ist um Þýskaland, Lrakkland, Belgíu og Holland til að auglýsa flugfélagið hjá ferðaskrifstofum. Og það gaf góða raun. Larþeg- arnir komu með lest til Luxem- bourg eða með eigin bílum beint á flugvöllinn. Mikill hluti far- þeganna voru amerískir hermenn frá flugbækistöðvunum í Bit- burg, Spangdalem og Birkenfeld í Þýskalandi, þar sem amerískar orustuflugvélar voru staðsettar. I Frakklandi voru einnig margar amerískar bækistöðvar, Metz, Toul Rosiers, Grostenquin, Zweibriicken o.s.frv. Amerísku hermennirnir ásamt ættingjum og vinum í þessum tveim löndum voru stór hluti viðskiptavina okk- ar. Hermannamarkaðurinn í Frakklandi lagðist að vísu af eftir að de Gaulle sagði Frakldand úr NATO. Ameríkanarnir urðu í framhaldi af því að yfirgefa allar herbækistöðvar sínar í Frakk- landi. En það gerðist ekki fyrr en 1966, og þá höfðum við fengið mjög góðan meðvind og vorum því ekki Iengur háðir amerfsku hermannaumferðinni frá Frakk- landi. En lengi vel, eftir að við hófum starfsemi okkar í Luxem- bourg, fór meirihluti ferðamanna sjóleiðis til Ameríku. Það var fyrst undir lok sjöunda áratugar- ins að álíka margir farþegar ferð- uðust með flugvélum og skipum. Loksins DC-6B Sumarið ‘59 var áfram aðeins ein brottför á viku frá Luxembourg um Glasgow, Reykjavík og Gand- er til NewYork, og enn með DC- 4. Haustið ‘59 var enn ákveðið að fljúga ekki veturinn ‘59/’60. Sumarið 1960 var flogið frá apríl og fram í nóvember, en veturinn ‘60/’61 var síðasti veturinn án flugs. Frá vori ‘61 var svo flogið allt árið, og þá með hinum lang- þráðu DC-6B vélum, sem flugu á „bara“ 18 tímum frá Luxembourg til New York. Frá þeim tíma inn- leiddum við lægri fargjöld, aðeins 320 dollara á Iágannatímanum milli Luxembourg og New York og það stóð ekki á árangrinum. Ef ég hefði nú bara getað boðið þetta verð strax 1955, í staðinn fyrir rúma 500 dollara á farmiða, þá hefði ég fengið hjólin al- mennilega í gang löngu fyrr. En reksturinn á gömlu DC-4 vélun- um, með aðeins 55 sæti, útilok- aði svo Iág fargjöld. Kviamar færðar út Eg útnefndi fyrstu aðalumboðs- mennina í Belgíu og Frakklandi 1956 og í Hollandi ári seinna. I Þýskalandi höfðum við jú þegar skrifstofuna í Hamborg, og lítil skrifstofa var opnuð í Frankfurt seinna. I Sviss og Italíu (Genf og Róm) sátu aðalumboðsmenn Braathens. Sem sagt: Frá 1960 var sigurinn tryggður, og ég færði út kvíarnar og stækkaði mark- aðssvæðið frá ári til árs. Trek Airways, nú Luxavia, hafði einnig hafið flug með lágum faijöldum frá Jóhannesarborg til Luxembo- urg og ég útnefndi það félag sem aðalumboðsaðila okkar í Suður- Afríku og annað félag sem um- boðsaðila okkar í Rhódesíu, (nú Zimbabwe). Luxavia (áður Trek Airways) hefur fram á þennan dag fært okkur tugþúsundir far- þega frá Suður-Afríku. Gróska 1 byrjun sjöunda áratugarins kom ég í kring miðasölu í Grikldandi og Tyrldandi, eftir að hafa út- nefnt aðalumboðsmenn í Aþenu, Ankara og Istanbul. I Hong Kong höfðum við, síðan á tímum Braathens, aðalumboðsmann sem útvegaði okkur farþega frá Luxembourg til Bandaríkjanna, og leiðin frá Hong Kong til Lux- embourg var þá oft farin með Sí- beríulestinni, vegalengd sem nemur þúsundum kílómetra. Það er hægt að slá því föstu, að við vorum sterkur segull fyrir þessa langferðamenn. Ur því að hag- stætt fargjald okkar frá Luxem- bourg til New York gat Iaðað að okkur farþega úr svo fjarlægum heimshluta, dró ég þá ályktun, að einnig væri unnt að stappa upp farþegum handa okkur í Mið- austurlöndum og mér tókst að endurlífga fyrrum aðalumboðs- mann Braathens í ísrael, og í ár- anna rás höfum við fengið IJölda farþega þaðan. Þeir farþegar komu sjóleiðis frá Haifa til Marseille, og tóku þar lest til Luxembourg. Framtak í Miðausturlöndiuu Um miðbik þessa áratugar, þess sjöunda, útncfndi ég aðalum- boðsmenn í flestum Miðaustur- löndum: Líbanon, Jórdaníu, Sýrlandi, Irak, Iran, Kuwait og Saudi-Arabíu. En vandinn fyrir farþegana okkar þaðan var að komast til Luxembourg. Eftir að við höfðum opnað eigin skrif- stofu í Beirut, tókst mér með manni mínum þar, Robert Mehrabian, að vekja áhuga MALEVs (Hungarian Airlines) á að hefja vikulegt flug frá Buda- pest tií Luxembourg. I framhaldi af því fékk ég flugmálastjórann hér, Pierre Hamer, og aðalfor- stjóra Luxairs, Roger Sietzen, með mér til höfuðstöðva MALEVs í Budapest til að fylgja rnálinu eftir. Tæknibækistöð í Luxem- bourg Arið 1963 réði ég fyrsta flugvirkj- ann hingað, Gunnar Björgvins- son, og við byggðum smám sam- an upp eigin viðhaldsþjónustu á Findel. Þegar leið á sjöunda ára- tuginn var ákveðið að flytja við- haldsdeild okkar frá New York til Luxembourg, og á árunum sem fóru í hönd varð fjöldi tækni- manna okkar hér u.þ.b. 100. Það var hópur mjög hæfra verkfræð- inga, tæknimanna, flugvirkja o.s.frv. Aðrir starfsmenn félags- ins voru þá orðnir 80 talsins, þannig að starfslið okkar hér nam samtals 180 manns. Þessa tæknideild yfirtók Cargolux 1974, vöruflutningafélag sem að frumkvæði okkar var stofnað 1970 í samvinnu við Luxair og Salen skipafélagið sænska. Vikulega verður mörgum stnnum á dag Flugtíðnin frá Luxembourg til Bandaríkjanna var einu sinni í viku fram til 1961 og jókst síðan smám saman til þriggja, Ijögurra og fimm skipta vikulega. Og seinna daglega. A áttunda ára- tugnum vorum við með 3-4 flug á dag, þ.e.a.s. 23 lendingar og flugtök á viku. Flugvélarnar voru yfirleitt fullbókaðar með 250 far- þega á flugvél, þ.e.a.s. allt að þúsund farþegar inn og þúsund farþegar út á Findel á degi hverj- um. 1970 höfðum við flutt eina milljón farþega á Luxembourg- Island-Bandaríkjaleiðinni, ásamt dótturfélagi okkar International Air Bahama á leiðinni Luxembo- urg-Nassau/Bahamas. 1973 nam farþegafjöldinn 2 milljón- um, 1977 þrem milljónum; fimm milljóna markinu náðum við 1985, og í nóvember 1991 var farþegafjöldinn kominn upp í heilar 6 milljónir, það er að segja sextánfalda íbúatölu Luxembo- urg. Farþegametið á ári var tæp- lega 350.000. Það náðist á hin- um „gullna“ áttunda áratug, bestu árum okkar. Þau árin voru Loftleiðir með yfir 50 % af heild- arfarþegafjöldanum á Findel. Ftjálsræði í bimingpiimnim 1978 var leidd í lög f Bandaríkj- unum hin svokallaða „Open Sky Policy", sem heimilaði flugfélög- um í Atlantshafsflugi að lækka sín hefðbundnu IATA-fargjöld. Þetta leiddi að sjálfsögðu til miklu harðari samkeppni fyrir Flugleiðir, og eftir 1980 fækkaði farþegum svo um munaði á Lux- embourg-Bandaríkjaleiðinni. A þessum árum hófum við samn- ingaumleitanir við yfirvöld í Lux- embourg um að stofna nýtt far- þegaflugfélag með Luxair (á sama hátt og við höfðum 1970 stuðlað að stofnun vöruflutn- ingafélagsins Cargolux). Þar sem Flugleiðir höfðu flogið mörgum sinnum á viku non-stop milli Luxembourg og Bandaríkjanna, án millilendingar á Islandi, höfð- aði þetta beina flug svo sterkt til lúxembúrgískra yfirvalda að þeim var mikið í mun að þetta flug gæti haldið áfram. Þeir í Luxem- bourg lýstu sig fúsa til að ríkis- styrkja þessi fyrirhuguðu beinu flug á vegum nýja flugfélagsins, því að þetta flug hafði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Lux- embourg. Samningaumleitan- irnar báru þó ekki árangur, þan- nig að kistuleggja varð ráðagerð- irnar. Björgun á elleftu stundu Erfiðleikarnir sem voru því sam- fara að halda uppi Luxembourg- Bandaríkjaflugleiðinni jukust stöðugt og 1980 gengum við Sig- urður Helgason forstjóri Flug- leiða á fund þáverandi forsætis- ráðherra Luxembourg, Pierre Werner. Sigurður Helgason sagði honum, að við værum til- neyddir að hætta flugi okkar í Luxembourg. Pierre Werner svaraði því til að hann væri á þeirri skoðun að það væri óhugs- andi. Hann sagði: I 25 ár höfum við nú haft reglubundið flug frá Luxembourg til Bandaríkjanna, og það er að mínu áliti óhugsandi að leggja niður flugsamgöngur við Bandaríkin og Island, sam- herja okkar í NATO, á meðan Aeroflot er með nálega daglegt flug milli Moskvu og Luxembo- urg. (Kalda stríðið milli Austurs og Vesturs var þá í algleymingi.) Viku eftir fundinn hringdi for- sætisráðherrann í mig og spurði mig hvort 90 milljónir franka dygðu til þess að við gætum fram haldið flugsamgöngunum á kom- andi vetri (‘80/’81). Ég svaraði því til, að ég héldi að svo væri. Og okkur tókst að halda uppi þrem flugum á viku veturinn sem fór í hönd. Sigurður Helgason hafði allt frá byrjun haft tröllatrú á Luxem- bourg-Bandaríkjaleiðinni. Síðan ég hóf störf hér 1955 hef ég haft mjög náið samstarf við Sigurð, allt frá því að hann var forstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum til loka áttunda áratugarins og fram að þeim tíma að hann hætti sem stjórnarformaður Flugleiða. Árin fimm, frá 1980 til loka ‘84, var ég í stöðugu sambandi við forystumenn í Luxembourg, og átti marga fundi með sam- göngumálaráðherranum og fjár- málaráðherranum, núverandi forsætisráðherra, Jacques Santer. Við fengum, í framhaldi af því, verulegan fjárhagsstuðning (rúmlega 250 miljónir franka) frá lúxembúrgískum yfirvöldum. Með þennan bakhjarl gat Sigurð- ur sannfært starfsbræður sína í stjórn félagsins um að til þess væri vinnandi og fjárhagslega mögulegt að halda áfram Luxem- bourgfluginu. An aðstoðarinnar frá Luxembourg væru Flugleiðir tæpast starfandi í Luxembourg í dag. Framsýni ráðamaima í Lnxembourg Það var Iofsverður vitnisburður um framsýni yfirvalda í Luxem- bourg þegar ríkisstjórn þeirra ákvað að styðja fjárhagslega við bakið á Flugleiðum. Undan mfnu sjónarhorni horft litu þeir á stuðninginn sem framtíðarfjár- festingu fyrir Findelllugvöll, en ekki sem gjöf í þakklætisskyni fj'rír þær fjórar milljónir farþega sem við höfðum þá flogið með til og frá Findel. Flug Flugleiða til Luxembourg er að sönnu í dag ekki jafn mikil- vægt og það var fyrir nokkrum árum. Engu að síður höfum við allar götur frá 1955 stuðlað veru- lega að uppbyggingu Findelflug- vallar í alþjóðlegum skilningi. Með daglegu flugi frá Luxembo- urg til íslands og Bandaríkjanna hafa Flugleiðir á síðustu árum flutt rúmlega 100 þúsund far- þega á ári. Það gerir rúmlega 10 % af heildarumferðinni um Findel, sem í fyrsta sinn 1990 fór yfir eina milljón markið á ári, sem er ekki svo lítið í samanburði við 10.000 farþega umferðina sem var á Findel 1955, árið sem ég kom hingað. Það er óhætt að slá föstu að þetta hefur verið æv- intýraleg þróun, enda fjöldi af- bragðsmanna lagt gjörva hönd á plóginn. VíMngseðlið Hvernig ég vilji skilgreina Islend- inga? Það er stór spurning, en það er við hæfi að ég fjalli um þá með fáeinum orðum, svona í lok- in. Þeir eru einhverjir harðdug- legustu menn sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Þeir setja sér takmark, og kappkosta að ná þvf, láta ekkert aftra sér og taka ekki „nei“ gilt sem svar. Það er vafalaust margt sem veldur. Þeir búa að gamla víkingaupprunan- um og þangað má sjálfsagt rckja hinn sterka anda brautryðjand- ans. Þeir námu harðbýlt land og hafa háð afar harða lífsbaráttu. En öll heiðursmerki hafa bak- hlið. I framgöngu og verkum eru íslendingarnir, í samræmi við loftslagið, talsvert harðhnjósku- legir og kannski ívið of þjóðernis- sinnaðir. Það getur vitaskuld bæði verið kostur og galli, allt eftir kringumstæðum. Og nieð þessum orðum kveð ég og þakka þér fyrir ánægjulegt samstarf. Évrange, Frakklandi, 1993. Þessi mynd er tekin á flugvellinum í Luxemborg þegar 30 ára afmælis flugs til Lúxemborgar var minnst. Frá vin- stri: Einar Aakrann, Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri, Sigurður Magnússon fv. blaðafulltrúi og Kristinn Olsen stjórnarmaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.