Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 8
Vm~LAUGA RDAGUR 11. DESEMBER 1999 O^ur Kirkjustarf Sunnudagur 12. desember - þriðji sunnudagur í aðventu AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli í Kjarnalundi kl. 11. Guðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Athugið breyttann tíma. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdótt- ir. GLERÁRKIRKJA Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11.00. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur. For- eldrar hvattir til að mæta með börnunum. Aðventukvöld kl. 20.30. Valgerður Sverris- dóttir, alþingismaður tlytur hugleiðingu. SJÓNARHÆÐ Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Mánudagur, barnafundur kl. 17.30. KAÞÓLKSA KIRKJAN Á AKUREYRI Messa á laugardag kl. 18.00. Messa á sunnudag kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN Á AKUREYRI Laugardagur, bænastund kl. 20.00. Sunnu- dagur, sunnudagskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Kl. 16.30 vakningasamkoma. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL Sameiginlegt aðventukvöld fyrir Bægisár- og Bakkasókn í Bakkakirkju í Öxnadal kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur, lesin jólasaga, fermingarbörn flytja helgileik og telpur úr Þelamerkurskóla syngja um heilaga Lúsíu. Ræðumaður.sr. Birgir Snæbjörnsson. HRÍSEYJARKIRKJA Laugardagur, helgistund í kirkjugarðinum í Hrísey kl. 18.00. Sunnudagur, jólatónleikar í . Stærra Árskógskirkju kl. 20.30. Heimamenn syngja. GRENIVÍKURKIRKJA Aðventukvöld kl. 20.30. Kór Grenivíkurkirkju syngur. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyja- fjarðar leika á hljóðfæri, lesin verður jóla- saga. Ræðumaður er Halldór Blöndal, for- seti Alþingis. LAU FÁSPR ESTAKALL Svalbarðskirkja Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Laufáskirkja Aðventustund kl. 13.30 í upphafi hátíðar Gamla bæjarins. LAUGALANDSPRESTAKALL Saurbæjarkirkja Aðventukvöld kl. 21.00. Ræðumaður Sig- urður Steinþórsson, fjármálastjóri. ÞINGVALLAKIRKJA Aðventustund barnanna kl. 14.00. LÁGAFELLSKIRKJA Guðþjónusta kl. 14.00. Barnastarf kl. 11.00. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Há- degisbænir kl. 12.00. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður Óskar Magnússon, fv. skólastjóri. BÚSTASAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umræður og ieikir við hæfi barnanna. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Árnesingakórinn syngurvið messuna ásamt Kirkjukór Bústaðakirkju. Einsöngur Þorsteinn Þorsteinsson og Kristín Sig- tryggsdóttir. Söngstjórar Sigurður Bragason og Guðni Þ Guðmundsson. Pálmi Matthís- son. STOKKSEYRARKIRKJA Aðventukvöld mánudaginn 13. des. kl. 20.30. Ræðumaður Kristjana Sigmunds- dóttir. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Tónlistarskól- ans í Reykjavík syngur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Aðventuhátíð barnanna kl. 13:00. Lúðrasveit Laugarnesskóla og Kór Vesturbæjarskóla. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 14:00. Barn borið til skírn- ar. Einsöngur Elín Ósk Óskarsdóttir. Org- anisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sigurður Arnar- son. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Messa og barnastarf kl. 11:00. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. María Ágústsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Gylfi Jónsson. Messa kl. 14:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jóns- son. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Þóra S. Guðmannsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórar- insson. Organisti Jón Stefánsson. Kveikt á aðventukertunum. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Messukaffi og djús fyrir börnin á eftir. Messa kl. 13:00 í Dagvistar- salnum Hátúni 12. Þorvaldur Halldórsson syngur aðventu og jólalög. Gunnar Gunn- arsson leikur á flygil. Sr. Bjarni Karlsson, Margrét Scheving og Guðrún K. Þórsdóttir djákni annast þjónustu. Kvöldmessa kl. 20:30 með Djasskvartett Gunnars Gunnars- sonar. Kór Laugarneskirkju syngur. Sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir þjóna og flytja samtalsprédikun. Sig- urbjörn Þorkelsson og fleiri Gídeonmenn taka þátt í messunni. Messukaffi. NESKIRKJA Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Selkórinn syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. árdegis. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson annast guðsþjónustuna. Org- anleikari: Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Bænir-fræðsla-söngvar- sögur og leikir. Foreldrar, afar, ömmur eru boðin hjartanlega velkomin með börnunum. Prestarnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Aðventukvöld kl. 20:30. Endurkomukvöld. Ræðumaður Kristín Jónsdóttir, framhalds- skólakennari. Drengjakór Laugarneskirkju syngur og Kór safnaðarins syngur undir stjórn Péturs Maté. Kaffi og smakk á smákökunum. Menn komi kappklæddir til kirkju vegna ólags á hitakerfi. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Aðventutónleikar kl. 20. Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngur ásamt kór Breið- holtskirkju. Daníel Jónasson leikur á orgel. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 20.30. Þriðja sunnudag í aðventu. Guð- laug Erla Jónsdóttir ætlar að kynna okkur starf Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Skólakór Snælandsskóla sér um tónlistar- flutning kvöldsins undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur og auk þess leikur Ögmund- ur Jóhannsson á klassiskan gítar. Kaffisala á eftir aðventustundinni er til styrktar Mæðrastyrsnefnd í Kópavogi. Stjórnun og undirbúning kvöldsins er í höndum Safnað- arfélags Digraneskirkju. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Hug- vekju flytur Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Prestarnir þjóna fyrir altari. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Prestur Sr. Vigfús Þór Árnason. Um- sjón: Hjörtur og Rúna. Barnakórinn syngur, yngri deild. Stjórnandi Oddný Þorsteins- dóttir. Organisti Hörður Bragason. Sunnu- dagaskóli í Engjaskóla kl. 11:00. Prestur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur. Guðsþjónusta kl. 14:00 í Grafarvogskirkju. Prestur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Drengjakór skipaður drengum úr Kór Snælandsskóla og félagar úr kór Hjalla- kirkju syngja. Söngstjórar: Heiðrún Hákon- ardóttir og Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Linda- skóla kl. 11. Aðventusöngvar kl. 20.30. Kammerkór Hjallakirkju syngur. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Söngstjóri: Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prest- ur sr. Guðni Þór Ólafsson. Börn úr leikskól- anum Kópasteini flytja helgileik. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Jólatrésskemmtun í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðs- þjónustu. SELJAKIRKJA KL. 11. Krakkaguðsþjónusta. Kveikt á 3. aðventukertinu. Mikill söngur og fræðsla fyrir börnin. Kl. 14. Guðsþjónusta. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Bjöllukór Bú- staðakirkju flytur tónlist i guðsþjónustunni undir stjórn Guðna Guðmundssonar. Org- anisti er Gróa Hreinsdóttir. Kl. 20.30 Að- ventutónlist frá ýmsum löndum. Flutt verður tónlist frá ýmsum löndum og sagt frá siðum og venjum er tengjast aðventu og jólum víða um heim. Tónlistina flytja Anna Sigríð- ur Helgadóttir söngkona og sönghópurinn Rúdólf. Sóknarprestur. AFMÆLI Guimar Gunnarsson Sunnudaginn 28. nóvember síðastliðinn varð heiðursmað- urinn Gunnar Gunnarsson sex- tugur. f tilefni þessa merka áfanga langar okkur að senda honum afmæliskveðju. Gunnar á engan sinn líka og er gaman að vera í návist hans. Gunnar er einn af íyrstu starfs- mönnum hæfingarstöðvarinnar Bjarkaráss og vinnur nú í Lækj- arási (Húsinu). Undanfarin ár hefur Gunnar húið í sambýlinu Lálandi 23 áður að Sigluvogi 5 og þar höfum við kynnst honum. Gunnar er einstökum hæfi- leikum búinn þó svo að hann hafi ekki vald á talmáli þá á hann auðvelt með að tjá sig með öðr- um leiðum. Hann naut ekki tákn með tali kennslu íyrr en nú hin síðari ár. Gunnar er maður tilfinninga og með faðmlögum og kossum sýnir hann einlæga gleði sína, að sama skapi kemur fram í lát- bragði og svipbrigðum óánægja og reiði. Hann er maður sem ekki lætur teyma sig áfram heldur hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum. Okkur finnst alltaf góð sagan af samskiptum hans við systur sína sem var gestkomandi á heimili hans. Þegar Gunnari mislíkaði stjórnsemi hennar pakkaði hann öllu hennar dóti í ferðatösku og setti út í dyr, skýrari skilaboð var ekki hægt að gefa. Gunnar hefur tvö stór áhuga- mál það eru kvikmyndir og tón- list. A hverjum sunnudegi fer hann með Magnúsi vini sínum í bíó og ef myndin er góð er allt í lagi að fara oftar en einu sinni. Tónlist er einnig í hávegum höfð og Gunnar er óþrjótandi brunn- ur á því sviði, geisladiskar eru ófáir. Ekki er hægt að nefna tón- listina án þess að minnast á dansinn en það er alltaf hægt að taka dansspor við góða tónlist. Ferðalög eru líka í miklu uppá- haldi hjá Gunnari. Spánarferðir eru ófáar og svo finnst honum líka gaman að vera hjá Jensey á Selfossi, en þangað hefur hann farið undanfarin sumur. Snyrtimennska er hans aðals- merki og hann fer helst ekki úr húsi um helgar nema í lakkskóm og jakkafötum. Það er auðfundið að Gunnar hefur fengið gott uppeldi hjá foreldrum og vega- nestið hefur nýst honum vel út í lífið. A þessum merku tímamót- um viljum við óska Gunnari alls velfarnaðar. Heill þér sextugum. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks á Lálandi Laufey og Sigga. v--ýfARARSTo/^ /SLANDS Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands sér um: Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Útfararstofa Islands - Suöurhlfð 35-105 Reykjavfk. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.