Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 6
 VI - LA UGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MINNINGARGREINAR Sigurbjörg Helgadóttir Sigurbjörg Helgadóttir f. 30.11.1919, lést 4. desember 1999 áAkureyri. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir og Helgi Guðnason. Systkini hennar samfeðra: Kristinn, Reymar, Anna og Bima. Bræður hennar sammæðra: Bjöm og Hrólfur. Albræður tvíburarnir Sigurður og Björgvin og var Sigurbjörg yngst þessara 9 sysdkina. Oll eru þau látinn nema Hrólfur, 93 ára. Sigurbjörg giftist 1954 Ragn- ari Amasyni sjómanni f. 1921, d. 1998. Dætur þeirra eru: Kolbrún Björk, f.1954, gift Páli Jónssyni, f. 1954, þau eiga 3 börn. Svanhvít Björk, f. Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ODDNÝ SESSELJA SIGURGEIRSDÓTTIR Álfabyggö 22, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Ögmundsdóttir, Knútur Karlsson, Margrét Ögmundsdóttir, Snorri Rögnvaldsson, barnabörn og barnbarnabörn. Elsku vinir. Hinni einstöku hlýju og hugarþeli, sem að okkur hefur streymt f undangengnum erfiðleikum og við hinn sára missi, verður best líkt við sunnan þei á íslensku vori. Það styrkir þá trú okkar að Herdís hafi reynst vel í þessu lífi og mun veita henni byr undir vængi sálarinnar á nýrri vegferð. Megi hinn mikli höfundur lífsins blessa ykkur öll. Hafið hjartans þökk. Þór, Stefán, Sigurður, Þórdís, Þurý, Anna Sjöfn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚSTJÓNSSON, bóndi, Sigluvík, Vestur-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 11. desember kl. 14:00. Hildur Ágústsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Jón Ágústsson, Hrefna Magnúsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Guðríður Andrésdóttir, barnabörn og barnabarna börn J-----------------v ORÐDAGSINS 462 1840 K ____________________r 1956, gift Erni Ingvarssyni, f. 1951, þau eiga 2 syni. Fyrir átti Sigurbjörg Valdísi Brynju Þorkeisldóttir, f. 1946, hún er gift Jóhanni Eyþórssyni, f. 1948, þau eiga 2 börn og 1 barnbarn. Fyrir átti Ragnar Rögnu Jóhönnu, f. 1943, gifta Emil Helga Péturssyni, f. 1942 og Sigurð Rúnar, f. 1949, gift- an Kristínu Arinbjarnardóttur, f. 1950. Sigurbjörg starfaði sem matráðskona og verka- kona. Hún rak um árabil mat- sölu á Akureyri og síðustu 10 starfsárin var hún matráðskona í Slippstöðinni á Akureyri. Útför hennar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju fimmtudaginn 9. desember. Til iiiöiimiu frá bama- börmun. En hér vantar þig sem huggaðir, gladdir og annaðist mig. Hjartað og höndin þín hætti hvað sem mig grætti. Bláu aitgun mtn og brosið mitt, það voru daglaunin þín. Ég átti ekkert annað að hjóða, amma mín góða. Þú fluttist svo fjær, fóstra mín hlessuð, æ amtna mín kær, kotndu t vor öræftn yfir því að þú lifir. Lifi ég þá, að launa þér ástfóstrið, það skaltu sjá. Páll Ólafsson (brot) * * * í dag kveðjum við hana ömmu mína, Sigurbjörgu Helgadóttur, sem alltaf var kölluð Bogga. Amma varð áttræð þann 30. nóv- ember s.l. en þá reyndist vera stutt eftir, því hún lést síðastlið- inn laugardag. Það er erfitt að vera langt í burtu þegar svona stendur á, en minningarnar um ömmu, nú síðast í sumar, nokkuð hressa, ylja okkur hér úti í Edin- borg. Við komum til hennar um hvítasunnuna mæðgurnar og mamma, en síðan fórum við fjöl- skyldan í bíltúr um Eyjafjörðinn, fengum okkur ís, grilluðum úti á svölum hjá henni og áttum með henni góðar stundir. Valdís Huld dóttir okkar var hrifin af Boggu langömmu sem átti ýmislegt snið- ugt dót til að lána lítilli skottu. Amma missti hann Ragnar, manninn sinn, á síðasta ári og í sumar fór hún að slakna sjálf og var komin á sjúkradeild á dvalar- heimilinu Hlíð nú frá haustinu. Við bjuggum í Hafnarfirði frá því að ég var lítil en amma á Ak- ureyri. Við fórum alltaf í heim- sókn norður á sumrin og stund- um á veturna líka. Það sem mér er einna minnisstæðast varðandi ömmu er hlýjan hennar og góða skapið. Hún átti létta Iund hún amma, sama hvort vel eða illa gekk í lífinu og hvað sem á bját- aði, gat hún alltaf séð björtu hlið- arnar og komið með léttleikann að málinu. Þrátt fyrir nokkur áföll heilsu- farslega síðustu árin, náði hún sér alltaf aftur og var ótrúlekt þrek sem hún sýndi þegar hún veiktist alvarlega í ferð til Spánar fyrir nokkrum árum. Hún náði sér sem betur fer ágætlega eftir það, svo við fengum að hafa hana hjá okkur lengur og sjá hve hún bjó yfir miklum Iífsvilja og þreki. Amma var félagslynd, hress og hafði alltaf mikinn áhuga á alls- konar Iistgreinum. Hún hafði gaman af að mála og föndra úr óvenjulegum hlutum og eftir að hún var komin á efri ár fór hún á námskeið í málaralist og gerði margar skemmtilegar myndir. Amma hafði unnið ýmis störf um ævina, lengst sem matráðs- kona. Hún rak í mörg ár matsölu á Hótel Akureyri, en sá vinnu- staður sem ég man eftir er Slipp- urinn. Amma stjórnaði þar mötu- neytinu og í mínum huga sem lít- il stelpa, stýrði amma þessum „Slipp" meira og minna, enda hafði ég óljósa hugmynd um hvað það var á þessum aldri og fyrir mér var þetta bara Slippurinn hennar ömmu. Bogga amma var manneskja sem lifði lífinu af gleði og gaf samferðamönnum sínum stóran hluta af sinni lífsgleði. Við kveðj- um hana ömmu í dag, en munum geyma minninguna hennar í hjörtum okkar. Anna, Jón Örn og Valdís Guðfuma Jónsdóttir Guðfinna Jónsdóttir var fædd 4. júlí 1944 í Hrísey, lést 22. nóvember síðastliðinn. Minn- ingarathöfn hefur farið fram. Hún var jarðsungin frá Fá- skrúðsljarðarkirkju þann 3. desember, þar sem æskuslóðir hennarlágu. Ekki hafði Guðfinna gengið á rósum um dagana frekar en margur annar. „Guð gefur og guð tekur", við verðum að lúta því lögmáli. Son sinn hafði Guð- finna misst í sjóslysi og mörg var hennar raunin. Ekki hlotnaðist henni veraldarauður, en margt var henni gefið til að takast á við í Iífinu, heilsuleysi og ástvina- missi. Henni var gefið f ríku mæli kærleikslund og glaðværð, sem aldrei kól í stormum lífsins. Guðfinna átti lengst heima hér á Akureyri, fjarri öllum ættingj- um og börnum sínum og sum þeirra hafa búið í útlöndum. Alltaf var hugur Guðfinnu hjá barnabörnunum og sendi hún þeim gjafir fyrir jól þó kraftar væru þrotnir. A sambýlinu í Skútagili hafði hún átt heima undanfarin ár og notið þar góðrar umönnunar og átt gott skjól hjá góðu starfsfólki. Guðfinna mín, ég þakka þér allan þann kærleik sem þú auð- sýndir Erlingi og mér. Bjartar stjörnur lýsi þér á eilífðarbraut- inni. Þtn Sigga. Vort lif er oft svo örðug för og andar kallt tfang og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir kom til mtn, og krossinn tekur vegna þín, hann Ijær þér hjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðarveg. Kristján frá DjúpaJæk. íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. ^ _____________Ðmmr ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.