Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 4
IV-LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 SÖGUR OG SAGNIR Tíl athugimar varðandi kirkju- bók séra Odds á Miklabæ Báðar síður blaðsins í kirkjubók Mikiabæjar 1779, sem miðjan hefur verið kiippt úr. Á biaðinu eru eingöngu skráðar barnaskírnir frá janúar og fram í september. Ekkert bendir raunar tii skemmdarverks, heldur hefur eitt- hvað verið þarna inn fært afslysni og klippt úr jafnharðan, áður en iengra var haldið. Færslur á hvorri síðu eru heiiar og óskertar og standast á, sem best má vera. Líklega var það Hannes Þor- steinsson þjóðskjalavörður, sem hélt því fyrstur fram 1928 (í Blöndu IV bls. 71) að „ferhyrnt stykki" hefði verið klippt úr árinu 1778 í kirkjubók Miklabæjar- sóknar, en þar hefði að líkindum verið skráð færsla um ráðskonu séra Odds Gíslasonar, Solveigu, sem fyrirfór sér það ár að tali margra skilríkra heimilda. Hann- es gat sér þess til að skemmdar- verk þetta hefði unnið „einhver sá, er viljað hefur afmá nafn Sol- veigar úr tölu heiðarlegs fólks þar í prestakallinu". Ymsir hafa fetað í fótspor Hannesar varðandi spjöll þessi á kirkjubókinni og lagt í þau áþek- ka merkingu. Fyrir skemmstu var óspart á þetta drepið í tengslum við Ieikrit Ragnars Arnalds um Solveigu, bæði í leikskrá sýning- arinnar og umsögnum um hana. Jón Jóhannesson á Siglufirði tók saman nokkuð ýtarlegan þátt um séra Odd og Solveigu, er birtist í Grímu 1948. Segir þar að dálítið stykki hafi verið skorið úr blaði í kirkjubókinni „einmitt þar sem dánardægur Solveigar hefur ver- ið,“ og drepið er á þá tilgátu ónefnds Skagfirðings að séra Oddur hafi „skrifað þar einhverja athugasemd eða eitthvað það, sem vandamönnum hans hafi ekki verið um að geymdist". Sölvi Sveinsson, sem tekið hefur sam- an heimildir um séra Odd og Sol- veigu og unnið úr þeim, svo að naumast verður betur gert (Skag- firðingabók 1986), vitnar til at- hugasemdar Hannesar Þor- steinssonar um spjöllin á kirkju- bókinni 1778, en efast raunar um að með þeim hafi verið reynt að má út nafn Solveigar. Nýjustu upprifjun á sögu Odds og Sol- veigar er að finna í Degi 13.nóv. síðastliðinn, og getur þar enn að líta ályktanir samhljóða Hannesi Þorsteinssyni um „ferhyrnda stykkið" 1778. Ný þjóðsaga, afkvæmi hinnar gömlu, hefur hér, eins og for- móðir hennar, krafist langra líf- daga - og fer sínu fram, þótt stað- reyndin sjálf, svart á hvítu, blasi við mönnum, allsgáðum og alsjá- andi. „Ferhyrnda stykkið" í kirkjubók Miklabæjarsóknar var ekld klippt úr árinu 1778 - held- ur 1779! Sölvi Sveinsson birtir meira að segja mynd af báðum síðum blaðsins úr kirkjubókinni með ritgerð sinni í Skagfirðinga- bók, og ártalið ætti ekld að vefj- ast fyrir heilskyggnum manni, sama hvor síðan er lesin: þar stendur skýrum stöfum 1779. Annað mál er það, að kirkju- bókin kemur ekld að liði varðandi Miklabæjar-Solveigu, föðurnafn hennar, ætt eða uppruna, þegar skoðað er dánarár hennar, 1778. Eitthvað virðist raunar skorta á færslur í bókina það ár, ekkert virðist bókað fyrr en Gísli, sonur séra Odds, fæðist 11. maí, en það er mánuði eftir að Solveig lést samkvæmt annál Hallgríms Jónssonar djákna. Síðan eru barnsskírnir skráðar í bókina það sem eftir er ársins, en fermingar og hjónavígslur vantar með öllu. Fyrsta innfærð greftrun er dag- sett 26. maí, en síðan strikað yfir og mánaðarheitinu breytt í febr- úar; fimm manns eru síðan sagð- ir jarðsettir þetta sumar og haust, fram í október. Ekki er Solveigu hér að finna, enda þess ekki að vænta um persónu sem holað var niður án kirkjulegs yfirsöngs. Ohætt mun að staðfesta þá álykt- un Sölva Sveinssonar, að trúlega hafi Iát Solveigar aldrei verið fært til bókar: „Hún féll fyrir eigin hendi og sagði sig úr kristinna manna lögum með þeim voða- verknaði." Solveig ráðskona stytti sér ald- ur á Miklabæ laugardaginn fyrir pálmasunnudag, 11. apríl 1778. Klippingin úr árinu 1779 kemur henni ekki hið minnsta við. Eftir er að vita hvort framansögðum reimleikum kringum kirkjubók- ina slotar við slíkar fortölur. Slæðingur af þessu tagi hefur svo sem hrist af sér annað eins. TAKMARKAÐ MAGN AÐEINSJ25) EINTÖK í BOÐI. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ! AÐEINS Á VÍSÍr.ÍS netverð kr.995 almennt verð kr.1.990, SO°/o afsláttur HAGKAUP www.visir.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.