Dagur - 14.12.1999, Síða 1
Loðnutamð er
2,5 milljarðar
Rekstrarstjóri SR-
mjöls svartsýnn á að
loðna veiðist fyrir jól.
Verksmiðjur SR-mjöls
hafa tekið á móti 40
þúsund tomniTn á
móti 150 jnisimd
tommm á sama tima í
fyrra. Loðnuleiðangur
gefur þó ágæta raun.
SR-mjölverksmiðjurnar á Siglu-
firði, Raufarhöfn, Seyðisfirði,
Reyðarfirði og Helguvík hafa
verið að taka starfsmenn af
Iaunaskrá vegna hráefnisskorts
verksmiðjanna en ekkert hefur
veiðst af loðnu að undanförnu.
Síðan veiðar hófust í haust hefur
aðeins veiðst um þriðjungur þess
sem veiðst hafði á sama tíma í
fyrra og er heildartap útflutn-
ingsverðmæta um 2,5 milljarðar
króna.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóri
SR-mjöls, segir að einnig sé ver-
ið að draga saman seglin í yfir-
vinnu þeirra sem ekki fara af
launaskrá svo þetta ástand bitni
á öllum starfs-
mönnum verk-
smiðjanna, en
mismikið. A
Siglufirði hætta
um 15 manns
en heldur færra
hjá hinum verk-
smiðjunum því
misjafnlega
stendur á spori
til þess að hafa
verksmiðjurnar
ldárar til að taka
á móti loðnu fyrirvaralítið.
„Búnir að vera í löngu fríi“
„Eg er orðinn svartsýnn á að það
veiðist einhver loðna íyrir jól. Við
erum búnir að vera í mjög löngu
„fríi“, en okkur vantar 100 þús-
und tonn til þess að vera á með-
alróli í loðnunni seinni hluta árs-
ins. Við erum búnir að fá í allar
verksmiðjurnar um 40 þúsund
tonn á móti 1 50 þúsund tonnum
á sama tíma í fyrra. Utflutnings-
verðmæti þessara 40 þúsund
tonna eru um 320 milljónir
króna svo okkur
vantar um 800
milljónir króna
til samanburðar
við árið f fyrra.
Eg sé hins vegar
engin merki
þess að það sé
einhver óáran í
stofninum. Sú
loðna sem hefur
komið upp hjá
togurum er mun
betur á sig kom-
in en hún var í fyrra, og rækju-
skipin hafa verið að Ienda í vand-
ræðum vegna þess að þau hafa
verið að fá allt of mikið af loðnu
í trollið, nánast fylla þau stund-
um. Hvort hún lætur sjá sig eftir
áramótin er svo annað mál, en ég
sé enga ástæðu til þess að vera
svartsýnn. Hún liggur niður við
botn og Iætur ekki ná í sig, og
það hefur hún gert stundum
áður,“ segir Þórður Jónsson.
Loðnuleiðangri lokið
Loðnuleiðangri rannsóknar-
skipsins Bjarna Sæmundssonar
fyrir vestan, norðan og austan
land er lokið. Loðnu varð víðast
vart utan landhelginnar frá norð-
vestur af Látrabjargi, norður og
austur fyrir land suður til móts
við Gerpi. Mest var af loðnu á
Vestfjarðamiðum og út af vestan-
verðu Norðurlandi, frá Hala
norður og austur um á Stranda-
grunn. Vestan var uppistaðan
ársgömul loðna en út af Aust-
fjörðum svo til eingöngu ókyn-
þroska loðna. Minna mældist af
fullorðinni loðnu en búist var
við, en það veldur ekki teljanleg-
um áhyggjum þar sem loðnan
var nokkuð dreifð. Astandið er
því svipað og á síðasta sumri eða
snemma hausts. Ástand allra
aldursflokka var gott, sérstaklega
fullorðnu loðnunnar sem er mun
þyngri en á síðustu vertíð. — GG
Loðnuvertídin hefur brugðist til
þessa og stefnir í stórtap af grein-
inni.
Undtrbúa
kvótakaup
Stærstu hluthafar í Básafelli á Isa-
firði, undir forystu Isafjarðarbæjar,
undirbúa nú kaup á aflaheimild-
um frystitogarans Skutuls. Jafnvel
hefur verið rætt um að kaupa
togarann ásamt aflaheimildum.
„Það er verið að ræða um það
hvort við náum sem flestu fólki
með okkur til að fjármagna kaup á
aflaheimildum. Á togaranum
Skutli eru um 1.500 tonna rækju-
kvóti, þar af um 1.000 tonn á
Flæmingjagrunni, en við einangr-
um okkur ekkert við það skip eða
þann möguleika. Hluthafar í Bása-
felli eru að athuga að skipta á
kvóta og hlutabréfum í Básafelli.
Enn er þetta á viðræðustigi en við
höfum verið að bjóða öðrum fjár-
festum að koma inn í verkefnið.
Þó er Ijóst að aflaheimildimar
verða nýttar innan Isafjarðarbæjar.
Við viljum ekki missa meiri heim-
ildir en orðíð er,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Isafjarð-
arbæjar. - GG
Hafnfirski sundkappinn Úrn Arnarson kom til landsins í gær, ásamt öðrum ísienskum keppendum, eftir frækilega
framgöngu á Evrópumeistaramótinu í sundi í Lissabon í Portúgai Keppt var í 25 metra laug og varð Örn Evrópu-
meistari í tveimur greinum. Fjallað er um árangurinn á íþróttasíðu á bls. 13 og rætt við föður Arnar, Örn Ólafsson,
á bls. 20 í Lífinu í landinu. - mynd: e.ól.
HHHBHHBMHBKHflHHHHHHHHHHN ■HHHHBHHI
Leigubilstjóri, sem ók gerandanum
blóðugum af vettvangi Espigerðis-
morðsins, er í óbeinum fjölskyldu-
tengslum við hann.
Leigubíl-
stjón raim-
sakaður
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Dags er liður í rannsókn
lögreglunnar á Espigerðismorð-
inu fólginn í því hver þáttur til-
tekins leigubílstjóra er í málinu,
en vitað er að hinn meinti 26 ára
morðingi hélt alblóðugur frá
vettvangi í leigubíl.
Lögreglan neitar því ekki að
verið sé að rannsaka þátt leigu-
bílstjórans, en þá sem vitnis, en
ekki sem grunaðs manns hvað
manndrápið sjálft varðar. Hins
vegar kann svo að fara að rann-
sóknin leiði yfirhylmingu í ljós af
hálfu Ieigubílstjórans, en hann
mun vera í óbeinum fjölskyldu-
tengslum við hinn meinta ger-
anda.
Svo sem fram hefur komið var
lögregla kvödd að Espigerði 4 kl.
21 föstudaginn 3. desember, þeg-
ar Sigurbjörg Einarsdóttir 80 ára
fannst látin í íbúð sinni. Beindist
rannsókn málsins þegar í stað að
umferð manna í og við húsið frá
kl. 16 síðdegis sama dag og var
hinn meinti gerandi handtekinn
daginn eftir. Samkvæmt heimild-
um blaðsins hafði hann flúið af
morðvettvangi með því að biðja
leigubílstjórann, sem er í óbein-
um Qölskyldutengslum við hann,
um að sækja sig. Rannsókn máls-
ins beinist meðal annars að því
hvort líta beri á leigubílstjórann
sem vitni í málinu eingöngu eða
hvort hann hafi látið hjá líða að
tilkynna um atburðinn strax og
mögulegt var. — FÞG
■HHHflHH
TV0FALDUR
. VINNINGUR
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI • SÍMI 462 3524