Dagur - 14.12.1999, Qupperneq 2

Dagur - 14.12.1999, Qupperneq 2
2 -ÞRIÐJUD AGV R 14. DESEMBER 1999 Ttoptr FRÉTTIR Logið að Islendiiiguin árið 1985, segir Arkin B andaríkj ameim sögðu íslendmgum ósatt árið 1985 segir William M. Arkin. En hann hafði rangt fyrir sér um að nafn ís- lands væri á leyniplagginu yfir lönd þar sem handa- rísk kjamorkuvopn voru staðsett á sjötta áratugnum. WiIIiam M. Arkin og aðrir höf- undar greinar í „Bulletin of the Atomic Scientists" um staðsetn- ingu bandarískra kjarnorku- vopna, hafa játað að þeir hafi gert mistök varðandi Island. I nýrri grein í tímaritinu kemur fram að það nafn í leyniskýrslu sem þeir töldu að ætti við Island hefði í reynd verið japanska eyj- an Ivo Jima. I bandaríska leyniplagginu var strikað yfir nöfn 27 landa þar sem Bandaríkjamenn höfðu haft kjarnorkuvopn á sjötta og sjö- unda áratugnum. Höfundar greinarinnar gátu ráðið rétt í 25 þeirra, en höfðu rangt fyrir sér um Island og enga lausn á einu nafninu. Nú segja þeir að það sé önnur japönsk eyja, Chichi Jima. Arkin skrifar sérstaka grein í. tímaritið um Island og fullyrðir þar að sagnfræðingar hafi vart klórað í yfirborð sögunnar á þátt tslands í kjarnorkuvopnavígbún- aði kalda stríðsins. WÍHiam M. Arkin viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér með kjarnorkuvopn á íslandi. Hann staðhæfir ennfremur að fyrir liggi sönnun þess að banda- rískir ráðamenn hafi Iogið að ís- lenskum stjórnvöldum árið 1985. Það mál snýst um leyni- skjal dagsett 7. október árið 1974. Þetta er minnisblaðið „NSDM 274“ sem ber heitið „Nuclear Weapons Dcployment Authorization for FY75“ og er undirritað af þáverandi öryggis- ráðgjafa Nixons Bandaríkjafor- seta, Henry Kissinger. I fylgi- skjali C er listi yfir „Conditional Deployments" - en með því er átt við lönd þar sem geyma megi kjarnorkuvopn á stríðstímum. Eitt Iandanna á þessum lista er Island. Schultz og Burt lugu! Arkin kveðst hafa látið utanríkis- ráðherra Islands fá afrit af þessu skjali. I febrúar 1985 hafi New York Times skýrt frá málinu og um leið að stjórnvöld þeirra ríkja sem þarna voru nefnd hafi ekki haft hugmynd um þessar áætlan- ir Hvíta hússins. Þetta hafi vakið blaðaskrif og deilur. 14. mars þetta sama ár hafi George Schultz, utanríkisráðherra, og aðstoðarmaður hans, Richard Burt, því komið óvænt við í Reykjavík á leiðinni frá Moskvu til að ræða málið. Burt hafi þar fullyrt að þetta skjal hefði „aldrei verið samþykkt af forseta Banda- ríkjanna“ og þar með afgreitt málið út af borðinu. En annað kom í ljós á þessu ári, 1999, segir Arkin. Þá aflétti Hvíta húsið leynd af Iista yfir til- skipanir forseta Bandaríkjanna allt frá tímum Trumans til dags- ins í dag. A þeim lista var „sönn- un þess að Schultz og Burt lugu í Reykjavík fyrir 14 árum,“ segir Arkin. Þar var sem sagt skráð ’sem tilskipun forsetans fyrrnefnt minnisblað, sem Burt hafði full- yrt að Nixon hefði aldrei sam- jiykkt. Landssímiim til í aldamótin Undirbúningi vegna ársins 2000 er nú lokið hjá Landssímanum. Byrjað var að huga að lausnum vegna 2000-vandans strax árið 1996 en vinnan hófst formlega snemma á síðasta ári. Búið er að uppfæra hugbúnað í öllum símstöðvum fastanetsins, útlandastöðvum, skipti- stöðvum og svæðisstöðvum. Sama á við um símstöðvar farsímakerf- anna GSM og NMT. Allur búnaður Landssímans er tengdur varaafli þar sem því verður við komið og allar mikilvægustu sambandsleiðir eru tvöfaldar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landssíminn sendi frá sér í gær. Landssíminn hefur samið sérstaka viðbragðsáætlun vegna ársins 2000 og verður unnið eftir henni um áramótin. Starfsmenn fyrirtæk- isins munu hefja forvöktun á hádegi 31. desember til að fylgjast með fregnum frá löndum austan við okkur, þar sem nýja árið gengur fyrr í garð. Skömmu fyrir miðnætti mætir stór hópur tæknimanna á vakt til að sannreyna sem fyrst ástand allra mikilvægra kerfa og bregðast við, fari eitthvað úrskeiðis. Samtals verða um 60 manns á vakt um áramótin en venjulega eru um 20 manns að störfum á þessum tíma. „Man þetta öðruvísi“ Davíð Oddsson upp- ljóstraði um helgiua að hanu hafi í upphafi verið andvígur bygg- iugu Ráðhússius. Dóuiuefndarmaður inan hlutiua öðruvísi. „Eg man þetta ekki eins og hann setur þetta fram,“ segir einn nefndarmanna í dómnefnd um Ráðhús Reykjavíkur í samtali við Dag, um þá uppljóstran Davíðs Oddssonar fyrrum borgarstjóra, að hann hafi innan dómnefndar- innar greitt atkvæði gegn þeirri byggingu sem á endanum var valin og stendur nú við Tjörnina. „En í guðanna bænum hlífðu Davíð Oddsson. mér við því að hafa það eftir mér,“ bætti þessi dómnefndar- maður við. Davíð greindi frá því á Skjá 1 um helgina að hann hafi ekki viljað þá útgáfu af Ráðhúsi við Tjörnina sem nú blasir við. Fullyrti hann í þætti Egils Helga- sonar dagskrárgerðarmanns að innan dómnefndar hafi hann greitt atkvæði gegn tillögunni, en hinir fjórir nefndarmennirnir greitt atkvæði nieð byggingunni. Hafi Davíð þá beðið um að at- kvæðagreiðslan yrði endurtekin og þá greitt atkvæði með tillög- unni og skýrði hann sinnaskiptin svo, að honum hefði ekki þótt við hæfi að það vilnaðist að borgar- stjórinn hefði verið á móti bygg- ingunni. Ekki náðist í nokkurn dómnefndarmann í gær sem vildi tjá sig opinberlega um málið, en einn þeirra undirstrikaði að allar umræður og afgreiðslur nefndar- innar hefðu verið trúnaðarmál. - FÞG Landsbankinn bendir á gróðann I tilefni af sölu á 15% af hlutafé ríkissjóðs í Lands- bankanum, sem hefst á morgun, hefur bankaráðið ákveðið að birta niðurstöð- ur úr níu mánaða uppgjöri af rekstri þessa árs. Sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri nam hagnaðurinn 1.170 milljónum króna, sem er um 63% aukning frá sama tímabili í fyrra þcgar plústalan stóð í 719 milljón- um. Arðsemi eigin íjár á tímabilinu nam 16%. Hreinar vaxtatekjur bankans námu alls um 4 milljörðum króna fyrstu níu mánuðina og höfðu aukist um 25,5% frá því á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur í heild námu alls um 6 milljörðum og höfðu þær aukist um 20,8%. Heildareignir Landsbankans í lok september námu alls tæplega 193,2 milljörðum króna og höfðu aukist um 22,2% frá áramótum. Utlán námu í lok september um 132 milljörðum króna og höfðu á tímabilinu aukist um 14,4%. Innlán námu tæplega 80 milljörðum, sem er aukning milli ára um 8,7%. Eigið fé í lok september nam 10,9 milljörðum króna. - BJI! 44 milljónir í plús hjá SL Samvinnuferðir-Landsýn högnuðust um 44 milljónir króna af rekstri fyrstu níu mánuði ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn um 18 milljónum eftir sama tímabil í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi lyrir skatta var 40 milljónir króna á móti 25 milljónum sama tímabil 1998. Velta félagsins fyrstu níu mánuði ársins 1999 nam tæpum 2 milljörðum króna og jókst um 15% milli ára. Beinn kostnaður jókst um 1 5% en laun og annar rekstrarkostnaður jukust um 10%. Mest er veltuaukning í sölu á feröum til erlendra ferðamanna eða 24%. Far- þegafjöldi í sólarlandaferðir var svipaður og árið 1998 en 80% aukn- ing var í sölu flugsæta í leiguflugi til London og Kaupmannahafnar. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Opið uin Moðrudals- ðræfin í jólavikunni Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar hafa haft i nógu að snúast að undanförnu og verða að störfum eins lengi og þörfkrefur til jóia. mynd: brink Þokkalegt veður var víðast hvar á landinu í gær og voru allir helstu þjóðvegir landsins opnir. Einna seinlegast hefur verið að opna vegi á Suðurlandi, en þar hefur snjóað víða meira síðustu daga en í fjöldamörg ár þar á undan. Hjörleifur Olafsson hjá Vegaeft- irlitinu sagði að ekki hefðu borist formlegar beiðnir um að halda veginum um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Akureyrar opnum, en Austfirðingar hafa undanfarin ár sótt mjög til Akur- eyrar fyrir jólin til að versla. Hrafnseyrarheiði verður opnuð íyrir jól en óvíst er með Dynjand- isheiði, sem þýðir að t.d. Bíld- dælingar komast ekki landveginn til Isafjarðar í verslunarerindum fyrir jól. Vegurinn um Lágheiði og Öxarfjarðarheiði verður ekki opnaður fyrir jól, og þannig er einnig um fleiri fáfarnar heiðar vfða á landinu, svo sem Hcllis- heiði milli Vopnafjarðar og Hér- aðs. Hjörleifur Ólafsson segir að það sé orðin hefð fyrir því að auka þjónustuna fyrir jól og um áramót. Vegurinn um Möðru- dalsöræfi er í dag mokaður á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögurn og fösttidögum en einnig verður haldið opnu sunnudaginn 19. desember og síðan alla daga þar frá til og með aðfangadegi. Síðar verður tekin ákvörðun um hvernig mokstri verður hagað um áramótin. - gg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.