Dagur - 14.12.1999, Side 4

Dagur - 14.12.1999, Side 4
é-I’KIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 í>^ur FRÉTTIR Fjötdi nemenda á hvert stöðugildi við kennslu fækkaði í öllum kjördæmum en er töluvert mismunandi: Kennarar í Reykjaneskjör- dæmi höfðu flesta nemendur (14,7 að meðaltalij og i Reykjavík næstflesta\(12,3] en á Vesturiandi, Vestfjörðum og Austurlandi eru tæpiega 10 nemendur að meáaltali á hvern kennara. Færri krakkar á hvem keimara Starfsliði gnumskólaima í landinu fjölgaði um 7% milli áraima 1997 og 1998 eu fjöldi nemenda stóð í stað. Rúmlega sex þúsund manns unnu samtals 4.940 ársverk í grunnskólum landsins árið 1998. Hafði þeim þá fjölgað um 320 ársverk frá árinu áður, eða tæplega 7% samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Fjöldi grunnskólanem- enda stóð hins vegar nánast í stað milli ára (um 42.400) - eins og hann hefur raunar gert a.m.k. í tvo áratugi. Nem- endum á hvern starfsmann skólanna fækkaði því úr 9,2 niður í 8,6 milli ára. Þessi fjölgun starfsmanna hefur varla kostað sveitarfélögin minna en 500-600 milljónir króna í auknar Iaunagreiðslur í fyrra. 80 nýir kennarar 100 leiðbein- endur Af 320 manna fjölgun eru aðeins um 180 við kennslu, hvar af 100 voru leið- beinendur, sem fjölgaði úr 600 upp í 700 milli ára. Starfslið við kennslu, þ.e. skólastjórar, kennarar og leiðbein- endur voru aðeins um 71% allra starfs- manna skólanna á s.l. ári. Nemendum á hvern kennara í fullu starfi íækkaði úr 12,7 niður í 12,1 milli ára. Fjöldi nemenda á hvert stöðugildi við kennslu fækkaði í öllum kjördæm- um en er töluvert mismunandi: Kenn- arar í Reykjaneskjördæmi höfðu flesta nemendur (14,7 að meðaltali) og í Reykjavík næstflesta (12,3) en á Vest- urlandi, Vestfjörðum og Austurlandi eru tæplega 10 nemendur að meðaltali á hvern kennara. Þriðjimgs fjölgun „stuðnings- liða“ Oðru starfsliði skólanna, í alls 1.420 ársverkum fjölgaði hlutfallslega tvöfalt meira en kennurum, eða um 11% milli ára. Stuðnings- og uppeldisfulltrúum, skólasálfræðingum, námsráðgjöfum og þroskaþjálfum fjölgaði t.d. úr 160 upp í 220. eða um rösklega þriðjung milli ára. Arsverkum við gæslu skólabarna, húsvörslu og gangbrautavörslu fjölgaði úr 560 í 630, eða um 12%. Aftur á móti fjölgaði ekkert í hókasöfnum og heldur ekkert í mötuneytum skólanna. - HEI Atvinnuauglýsing í Mogga varð tilefni um- ræðna í pottinum. í um- ræddri auglýsingu óskar landh ú 11 a ð a rrá ð u n ey t i ö eftir starfskrafti til að vinna við skjalavörslu, í tímabundiö starf tiJ að byrja með en síðan í hluta- starf í framhaldi af þvl. Pottverj- ar voru á einu máli um það í ljósi yfirlýsinga Guðna Ágústssonar ráðherra, að umbeðinn starfs- kraftur hlyti til að byrja með að eiga að gera skurk í að flokka skjöl ráðuneytis- ins sem varða sölu bújarða en síðan í framhald- inu bara eitthvað að sniglast eftir því sem ástæða þykir.... Guðni Ágústsson. í pottinum í gærmorgun rakti einn samviskusamur heimilis- faðir farir sínar ekki sléttar eftir jólainnkaup helgarinnar. Hami hafði verið á höttunum eftir jólasteikinni og rak augun í auglýsingu frá Bón- us-búðunum. Þar voru hamborgarhryggir aug- lýstir á sérstöku tilboði, gott ef ekki 20% af- slætti, og sá okkar maður sæng sína útbreidda. fíann skundaði í Bónus, gramsaði í kæliborðinu og greip einn álitlegan og passlegan hrygg fyrir sína litlu fjölskyldu. Taldi hami sig hafa gert kjarakaup þegar hann kom heim og sýndi konu sinni hrygginn góða. En gleðin breyttist fljótt í martröð. Hamborgarhrygguriim var jú á 20% afslætti en á miðanum stóð að hann væri bestur íyxir 19. desember... Pottverjar ræddu virkjunar- og álversmál tölu- vert um helgina og voru sammála um að eimi vænlegur stóriðjukostur lyrir landshyggðina væri vanræktur með öllu. Hann er fólgimi í því að opna nektarbúlluhöll með stórum súlnasöl- um á Vestfjöröum eða Austfjöröum. Atvinnu- sköpunin er augljós; tugir innlendra jafnt sem erlendra nektardansara, ljölgim lögreglustarfa, nýjar umboðsskrifstofur tryggingafélaga, lítil skiltagerðaJyrirtæki, húðflúrsíyrirtæki, innrétt- ingafyrirtæki, félagsráðgjafar, lögfræðingar, sól- baðsstofur, húðsjúkdómalæknar, handrukkarar og svo framvegis. Sem sé; Úrsúlur en ekki álver! V FRÉTTAVIDTALIÐ Flokkuriim orðinn þreyttur Ámi Gunnars- son fráfarandifonnaður SUF. Ámi hejursagtafsérsem for- maðurSambands ungrafram- sóknarmanna og varaformaður- inn tekiðvið, Einar Skúlason. Ámi erað taka við nýju starfi hjá eignarhaldsfélagi í sjávar- útvegi á Sauðárkróki. Hann segistekki vera hætturípólitík og eráfram varaþingmaður fyr- irPál Pétursson. - Af hverju tókstu þá ákvörðun að hætta sem formaður SUF? “Ég er að taka við nýju starfi hérna á Sauð- árkróki. Þetta er mikið og krefjandi starf og ég sá fram á að ég hefði ekki tíma til að sinna hvoru tveggja. Ég varð að velja á milli. Þar sem aðeins er eftir hálft ár af mínu kjör- tímabili, stjórnin vel mönnuð og starfsemin í góðum gír þá ákvað ég þetta. Ég mat það svo að ég gæti ekki sleppt þessu tækifæri." - Hvaða rtýja starf erum við að tala um? “Þetta er hjá eignarhaldsfélagi í sjávarútvegi sem nefnist Fiskiðja Sauðárkróks og er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Eignarhaldsfélagið á meirihlutann í Fiskiðjunni Skagfirðingi en ég er ekki að fara að vinna þar. Ég mun sinna atvinnuþróunarverkefnum á vegum Fiskiðju Sauðárkróks. Þetta er nýtt starf og ég mun formlega byrja um áramótin." - Nú liafa ungir framsóknannenn verið duglegir að henda á það sem miðurfer hjá rikisstjóminni. Hefur eitthvað verið hlustað áykkur? "Já, við sáum t.d. glæsilegan árangur í LIN- málinu þegar við börðumst fyrir endurskoð- un á lögum um lánasjóðinn. Jafnframt höf- um við haldið uppi baráttu fyrir endurskoð- un. á .skattalöggjöfinni með tilliti til hags- .í.iy.K’ui'ihí- þjniÁ.j i | muna barnafólks. Því miður er það mál ekki enn f höfn en vonandi tekst það.“ - Þið hafið einnig verið með gagnrýni uppi í hankasölumálum, ekki rétt? “Jú, það er rétt. Við höfum haldið uppi tölu- verðri gagnrýni þar. Okkur hefur Framsókn- arflokkurinn þótt full samstíga Sjálfstæðis- flokknum í mörgum málum og eldd látið nógu oft sverfa til stáls.“ - Talandi um ríkisstjórnina, finnst þér ekki vera komin þreyta í samstarfið hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum? “Að vissu leyti. Það má segja að ákveðin þreyta sé komin í Framsóknarflokkinn. Ég er þeirrar skoðunar að framsóknarmenn þurfi aðeins að staldra við og fara í smá naflaskoð- un áður en Iangt um líður, hvert llokkurinn vill stefna og fyrir hvað hann vill standa. Við höfum, meðvitað og ómeðvitað, mark- aðsvætt þjóðfélagið mjög mikið. Við höfum markaðsvætt sjávarútveginn og mjólkuriðn- aðinn með kvótasetningu og framsali í báð- um kerfum. Við erum á fullu í því að koma eignum ríkisins á hlutafjármarkað. Ég held að flokkurinn þurfi að staldra við og spyrja hvort menn séu á réttri Ieið.“ , - Þú tengisl óheint ráóherramálum í rík- isstjórninni sem varamaður Páls Péturs- sonar á þingi. Þú styður liann væntanlega í þeirri baráttu að víkja ekki sæti sjáljvilj- ugur úr ríkisstjórninni? “Já, ég styð Pál heils hugar. Mér finnst hann hafa staðið sig vel sem ráðherra og styð hann í þeirri baráttu að fá að halda áfram. Ég vona eindregið, hvernig sem þessi ntál fara, að það takist að ganga frá þeim í sátt og sam- Iyndi. Flokkurinn má ekki við miklum leið- indum í málinu.“ Stefnirðu að framboði fyrir flokkinn t næstu kosningum? “Enginn veit sinn næturstað í pólitík en ég stefni að framboði. Ég er alls ekki að hætta í pólitík, frekar að skipta um vettvang, þar sem ég er að flytja í mitt heimahérað. Ég mun væntanlega starfa með ungum fram- sóknarmönnum í Skagafirði og öðrum fram- sóknarmönnum í kjördæminu. Eg er síður en svo að draga mig til hlés í pólitík." - Komu þau tíðindi þér á óvart úr her- húðum Páls Péturssonar að hann ætlaði sér i framboð í næstu þingkosnittgum? “Nei, í raun og veru kom það mér ekki á óvart að hann vildi halda þeim möguleika opnum. En hvað verður úr þessu, er allt of snemmt að segja til Lim." - «JH Ipgílp, -iq tejtffiiln m 453W41 töþil idftp,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.