Dagur - 14.12.1999, Page 7

Dagur - 14.12.1999, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Heilbrigðismálin fá forgang í fj áriögum Önnur umræða fjárlaga fór fram í síðustu viku og lokaafgreiðsla þeirra er nú framundan. Fjárlaga- nefnd hefur nú fjallað um út- gjaldahliðina, en að venju er fjall- að um tekjuhliðina við þriðju umræðu málsins. Þrjú málefni hafa haft forgang um útgjöld í meðförum fjárlaganefndar. Það er í íyrsta lagi að mæta fjárþörf heilbrigðisstofnana í landinu. I öðru lagi að leggja fjármuni í verk- efni tengd byggðamálum og í þriðja lagi að leggja Ijármagn í baráttuna gegn fíkniefnum. Heillirigöisstofnaiiir Þetta málefni er að vanda fyrir- ferðarmikið í umræðunni um fjár- lögin. Fjárþörf heilbrigðiskerfis- ins er mikil og erfiðleikum hefur verið bundið að fylgja áætlun fj'ár- laga. Ljóst var á þessu hausti að flestar stofnanir voru komnar fram úr fjárlögum. Rfkisendur- skoðun var falið að fara yfir af- komu stofnananna á árinu 1999. I ljós kom að kjarasamningar skýrðu 2/3 af fjárvöntuninni en hækkanir á öðrum kostnaði það sem á vantaði. I framhaldi af þessu var ákveðið að setja um fimm milljarða króna til þess að mæta fjárþörfinni í fjáraukalögum 1999 og í fjárlögum árið 2000. Með þessu er þess freistað að koma málum þannig fyrir að rekstur stofnananna sé innan ljár- laga. Með þessum fjármunum er settur rammi um rekstur heil- brigðisstofnana á næsta ári. Jafn- framt er sú stefna mörkuð að gera samninga við stofnanirnar um þá þjónustu sem þær eiga að veita og gera reiknimódel um þá þjónustu til þess að samræmi sé í fjárveit- ingum milli stofnana og tekið sé mið að þeim verkefnum sem unn- in eru. Það er ljóst að mikið er í húfi á næsta ári að þessari stefnu- mörkun sé fylgt eftir. Þarna er um 102 heilbrigðisstofnanir að ræða og útdeilingu mikilla fjármuna. „Þrjú málefni hafa haft forgang um útgjöld í meðförum fjárlaganefndar. Það er í fyrsta lagi að mæta fjárþörf heilbrigðisstofnana I landinu. I öðru lagi að leggja fjármuni í verkefni tengd byggðamálum og í þriðja lagi að leggja fjármagn í baráttuna gegn fíkniefnum, “ segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni. - mynd: hilmar Byggðamál Breytingartillögur fjárlaganefnd- ar við aðra umræðu fjárlaga tóku á nokkrum málum sem eru mik- ilvæg byggðamál. Framlög til jöfnunar á námskostnaði voru hækkuð um 76 milljónir króna og með þeirri hækkun hafa fjár- veitingar til þessa málaflokks meir en þrefaldast á fáum árum. Þarna er verið að koma til móts við mjög tilfinnanlegan að- stöðumun hjá því fólki sem ekki hefur framhaldsskóla í sínum byggðarlögum. Framlög til nið- urgreiðslu á rafhitun voru hækk- uð um 160 milljónir króna. Þessi hækkun kemur til viðbótar við hækkanir á síðasta kjörtímabili. Þetta er í samræmi við stefnu- mörkun í byggðamálum og tekur á miklum aðstöðumun sem verið hefur í húshitunarkostnaði. Skólar á háskólastigi og fjar- kennsla á landsbyggðinni fá um- talsverðar hækkanir á framlög- um. Kennaraháskóla Islands er gert kleift að auka fjarnám í kennaranámi og Háskólanum á Akureyri er gert Ideift að hrinda af stað fjarnámi (vrir leikskólakenn- ara. Hvort tveggja er afar mikil- vægt, því þama er gert kleift að stunda réttindanám í fjamámi fyr- ir tvær afar mikilvægar starfsstétt- ir. Auk þess er rýmkað um fjár- muni fyrir önnur verkefni í fjar- námi, en mikil vakning hefur orð- ið á þessu sviði á síðustu árum. Enn eitt verkefnið á landsbyggð- inni sem fær aukningu eru skóg- ræktarverkefni í öllum landshlut- um. Það hefur sýnt sig að þessi verkefni eru afar þýðingarmikil fyrir hinar dreifðu byggðir og tak- markaðir Ijármunir koma þar að miklu gagni í atvinnumálum sveit- anna. Ekki má heldur gleyma þýðingu skógræktarinnar í bind- ingu koltvíoxíðs. Það má nefna fjölmörg fleiri verkefni sem fá stuðning, en ekki skal farið lengra út í þessi mál að sinni. Hins vegar má fullyrða að fjár- lagafrumvarpið eins og það lítur út nú við aðra umræðu málsins er afar þýðingarmikið fyrir lands- byggðina. Fikniefiiamál Framsóknarmenn settu það stefnumark fram fyrir kosningar að stórauka framlög til baráttunn- ar gegn fikniefnum. Ástæðan fyrir því er sú óhamingja, niðurlæging og öryggisleysi sem fíkniefna- neyslan veldur í samfélaginu. Nefnt var að verja skyldi einum milljarði til þessara verkefna á kjörtímabilinu. Nú hafa verið lagðar fram tillögur í fjáraaukalög- um og fjárlögum um 400 milljón króna aukningu til þessara verk- efna. Gott samkomulag hefur ver- ið um þessi mál í stjórnarflokkun- um og nefnd nokkurra ráðuneyta skilaði af sér tillögum í lok nóvem- ber. Tillögurnar sem nú liggja fyr- ir taka á mörgum þáttum, enda er baráttan gegn fíkniefnum háð á mörgum vígstöðvum. Tækjabún- aður til fíkniefnaleitar verður auk- inn, m.a. verður hundum Ijölgað. Tollgæsla og lögregla fær liðsauka. Meðferðarúrræði verða styrkt og aukin. Forvarnir verða einnig auknar. Framsóknarmenn lágu á síðustu mánuðum undir svika- brigslum varðandi fíkniefnamálin. Þær ásakanir voru út í hött. Að- gerðir á þessu sviði taka tíma og það er alrangt að reiða ætti fram milljarð á fyrstu vikum eftir kosn- ingar. Ríkisstjórnin og stjórnar- meirihlutinn á Alþingi hefur tekið skynsamlega á þessu máli. Ég veit að hver einasti þingmaður vill af einlægni berjast gegn þessu mikla vandamáli og verja til þess meiri Ijármunum stig af stigi og undir- búa aðgerðir sem best. Afgreiðsla Ijárlaga nú miðar að slíku. Efaahagsmarkniiðm I annarri umræðu Ijárlaga var gagnrýnin af tvennum toga hjá stjórnarandstöðunni. I fyrsta lagi fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum og mikinn útgjaldaauka, en á hinn bóginn ásakanir fyrir að reiða ekki nóg fé fram til nauðsynlegra mála eins og tryggingarkerfisins. Því er til að svara að heilbrigðismálin höfðu forgang við þessa af- greiðslu. Til viðbótar höfðu byggðamál og fíkniefnamál for- gang. Það er Ijóst að ef árangur næst í tveim síðamefndu mála- flokkunum mun það spara ríkis- sjóði fé í framtíðinni. Byggðamál eru eitt stærsta efnahagsvandamál hérlendis í dag. Það liggur mikið við að hægt sé að sporna við fólks- flóttanum. Framhald á honum er afar erfitt útgjaldamál fyrir ríkis- sjóð. Hver sem verður fíkniefnum að bráð kallar á ómæld útgjöld fyr- ir ríkissjóð. Þetta skyldu menn hafa í huga þegar þessi forgangs- röð er metin. Varðandi trygg- ingakerfið er það á stefnuskrá rík- isstjórnarinnar að endurskoða ýmsa þætti þess. Þar á meðal eru tekjutengingarnar margumræddu. Ekki má heldur gleyma því að á fjáraukalögum var veitt fjármagn til hækkunar tryggingarbóta. Það er hins vegar brýnt verkefni að treysta öry'ggisnetið í samfélaginu enn frekar Þrátt fyrir hækkanir á útgjalda- hlið Qárlaga á milli umræðna sem nemur 3.6 milljörðum króna, þá er Ijóst að skuldir verða greiddar niður á árinu 1999 og á árinu 2000. Þetta er afar þýðingarmikið og treystir fjárhag ríkissjóðs til frambúðar. JQN KRIST- JANSSON FORMAÐUR FJÁRLAGA- NEFNDAR ALÞINGIS SKRIFAR BRYNJ0LFUR i| ^ BRYNJOLFS- SON \ *£. , SKRIFAR l Degi þann 3. nóvember er grein sem Stefán Jón Hafstein skrifar og kallar „klámvæðingin1. Þar á hann við veitingastaði sem hafa í þjónustu sinni stúlkur sem dansa ögrandi dans fáklæddar fyrir gesti staðanna. Undirritað- ur skilur ekki þessa amasemi hjá greinarhöfundi og hvernig fá- klæddar konur geta verið klám. Fallegur mannslíkami getur aldrei orðið klám, öðru nær. 1 landi þar sem er ritfrelsi og skoð- anafrelsi hlýtur líka að vera það Amasemi viðskiptafrelsi að menn geti ráð- ið því sjálfir hvort þeir horfa á svona dans eða ekki. Svona af- skiptasemi er lákúruleg og þjón- ar ekki öðrum tilgangi en að gera þessa starfsemi tortryggilega án nokkurrar vitrænnar ástæðu. Menn verða hræddir við að tjá sig um starfsemi af þessu tagi undir réttu nafni eins og dæmin sanna, ef af þeim má ráða að þeir hafi verið á staðnum. Und- irritaður sem er áhugaljósmynd- ari fór og samdi við veitinga- manninn í Setrinu í Sunnuhlíð um að fá að taka myndir af döm- unum hjá honum, en hann rekur einmitt stað, þar sem enn er hægt að fá að sjá þennan stór- hættulega dans. Undirritaður mætti áður en sýningin hófst, því ekki er hægt að taka myndir Nokkrar stúlknanna sem starfa í Setrinu í Sunnuhlíð við súluna góðu. - uósmynd: brynjólfur þarna þar sem gestir sjást í bak- sýn. Ef þessi nekt er klám hvað þá með sundstaðina þar sem gestir eru mjög lítið klæddir og ungar konur láta sér sæma að ganga með brjóstin nakin á al- mennum sundstöðum. Konur ganga líka mjög léttklæddar á al- mannafæri á góðviðrisdögum, sumar nánast á brókinni eins og oft hefir sést og undirritaður tjáð sig um. Þó undirrituðum finnist það ekki klám þá er það óviðeig- andi. Undirritaður hefir ekki þörf fyrir svona þjónustu eins og er í Setrinu og sennilega ekki Stefán Jón Hafstein heldur, en ef aðrir hafa þörf fyrir þessa þjónustu því skyldum við tveir reyna að koma í veg fyrir að þeir fái notið hennar. Það lít ég á eins og hverja aðra amasemi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.