Dagur - 14.12.1999, Síða 10

Dagur - 14.12.1999, Síða 10
10 - ÞRIDJUDAGUR 14. 1) E S F. M B E R 1999 SMÁAUGLÝSINGAR Ökukennsla_________________________ Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, Þingvallastræti 18, heimasími 462-3837, GSM 893-3440. VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890 Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer í happdrætti Bókatíðinda 14. desember er 68.777. Kirkjustarf__________________________ Ljósavatnsprestakall Sameiginlegt aðventukvöld allra sókna í Ljósavatnsprestakalli verður I kvöld í Stóru- tjarnarskóla og hefst kl. 21.00. Söngfélagið Sælubót syngur undir stjórn Jaan Alavere, börn sýna aðventuleikþátt, lesa jólasögu og leika á hljóðfæri og sóknarpresturinn flytur hugleiðingu. Boðið verður upp á létt- ar kaffiveitingar i veitingasal skólans. Sr. Arnaldur Bárðarsson. Glerárkirkja Kyrrðar- og tilbeiðslustund í dag kl. 18.10. Miðvikudagur 15. desember hádegissam- vera kl. 12-13, orgelleikur og léttur hádeg- isverður. Fimmtudagur 16. desember opið hús fyrir mæður og börn kl. 9-12. Elskuleg móöir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY PÓRMUNDARDÓTTIR, Reykholti, Borgarfirði lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 11. desember. Jarðaförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 18. desember nk. kl. 11:00. Póra Þórisdóttir, Grétar Samúelsson, Sigrún Pórisdóttir, Ámundi G. Óiafsson, Kristján Þór Þórisson, Aðalheiður Helgadóttir, Steinþóra Þórisdóttir, Halldór Einarsson, Steingrímur Þórisson, Jón Þórisson, Haildóra Þorvaldsdóttir og aörir aöstandendur andaðist að heimili sínu, Freyjugötu 26 Sauðárkróki, að morgni föstudagsins 10. desember. Börn, tengdabörn, afa og langafabörn. ÖNDUNARSÝNAMÆLAR ný tæki lögreglu gegn ölvunarakstri Eftír einn ei aki neinn! mÉUMFERÐAR •?- liRÁÐ nyjfl bio RÁÐHUSTORGI □Dl°°^l D I G I T A L I H X SÍMI 461 4666 kl. 16:10,18:35, 21 og 23:30 Sýndkl. 19og21 B.1.14 ára Sýnd kl. 23 kl. 16:50 m/fsl.tali -íl^ur HVAB ER A SEYÐI? HVAR ER STEKKJASTAUR? Möguleikhúsið hefur nú hafið sýningar á jólaleikritinu Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz. Leikritið var frumsýnt fyrir jólin 1996 og hefur verið sýnt fyrir hver jól síðan við miklar vinsældir. I leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrir jólin að Halla, aðalpersóna Ieikritsins, veitir þ\ í at- hygli að Stekkjarstaur kemur ekki á tilsettum tíma til byggða. Þar sem enginn virðist ætla að gera neitt til að kanna hvernig á þessu standi ákveður hún að leggja af stað til að leita að honum. Eftir nokkra leit og ævintýri, finnur hún loks Stekkjar- staur í helli sínum í Esjunni. Það kemur í ljós að jólasveinunum er orðið svo illa við ysinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta við að fara til byggða. Það verður því verkefni Höllu að sýna Stekkjastaur fram á nauðsyn þess að jólasveinarnir haldi áfram að koma til byggða. Leikstjóri er Pétur Eggerz, leikarar Drífa Arnþórsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Leikmynd og búningar voru í höndum leikhópsins. Leikritið verður sýnt á leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæð- inu, auk þess sem sýnt verður á Vestur- og Norðurlandi. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Jólasýning á Rauðarárstígnum Laugardaginn 12. desember var opnuð hin árlega jólasýning í baksalnum í gallerí Fold á Rauðarárstígnum. Þar er sýn- ing á úrvali verka eftir gömlu meistaranna. I fremri hluta gallerísins eru verk núlifandi listamann. Islensk list í jóla- pakkana. Islensk listaverk eru ávallt kærkomin í jólapakkana. Heitir drykkir og piparkökur. Frá 1. til 15. desember verður opið í Gallerí Fold frá ld. 10.00 til 18.00 (18:30 í Kringlunni) alla daga nema sunnudaga, en þá verður opið frá kl. 13.00 til 17.00. Jólasveinarnir í ráðhúsi Reykjavíkur Islensku jólasveinarnir 13 leggja leið sína í ráðhús Reykjavíkur síðustu 13 dagana fyrir jól og heilsa þar upp á börn og full- orðna. Það eru Þjóðminjasafn íslands og Möguleikhúsið sem hafa milligöngu um heimsókn- ir sveinanna. I ár koma þeir í nýjum búningum sem íslenskt handverksfólk hefur saumað og prjónað handa þeim undir forystu og fyrirsögn Bryndísar Gunnarsdóttur kcnnara. í dag er von á Stúf. Miðvikudaginn 15. des. Þvörusleiki, fimmtu- daginn 16. des. Pottasleiki og föstudaginn 17. des. Askasleiki. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10-13.30. Skák í dag kl. 13. Alkort kennt og spilað kl. 13.30. Bókmenntakynning verður haldin miðvikudaginn 15. desember kl. 13.30 í Ás- garði. Kynntar verða nýjar og eldri barna- og unglingabækur. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins í síma 588-211 1 frá kl. 9- 17. LANDIÐ Tónlistaskólinn á Egilsstöðum Jólatónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum verða haldnir í dag kl. 16.30 á Hallormsstað. Miðvikudagskvöldið 15. des- ember flytur söngdeild skólans jólasöngva í hátíðarsal Alþýðu- skólans að Eiðum. Lokatón- leikar verða svo í Egilsstaða- kirkju fimmtudaginn 16. des- ember kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. FRA DEGI TIL DAGS ÞRIÐJUDAGURINN 14. DESEMBER 348. dagur ársins, 17 dagar efitir. Sólris kl. 11.13, sólarlag kl. 15.31. Þau fæddust 14. desember • 1546 fæddist danski stjörnufræðing- urinn Tycho Brahe. • 1890 fæddist norski rithöfundurinn Sigurd Hoel. • 1895 fæddist franska skáldið Paul Éluard. • 1901 fæddist Páll, konungur Grikk- lands 1947-64. • 1923 fæddist bandaríski leikarinn Ric- hard Gere. • 1924 fæddist indverski kvikmynda- leikarinn Raj Kapoor, sem er mikil stjarna í Indlandi og víðar í Asíu. • 1935 fæddist bandaríska Ieikkonan Lee Remick. • 1950 fæddist Guðrún Pétursdóttir Iíf- eðlisfræðingur. • 1951 fæddist Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur. Þetta gerðist 14. desember • 1913 tóku Grikkir formlega til sín völd á Krít. • 1927 hlaut írak sjálfstæði, en breski herinn dvaldist þó áfram í landinu. • 1981 innlimuðu Israelsmenn Gólan- hæðir, sem þeir höfðu hertekið árið 1967. • 1989 voru haldnar fyrstu Iýðræðislegu kosningarnar í Chile frá því Pinochet hershöfðingi gerði þar valdarán árið 1973. • 1911 komst Norðmaðurinn Roald Amundsen til Suðurskautsins, fyrstur manna. Vísa dagsins Það er vandi að velja sér vtf í standi þrifa, en óláns fjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Sigurður Breiðfjtírð Afmælisbam dagsins Hannes Pálmi Pétursson rithöfund- ur fæddist 14. desember árið 1931 á Sauðárkróki. Að loknu stúdents- prófi tók hann kandídatspróf í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Is- lands og nam síðan í Köln og Heidelberg. Hann gaf’ út sína fyrstu Ijóðabók árið 1955 en síðan hefur hann gefið út Qölda bóka. Auk þess að skrifa sínar eigin bækur hefur Hannes verið mikilvirkur þýðandi. Öryggi er að mestu leyti hjátrú. Það er ekki til í náttúrunni. Helen Keller Heilabrot Hvaða blöð eru það, sem enginn maður getur án verið? Lausn á síðustu heilabrotum: Fjórði sonurinn hlýtur að vera Áki, sá er fyrst var nefndur. Veffang dagsins Almanak Háskóla Islands er hið merkasta rit, eins og margir vita, og síður Almanaks- ins á netinu eru ekki síður fróðlegar: www.almanak.hi.is - þar er m.a. að finna drjúgt efni um hið umdeilda mál: hvenær aldamót verða.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.