Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 1
r Namibíustúdent á Netinu Guðlaug Erlendsdóttir brautskráðist með stúdentspróffrá VMA umhelgina. Varað koma ífyrsta sinn í skólann sinn, en býrí Namibíu og kom hing- að heim gagngert til að sækja kollinn hvíta. Miklireru töfrarfjar- námsins. „Kostirnir við fjarnám eru þeir helstir að geta stundað nám óháð búsetu. Okostirnir eru hinsvegar þeir að samneyti við aðra nem- endur er lítið og fáir til að bera sig saman við,“ segir Guðlaug Er- lendsdóttir, nýstúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri. Guðlaug sem hefur búið erlendis síðustu ár, nú síðustu mánuði í Namibíu, hefur frá 1997 stundað fjarnám við VMA og er nú komin með stúdentspróf. Hún kom til landsins gagngert til að sækja prófskírteini sín og setja upp hina hvítu húfu meðal annarra nýstúdenta við brautskráningar- athöfn sl. laugardag. Þá var hún í fyrsta sinn að koma í skólann sinn og hitti þar þá kennara, sem hafa í gegnum tölvur og símalín- ur vísað henni veginn í gegnum námið síðustu ár. Mikinn sjálfsaga þarf Guðlaug og maður hennar Vil- hjálmur Wiium ásamt tveimur dætrum þeirra hafa verið búsett erlendis í rúm níu ár. Fyrst í Kanada, þar sem maður hennar stundaði námi í fiskihagfræði og svo í Golway í Englandi, þar sem hann var Iektor við háskólann Guðlaug Erlendsdóttir, nýstúdent frá Verkamennaskótanum á Akureyri, ásamt Hauki Ágústssyni, kennslustjóra fjarnáms, til vinstri og Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara. Guðlaug sem nú býr í Namibíu var við brautskráningu á laugardaginn að koma í fyrsta sinn í skólann sinn og hitti þá kennara sína. mynd: sbs þar í borg. Á þessu ári fluttust þau svo suður til Namibíu, þar sem Vilhjálmur starfar sem ráð- gjafi á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands. „Ég lauk fyrir margt löngu verslunarprófi. Síðan var alltaf draumur minn að halda áfram í námi, en ég sá ekki marga kosti í stöðunni. Það var svo einhverju sinni sem ég rakst á blaðagrein þar sem sagt var frá fjarnámi Verkamenntaskólans á Akureyri og það var kjörinn vettvangur fyr- ir mig til þess að taka upp þráð- inn,“ segir Guðlaug. Hún segir fjarnám vissulega nokkuð strembið og mikinn sjálfsaga þurfa til að sinna því og ná við- unandi árangri. Því segist Guð- laug hafa kappkostað að taka námið einsog hverja aðra vinnu og meðan dætur hennar tvær sóttu skóla á daginn hafi hún set- ið við bækur sínar og tölvur og unnið þau verkefni sem kennarar á Islandi settu henni íyrir. Á hverri námsönn var Guðlaug gjarnan að taka fimm til sex fög og 15 til 20 námseiningar. Frímímítur á Netinu „Að öðrum kennurum ólöstuð- um vil ég sérstaklega nefna Jónu Pálsdóttur, sem kenndi ís- lensku og tjáningu," segir Guðlaug. „Jóna tók kennsluna skemmtilegum tökum og fyrir kom að hún efndi til sérstakra frímínútna á Netinu, þar sem við nemendur hennar sendum hverjum öðrum póst og sögðum af sjálfum okkur. Með þessum hætti eignaðist maður netvini og nefni ég þar sérstaklega Jónu Guðlaugsdóttur, sem búsett er í Þorlákshöfn. Við höfum haldið góðum samskiptum í gegnum Netið með tölvupósti síðan þó við höfum aldrei hist.“ - Þá nefnir Guðlaug einnig Hauk Ágústsson, kennslustjóra fjar- kennslu VMA, sem hún segir hafa verið sér innan handar með margt. Sem áður segir kom Guðlaug gagngert heim til tslands til að nálgast prófskfrteini sín og koll- inn hvíta. íslandsferðin var allt í senn afmælis-, jóla og brúð- kaupsgjöf frá eiginmanni henn- ar. Og Guðlaug hyggst ekki gera það endasleppt í námi sínu þó stúdentsprófinu sé nú náð, hún hefur nú skráð sig til fjarnáms í sálar- og afbrotafræði við há- skóla í Prentoniu í Suður-Afr- íku, en námið tekur alls um þrjú ár. Nemendur í ölliun túnabeltuni Við brautskráningarathöfn Verkmennskólans á Akureyri gerði Hjalti Jón Sveinsson skólameistari fjarkennsluna að umtalsefni og sagði að á nýlið- inni önn hefðu fjarnemendur skólans verið um 340 talsins. Samsvaraði þetta um 150 rnanna framhaldsskóla með dagskólasniði og að við þennan sérstaka og óáþreifanlega skóla hefðu á önninni starfað kennar- ar í um 20 stöðugildum. Hefðu nemendur getað verið mun fleiri því reyndin sé sú að ekki sé hægt að taka við nema um helmingi umsækjenda í fjar- námið. „Og nemendurnir eru ekki bara hér á Akureyri og á Eyja- fjarðarsvæðinu, heldur út um gjörvallt landið, ungir sem gamlir, frjálsir sem ófrjálsir - og út um allan heim. Eftir því sem ég best veit höfum við verið í samskiptum við nemendur okk- ar sem búsettir eru í löndum sem spanna yfir öll tímabelti heimsins," sagði Hjalti Jón Sveinsson. -SBS. R - 531 20 Iftra • 900W • B52 H31 D41 sm. 20 lítra • 900W • B52 H31 D41 sm. 29 litra • 900W • Grill uppi og niðri Blástur • Fjölmörg eldunarkerfi • B52 H31 D41 sm. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 OrbulQiuofnar * Ji Vesturland: Hljómsýn.Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal.Vestfirðir: Geirscyrarbúðin, Patreksfirði. Pokahornið.Tálknafirði. Straumur, Isafirði. Rafverk, Bolungarvík. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavik. Kf.V- Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Sportmyndir, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Elektro co. ehf„ Dalvík. Radionaust,Akureyri. Nýja Filmuhúsið.Akureyri. Öryggi, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Kf.Vopnafirðinga.Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum.Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Djúpavogi. KASK, Höfn, Suðurland: Klakkur.Vík. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Foto.Vestmannaeyjum. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavik. Rafborg, Grindavik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/186993

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)

Aðgerðir: