Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 4
20 -ÞRinjynAGUK 2 1. DESEMBER 1999 LÍFID í LANDINU BbHMMnHMEÍ&MMMI&UnMÍ X^UI- Allir vita að eiginkonunni/eiginmanninum gefur maður ekki hrærivél/upp- þvottavél heldurfrekar eitthvað persónulegt. En hvaða hók á maðurað ekki að gefa ogþað sínum heittelskaða? Rauða ástarsögu eða ævisögu íslendings á miðjum aldri?Hvemig bækureiga að vera ípakkanumþínum? Nokkrir íslendingar opinbera skoðanir sínar á því. Gúrmei, nei takk „Stór og mikil bók, full af mataruppskriftum er eitthvað sem ég gæti ekki afborðið að fá ffá mínum manni og mér væri stórlega misboðið ef honum dytti í huga að gefa mér slíka gjöf. Mér Ieiðist svo að búa til mat að mér fyndist virkilega að mér vegið. Síst af öllu vildi ég sem sagt fá einhverskonar „gúrmei“ verðlaunabók með myndum af ýmis konar veisludrasli. Eg æli ef ég sé fleiri myndir af veisluréttum. Það er komið nóg af þeim að mínum dómi,“ seg- ir Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Hvorki Stemgrtm né Ólaf „Eg hef engan áhuga á Steingrími," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss. „Þetta cr þó ekkert persónu- legt gegn Steingrími, en mér þætti þeim tíma sem ég verði til að lesa þessa bók eða peningum sem ég keypti hana fyrir ekki vel varið. Ef ég fæ þessa bók upp úr jólapakka þá mun ég sjálfsagt skila bókinni. Þá er landlæknirinn Olafur og ævi saga hans heldur ekkert mjög freistandi." „Ég hefengan áhuga á Steingrími." Guðmundur Marteinsson. Ævisaga, oj bara „íslenskar ævisögur eru í Iitlu uppáhaldi hjá mér svo ég yrði ekki kát ef ég sæti uppi með eina slíka og það frá honum!“ segir Halldóra Friðjónsdóttir dagskrárgerðar- maður. „Reyndar á ég það til að Iesa er- lendar aevisögur en kannski er það vegna þess að Islendingar eru svona nálægt mér að ég hef ekki áhuga á að lesa um þá, sér- staklega ekki ef þeir eru á miðjum aldri og þykjast strax vera orðnir ævisöguefni. Bryndís Schram reið á vaðið og margir fleiri fylgdu á eftir. Svoleiðis sögur eru í litlum metum hjá mér og ég vil ekki sjá þær f mfnum jólapökkum." „Ég hef ekki áhuga á að lesa um þá, sérstak- lega ekki efþeir eru á miðjum aldri og þykjast strax vera orðnir ævisöguefni." Halldóra Frið- jónsdóttir. Ekki rauða ástarsögu! „Eg mundi taka öllum hókum af umburð- arlyndi frá honum, jafnvel þótt ég Iæsi þær aldrei. En líklega vildi ég síst af öllu fá rauða ástarsögu í kiljuformi. Ekki það að ég sé að tala niðrandi um þær, ég væri hara ekkert rosalega spennt að fá eina slíka. Samt mundi ég taka því vel. Eg er svo kurteis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona. „Maður yrði að taka viljann fyrir verkið og hugsa: Jæja, hann hefur bara ekki betri smekk en þetta en bók er eóð gjöf!“ Laus við jeppadeUu „Eg get nefnt tvær bækur sem mig langar ómögulega í og engin hætta er heldur á að konan mín gefi mér í jólagjöf," segir Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður á Sjón- varpinu. „Mig langar alls ekki í bókina Is- lenska ofurjeppa, ég er alveg laus við jeppadellu og hef heldur aldrei skilið hana. Það er gaman að ferðast um landið og skoða það, en hvernig skoðar maður landið ef maður situr bara inni í jeppa," spyr hann. „Þá er bókin Já ráðherra, ekki minn tebolli. Ég er alls ekki fyrir þennan hagyrðingahúmor sem ríkir á Alþingi og hef satt best að segja hálfgert hagyrðinga- óþol. Hættan er auðvitað alltaf sú að allar bestu sögurnar um alþingismenn séu ekki í þessari bók, það eru sögurnar sem má ekki segja.“ „Maðuryrði að taka viljann fyrir verkið og hugsa: Jæja, hann hefur bara ekki betri smekk en þetta en bók er góð gjöfl" Helga Braga Jónsdóttir. „Hættan er auðvitað alltafsú að allar bestu sögurnar um alþingismenn séu ekki í þessari bók, það eru sögurnar sem má ekki segja." Logi Bergmann Eiðsson. „Ég hefhins vegar engan áhuga á heilbrigði karla." Kristfn Marja Baldursdóttir. „Kári er í öllum fjölmiðlum þannig að mér finnst algjör ofrausn að fara að lesa um hann á aðfangadagskvöld." Jón Arnar Magnússon. „Égyrði sármóðguð efhonum dytti í hug að gefa mér Sjómannaalmanakið, með fullri virð- ingu fyrir íslenskum sjómönnum." Kristín Ástgeirsdóttir. „Stór og mikil bók, fuii af mataruppskriftum er eitthvað sem ég gæti ekki afborið að fá frá mínum manni." Guðný Halldórsdóttir. Hrikalega móðgaður Bókin um Pálsætt undan Jökli er það sem Agli Helgasyni, blaðamanni og þáttastjórn- anda á Skjá 1 langar síðast af öllu til að fá í jólagjöf. „Þetta er ekkert persónulegt gegn Oskari Guðmundssyni blaðamanni sein set- ur hókina saman og ég hef heldur ekkert á móti Pálsætt undan Jöldi. En ég yrði alveg hrikalega móðgaður ef ég fengi svona ætt- fræðibók í jólagjöf. Ég get ekki hugsað mér leiðinlegra viðfangsefni. Gamansögur af al- þingismönnum, Já ráðherra, vekur einnig með mér martraðarkennd og mig langar hreint ekkert í þá bók. Herra forseti, nei takk.“ Hef ekki áhuga á heHsu karla „Sfst af öllu vildi ég fá frá honum hókina um heilsu karla," segir Kristín Marja Baldurs- dóttir rithöfundur. „Hefði hinsvegar staðið á bókarkápu „Heilsa kvenna" þá hefði það verið óskabókin á Iistanum. Ég hef hins veg- ar engan áhuga á heilbrigði karla. Mitt áhugasvið nær ekki svo langt. Ég vildi held- ur ekki fá bókina íslensk knattspyrna 1999. Það er alveg á hreinu. Það Ieiðinlegasta sem ég veit er þegar sjónvarpið er undirlagt af knattspyrnu. Mér finnst það móðgun." EkkiKára „Mig langar ekki í bókina um Kára Stef- ánsson,“ segir Jón Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður á Sauðárkróki. „Kári er í öllum fjölmiðlum þannig að mér finnst al- gjör ofrausn að fara að lesa um hann á að- fangadagskvöld. Langar heldur ekkert að fara að hnýsast ofan í hans mál. En hvað varðar gagnagrunninn og það sem Kári hefur gert hér á landi undanfarin ár þá er mín sjúkrasaga ekkert leyndarmál og má alveg fara í þennan grunn. Það eina sem þar er markvert eru sögur af einhverjum skráveifuin sem ég Ienti í þegar ég var strákur, beinbrotum og skeinu á hausinn. En er það ekki nokkuð það sem fylgir." Ekkert mn skip „Sjómannaalmanakið heillar mig síst af öllu,“ Kristín Astgeirsdóttir sagnfræðingur. „Ég yrði sármóðguð ef honum dytti í hug að gefa mér hana, með fullri virðingu fyrir ís- lenskum sjómönnum. Upptalning á skipum þykir mér ekki fýsilegt lesefni um jólin. Karlrembubækur, hvaða nafni scm þær nefnast, eru ekki í uppáhaldi hjá mér og höfða ekki til mín. Mér þætti hann því sýna mér lftinn skilning og mínum kvenlegu eig- inleikum ef hann veldi mér sli'ka gjöf." -SBS/CUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/186993

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)

Aðgerðir: