Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 2
18 - ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 íyagpvr Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð. irkjusandur, sími: 560 8900 ísíandsbanki, sími; 575 7575 Dæmi um félöq Markaðsverð Væqi Islensk erföagreining hf. 55.539.789 20,7% í fslandsbanki hf. 46.593.425 17,4% ; Opin kerfi hf. 40.121.103 15,0% | Tryggingamiðstöðin hf. 32.828.400 12,2% j SÍF hf. 20.130.000 7,5% Þorbjörn hf. 17.250.000 6,4% : Önnur félög 54.258.376 20,8% Fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, vilja taka mikla áhættu með hluta af því og líta á eign í sjóðnum sem langtímaeign. ENGINTIIOTÐ I heild eru sögumar auðlesnar og skemmtilegar ... og framvindan létt og leikandi. Hér er engin tilgerð á ferð. ... frásögnin liðast áfram eins og mjúk lína ...’ Sögur Páls em skemmtilegar, hugljúfar og vel skrifaðar og einkennast af sannri frásagnargleði.’ Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV .. .mun margur hafa gaman af að lesa þessar sögur Páls... Þær em opnar og nálægar.” “...alveg stórskemmtilegar sögur, það er það sem þær em fyrst og fremst: Skemmtilegar!” Þóra Arnórsdóttir, Rás 2 Koma j ólin? Föstudaginn 17. desember frum- sýndi Leikfélag Akureyrar leik- ritið Blessuð jól- in eftir Arn- mund S. Bachman. Verk- ið er jólaverk- efni Leikfélags Akureyrar á yfir- standandi leik- ári og er upp- setning félagsins frumflutningur þess á sviði. Leikstjóri verksins er Hlín Angarsdóttir. Vettvangur leikritsins Blessuð jólin er heimili Hermanns, Siggu og barna þeirra, Maju og Lilla. Tíminn er aðfangadagur frá því allnokkru fyrir ldukkan 18:00 og fram eftir kvöldinu. Undirbúningur jólanna er í full- um gangi og spenna í lofti. Jólin ganga í garð, en ekki fer allt sem fara skal og ætlað var, þó að þokkalega úr rætist í lokin. Verkið er fjörlega skrifað. Margt spaugilegra atvika ber fyr- ir augu og textinn vekur tíðum kátínu leikhússgesta. I fyrri hluta verksins hefur leikstjóran- um tekist mjög vel að ná hraða og gáska. Stöður og sviðsferð ganga upp og skila sér ljúflega. 1 seinni hluta verksins koma fyrir ýmiss atriði, sem gætu búið yfir nokkru drama í bland við gam- ansemina. I þessum hluta koma of oft fýrir vandræðalegar stöður og lfflítil sviðsferð. Ur verður sem næst spennufall, þar sem eldd tekst að halda með viðhlít- andi hætti og samfellt þeim blæ, sem ríkir í fyrri hluta verksins. I aðalhlutverkum eru Aðal- steinn Bergdal, sem leikur Her- mann, María Pálsdóttir, sem fer með hlutverk Siggu, eiginkonu Hermanns, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir, sem fer með hlut- verk dótturinnar Maju, og Þór- hallur Guðmundsson, sem leik- ur soninn Lilla. Allir þessir leik- arar sldla hlutverkum sínum af mikilli prýði einkum í fyrri hluta verksins. Samleikur þeirra er Iíf- legur og er sem næst hvergi veilu að finna í viðbrögðum við því, sem gerist á sviðinu. Leikar- arnir fjórir halda dampi að veru- legu leyti í seinni hluta, en líða þó íyrir þann' blæ, sem þar fær- LEIKLIST ist yfir verkið. Sigurliða, föður Siggu, leikur Arni Tryggvason. llann er víða verulega góður í túlkun sinni á persónunni og nær sér tíðum á flug einkum framan af verkinu og þá ekki síst í samleik við eig- inkonu sína, Erlu, sem leikin er af Sögu Jónsdóttur. Saga á einn samfelldasta leik- inn í verkinu og gerir víða vel, ekki síst f samleik við Sunnu Borg, sem skapar góða og vel samfellda persónu í hlutverki Hólmfríðar, systur Erlu. Mjög gott er til dæmis atriði þeirra tveggja þar sem þær kýta af inn- lifun um liðna samferðamenn. Arndísi Hrönn Egilsdóttur tekst allvel að túlka Guðmundu, mágkonu Siggu, sem er búin að fá meira en nóg sambúðinni við drykkjumanninn Ara. Hann er leikinn af Sigurði Karlssyni, sem nær því miður ekki nægilega samfelldum tökum á persónunni til þess að gæða hana sannferð- ugleika. Þráinn Karlsson fer með hlut- verk Dodda, nágrannans í fjöl- býlishúsinu, og er einnig í hlut- verki lögregluþjóns. Hann gerir allvel í hlutverkum sínum báð- um, einkum í því fyrrnefnda, þar sem hann nær sér tfðum mjög vel á flug. Gutti, sonur Ara og Guð- mundu, var leikinn af Snæbirni Bergmanni Bragasyni í frumsýn- ingu verksins og komst hann sæmilega frá hlutverki sínu. Leikmynd uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar í uppfærslu þess á Blessuðum jólunum er verk Hlínar Guðmundsdóttur. Hún fellur mjög vel að verkinu og anda þess. Tónlist og hljóðmynd er unnin af Kristjáni Edelstein og hefur hann leyst sinn hluta vel af hendi. Fjörlegt lokalag sýningarinnar, Jólastuð, er eftir Geirmund Valtýsson. I heild tekið er Blessuð jólin allgóð sýning. Efni verksins er talsverð ádeila á þá spennu og þann asa, sem einkenna tíðum aðdraganda jólahátfðarinnar. Um þessi atriði er oft rætt og jafnvel spurt, hvort jólin, hátíð friðar, komi í raun. Höfundur gerir að þessu gys, sem skilar sér víða vel í uppsetningu Leikfélags Aknreyrar.-......

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/186993

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)

Aðgerðir: