Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1999, Blaðsíða 5
ÞRIDJVDAGIIR 21. DESEMBF.R 1999 - 21 LÍFID í LANDINir Eitt öndvegisrita bandarískra bók- mennta, skáldsagan Carrie systir, hef- ur nú verið gefin út í íslenskri þýð- ingu Atla Magn- ússonar blaða- manns. Skáldsagan kom upphaflega út árið 1900 á for- lagi Doubleday Page að frum- kvæði rithöfundarins Frank Norris. Meðan á prentun sög- unnar stóð Ias eiginkona for- leggjarans handritið að henni og blöskraði bersögli þess, en hún starfaði að samfélagslegri hjálp og siðavöndun. Sakir vanþókn- unar hennar dreifði forlagið ekki bókinni, þótt eintök væru send til gagnrýnenda. (Svo sagði Dreiser frá í formála að annarri útgáfu sögunnar í Bandaríkjunum.) Ári síðar, 1901, gaf Heinemann þó skáldsöguna út, Iítið eitt stytta, í London. Carrie systir og síðari skáldsög- BÆKUR Haraldur Jóhannsson skrifar ur Dreisers cru sagðar marka nokkur þáttaskil í bandarísk- um raunsæisbókmenntum, frá sögum Norris, Garland og Crane (svo að ekki sé minnst á sögur Henry James). I skáld- sögum Dreisers þykir gæta áhrifa frá svonefndum samfé- lagslegum Darvvinisma, og víst er um það að á unga aldri las Dreiser rit eftir Spencer, Huxley og Loeb. I sögum Dreisers ræðst atferli persóna að allnokkru af meðfæddum hvötum, sem þær átta sig ekki á eða eru jafnvel ekki meðvit- andi um. En samfélagið leggur að mönnum að hemja náttúr- legar kenndir sínar, en af metnaði sínum og framagirni hlíta þeir ekki þeim boðum. „Innan um þau öfl, sem leika lausum hala í algeimin- um er hinn ráðsetti maður sem fjúkandi fis. Siðmenning okkar er enn stödd á millistigi, tæplega niðri á stigi dýrsins, því maðurinn lætur ekki leng- ur stjórnast af eðlishvötum einum. Tæplega er hann uppi THEODORE CARRIE SYSTIR „i sögum Dreisers ræðst atferli persóna að aiinokkru af meðfæddum hvötum, sem þær átta sig ekki á eða eru jafnvel ekki meðvit- andi um." á stigi mannvitsins, þvf hann lætur ekki að fullu stjórnast af rökhyggjunni." (Upphafsorð 8. kapítula). Ung stúlka af fátæku fólki komin, lagleg og glögg, fer í at- vinnuleit frá litlum heimabæ til Chicago. I járnbrautarlest á leið þangað kynnist hún ungum manni, Drouet, að nafni, sem verður henni innan handar. „Hún mat Drouet mikils og af einlægum huga. 1 hennar aug- um og raunar allra annarra var hann vingjarnlegur og góðhjart- aður maður... Hann hafði mæt- ur á að gera hosur sínar grænar tyrir konurn og láta þær falla f’yrir töfrum sínum, en ekki af því, að hann væri kaldritjaður, skuggalegur og slóttugur þorp- ari, heldur vegna þess, að með- fæddar hvatir hans bcntu hon- um á þetta sem hið æðsta yndi.“ (7. kapítuli). Og saman taka þau um skeið, þótt hún væri ekki ástfangin af honum. „Hún var greindari en hann. Oljóst fór hún að koma auga á, í hverju honum var áfátt... Þegar Hurstwood kom í heimsókn hitti hún mann, sem var hundrað sinnurn snjallari en Drouet... Þegar á vegi hans varð fögur kona, færðist hann allur í aukana. Hann var ljúfur, rólegur og uppörvandi og Iét á fínnast að hann vildi aðeins vera til þjónustu reiðubúinn..." (10. kapítuli). Fór svo að Carrie og Hurstwood fella hugi saman. „Hann hafði ekki átt í ástarævintýrum allt frá þeim dögum, þegar hann lrynntist konunni og endaði á að kvænast henni, og tíminn og lífið höfðu kennt honum síðar, hve klaufalega og rangt upphaflegt val hans hafði verið... (En Carrie) kom ný og fersk utan úr þorpinu sínu og birt- an í sveitinni lýsti enn úr augun- um. Hér var hvorki undirferli né ásælni að finna. Hún hafði að vísu hlotið ögn af þessu hvoru tveggja að erfðum, en það hafði ekki náð að þroskast." (13. kapítuli) Söguþráðurinn skal þó ekki rak- inn hér. I viðauka birtir þýðandi ritgerð um 'Lheodore Dreiser. IGEISLA- DISKAR Mozart- forleikir og aríur Ut er kominn Geir geisladiskurinn Guðsteinsson Mozart - forleikir og aríur. Sigurður Bragason syngur með Baltnesku Fílharmóní- unni, en stjórnandi er Guð- mundur Emilsson. Á disknum eru forleikir og vinsælar aríur úr fjórum óperum eftir Moz- art þ.e.a.s. Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan tutte, Töfraflautunni og Don Giovanni. Tilurð plöt- unnar er sú að í júní á síðasta ári liélt Sigurður til Rígu í boði Guðmundar Emilssonar til að syngja á hátíðartónleik- um Baltnesku Fílharmóní- unnar til heiðurs Olafi Ragn- ari Grímssyni forset Islands og Guntis Ulmanis þáverandi forseta Lettlands í Wagner- salnum f Ríga. Guðmundur Emilsson var stjórnandinn. I framhaldi af tónleikunum fóru fram þessar hljóðritanir. Utgefandi er Fjólan/Skíf- an ehf. Hljóðritað í Ríga í júní 1998. Upptökustjórn: Karlis Pinnis og Vilnis Kaksis. Hljóðvinnsla: Halldór Vík- ingsson. Þýðandi: Reynir Axelsson. Guðmundur Emilsson. .IS Hjá okkur finnur þú allar jólabækurnar Þú getur nálgast þœr í verslun okkar eða beint af heintasíðunni □ Netstape: Roksala Slurtcnta - flðaUIOa 0S -ií y- ’S íft feítí*: IFóFV'iH ftetoií iRofiw & áa ii «=* íi. fctetséapé kvtáí^s IÞrfnt 'SccVrýtý é^öp m Sparaðu fé og fyrirhöfn ogfáðu jólabókina heim að dyrum — Nú er leikur einn að versla á Netinu Eftir gagngerar endurbætur getum við fullyrt að netverslun Bóksölu stúdenta sé ein sú fullkomnasta á landinu. Nýtt viðmót og nýjar lausnir svara auknum kröfum notenda um aðgengi og öryggi. C ^ ' I Þjóðarbókhlaðan 4T Suðurgata Bókatíðindin 1999 Hægt er að nálgast jólabækurnar og umfjöllun um þær. Birgðastaða Þeir sem versla á vefnum sjá strax hvort varan er til í versluninni eða hvort þarf að útvega hana frá útgefanda. Heímsending vöru íslandspóstur sendir vöruna heim að dyrum fyrir aðeins 290 kr. ef greitt er með greiðslukorti. Öryggi Bóksalan notar SSL dulkóðunarkerfið, hið sama og bankar nota. Þjóðminjasafn Jarðfræða- Aðalbygging hús Félagsstofni stúdenta Háskólans i Bóksaia studenta 5- * , y? Gamli Garður \ Sæmundargata bók/Ua. /túder\t\ Frumkvöðull í netviðskiptum á íslandi FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/186993

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Lífið í landinu - Blað 2 (21.12.1999)

Aðgerðir: