Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 9
 Xfc^MT. MIÐVIKUDAGU R 22. DESEMBER 1999 FRETTASKYRING FRÉTTIR Hálaiinaað all haimaður Þau 10% hjóna sem eru tekjuhæst mega þakka stjómvöldum fyrir 130 þús. kr. hækkuu ráðstöfunar- tekna á máuuði á að- eins tveim árum. Skattbyrði þessa hóps hefur lækkað stórum en hækkað hjá öllum öðrum, mest hjá þeim lauualægstu. Undir yfirskyni skattalækkana hafa stjórnvöld undanfarin ár stórum hækkað skattbyrði launa- fólks, nema þeirra allra tekju- hæstu. Skattbyrði þeirra hefur lést um mörg prósentustig. Enda hafa ráðstöfunartekjur tekju- hæstu 10% hjóna eða sambýlis- fólks í landinu hækkað um 130 þús kr. á mánuði að meðaltali, eða um 36% á aðeins tveim árum,1996 og 1997, í um hálfa milljón á mánuði. Hækkun þessa hóps er nær tvöfalt meiri en næsta 10% tekjuhóps fyrir neðan. Má því segja að stjórnvöld hafi með breytingum á skattareglum undanfarinna ára skapað kring- um 5 þúsund heimili „hálaunað- al“ í landinu - með um 150 þús. kr. hærri ráðstöfunartekjur á mánuði en næsti 10% tekjuhóp- urinn og munaði 90 þús. kr. tveim árum áður og fimm sinnum hærri en þau 10% hjóna sem tekjulægst eru, en sá munur var aðeins fjórfaldur árið 1996. Skattar lágfekjufólks margfaldaðir A sama tíma og skattbyrði „aðals- ins“ lækkaði hækkaði hún gífur- lega á lægst Iaunuðu hópunum. A tekjulægstu 10% hjónanna nær sexfaldaðist skatturinn en vaxta- og barnabætur lækkuðu um tvo þriðju. I stað þess að eiga 88 þús. kr. afgang af bótunum eftir skatt 1996, þá vantaði 26 þús. kr. á að þær dygðu fyrir skattinum árið 1998. Þar af Ieiðandi hækkuðu ráðstöfunartekjur þessa hóps að- eins um 8%, eða 6.400 krónur á mánuði á síðustu tveim árum, sem er einn tuttugasti af hækkun „aðalsins". Þessi fimm þúsund iáglaunaheimili höfðu 103 þús kr. ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði í fyrra. Næstu 10% hjóna þar fyrir ofan hafa um 146 þús.kr. á mánuði, aðeins 13% meira en 1996, þrátt fyrir að heildartekjúr þeirra hafi hækkað um ríflega 21%. Ríkissjóður færðh „aðlinum“ mismuninn í „skatt- afslátt". „Aðalliim“ á helming fjármagnsins I samantekt um tekjur, eignir og drefingu þeirra, sem Þjóðhags- stofnun vinnur upp úr skattfram- tölum, þar sem framangreindar tölur eru fengnar, segir m.a.: „Dreifing ráðstöfunartekna hjóna hefur orðið marktækt ójafnari milli áranna 1997 og 1998“. Svipað hafi einnig gerst milli 1996 og 1997 og raunar mörg ár þar á undan. Auk þess sem hækk- un atvinnutekna hjóna sé mest í efstu tíund (tekjuhæstu 10% allra hjóna) og minni eftir því sem neðar dregur, þá falli fár- magnstekjur líka að langstærst- um hluta þeim tekjuhærri í skaut. Efsta tíundin fái 45% jjeirra allra. Þar við bætist svo hvað skatta- hækkunum sé misskipt. Síðustu tvö ár hækkuðu heild- artekjur „aðalsins" um 30% en skattarnir bara 15%. Tekjur miðl- unganna hækkuðu um 25% og skattarnir nokkru meira eða 25- 30%. Og í lægsta tekjuhópnum hækkuðu tekjurnar um 20-21% en skattarnir 100-475% - auk þess sem allar bætur þeirra hríð- lækkuðu þar á ofan. 50% til „aðalsins“ -16% til lágtekjulýðsins Sé litið 5 ár aftur í tímann er munurinn ennþá meiri. Heildar- tekjur hjóna hafa hækkað um 41% að meðaltali en ráðstöfunar- tekjur um 36% að meðaltali. Mis- muninn fékk ríkissjóður og sveit- arfélögin, einkum frá þeim tekju- lægstu. Heildartekjur tveggja tekjulægstu tíundanna hækkuðu um tæp 31% en ráðstöfunartekj- urnar aðeins 16% og 19%. Miðl- ungshóparnir eru nálægt meðal- talinu, sem er 41% og 36%. Hjá „aðlinum“ er auðvitað allt annað uppi á teningnum: Ráðstöfunar- tekjur þeirra hafa hækkað 6% meira en heildartekjunar, eða um 50% að meðaltali. Enda hækkuðu skattgreiðslur „aðalsins" aðeins um þriðjung á þessu tímabili á sama tíma og þær hækkuðu um 50-60% á miðl- ungunum og margfölduðust hjá þrem tekjulægstu „tfundunum", það er hjá nær þriðjungi launa- lægstu hjóna í landinu. Skattbyrðin hækkaði úr 18,6% í 21,3% Þrátt fyrir margrómaðar „skatta- Iækkanir" undanfarinna ára hækkaði meðalskattbyrði hjóna á síðustu fimm árum úr 18,6% árið 1993, í 20,8% árið 1996 ogáfram upp í 21,3% á síðasta ári og má því segja að ekki sé von nema von að ríkissjóður sé ríkur! En hækk- uninni er gríðarlega misskipt eins og að framan er lýst: Skattbyrði tekjulægstu tfundanna hefur hækkað um 12 og 9 prósentustig, það er úr 3-11% mínusskatti í 2- 6% skatt, og miðlungshópanna um þrjú prósentustig, úr 13-17% upp í 17-20%. Hálf miUjón á hvern ,;aðalsmann“ A sama tíma lækkaði hins vegar skattbyrði „aðalsins" úr rúmlega 33% niður í 30%. Þegar til þess er litið að meðalskattbyrði hækkaði um nær 3% hefur skattbyrði þessa hóþs í rauninni lækkað tvö- Mikill titringur var í þingsölum í gær vegna norsku skýrslunnar en Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson héldu ró sinni að mestu. Líktist meira neyðarfundi Skýrsla norska sendi- herrans veldur skjálfta hjá stjómarflokk- imuin. Allir ráðherrar mættu á jjingfund. Þegar fundur hófst á Alþingi í gær voru allir 12 ráðherrar ríkis- stjórnarinnar mættir til fundar. Það mun ekki hafa gerst síðan Alþingi var sett 1. október sfð- astliðinn að þeir séu allir mættir samtímis á þingfund. Og ástæð- an fyrir þessu öllu saman voru fréttir frá Noregi um að norski sendiherran á íslandi hafi sent stjórnvöldum sínum heita Ieyni- skýrslu. Þar hafi hann eitt og annað eftir Siv Friðleifsdóttur og meðal annars það að stjórnmála- samband Islands og Noregs muni bera hnekki ef Norsk Hydro hætti við byggingu álvers í Reyðarfirði. Segja má að þing- lundurinn hafi líkst hreinum neyðarfundi, svo alvörugefnir voru ráðherrar í ræðustól. I skýrslu sendiherrans segir m.a. að Norðmenn eigi tvo vonda kosti í málinu. Að hætta við framkvæmdir og kalla yfir sig reiði Islendinga eða halda áfram og verða sakaðir urn að eyði- leggja íslenskar náttúruperlur. Þá segir í skýrslunni að Fram- sóknarflokkurinn beri mikinn skaða af ef ekkert verður af framkvæmdum. Vangaveltur sendiherrans Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir hóf umræðuna í upphafi þing- fundar undir liðnum störf þings- ins. Hún benti á alvarleika máls- ins eins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar síðan gerðu. Siv Friðleifsdóttir bar af sér allar sakir í þessu máli og sagði að það sem eftir sér væri haft væri að ríkisstjórnin vildi málið í gegn og að það væri um- deilt meðal þjóðarinnar. Annað væru vangaveltur sendiherrans. Steingrfmur J. Sigfússon sagði að ef vil vill væri sendiherrann að leggja umhverfisráðherra orð í munn. Hann væri hins vegar heldur betur ónákvæmur emb- ættismaður ef hann í skýrslugjöf til sinnar ríkisstjórnar er með vangaveltur af þessu tagi ef þær eru algerlega út í loftið. Óskýrt talad Ossur Skarphéðinsson sagði Siv Friðleifsdóttur ekki hafa talað skýrt í málinu. Hún yrði að koma upp og tala skýrar en hún hefði gert. Hann sagði utanríkis- ráðherrann neyðast til að kalla sendiherrann á sinn fund vegna málsins og spyrja hvers vegna hann sendi ósannindi til Noregs. Jafnvel að krefjast þess að hann verði kallaður heim. Halldór Asgrímsson kallaði málið upphlaup stjórnarand- stöðunnar á Alþingi. Hann sagði hér bara um venjulega erindis- skýrslu frá sendiherranum til norskra stjórnvalda að ræða. Hann sagðist ekki vita hver ástæðan væri fyrir því að skýrsl- unni var lekið út til Ijölmiðla. Davíð Oddsson tók til máls og fullyrti að þessi skýrsla muni koma ráðherrum í Noregi á óvart vegna þess að þeir hafi upplýs- ingar frá íslenskum ráðherrum um málið. Þar hafi viðhorfið sem sendiherrann lýsir aldrei komið fram. Hér væri um alís- lenskt mál að ræða. Abyrgðin væri á íslenskum ráðamönnum. „Abyrgðin er á stjórnarflokkun- um báðum, forystumönnum þeirra og ráðherrum. Þannig er málið vaxið,“ sagði forsætisráð- herra. — S.DÓR Ber að taka alvarlega Steingrímur J. Sigfússon og Rannveig Guðmundsdóttir voru sammála um það að taka ætti skýrslu norska sendiherrans al- varlega. Steingrímur sagði þetta vekja upp spurningar. Af ein- hverjum ástæðum sjái sendi- herrann tilefni til að vera með þessar hugleiðingar. „Þess vegna er eðlilegt að stjórnvöld séu spurð út í málið og hvernig sam- skipti þeirra við norska aðila og Norsk Hydro hafi verið um þessi mál,“ sagði Steingrímur. i Rannveig Guðmundsdóttir sagði að eins og þetta mál bæri að í fréttum væri það alvarlegt í augum Islendinga. „Hann dreg- ur upp þær útlínur að Noregur sé að lenda í þeirra stöðu að annað hvort að fá á sig slæma ímynd á alþjóða vettvangi eða lenda í deilum við ísland enn á ný. Það virkar á mig að þessar útlínur sem þarna eru dregnar upp séu réttar. Þær eru í takt við málflutning okkar hér á AI- þingi,“ sagði Rannveig.' - S.DÓR verða alltaf fyrir, enda sé alltaf verið að níðast á þeim á öllum stöðum. Hann áréttar einnig að það sé alltaf verið að hækka skatta á launafólki. Nærtækast í þeim elnum sé sú ákvörðun stjórnvalda að láta skattleysismörk ekki fj'lgja launaþróun. Með því sé verið að níðast á tekjulægsta fólkinu og það sé meðvitað gert af hálfu stjórnvalda. Skattpíning Formaður Bandalags háskóla- manna, BHM, Björk Vilhelms- dóttir, segist ekki vera hissa á þessu sem fram kemur í saman- tekt Þjóðhagsstofnunar. Hún seg- ir að í allri neyslunni í þjóðfélag- inu séu tekjuhæstu hóparnir endalaust að auka við sig og sömuleiðis séu þeir sífellt að auka sínar ráðstöfunartekjur. Annars væri ekki þessi gegndarlausa neysla og þensla sem sé nær öll vegna tekjuhæstu hópanna, eða „aðalsins". Hún bendir einnig á að millitekjufólkið sem sé meðal annars innan raða BHM hefur gagnrýnt það hversu skattbyrðin sé mikil og hversu mikið það þarf að greiða í jaðarskatta. Björk telur einnig ástæðu til að skoða skatt- byrði tekjulægstu hópanna. Þá sé þetta enn ein sönnun þess hvern- ig hagstjórnin í landinu hefur ver- ið að hygla þeim sem hafa pen- inga og treysta stoðir þeirra í öllu þjóðfélaginu á sama tíma og al- mennt launafólk er skattpínt til hins ítrasta. Svo virdist sem stjórnvöld séu meðvitað að auka bilið á milli þeirra tekjuhæstu og annarra hópa í þjóðfélaginu með skattlagningu. / það minnsta hyglar kerfið þeim ríku en skattpínir þá tekjulágu. Þessi mismunun kemur víða fram í þjóðfélaginu. Hér er sá er öllu ræður, Davíð Oddsson forsætisráðherra, á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins, en þau samtök ráða einnig miklu um launaþróunina. falt meira. Slík skattalækkun sem samsvarar um hálfri milljón að meðaltali á hvern „aðalsmann" árið 1998 er samtals 2,5 milljarð- ar, sem dugar fyrir mörgum jepp- um. Og sú skattalækkun er öll sótt í launaumslag þeirra lægra Iaunuðu og hlutfallslega mest til þeirra tekjulægstu. Þarf svo ein- hver að undrast Iangar biðraðir hjá Mæðrastyrksnefnd og Hjálp- arstofnun kirkjunnar? Þarf að laga Gunnar Birgisson, þingmaður sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi, segist því miður ekki hafa séð þessa samantekt Þjóð- hagsstofnunar. Hann telur þó svona fljótt á litið að það þurfi að Iaga þetta, enda hafa menn ekki áttað sig á því að ástandið sé eins og þar kemur fram. Það er önd- vert við það sem hugsandi menn hafa stefnt að, það er að lækka skattbyrðina hjá þeim tekju- Iægstu en ekki auka hana. A sama hátt sé nær lagi að auka skattinn hjá þeim tekjuhæstu. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um þessa samantekt Þjóðhagstofnunar og hvaða áhrif það getur haft á kom- andi gerð kjarasamninga fyrr en hann hefur séð það sjálfur, svart á hvítu. Áfelllsdómur Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, segir að þetta sem fram kemur í samantekt Þjóðhags- stofnunar sé lokastaðfesting á því Gunnar Birgisson, alþingismaður: „Öndvert við það sem hugsandi menn hafa stefnt að.“ sem verkalýðshreyfingin hefur haldið fram um að skattkerfið vinnur gegn þeim markmiðum sem verið sé að reyna ná fram við gerð kjarasamninga. Það er að hækka lægstu launin umfram önnur. Það sé augljóst enda tala tölurnar sfnu máli. Þetta sé jafn- framt mjög þungur áfellisdómur Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ: „Þungur áfellisdómur á stefnu ríkis- stjórnar." á stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann bendir einnig á að sá poki sem verkalýðshreyfingin sé að safna í upplýsingum og öðrum áhrifa- völdum í tengslum við gerð kom- andi kjarasamninga sé þegar orð- inn margfallt of fullur. Hann seg- ir að einhver mundi segja eitthvað ef verkalýðshreyfingin mundi fara Björk V/lhelmsdótt/r, formaður BHM: „Enn ein sönnun þess hvernig hagstjórnin í landinu hyglar þeim tekjuháu." fram á að fá bætur vegna þessa og annað eins og t.d. vegna umfram- hækkana ríkisstarfsmanna, launa- hækkana ráðherra og þingmanna svo nokkuð né nefnt. Hann segir að þessar upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun muni bætast í þann þunga hug og þau vonbrigði sem félagsmenn aðildarfélaga ASI Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Alþýðusambands Norðurlands: „Staðfesting á mjög gölluðu skattkerfi." Vaxandi ójöfnuður Aðalsteinn A. Baldursson, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, segir að fljótt á litið séu þær staðreyndir sem fram koma í sain- antekt Þjóðhagsstofnunar stað- festing á því sem verkalýðshreyf- ingin hefur haldið fram að skatt- kerfið sé vægast sagt mjög gallað. Þar sé sífellt verið að auka skatt- byrðina á þeim tekjulágu á sama tíma og kerfið virðist hygla þeim tekjuhærri. Þá sé verkalýðshreyf- ingin einnig búin að benda á hvernig skattkerfið og tekjuteng- ingar við bótagreiðslur hafa Ieikið illa ýmsa hópa, eins og t.d. ör- yrkja, fatlaða og atvinnulausa. A sama tíma hefur hvorki ríkisstjórn né Alþingi verið tilbúin að taka á þessum málum. Þá sé viðbúið að þetta muni hafa áhrif á gerð kjara- samninga, enda séu skattamálin og önnur mál sem snúa að ríkis- valdinu almennt til skoðunar hjá verkalýðshreyfingunni. Aðalsteinn bendir einnig á að til að tryggja kaupmáttinn hafa ýmsir haft á orði að verkalýðshreyfingin verði að fara fram með hógværar kaup- kröfur gagnvart atvinnulffinu. Hann telur hinsvegar að verka- lýðshreyfingin ráði nánast engu um þróun kaupmáttarins heldur fyrst og fremst ríkisstjórnin með aðgerðum sínum t.d. í skattamál- um. Hann bendir einnig á að á sama tíma séu hópar á Islandi að „kafna“ í peningum og fjárfesta út og suður út um allan heim í ýms- um gæluverkefnum eins og t.d. ensku fótboltaliði, þá kvíðir lág- launafólk fyrir jólunum vegna þess að það á varla fyrir jólagjöf- um. Þetta sé íslenskt samfélag í upphafi nýs ársþúsunds, þar sem verið sé að færa útvöldum mikla fjármuni á silfurfati með aðstoð skattkerfisins. HEIÐIJR ^ HELGADÓTTIR GUDMUNDUR RÚNAR HEBDARSSON SKRIFA ►

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.