Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 13
'&rU- oC'Jt ÍÞRÓTTIR liaet H-imm* .ss iiuUftanoii-'iuvm - MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 - 13 Rivaldo kjorínn knatt- spymiunaður Evrópu BrasilísM Miattspymu- sniltmguriim Rivaldo, leikmaður Barcelona, var í fyrradag kjörinn knattspymumaður Evr- ópu árið 1999. David Beckham, leikmaður Man. United, varð í öðm sætinu og Andriy Shevchenko, leikmaður AC Milan, í því þriðja. Vito Barbosa Ferreira, öðru nafni Rivaldo, var í fyrradag kjörinn knattspyrnumaður Evrópu árið 1999, af franska knattspyrnutíma- ritinu France Football. Rivaldo, sem varð númer fimm í kjörinu í fyrra, leikur með stórliðinu Barcelona á Spáni og leiddi það til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabíli. Hann er ein- nig mikilvægur hlekkur í brasilíska landsliðinu, sem náði öðru sæti á HM í fyrra og í ár leiddi hann lið- ið til sigurs í Ameríkubikarnum. Beckham í öðru sætinu Annar í kjörinu varð Englending- urinn David Beckham, Ieikmaður heimsmeistara Manchester United, en hann var fyrirfram tal- inn mjög sigurstranglegur í kjörinu í ár, eftir að lið hans hans hafði orðið Evrópu- og heimsmeistari og unnið tvöfalt heimafyrir. Það kemur því nokkuð á óvart hve sigur Rivaldos í kjörinu er stór, þar sem hann fær 219 stig á móti 154 hjá Beckham. Má vera að nei- kvæð umljöllun Ijölmiðla í kjölfar atviksins á HM, þegar hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Argent- ínu, hafi þar haft einhver áhrif, en segja má að Beckham hafi eftir það lent í hálfgerðu einelti, sem stendur enn. Rivaldo bestur Rivaldo, sem einnig var nýlega kjörinn besti knattspyrnumaður heims, af knattspyrnutímaritinu World Soccer, er þó verðugur sig- urvegari, enda eins og Beckliam einn sá eftirsóttasti meðal risanna í Evrópu. Helsti munurinn á hon- um og Beckham er sá að Beckham býr til mörkin, en Rivaldo klárar dæmið og oft upp á eigin spýtur. Báðir hafa þeir gott auga fyrir spili og þá sérstaklega Beckham sem virðist sjá félaga á vellinum með augum arnarins. Það er óskastaða margra knattspyrnuunnenda að fá að sjá þessa tvo kappa leika saman í liði og aldrei að vita nema sá draumur rætist fljótlega. Það hef- ur alla vega heyrst að Alex Fergu- son hafi mikinn áhuga á að kræk- ja í Rivaldo og sjái fyrir sér frábæra samvinnu þessara tveggja snillinga hjá meisturum United. Heimsmeistarinn Zinedine Zi- dane, knattspyrnumaður Evrópu í fyrra, kemst nú ekki inn á topp- tíu, enda mikið frá vegna meiðsla. Brasilíumaðurinn Ronaldo og Króatinn Davor Suker, sem urðu í öðru og þriðja sætinu í fyrra kom- ast heldur eldd inn á listann. Þar til árið 1994 voru evrópskir leikmenn aðeins kjörgengir í val- inu, en síðan hefur það verið opið leikmönnum alls staðar að úr heiminum. Topp-tíu 1999: 1. Rivaldo, Barcelona 219 2. David Beckham, Man. Utd 154 3. Andryi Shevchenko, AC Milan 64 4. Gabriel Batistuta, Fiorentina 48 5. Luis Figo, Barcelona 38 6. Roy Keane, Man. Utd 36 7. Christian Vieri, Lazio 33 8. Sebastian Veron, Parma 30 9. Raul Gonzalez, Real Madrid 27 10. Lothar Mattheus, Bayem M. 16 Ferill Rivaldos: 1972: Fæddur þann 19. apríl í Recife í Brasilíu. Fullt Nafn: Vito Bar- bosa Ferreira. 1989: Gerist atvinnumaður 16 ára með Santa Cruz, eftir góða frammistöðu í unglingakeppni heimafyrir. 1991: Gengur til liðs við brasilíska úr- valsdeildarliðið Mogi-Mirim. 1993: Gengur til liðs við Corinthians. Leikur sinn fyrsta landsleik fyr- ir Brasilíu í desember, sem var vináttulandsleikur gegn Mexíkó. Brasilfumenn sigruðu 1 -0 og skoraði Rivaldo markið. 1994: Fastamaður í brasilíska lands- liðinu í byijun árs, en ekki með í sigurliðinu á HM. 1994: Gengur til liðs við Palmeiras. Varð brasilískur meistari með liðinu. 1996: Sigurvegari Sao Paulo meist- arakeppninnar með Palmeiras. 1996:Vinnur bronsverðlaun með brasilíska 21-árs Iandsliði Bras- ilíu á Ólympíuieikunum í Atl- anta. Lék með liðinu sem eldri leikmaður. 1996: Byrjar að leika með Deportivo Coruna á Spáni. 1997: Skorar 21 deildarmark í 41 leik fyrir Deportivo Coruna, sem lenti í þriðja sæti spænsku úr- valsdeildarinnar. Kallaður til liðs við brasilíska landsliðið eft- ir nokkurt hlé, til að leika gegn Wales í nóvember. 1997: Keyptur til Barcelona fyrir 26,7 milljónir dollara (um 1,9 millj- arðar ísl. króna). 1998: Tvöfaldur spænskur meistari með Barcelona í deild og bikar. Skoraði 19 deildarmörk í 34 leikjum. 1998: Lék sjö leiki fyrir Brasilíu í úr- slitakeppni HM í Frakklandi, þar sem Brasilía komust í úr- slitaleikinn gegn Frökkum, sem þeir töpuðu 3-0. 1998: Fimmti í kjörinu „Knattspyrnu- maður Evrópu“, Sjötti á listan- um hjá FIFA. 1999:Vinnur spænska meistaratitil- inn með Barcelona í annað sinn. Skoraði 24 mörk í 37 deildarleikjum, sem er næst hæsta skor til þessa. 1999: Vinnur Ameríkubikarinn með Brasilíumönnum. Tvisvar rek- inn af leikvelli í keppninni. 1999: Kjörinn „Knattspyrnumaður Evrópu" af knattspyrnutímarir- inu France Football Oftast unnið titilinn: Marco Van Basten 3 Johan Cruyff 3 Michel Platini 3 Frans Beckenbauer 2 Kevin Keegan 2 Karl-Hein/. Rummenigge 2 Alfredo Di Stéfano 2 Eftir félögum Juventus 7 (Platini 3, Sivori, Rossi, Baggio, Zadane) AC Milan 6 (Van Basten 3, Rivera, Gullit, Weah) Barcelona 5 (Cruijff 2, Suárez, Stoitchkov, Rivaldo) Bayern Miinchen 5 (Beckenbauer 2, Rummenigge 2, Múller) Manchester United 3 (Law, Charlton, Best) Real Madrid 3 (Di Stefano 2, Kopa) Knattspyrmimeim Evrópu frá upphafi: Ár: Nafn: Frá: Félagslið: Ár: Nafn: Þjóðerni: Félagslið: 1956 Stanley Matthews Englandi Blackpool 1978 Kevin Keegan Englandi Hamburger SV 1957 Alfredo Di Stefano Argentínu Real Madrid 1979 Kevin Keegan Englandi Hamburger SV 1958 Raymond Kopa Frakklandi Real Madrid 1980 Karl-H. Rummenigge Þýskalandi Bayern Munchen 1959 Alfredo Di Stefano Argent./Italíu Real Madrid 1081 Kari-H. Rummenigge Þýskalandi Bavern Munchen 1960 Luis Suarez Spáni Barcelona 1982 Paolo Rossi Ítalíu luventus 1961 Omar Sivori Argent./Italíu Tórínó 1983 Michel Platini Frakldandi Juventus 1962 Josef Masopust Tékkóslóvakíu Dukla Prag 1984 Michel Platini Frakklandi Juventus 1963 Lev Yashin Rússlandi Dynamo Moskva 1985 Michel Platini Frakklandi Juventus 1964 Denis Law Skotlandi Man. United 1986 Igor Belanov Sovétríkjunum Dynamo Kiev 1965 Eusebio Portúgal Benfica 1987 Ruud GuIIit Hollandi AC Milan 1966 Bobby Charlton Englandi Man. United - 1988 Marco Van Basten Hollandi AC Milan 1967 Florian Albert Ungverjalandi Ferencvaros 1989 Marco Ván Basten Hollandi AC Milan 1968 George Best N.-írlandi Man. United 1990 Lothar Matthaeus Þýskalandi Inter Milan 1969 Gianni Rivera Ítalíu AC Milan 1991 Jean-Pierre Papin Frakklandi Marseille 1970 Gerd Muller Þyskalandi Bavern Munchen 1992 Marco Van Basten HoIIandi AC Milan 1971 Johan Cruyff Hollandi Ajax 1993 Roberto Baggio Ítalíu Juventus 1972 Franz Beckenbauer Þýskalandi Bayern Munchen 1994 Hristo Stoichkov Búlgaríu Barcelona 1973 Johan Cruyff Hollandi Barcelona 1995 George Weah Líberíu AC Milan 1974 Johan Cruyff Hollandi Barcelona 1996 Matthias Samrner Þýskalandi Bor. Ðortmund 1975 Oleg Blokhin Sovétríkjunum Dvnamo Kiev 1997 Ronaldo Brasilíu Inter Milan 1976 Franz Beckenbauer Þýskalandi Bayern Munchen 1998 Zinedine Zidane Frakklandi Juventus 1977 Allan Simonsen Danmörku Bor. Mönchengl. 1999 Rivaldo Brasilíu Barcelona Karpin knattspymumaður Rússlands Rússneski landsliðsmað- urinn Valery Karpin, sem leikur með Celta Vigo á Spáni hefur verið útnefnd- ur knatt- Valery Karpin. spyrnumaður Rússlands árið 1999. Það var gamla rússneska íþróttablaðið Sovetsky Sport sem stóð að valinu, með þátttöku yfir 200 þarlendra leikmanna og íþróttafrömuða. Alexei Smertin, Ieikmaður Lokomotiv Moskvu varð í öðru sæti og félagi hans Karpin Celta hjá Lokomotiv í þriðja sætinu. Jansen orðaður við Leeds Þær fréttir ber- ast nú frá Englandi, að Leeds hafi hug á að bjóða Blackburn 4 milljónir punda fyrir framherjann Matt Jansen, aðeins viku eft- ir að félagið keypti Jason Wilcox fyrir 3 milljónir punda frá sama félagi. Það er ljóst að Tony Parks, nýr framkvæmdastjóri Blackburn, þarf að skera niður leikmanna- hóp sinn vegna slæmrar fjárhags- stöðu og var orðrómur á kreiki um að Jansen, sem að undan- förnu hefur ekki komist í leik- mannahópinn, væri því falur fyr- ír ásættanlegt verð. Hvorki talsmenn Leeds eða Blackburn hafa viljað staðfesta þennan orðróm, eri vitað er að David O’Leary hefur augun opin fyrir ungum og efnilegum leik- mönnum, þó hann hafi kannski ekki beint þörf fyrir framheija þessa stundina. Vandamál Leeds þessa dagana er miðjan, þar sem þrír lykilkmenn eru frá vegna meiðsla. Amiar Letti til Southampton Enska úrvalsdeildarliðið Sout- hampton gekk í vikunni frá kaup- um á Lettneska landsliðsmannin- um Imants Bleidelis, frá Skonto Riga í Lettlandi. Bleidelis, sem er 24 ára miðju- leikmaður, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Dýrling- ana, þó með þeim fyrirvara að hann fái fljótlega atvinnuleyfi í Englandi. Fyrir hjá Southampton er sam- landi Bleidelis, framherjinn Marian Pahars. Tchami til Dubai Kamerúnski framherjinn Alphon- se Tchami, sem verið hefur í her- búðum Herthu Berlín er nú á leið frá félaginu til Dubai, þar sem hann mun ganga til Iiðs við þarlenda félagið Al-Wasl. Söluverðið fyrir þennan 28 ára landsliðsmann Kamerúna, sem kom til Herthu frá argentínska félaginu Boca Juniors árið 1997, hefur ekki verið gefið upp. Tchami, sem ekki tókst að tryg- gja sér fast sæti í liði Hertu í vet- ur, skoraði alls þrjú mörk fyrir fé- lagið í þeim 29 Ieikjum sem hann spilaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.