Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 12
12 - MIDVIKUDAGU R 22. DESEMBER 1999 ERLENDAR FRÉTTIR -Ðufítvr IÞROTTIR YMISLEGT Ottast að 3 0 þús- imd hafi farist Griðarlegt mannfall og tjón í flóðuniun í Venesúela. Mestu hamfarir í S-Amer- íku. Rauði kross ís- lands kemur til að- stoðar Hjálpars itir vinna hörðum hönduni venesúela að jrví að grafa up ík eftir flóðin miklu í síðus viku. Tala látinna hækkar <ðugt og samkvæmt fregnum gær óttuðust stjórn- völd a< >5 til 30 þúsund manns :<iu farist. Um miðj- an dag r höfðu um 5 jrús- und Iík idist og um 15 j)ús- und mai hafa misst heimili sín. Þet; ru mestu hamfarir sem ri< hafa yfir landið á þessari d og einhver þau mestu í ður-Amcríku í sein- ni tíð. „Því i ur eru þúsundir enn grafnir irnum. Eg óttast að við munum aldrei komast að því hve mörg mannsh'f fóru. Við getum verið að tala um 25 þúsund eða jafnvel 30 þús- und,“ var haft eftir varnar- málaráðherra Venesúela í gær. Flest fórnarlambanna liggja grafin í aurflóðum í fjallshlíð- um og undir heilu björgunum sem hrundu. Verst varð ríkið Vargas úti, skammt frá höfuð- borginni Caracas, en fjöldi fá- tæks fólks hafði komið sér fyr- ir í fjallshlíðum. Flóðið hreif með sér heilu þorpin og Ijóst er að tjónið nemur mörgum hundruðum milljarða króna. Uppbyggingin í landinu mun taka mörg ár. Milljón frá íslandi Þess má að lokum geta að Rauði kross Islands sendi í gær frá sér 1 milljón króna til hjálparstarfa Alþjóða Rauða krossins í Venesúela. Ætlar Rauði krossinn á næstu þrem- ur mánuðum að aðstoða 50 þúsund fórnarlömb flóða og aurskriða í landinu. Rauði kross Venesúela hefur tekið virkan þátt í björgunarstörfun- um frá upphafi. Rúmlega 1.300 starfsmenn og sjálfboða- liðar hafa mannað leitarflokka, flutt fólk úr sjálfheldu, komið slösuðum undir Iæknishendur og mannað fjölda hjálparstöðv- ar. Björgunarstarfið heldur áfram, en einnig er mikil þörf á neyðaraðstoð við fátækar fjöl- skyldur sem misst hafa heimili sín. A næstu dögum verður lögð áhersla á að útvega mat, hreint drykkjarvatn, teppi, föt og neyðarskýli. Þeir sem vilja leggja Rauða krossinum lið við hjálparstarf- ið geta sent peningaupphæð af greiðslukorti sínu á vef Rauða krossins. Slóðin er www.rcd- cross.is. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning 12 hjá SPRON á Seltjarnarnesi (11 51-26-12) eða lagt fé inn á sama reikning með því að fylla út gíróseðla sem liggja frammi í bönkum og sparisjóðum. Getur ekld skýrt strandið Sjópróf héldu áfram í Noregi í gær vegna Sleipnisslyssins. Skipstjórinn, Sverre Hagland, gat við yfirheyrslur engar skýr- ingar gefið á strandi hraðferj- unnar. Hann fúllyrti að ferjan hafi siglt í rétta stefnu og að hann hafi fylgst vel með sigl- ingunni og afstöðu skipsins við vitann. AUt háfi litið rétt út eða þar til Sleipnir sigldi skyndi- lega upp á sker. Hann neitar að hafa verið frá sér vegna áfalls, eftir slysið, enda muni hann í smáatriðum allaat- burðarás. HEIMURINN Hvatt til samstöðu Á fundi sínum í gær með nýkjörnum leiðtogum stjórnmálaflokka á rússneskaþinginu hvatti Vladimir Pútín forsætisráðherra þá til að hafa samvinnu við ríkisstjórnina við efnahagsumbætur í land- inu og hernaðaraðgerðirnar í Tjetseníu. Putin sagði að rússneska þjóðin legði traust sitt á hið nýkjörna þing og enn meira en lyrr því nú væru mörg alvarleg vandamál að glíma við. Forsetakosniiigar á Sri Lairka Forsetakosningar í Sri Lanka hófust £ gær. Stjórnmálaspekingar reikna með að oddviti stjórnarandstöðunnar, Ranil Wikre Mes- inge, veiti Kumaratunga forseta harða keppni. Líkur jukust hins vegar á endurkjöri forsetans þegar henni var sýnt banatilræði um síðustu belgi. Öryggisráðstafanir eru miklar á kjörstöðum. Kristinn Björnsson. Glæsilegur árangur hjá Kristiui Kristinn Björnsson, skíðakappi, náði fjórða sætinu á heimsbikarmótinu í svigi sem fram fór í Kranjska Gora í Slóveníu í gærdag. Kristinn sem var með rásnúmer 42, fékk mjög slæma braut í fyrri ferðinni og lenti þá í 29. sæti. í seinni ferðinni hafði hann rásnúmer tvö og fékk þá mjög góða braut, sem skilaði honum besta brautartímanum og forystu í keppninni. Kristinn hélt forystunni lengi vel, eða þar til kom að heimsbikarhafanum Thomas Stangassinger frá Austurríki, sem hafði fjórða besta tímann úr fyrri ferðinni. Tveir aðrir keppendur náðu svo að komast fram fyrir Krist- inn, en það voru sigurvegari mótsins, Didier Plaschy ffá Sviss, en hann náði besta tímanum í fyrri umferðinni og Austurríkismaðurinn Benja- min Raich, sem lenti í öðru sæti. Tomas Stangassinger varð í þriðja sæti. Þessi árangur Kristins er sá þriðji besti sem hann hefur náð á heims- bikarmóti til þessa, en áður hafði hann náð öðru sætinu í tvígang. Eftir þrjú fyrstu mótin er Kristinn í áttunda sæti stigakeppninnar í svig með 79 stig. Röð efstu inaiuia Staðan í stigakeppninni: Didier Plaschy, (Sviss) 1:40.39 Didier Plaschy, (Sviss) 203 Benjamin Raich, (Aust.) 1:40.48 Thomas Stangassinger, (Aust.) 200 T. Stangassinger, (Aust.) 1:41.13 Benjamin Raich, (Aust.) 163 Kristinn Bjömsson (Isl.) 1:41.30 Finn-Christian Jagge, (Nor.) 116 Christian Mayer, (Aust.) 1:41.38 Kjetil-AndrÉ Aamodt, (Nor.) 114 Matjaz Vhrovnik, (SIó.) 1:41.41 Matjaz Vhrovnik, (Slóv.) 106 Jure Kosir, (Sló.) 1:41.50 Jure Kosir, (Slóv.) 96 Har. Strand-Nilsen, ,(Nor.) 1:41.50 Kristinn Björnsson, (Isl.) 79 R. Schoenenfelder, (Aust.) 1:41.52 R. Schoenenfelder (Aust.) 78 Giorgio Rocca, (Ital.) 1:41.60 Matteo Nana (ítal.) 76 Dregið í körfuhLkarniun I fyrrakvöld var dregið um það hvað Iið mætast í 8-liða úrslitum bikar- keppni KKI og RENAULT í körfuknattleik. Bikarmcistarar Njarðvíkinga mæta KFl á Isafirði, Tindastóll fær Grindvíkinga í heimsókn á Sauðár- krók, Haukar taka á móti Selfyssingum í Hafnarfirði og Selfoss og Ham- ar fær KR-inga í heimsókn í Hveragerði. Leikirnir fara ffam 9. janúar. í kvennaflokki voru sex lið í hattinum, þar sem bikarmeistarar KR- inga drógust á móti Tindastóli og fer leikurinn ffam á Sauðár- króki.Grindvíkingar fá IS í heimsókn til Grindavíkur, en Keflavík og KFI sitja hjá. Leikurinn í Grindavík fer ffam 8. janúar en á Sauðárkróki 9. janúar. Desailly til Lazio? Það heyrist nú (jöllum hærra að franski landsliðsmaðurinn Marcel Des- ailly hjá Chelsea, sem varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í leiknum gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina, sé að hugleiða flutning til ítalska liðsins Lazio eftir yfirstandandi leiktímabil. Lazio mun vera til- búið til að greiða 6 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem þegar hefur lýst yfir að hann hafi áhuga á að fara aftur til ftalíu, þar sem hann lék með AC Milan, áður en hann flutti sig yfir til Englands. Að hans sögn vill hann leika þar næstu tvö tímabilin, áður en hann heldur aftur á heimaslóðir í Frakklandi, til að ljúka ferlinum hjá Marseille. Slök frammistaða Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur mun eflaust hafa ýtt undir þessa afstöðu Frakkans, sem sér fram á að liðið nái jafnvel ekki Evrópusæti, sem hann getur engan veginn sætt sig við. Hagi leiionaður aldarinnar í Rúmeníu Gheorghe Hagi var á mánudaginn útnefndur knattspymumaður aldar- innar í Rúmeníu. Hann hefur á undanförnum árum verið helsti lykil- maður rúmenska landsliðsins og helsti leiðtogi þess innan sem utan vall- ar. „Það er mikill heiður að vera útnefndur leikmaður heillrar aldar og ég get ekki hugsað mér nokkuð ánægjulegra," sagði Hagi eftir samsæti sem rúmenska knattspyrnusambandið hélt honum til heiðurs. Hagi, sem er 34 ára, byijaði að leika með landsliðinu árið 1981 og hef- ur síðan leikið 119 landsleiki og skorað í þeim 35 mörk. Hann hefur með Iandsliðinu tekið þátt í þremur úrslitakeppnum HM og einni úrslitakeppni EM og leiddi Rúmena alla leið í fjögurra liða úr- slit HM árið 1994, sem er besti árangur sem liðið hefur náð. „Mín æðsta ósk núna er að komast með félögum mfnum í úrslita- keppni EM á næsta ári og ná þar þeim besta árangri sem rúmenskt lands- lið hefur náð þar til þessa,“ sagði Hagi, en þar leikur Rúmenía í riðli með Englendingum, Þjóðverjum og Portúgölum. .júhsrionol/i /loíf i firiiöirinfiQ i rií>2noflu2 (ibIIA i TTÍl I í kringum 5 þúsund lík hafa fundist í fiódunum í Venesúeia og fjöidi látinna á eftir að hækka, dag frá degi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.