Dagur - 15.01.2000, Side 10

Dagur - 15.01.2000, Side 10
t'' - 4DOS a llf k\S\ y\ 10 — LAVGARDAGUR 8. JAXÚAR 2000 FRÉTTIR Stoke-bréfm uppseld Almennu útboði á hlutabréfum í Stoke Holding S.A. er lokið og seldust alls 450 þúsund hlutir að markaðsvirði tæplega 70 milljónir króna á aðeins tveimur dög- um. Hlutabréfin voru seld í gegnum heimasíðu Kaupþings og skráði fjöldi kaupenda sig beint með þeim hætti. Alls keyptu um 360 einstaklingar hlutabréf í félaginu og eru hlutafar því samtals um 380 að útboðinu loknu. Verðbréfamiðlar- ar Kaupþings höfðu varað ijárfesta við að um talsvert mikla áhættufjárfestingu væri að ræða í þessu ensk/íslenska knatt- spyrnufélagi. Viðbrögðin sýna, svo ekki Guðjón Þórðarson. verður um villst, að íslenskir fjárfestar hafa mikla trú á Guðjóni Þórðarsyni og hans lærisveinum. Sótt hefur verið um auðkenni fyrir Stoke Holding S.A. á Opna til- boðsmarkaðnum til að byrja með en engin ákvörðun hefur verið tek- in um skráningu félagsins á skipulegum verðbréfamarkaði. Telja að Vatneyrardómur verði stað- festur Mikill meirihluti þeirra sem greid- du atkvæði á visir.is um spurningu Dags er sannfærður um að Hæsti- réttur muni staðfesta Vatneyrar- dóminn. Þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni var óvenju mikil að þessu sinni - hátt á þriðja þúsund not- endur netsins tóku afstöðu. Spurning Dags hljóðaði svo: Telurðu að Vatneyrardómurinn verði staðfestur í Hæstarétti? Mikill meirihluti, eða 62 prósent, svöruðu því játandi, en aðeins 38 prósent voru á öndverðum meiði. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu á visir.is - en hún er svohljóðandi: „Munu íslenskir fjárfestar tapa á Stoke?“ vísir.is Alagningarreglur árið 2000 Sveitarstjóri Hvolhrepps, Ágúst Ingi Ólafsson, lagði á fundi sveitar- stjórnar í desembermánuði fram eftirfarandi tillögu um álagningar- reglur fyrir árið 2000. Útsvar verður 12,04%, fasteignaskattur-A 0,4% af álagningarstofni, fasteignaskattur-B 1% af álagningarstofni, lóðarleiga 1% af lóðarhlutamati, vatnsskattur 0,14% af álagningar- stofni, holræsagjald 0,25% af fasteignamati, sorphreinsunargjald 7.400 krónur á íbúð/poka, lágmarks sorpeyðingargjald 2.500 krónur, lágmarks vatnsskattur 5.200 krónur, hámarks vatnsskattur á sveita- býli 33.500 krónur og aukavatnsgjald á stórnotendur 250.000 krón- ur. Veittur verður afsláttur af fasteigna- og þjónustugjöldum vegna staðgreiðslu og til aldraðra og öryrkja. Af fasteignaskatti 25% til 100% afsláttur með tilliti til tekjutryggingar, af holræsagjaldi 12,5 til 50% afsláttur með tilliti til tekjutryggingar og staðgreiðsluafsláttur 3% sé greitt fyrir 28. febrúar 2000. Sveitastjórnarfundinn sátu Pálína Björk Jónsdóttir, Oddur Árnason, Guðrún Ósk Birgisdóttir, Ámý Hrund Svavarsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri og Guðmund- ur Svavarsson, oddviti. Hækkað framlag til Hvolsskóla Við endurskoðaða íjárhagsáætlun 1999 var framlag til Hvolsskóla hækkað um 9,5 milljónir króna vegna byggingar lausra kennslustofa. Framlag til innlausnar á félagslegum íbúðum verði 1,7 milljónir króna, rekstur verður óbreyttur í heild sinni en fært verði á milli ein- stakra rekstrarliða þar sem þess gerist þörf. Gjaldfærð fjárfesting verður óbreytt í heild sinni en fært verði á milli einstakra liða. Eign- færð fjárfesting hækkar um 1 milljón króna vegna eftirfarandi æsku- Iýðs- og íþróttamála, 450 þúsund krónur (plan við íþróttamiðstöð), hlutafjárkaup 250 þúsund krónur í Forminnréttingum og til reksturs véla 300 þúsund króna vegna kaupa á fjölnotavél. Sveitarstjóra var jafnframt heimiluð lántaka allt að 13 milljónir króna og einnig að yf- irtaka Ián vegna innlausnar á félagslegum íbúðum. Kvennakórinn Ljósbrá með frí afnot af Hvoli Kvennakórinn Ljósbrá hefur óskað eftir endurgjaldslausum afnotum af félagsheimilinu Hvoli til æfinga eftir áramót. Sveitarstjórn sam- þykkti það að höfðu samráði við húsnefnd. -GG 2% kaupmátt- ar rýrmrn 1999 Kaupmáttur fólks á taxtákaupi hefur miuukað um 2% á einu ári segir ASÍ. Þar að auki var skatt- byrði láglauuafólks stórauMn í fjárlög- um. „Stjórnvöld verða að leggja fram skýra launastefnu. Þau hafa tekið allt frumkvæði í launamál- um og komast nú ekki hjá því að hækka laun ASI-fólks í samræmi við hækkanir annarra stétta sem starfa á sömu vinnustöðum. Stjórnvöld geti ekki krafið þá hópa launafólks sem orðið hafa fyrir 2% kaupmáttarrýmun á síð- astliðnu ári um að sýna nú hóf- semi í þágu almannaheilla," seg- ir í yfirlýsingu frá ASI. Alþýðusambandið segir 5,8% verðbólgu síðustu 12 mánuði óá- sættanlega, enda sé hún 2% um- fram samningsbundnar launa- hækkanir. Kaumáttur þeirra sem ekki njóti launaskriðs hafi því rýrnað um 2%. Atvinnurekendur bjóði verkafólki nú 3,5% Iauna- hækkun, sem þýði kaupmátt- arrýrnun miðað við óbreytt ástand. Skattbyrði aukin - á öfugan hátt Að auki sé skattbyrði launafólks, sérstaklega lágslunafólks, hækk- uð í Ijárlögum ársins 2000, með minni hækkun skattleysismarka en launanna. Þessi raunlækkun skattleysismarkanna hefur, eftir útreikningum ASI, sömu áhrif fýrir ríkissjóð og 1 % hærri skatt- prósenta. Áhrifin á tekjuskipt- inguna í þjóðfélaginu séu aftur á móti gjörólík. Sú leið sem valin var sé láglaunafólki mjög í óhag og vinni á móti óskum stjórn- valda um „hófsamar" Iauna- hækkanir. Litlar launahækkanir fyrir al- mennt verkafólk í komandi kjarasamningum virðist líka hel- sta úrræðið í máli atvinnurek- enda. En reynsla síðustu ára staðfesti að hófsamir kjarasman- ingar tryggi ekki stöðugleika. Áhrifin séu aðallega þau að þeir sem taka laun samkvæmt samn- ingum dragist afturúr. Ríkið ekki stikkfrí „Alþýðusambandið ætlast til þess að stjórnvöld axli ábyrgð og skýri almenningi frá því hvernig þau hyggjast koma á stöðugleika og Iágri verðbólgu að nýju, og hafnar því að stjórnvöld sitji hjá og kalli aðila vinnumarkaðarins eina til ábyrgðar,“ segir í yfirlýs- ingunni og jafnframt að þróunin næstu vikur og mánuði ráðist öðru fremur af aðgerðum stjórn- valda. Ovissa grafi undan mögu- leikum á friði á almennum vinnumarkaði og auki verð- bólguhættuna. Ódýrara í EES - dýrara hér Það veldur verulegum áhyggjum hjá ASI að flestir liðir vísitölu neysluverðs hafa hækkað síð- ustu mánuði og ekkert Iát á inn- lendri eftirspum. Lág verðbólga undanfarinna ára skýrist að stór- um hluta af hagstæðu verði á innfluttum neysluvörum. í lönd- um Evrópusambandsins hafi til dæmis verð á mata- og drykkjar- vörum lækkað síðustu 12 mán- uði á sama tíma og það hækkaði um 5,4% hér á landi. ASÍ óttast að íslenskt efnahagslíf sé að fær- ast inn í hið gamalkunna verð- bólgugangverk þar sem hver hækkunin leiðir aðra, án sýni- legra ástæðna. -HEI Rykfallin raimsókn Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun hefur rann- sóknin á dagvörumarkaðnum, sem boðuð var á síðasta ári, ekki enn komist af stað fyrir alvöru vegna anna í öðrum málum. En nú stendur til að bæta úr og verð- ur rannsóknin sett í fullan gang á næstu dögum. „Verkefnið hefur hálfpartinn verið á ís. Það var ætlun okkar að dusta rykið af þessu núna því við höfum losað okkur undan mesta álaginu sem verið hefur,“ sagði starfsmaður stofnunarinnar í samtali við Dag. Eins og kom fram í viðtali í blaðinu í gær við framkvæmda- stjóra Samtaka verslunarinnar, Stefán S. Guðjónsson, voru sam- tökin óbeint að ýta á eftir Sam- keppnisstofnun í lítilli grein í fréttabréfi samtakanna þar sem sagt er frá sterkum orðrómi um meint verðsamráð á dagvöru- markaðnum. Orðrómurinn er þess efnis að samkeppnisaðilar hafi með sér samráð um verðlagn- ingu í stórmörkuðunum. Þegar þetta var borið undir Samkeppn- isstofnun fengust ekki viðbrögð að svo stöddu. Orðrómurinn yrði eitt af verkefnum rannsóknarinn- ar sem nú yrði sett á fullt. -BJB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.