Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 11
X^Ml- LAUGARDAGUR 1S. JANÚAR 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. Hræðilegt ástand ríkir í suðurhluta Súdan þar sem stríðsátök, þurrkar og flóð hafa kallað hungursneyð yfir íbúana - þar á meðal þessi börn í Bahr-el-Ghasal. Þriggia vopnahl ia mánaða é í Súdan Hátt í tvær miUjóuir manna hafa látið lífið vegna stríðs og hung- urs í suðurhluta Súd- an. Hryllilegt ástand almennings í suðurhluta Súdan hefur leitt til þess að skæruliðar sem barist hafa árum saman við stjórnar- herinn í landinu hafa tilkynnt vopnahlé næstu þrjá mánuðina. Akvörðunin gildir frá deginum í dag, að því er talsmaður Þjóð- frelsishers Súdans, SPLA, tjáði fréttamönnum í gær. Vopnahléð nær ekki aðeins yfir vesturhluta landsins, Bahr el Ghazal, þar sem íbúarnir hafa lengi búið við hungursneyð, heldur verður bardögum einnig hætt í suðurhéruðum kringum Nílarfljótið. Þar hefur Iangvar- andi stríð, miklir þurrkar og síð- an alvarleg flóð gert daglegt líf manna óbærilegt. Talið er að hátt í tvær milljón- ir manna hafi látið lífið í borg- arastyrjöldinni sem háð hefur verið í Súdan allt frá árinu 1983. Uppreisnarmenn eru flestir kristinnar trúar, en Múslimar hafa lengi farið með stjórn landsins og látið sig vandræði sunnanmanna og ósk um sjálfs- stjórn litlu varða. Bætt sambúð við Uganda Að undanförnu hafa stjórnvöld í Súdan og nágrannaríkinu Ug- anda átt í viðræðum um bætta sambúð - en vopnaðar sveitir hafa átt í átökum á landamærum ríkjanna árum saman. Hitnaði reyndar svo alvarlega í kolunum vorið 1995 að Uganda sleit stjórnmálasambandi við Súdan. Nú hafa ríkisstjórnir Iandanna náð samkomulagi um að taka aftur upp stjórnmálasamband og koma á viðskiptum svo sem áætl- unarflugi milli höfuðborganna. Samtímis var 72 súdönskum stríðsföngum, sem verið hafa í fangelsi í Uganda í þrjú ár, skil- að til síns heima. Talið er að þúsundum barna hafi verið rænt í landamærahéruðunum síðustu árin, bæði í Súdan og Uganda, en nú er boðað að þau fái að snúa heim. Irving framseldur? Þýsk stjórnvöld hafa óskað eftir því við Breta að sagnfræðingur- inn David Irving verði framseld- ur til Þýskalands til að svara þar til saka fyrir rétti vegna yfirlýs- inga sem hann gaf á samkomu þýskra nýnasista fyrir nokkrum árum. Irving hefur hingað til komið sér undan því að mæta fyrir þýska dómstólnum. Irving, sem er 62 ára, hefur lengi verið afar umdeildur vegna hrifningar sinnar á Adolf Hitler og fáránlegra skrifa um helför gyðinga. Það er einmitt vegna yf- irlýsinga þar að lútandi á sam- komu í Weinheim skammt frá Stuttgart á vegum þýska nýnas- istaflokksins NPD árið 1990 sem þýsk stjórnvöld hafa ákært hann - meðal annars fyrir að lýsa því yfir að helförin hafi aldrei átt sér stað sem skipuleg útrýming gyðinga af hálfu nasista. Sam- kvæmt þýskum lögum er bannað að afneita sögulegum staðreynd- David Irving: verður hann fram- seldur til Þýskalands? um um helförina og liggur við því hörð refsing eða allt að þrig- gja ára fangelsi. Foringi NPD var dæmdur til fangelsisvistar fljótlega eftir fyrr- nefnda samkomu, en réttarhöld gegn Irving féllu niður þar sem hann mætti ekki. En fyrir fimm mánuðum síðan fóru þýsk stjórnvöld formlega fram á fram- sal Irvings þannig að hægt væri að Ijúka málinu. Meiðyrðamál í Bretlandi Irving á þessa dagana í meið- yrðamáli í Bretlandi gegn banda- rískum sagnfræðingi, Deborah Lipstadt, og Penguin Books for- laginu. Tilefnið eru yfirlýsingar sagnfræðings um Irving í nýrri bók - „Denying the Holocaust" - en þar er honum lýst sem áköf- um aðdáenda Adolf Hitlers sem hafi umsnúið sögulegum stað- revndum í skrifum sínum. Fékk tvo nýja handleggi I íyrsta sinn í sögunni hefur læknum tekist að græða tvo nýja handleggi á sjúkling sem missti þá báða í alvarlegu vinnuslysi fyrir nokkrum árum. Um fimmtíu manna starfslið sjúkrahúss í Lyon í Frakklandi vann að þessari að- gerð - þar á meðal átján skurðlæknar - en hún stóð í sautján klukkustundir. Maðurinn með nýju handleggina er 33 ára gamall Frakki, en hann hefur ekki enn verið nafngreindur opinberlega. Sagt er að líðan hans sé eftir atvikum góð, en hins vegar kemur ekki strax í ljós hvort hann getur notað handlegginá með eðlilegum hætti. Rússar skamma Bandaríkj amenn Rússar hafa brugðist reiðir við þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ræða við utanríkis- ráðherra Téténíu, Ilías Akhma- dov, en hann hefur verið á ferð í Bandaríkjunum og meðal annars hitt starfsmenn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði slíkar viðræður stuðning við aðskilnaðarsinna og hryðjuverka- menn. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt hernað Rússa í Téténíu, einkum vegna þess að hann bein- ist í rfkum mæli að óbreyttum borgurum, og hvatt til pólitískrar lausnar. Fimm Króatar dæmdir í Haag Fimm Króatar frá Bosníu hafa verið dæmdir íyrir stríðsglæpi. Dóm- stóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi þá í allt að 25 ára fangelsi fyrir fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Réttarhöldin hafa staðið yfir í 18 mánuði og báru 158 einstaklingar vitni um glæpi hinna ákærðu - en þeir drápu meira en hundrað karla, konur og börn í Iitlu þorpi í Bosníu 16. apríl árið 1993. Einn hinna ákærða var sýknaður. Nýr forseti í Guatemala Lögfræðingurinn Alfonso Portillo hefur tekið við embætti sem nýr forseti f Guatemala, en hann hlaut 68 prósent atkvæðanna í forseta- kosningum í desember sfðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn í tæpa fjóra áratugi sem nýr for- seti tekur við völdum í landinu á friðartím- um. Portillo var marxisti fyrr á árurn en varð síðan handgenginn fyrrum einræðisherra landsins, Efrain Rios Montt, en í valdatíð hans voru hrikaleg mannréttindabrot framin í Guatemala. Sautjáu fórust í fLugslysinu Nú er vitað að sautján manns hið minnsta hafi farist með svissnesku flugvélinni sem hrapaði í hafið við strönd Líbýu í vikunni. Þeir voru frá Bret- landi, Kanada, Króatíu, Filipps- eyjum og noklcrum fleiri lönd- um. Fimm er enn saknað, en nítján manns lifðu flugslysið af. Stj ómaraudstæðiugar ákærðir Stjórnvöld í Malaysíu hafa enn á ný beitt dómstólum landsins gegn leiðtogum stjórnarandstæðinga. Meðal hinna ákærðu er lögmaðurinn Karpal Singh sem hefur lengi verið gagnrýninn á stefnu og störf forsætisráðherra landsins, Ma- hathir Mohamad, og tók meðal annars að sér vörn Anwar Ibrahim sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir samkynhneigð. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um undirróður og landráð og eiea yfir höfði ... . ,, , „. , ser margra ara tangelsi. -------- Stríðsrekstur Rússa í Téténíu kem- ur illa niður á almenningi. í fyrsta sinn hefur tekist að græða tvo handleggi á sjúkling.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.