Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUnAGVR 28. JANÚAR 2000 - 7 ry^ftr ÞJÓÐMÁL Um nýja stjóm Byggðastofmmar „Engan skildi furða þegar kjarnabyggðir, eins og Akureyri, eru ekki nýttar af stjórnvöldum til að vera það mótvægi við suðvesturhornið sem þarf til þess að byggð geti þrifist sem víðast, “ segir Benedikt m.a. í grein sinni. BENEDIKT GIJÐMUNDS SON FORSTÖÐUM. ÞRÖUNAR- SVIÐS ATVINNUÞRÖUN- ARFÉLAGS EyJAFJARÐAR skrifar Nú hefur Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra og al- þingismaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, skipað stjórn Byggðastolnunar og vekur tölu- verða athygli hvernig hún velur stjórnina. Þorri stjórnarmanna er sá sami og fyrir var og vekur það spurningar um raunveru- Iegt vald ráðherrans til að ákveða hverjir eiga að sitja í stjórn Byggðastofnunar hverju sinni þrátt fyrir að lögin kveði á um það. Mér segir svo hugur að Eyfiröingar séu ekki alls kosta ánægðir með að eiga ekki fulltrúa í stjórn stofnunarinnar, einn varamaður úr Eyjafirði dugir ekki sem plástur á sárið. Jaöarbyggðastefnan Þegar ákvörðun um flutning Byggðastofnunar, úr forsætis- ráðuneytinu yfir í iðnaðarráðu- neytið, var tekin lá ekki fyrir að Finnur Ingólfsson hyrfi af braut stjórnmálanna og segir mér svo hugur að vilji hans hafi staðið til að leggja meiri áhersl- ur á uppbyggingu kjarnabyggða og vaxtasvæða í stað þeirrar jaðarbyggðastefnu sem rekin hefur verið undanfarin ár með litlum árangri. Erfitt er að álykta annað en fyrri stefnu verði fylgt þegar litið er til þeirrar íhaldsemi sem ríkir í skipan nýrrar stjórnar Byggða- stofnunar, þrátt fyrir rýmri lagaheimild og meira vald ráð- herrans. Hvað er til ráða? Opinberar tölur sýna að 60 -70% þeirra sem flytja búferlum flytja á höfuðborgarsvæðið. Engan skildi furða þegar kjarnabyggðir, eins og Akureyri, eru ekki nýttar af stjórnvöldum til að vera það mótvægi við suðvesturhornið sem þarf til þess að byggð geti þrifist sem víðast. Aukin fjöl- breytni í atvinnustarfsemi vaxta- svæða, og þá sérstaklega í opin- berri þjónustu, er Iykilþáttur í því að hægja á fólksflóttanum til Reykjavíkursvæðisins ef stjórn- völd vilja ekki horfa upp á það að á næstu 25 árum verði 90% þjóðarinnar komin suður. Stjórnmálamenn virðast lengi vel hafa talið búferlaflutninga landans eðlilega þróun og í sam- ræmi við aðrar breytingar í þjóð- félaginu. En þær breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og við erum að horfa uppá eru miklu meiri en eðlilegt get- ur talist. Stórfelldur samdráttur í landbúnaði, gífuleg samþjöpp- un veiðiheimilda, hrun sjávar- byggða og sprenging á fjármála- markaðinum eru þættir sem vega þungt þegar búferlaflutn- ingar fólks eru skoðaðir. Stjórnvöld hafa ekki náð að laga sig að þessum hröðu þjóðfé- lagsbreytingum og ekki brugðist við með þeim hætti sem þarf til þess að byggð á sem flestum stöðum geti þrifist. Þeim hefur ekki einu sinni tekist að færa víglínuna þangað sem hugsan- lega hefði verið hægt að stöðva undanhaldið. Vaxtasvæði Ef hin nýkjörna stjórn Byggða- stofnunar ætlar að standa und- ir merkjum þarf hugarfars- breyting að eiga sér stað hjá stjórnvöldum. Sá sem getur ráðið ferðinni og hefur umboð til þess frá ríkisstjórninni er iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir. Ef við ætlum að lifa á þessu landi verða áherslur ráðuneytisins að vera á eflingu vaxtasvæða. Uppbygging opin- berrar þjónustu á sviði stjórn- sýslu, heilbrigðismála, mennt- unar og menningar verður, að að hluta til, að færast til stærstu kaupstaða á lands- byggðinni og þjónustuhlutverk þeirra gert sýnilegra. Skapa verður grundvöll fyrir Iífsgæð- urn sem fólk er að leita eftir með flutningi til höfuðborgar- svæðisins. Það verður aldrei hægt að uppfylla allar óskir íbúanna en hægt er að setja sér markmið sem leitast við að uppfylla „lágmarkskröfur" al- mennings. Svo lengi sem stærstu þéttbýlisstaðir landsins geta ekki uppfyllt kröfur síns nánasta umhverfi fiyst fólk þangað þar sem þjónustan er veitt. Sterk vaxtasvæði styðja við jaðarbyggðir og er sú leið sem vænlegust er til að byggð geti haldist sem víðast. Ég óska nýjum iðnaðarráðherra velfarn- aðar í starfi og megi honum bera gæfa til að snúa við þeirri óheillaþróun í byggðamálum, kjarnabyggðum og vaxtasvæð- um í vil á næstu öld. STJÓRNMÁL Á NETINU Meðferð umhverfísmála „Meðferð umhverfismála hérlend- is hefur engan veginn orðið sem skyldi og er nú mikið áhyggjuefni,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, á vefsíðu sinni. „A það ekki síst við um hlut hins opinbera, bæði Ijárveitinga- og framkvæmdavalds. Þegar um- hverfisráðuneyti var stofnað hér- lendis seint og um síðir árið 1990 væntu margir þess að umhverfis- mál fengju þá viðspyrnu f stjórn- kerfinu sem lengi hafði verið beð- ið eftir. Þetta hefur ekld ræst nema að litlu leyti. I stað þess að trcysta þetta mikilvæga ráðuneyti hefur stjórnskipuleg staða þess veikst að undanförnu og þar við bætist sú ógæfa sem fylgir skiln- ingsvana og duglitlum ráðherrum. Svo er nú komið að ríkisstjórn landsins með ráðherra umhverfis- mála í fararbroddi eyðir kröftum sínum í að berjast gegn umhverfis- vernd og vilja stórs hluta þjóðar- innar á því sviði. Þar veldur mestu Hjörleifur Guttormsson. stóriðjustefnan sem kallar á um- deildar virkjanir og leiðir auk þess af sér stórfellda losun gróðurhúsa- lofttegunda sem skrifast á reikning Islands. Helsta framlag stjórn- málaforystunnar í iandinu til um- hverfismála felsl f því nú um stundir að sniðganga settar leik- reglur og leita eftir undanþágum fyrir lsland á alþjóðavcttvangi. Þetta er ekki aðeins röng stefna heldur einnig dýrkeypt, því að hún hamlar gegn hrýnum aðgerðum á öðrum sviðum umhverfismála og eitrar út frá sér. I stað þess að virkja almenning og taka í fram- rétta hönd áhugafólks um um- hverfisvernd blanda stjórnvöld loftið lævi til mikils tjóns fyrir mál- efni sem íylkja ætti þjóðinni um. Umhverfisvernd þarf hér sem ann- ars staðar að verða sameinandi málstaður ef þau markmið eiga að nást sem mestu varða fyrir framtíð þjóðar okkar og alls mannkyns." Einæktun dýra A vefsíðu Vinstrihreyfingarinnar (VG) er vakin athygli á þeim hæltum sem felast í cinræktun dýra: „Nýlega bárust fréttir af japönskum kálli sem er einrækt- aður í tvo ættliði ef svo mætti segja. Einn vísindamannanna sem standa að þessari tilraun, Norio Tabara, segir megintil- ganginn vera að framleiða bragð- gott nautakjöt. Með einræktun styttist til muna sá tími sem það tekur að koma upp nýrri kynslóð nautgripa og jafnframt telja margir ljóst að með þessari að- ferð verði unnt að Ijöldafram- leiða úryalsgripi. Nú þegar er hægt að kaupa kjöt af einræktuð- um nautgripum í japönskum stórmörkuðum. Hvað er hér á ferð? Til ein- ræktunar er hægt að nota frumur úr þriggja mánaða gömlum kálf- um og þannig verður aðeins eitt ár á milli kynslóða. Fleiri naut- gripir á skemmri tíma, meiri framleiðsla, minni fjárfesting, minni vinnuaflsþörf, meiri hagn- aður. I fijótu hragð verður ekki annað séð cn þarna hafi fundist ný leið til að hámarka arðinn af nautgriparækt. Fyrir utan öll siðferðileg sjón- armið í þessu sanibandi vakna spurningar um þá hættu sem neytendum kynni að stafa af slíkri framleiðslu. Það ætti að liggja ljóst fi'rir að maðurinn öðl- ast aldrei endanlega þekkingu á gjörvöllum lífheiminum ekki frekar en það er húið að finna upp allt sem hægt er að finna upp eins og ýmsir héldu í kring- um síðustu aldamót. Ef einhvern tíma kæmi í Ijós t.d. hættulegt efnasamband sem tengdist erfð- um í „úrvalseintakinu" þá væri vægast sagt óhuggulegt til þess að hugsa að heilu samfélögin væru í raun að horða kjöt af sömu skepnunni. Hér munu væntanlega takast á sjónarmið siðferðis og almannaheilla ann- ars vegar og gróðasjónarmið liins vcgar. Oskandi væri að menn bæru gæfu til að stöðva þetta likt, áður en í óefni er komið."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.